Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 91 stk. Keypt & selt 10 stk. Þjónusta 46 stk. Heilsa 7 stk. Heimilið 11 stk. Tómstundir & ferðir 7 stk. Húsnæði 23 stk. Atvinna 20 stk. Tilkynningar 1 stk. Kajakróður til gamans og heilsubótar BLS. 2 Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 11. maí, 132. dagur ársins 2004. Reykjavík 4.25 13.24 22.26 Akureyri 3.53 13.09 22.28 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Margir hugsa sér eflaust gott til glóðarinn- ar að reima á sig strigaskóna og hlaupa út í vorið. Enda freistandi að koma sér í form svo hægt sé að svipta sér feimnislaust úr peysunni á blíðviðrisdögum. Pétur Frantz- son leiðbeinir hlaupurum í Laugardalnum en hann segir mikilvægast að fara rólega af stað og setja sér markmið. „Ég var einmitt að fara af stað með byrj- endahóp en í upphafi legg ég aðaláherslu á að fólk sé í þokkalegum strigaskóm. Ég er samt ekki hrifinn af því að fólk fari fyrsta daginn og kaupi sér rándýra hlaupaskó. Þegar farið er að hlaupa lengra er mikil- vægt að skórinn haldi vel við fótinn og dempi á réttan hátt. Svo er góður og léttur fatnaður mikil- vægur. Í byrjun er fólk kannski að hlaupa stuttar vegalengdir og ganga inn á milli. Þá þarf að klæða sig aðeins betur. Þegar það fer að hlaupa meira ætti það svo helst að vera bara á stuttbuxum.“ Pétur segir að hver og einn verði að finna sér sinn hraða en að gott sé að taka þrjár æfingar í viku til að byrja með, hlaupa tvisvar í viku og hjóla eða synda einu sinni. „Ekki byrja með látum heldur fara nógu hægt í hlutina.“ Þegar fólk fer að hlaupa mikið finnur það mun á því að hlaupa á steyptri gang- stétt og malbiki, sem er aðeins mýkra. Pét- ur segir hins vegar að malarstígar séu bestu hlaupaleiðirnar. En eru hlaup ekki bara hreinlega óholl áreynsla fyrir liðamót- in? Pétur vill ekki meina það. „Ég veit um fólk sem hefur losnað við bakverki með hlaupum. Ef fólk er á góðum skóm finnur það ekki fyrir óþægindum.“ Hann neitar því líka að hlaup séu einhæf eða einmana- leg hreyfing. „Ég legg aldrei mikið upp úr hraðanum í byrjun. Fólk getur því aðeins spjallað saman á meðan það hleypur og bara notið þess að vera úti. Til er hellingur af góðum hlaupahópum og þeir eru góður kostur fyrir byrjendur.“ audur@frettabladid.is Hlaupið af stað: Gott að setja sér markmið Pétur Frantzson leiðbeinir hlaupagikk í Laugardalnum. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Markaðstorg notaðra lyftara. Úrval not- aðra lyftara, litlir og stórir lyftarar, raf- magns- og dísellyftarar, inni- og útilyft- arar, hillulyftarar, tínslulyftarar, skot- bómulyftarar, vinnulyftur o.fl. Vélar og þjónusta, Reykjavík sími 5 800 200. Ak- ureyri sími 461 4040. Pontiac Grand Am ‘03. Ek. 11 þ. Ssk. 3.4L. 170 hö. Ásett 2.650 þ. Skoða ódýrari. Stgr. 2.100 þ. Sími 898 2001. Förðunarnámskeið. Viltu læra að farða þig sjálf. Helgarnámskeið 5000 kr. Kennari er Rósa íslandsm. Neglur og list í s. 553 4420. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R heilsa@frettabladid.is Kvennadeild sjúkrahússins á Akranesi hefur verið endurbætt. Aðstaða og tækjabúnaður er með því besta sem þekkist, til dæmis er þar nýtt og full- komið fæðingarrúm, sérhönnuð vatns- laug fyrir fæðandi konur og fleiri nýjungar. Skurðaðgerðum fjölgaði á Land- spítala - háskólasjúkrahúsi um 5,2% fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjustu stjórnunar- upplýsingum sjúkrahússins. Mest varð fjölgunin 15,9% í almennum skurðlækningum og 7,4% í bækl- unarlækningum. Þetta eru þær sérgreinar þar sem bið eftir þjón- ustu hefur verið hvað lengst. Með- allegutími hefur styst um 3,2% miðað við á sama tíma í fyrra og innlögnum fækkað um 1,7%. Geðheilsa kvenna í alþjóðlegu samhengi er efniviður fyrirlestrar á vegum Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði sem haldinn verð- ur í fyrirlestrasal Öskju, Sturlugötu 7, fimmtudaginn 13. maí kl. 15. Fyrirlesari er Carla Groh, Ful- bright-kennari við hjúkrunarfræði- deild HÍ og dósent við Detroit-há- skóla. Fjallað verður um fjölþætt hlutverk kvenna á vinnumarkaði og heima fyrir og hvernig það álag gerir konum hættara við geðröskun en körlum. Mataræði og krabbamein tengj- ast böndum sem vísindamenn hyggjast rannsaka nánar. Heimskrabbameinsstofnunin fjár- magnar rannsóknina, sem felst í því að yfir 10.000 rannsóknir sem hafa verið gerðar um efnið verða skoðaðar ofan í kjölinn og niðurstöður þeirra dregn- ar saman. Vísindamenn sem munu vinna það verk vonast til þess að komast að raun um hvaða matvæli hafa fyrirbyggjandi áhrif á krabba- mein en talið er að hægt sé að koma í veg fyrir svo mikið sem eitt af hverjum þremur krabbameinstil- felllum með hollu mataræði. Liggur í loftinu FYRIR HEILSUNA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.