Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 29
21ÞRIÐJUDAGUR 11. maí 2004
EM í sundi í Madríd á Spáni:
Íslandsmet hjá Kolbrúnu
SUND Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir,
sundkona frá Akranesi, setti nýtt
Íslandsmet í 50 metra flugsundi á
Evrópumeistaramótinu í sundi
sem hófst í Madríd á Spáni í gær.
Kolbrún Ýr synti á tímanum 28,17
sekúndum og bætti met Eydísar
Konráðsdóttur um 8/100 úr sek-
úndu. Hún hafnaði í 21. sæti.
Anja Ríkey Jakobsdóttir synti
200m baksund á 2:24,89 mínútum
og hafnaði í 25. sæti, Örn Arnar-
son synti 100m baksund á 57,71
sekúndum og hafnaði í 24. sæti,
Jakob Jóhann Sveinsson synti
100m bringusund á 1:04,35 og
hafnaði í 23. sæti og Hjörtur Már
Reynisson synti 50 m flugsund á
25,36 og hafnaði í 24. sæti. ■
ÍSLANDSMET
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir setti Íslandsmet í
50 metra flugsundi í gær.
Leedsarinn Eddie Gray:
Leystur frá
störfum
FÓTBOLTI Eddie Gray var í gær
leystur frá störfum sem knatt-
spyrnustjóri Leeds. Gray tók við
af Peter Reid í nóvember og er
óhætt að segja að hann hafi tekið
við sökkvandi skipi. Gray, sem er
gífurlega vinsæll meðal stuðn-
ingsmanna félagsins, er þó ekki
alfarinn því hann mun starfa sem
ráðgjafi hjá félaginu næsta árið.
Ekki er vitað hver tekur við
starfi Grays til frambúðar en að-
stoðarmaður Grays, Kevin
Blackwell, mun stýra liðinu í loka-
leiknum gegn Chelsea um næstu
helgi. ■
Sænska úrvalsdeildin í knattspyrnu í gær:
Fyrsta mark Tryggva
FÓTBOLTI Tryggvi Guðmundsson
skoraði sitt fyrsta mark fyrir
sænska liðið Örgryte í gærkvöld
þegar hann jafnaði metin gegn
Örebro með síðustu spyrnu leiks-
ins. Leikmenn Örebro náðu ekki
að byrja að miðju eftir mark
Tryggva. Örebro náði að komast í
2-0 í leiknum en leikmenn Örgryte
minnkuðu muninn á 81. mínútu og
jöfnuðu síðan með marki
Tryggva. Jóhann B. Guðmundsson
og Tryggvi léku allan leikinn í liði
Örgryte.
Hjálmar Jónsson var ekki með
Gautaborg sem vann Helsing-
borg, 2-1, á útivelli. Hjálmar er
tognaður aftan á læri og mun
verða frá næstu vikur. ■
TRYGGVI GUÐMUNDSSON
Búinn að finna skotskóna í Svíþjóð.
SIGRI FAGNAÐ
Eyjastúlkur með Birgit
Engl í fararbroddi fagna
hér Íslandsmeistaratitl-
inum í gær.
FÓTBOLTI Landsbankadeild karla
hefst á laugardag með leik KR og
FH á KR-velli. KR-ingum er spáð
sigri í deildinni, Skagamönnum
öðru sæti en FH-ingum því þriðja.
Willum Þór Þórsson, þjálfari
KR, segir að spáin hafi í sjálfu sér
ekki komið á óvart en hann hafi
reiknað með FH eða ÍA. „FH-ing-
ar eru gífurlega sannfærandi og
Skaginn líka,“ sagði Willum. „Ég
átti alltaf von á að menn myndu
halda sér við veruleikann frekar
en að poppa okkur eitthvað upp.“
„Spáin er öruggleg röng – ein-
hvers staðar,“ svaraði Ólafur Jó-
hannesson, þjálfari FH, en vildi
ekki tjá sig um hvort hún væri
röng hvað FH-inga varðar. FH-
ingar unnu Skagamenn í undanúr-
slitum deildabikarkeppninnar og
KR-inga í úrslitaleiknum. Samt
munar nokkuð mörgum stigum á
KR og ÍA, annars vegar, og FH,
hins vegar í spánni. „Ég er ekkert
hissa á því,“ svaraði Ólafur.
„Þetta eru stærstu klúbbarnir.
Bæði þessi félög eru með mjög
góð lið og í sjálfu sér kemur þetta
mér ekkert á óvart.“
FH-ingar stóðu sig mjög vel í
fyrra og virðast ætla að fylgja því
eftir í ár. „Við erum í ágætis mál-
um. Það er óhætt að segja það,“
sagði Ólafur. „Það er vonandi að
það fleyti okkur í toppbaráttuna.
Við treysum á það.“
Willum líst mjög vel á leikinn
við FH. „Það er alltaf ákveðin
spenna í kringum fyrsta leikinn,“
sagði Willum. „Þetta eru lið sem
er spáð í efri hluta deildarinnar,
það eru gerðar miklar væntingar
til þeirra og það gerir þennan leik
bara ennþá meira spennandi. Það
er gaman fyrir okkur að þetta sé
fyrsti leikur og við séum einir að
spila á laugardag. Ég á von á gíf-
urlegri stemningu vesturfrá,“
sagði Willum.
„Ég held að leikurinn hafi
byggt undir stemninguna og bara
kryddað þetta,“ sagði Willum um
úrslitaleik FH og KR í deildabik-
arnum á laugardag. „Við reynum
að meta þann leik fyrir liðið og
læra af honum. Maður veit svo-
sem ekki hverju FH-ingar taka
upp á en ég held að þeir verði ekki
langt frá því sem þeir voru að
gera á laugardaginn.“
Ólafur Jóhannesson má ekki
stjórna FH-ingum á laugardag því
hann tekur út leikbann. „Ég má
ekki vera á keppnisstað klukku-
tíma fyrir leik, ekki vera inni í
búningsklefa,“ sagði Ólafur.
„Tíminn frá klukkan eitt til fjögur
verður svolítið öðruvísi en venju-
lega. Ég horfi bara á leikinn eins
og aðrir áhorfendur og má ekki
blanda mér í hann. Ég hef góðan
mann til að sjá um það.“ ■
Ólafur Jóhannesson þjálfari FH:
Horfi á leikinn
eins og aðrir
VÍGALEGIR ÞJÁLFARAR
Þjálfarar liðanna tíu í Landsbankadeild karla voru vígalegir þegar þeir stilltu sér upp á
blaðamannafundinum í Smárabíói í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
HANDBOLTI „Ég veit ekki alveg
hvað ég á að segja annað en að ég
er ótrúlega stoltur af mínu liði.
Þessi stelpur eru ofurmenni að
klára þetta hraðmót á þeim hraða
sem þær gerðu eftir allt álagið
sem hefur verið á þeim í vetur,“
sagði Aðalsteinn Eyjólfsson,
þjálfari ÍBV, í samtali við Frétta-
blaðið eftir að hans stúlkur höfðu
tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn
í handknattleik kvenna annað árið
í röð með því að leggja Valsstúlk-
ur að velli, 30-26, í fjórða leik lið-
anna á Hlíðarenda í gær.
Leikurinn í gær var í öðrum
farvegi en fyrri leikirnir. Vals-
stúlkur byrjuðu betur og leiddu
3-1 og 5-2 en Eyjastúlkur náðu for-
ystu um miðjan fyrri hálfleik, 7-6,
með marki Guðbjargar Guð-
mannsdóttur. Arna Grímsdóttir
jafnaði fyrir Val en ÍBV svaraði
með fjórum mörkum.
Valur náði að minnka muninn í
eitt mark, 12-11, þegar fjórar mín-
útur voru til leikhlés en ÍBV skor-
aði síðustu fjögur mörk fyrri hálf-
leiks.
ÍBV hélt sama takinu á leikn-
um í seinni hálfleik og tókst Vals-
stúlkum aldrei að minnka muninn
nema í fjögur mörk. ÍBV jók for-
skotið í átta mörk, 30-22, á
lokakaflanum en Valsstúlkur lög-
uðu stöðuna með fjórum síðustu
mörkum leiksins. Lokatölur leiks-
ins urðu 30-26 og Eyjastúlkur
fögnuðu gífurlega í leikslok.
Aðalsteinn hefur verið svekkt-
ur út í gagnrýnina sem hann og lið
hans hafa fengið að undanförnu
og svaraði henni í gær:
„Ég skil ekki þessa umræðu
um að við höfum verið með sex út-
lendinga í vetur. Alla Gokorian er
Íslendingur og Anna Yakova
sömuleiðis og það á reyndar ekki
að skipta máli frá hvaða landi
leikmenn koma. Við spilum í Eyja-
búningi á Íslandi og þessi umræða
hefur verið afskaplega lágkúru-
leg,“ sagði Aðalsteinn, sem getur
skilið sáttur við Eyjaliðið eftir að
hafa landað bæði Íslands- og bik-
armeistaratitlinum á þessu tíma-
bili. Hann heldur til Þýskalands á
næsta tímabili til að taka við TuS
Weibern og sagðist aðspurður
kveðja liðið með söknuði.
Guðríður Guðjónsdóttir, þjálf-
ari Valsstúlkna, sagði eftir leikinn
að hún væri stolt af sínum stelp-
um. „Er í alvöru hægt að fara
fram á að skólastelpur og mömm-
ur vinni atvinnumenn?“ spurði
Guðríður og bætti við: „Ég hef
ekki sagt það áður en segi það
núna að ÍBV er með mun betra lið
en við og það hvernig við stóðum í
þeim er stórkostlegt afrek. Við
höfum lent í miklum hremming-
um í vetur en stelpurnar hafa
eflst við hverja raun. Það er ekki
hægt að vera svekktur, bara stolt-
ur,“ sagði Guðríður.
Sigurlaug Rúnarsdóttir skoraði
sex af mörkum Vals, Gerður Beta
Jóhannsdóttir og Elfa Björk
Hreggviðsdóttir fjögur hvor,
Ágústa Edda Björnsdóttir og Arna
Grímsdóttir þrjú, Drífa Skúla-
dóttir og Hafrún Kristjánsdóttir
tvö og Anna María Guðmunds-
dóttir og Árný Eggertsdóttir eitt
hvor.
Alla Gokorian skoraði sjö mörk
fyrir ÍBV, Sylvia Strass sex, Anna
Yakova og Guðbjörg Guðmanns-
dóttir fimm hvor, Birgit Engl fjög-
ur og Elísa Sigurðardóttir, Ester
Óskarsdóttir og Julia Gantim-
urova eitt mark hver. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
Þessar stelpur
eru ofurmenni
Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, var stoltur af sínum stúlkum eftir að
þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í gær.