Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 11. maí 2004 haldið að Silfrið myndi skipta sköpum um úrslitin. Til að gæta réttra hagsmuna átti blaðamaður DV, líklega Ólafur Teitur Guðna- son þó svo að Egill nefni hann ekki, að sitja við hlið hans í hverjum þætti til að passa upp á að allt færi vel fram. Því var minnisblaði dreift með hugmynd- um um hvernig hægt væri að gelda þáttinn. „Síðustu þættirnir fyrir kosningar: 10 mínútur saga flokksins, hvaðan þeir komu - gamlir leiðtogar, viðtöl, research. 10 Mín. Hvar stendur flokkurinn í 10 stæðstu málunum t.d. ESB, mismunandi þingmenn svara hverju máli. 30 Min Egill og blaðamaður ræða við for- manninn. 2-5 min Spurningar sendar inn á netinu. 5 min Afhverju eiga íslendingar að kjósa flokkinn? Formaðurinn talar í vélina til þjóðarinnar af hverju á að kjósa flokkinn. Til að gæta fullar sanngirni getum við síðan notað þetta í brot - þannig fá allir jafnan séns?“ Að endingu segir Egill: „Á tuttugu og þriggja ára blaðamennskuferli hef ég ekki kynnst öðru eins.“ Fréttablaðið leitaði að BaldriÁgústssyni, mögulegum for- setaframbjóðanda og stofnanda Vaka, í þjóðskrá um daginn og fann ekki. Það ku hafa verið sök- um þess að blaðið hafði ekki rétt- ar upplýsingar um aldur hans. En nú er Baldur fundinn og frek- ari fregna er að vænta af honum dag en boðað hefur verið til blaðamannafundar á Holtinu til að kynna framboð hans. Næstu daga má því gera ráð fyrir að stuðningsmenn Baldurs verði víða að finna með undirskrifta- lista. Ef nægar undirskriftir nást verða þeir því þrír í framboði, Ólafur Ragnar Grímsson, Ástþór Magnússon og Baldur. Ástþór segist búinn að safna nægum undir- skriftum, Baldur er byrjaður og þá spyrjum við bara, hvar eru undir- skrifalistarnir til stuðnings sitjandi forseta?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.