Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 14
14 11. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR HUGAÐIR LÖGREGLUMENN Þýskir lögreglumenn sýndu á sér aðra hlið þegar þeir buðu almenningi á sýningu. Þar sýndu þeir færni sína með ýmsan búnað lögreglunnar. Lögreglumennirnir á jörðinni halda víst góðu jafnvægi og bera mikið traust til félaga síns sem stekkur yfir þá á mótorhjóli. DANMÖRK, AP Gera má ráð fyrir að milli þrettán og fjórtán þúsund lögreglumenn og aðrir öryggis- verðir sjái um öryggisgæslu við konunglegu brúðkaupin í Dan- mörku og á Spáni. 10.000 lögreglumenn sjá um ör- yggisgæsluna á Spáni, þeirra á meðal skyttur og sérfræðingar í vörnum gegn hryðjuverkum. Fréttir danskra blaða herma að um þriðji hver lögreglumaður Danmerkur verði á vakt þegar Friðrik krónprins og unnusta hans Mary Donaldson giftast á föstu- dag. Þarlend lögregluyfirvöld hafa reyndar neitað að staðfesta þær fréttir. Búist er við að um 250.000 manns muni fylgjast með þegar hestvagnar með brúðhjónin og gesti þeirra innanborðs fara um götur borgarinnar. Öll flugumferð yfir Madríd verður bönnuð um aðra helgi þeg- ar Felipe prins gengur að eiga fyrrum sjónvarpskonuna Letizia Ortiz og Atlantshafsbandalagið skoðar nú hvort eftirlitsflugvélar verði sendar til að líta eftir hugs- anlegum hryðjuverkamönnum úr lofti. Danir hafa sent inn sams konar beiðni og ætla einnig að loka fyrir flugumferð yfir hluta Kaupmannahafnar. ■ Segist hafa heyrt um ránið hjá vini sínum Stefán Aðalsteinn Sigmundsson neitar að hafa tekið þátt í Skeljungsrán- inu. Hann segist hafa játað hlut sinn í ráninu vegna þrýstings og hótana um gæsluvarðhald. Saksóknari fer fram á tveggja til þriggja ára fangelsi. VERÐANDI HJÓN Á TÓNLEIKUM Mikið hefur verið um að vera hjá Friðrik krónprinsi og Mary Donaldson í aðdraganda brúðkaupsins. 40.000 manns sóttu tónleika í tilefni af brúðkaupi þeirra. Rúmlega fertugur maður, Stef-án Aðalsteinn Sigmundsson, neitar sök í Skeljungsráninu sem framið var í Lækjargötu árið 1995. Stefán hafði áður játað sinn hlut hjá lögreglu en dregur þann framburð til baka og segist hafa verið beittur þrýstingi. Hann er sakaður um að hafa framið ránið með tveimur öðrum mönnum, en annar þeirra framdi sjálfsvíg áður en hann mætti í skýrslutöku hjá lögreglu. Saksóknari fer fram á að Stefán verði dæmdur í tvegg- ja til þriggja ára fangelsi. Stefán segist ekki hafa átt neinn þátt í ráninu, heldur viti hann mikið um málið þar sem vin- ur hans, sem nú er látinn, hafi að- stoðað ræningjana við að fjar- lægja sönnunargögn. Sá hafi heyrt söguna frá ræningjunum og sagt honum hvernig staðið hefði verið að ráninu. Ránið var þaulskipulagt Tveir grímuklæddir menn réð- ust að tveimur starfskonum Skelj- ungs fyrir utan Íslandsbanka í Lækjargötu þann 27. febrúar árið 1995. Þriðji maðurinn beið álengd- ar í hvítum flóttabíl. Starfskon- urnar voru að fara með helgar- uppgjör fyrirtækisins í bankann, ríflega sex milljónir króna. Önnur starfskonan lagði af stað í átt að bankanum en hin fór aftur í bílinn til að sækja töskuna með uppgjör- inu. Hún lenti í smá basli við að loka töskunni og tafðist aðeins. Þegar hún ætlaði að leggja af stað með töskuna var hún lamin í höf- uðið aftan frá þannig að hún missti fótanna og datt í jörðina. Í því greip ræninginn töskuna og hljóp á brott. Starfskonan sem lögð var af stað inn í bankann tók eftir því að ekki var allt með felldu þegar hún leit við og sá samstarfskonu sína liggja í götunni. Hún sá ræningj- ana og hljóp inn í bankann til að sækja hjálp. Fyrir dómi í gær sagðist hún ekki hafa þorað að huga að samstarfskonu sinni fyrr en ræningjarnir voru farnir. Hvíti flóttabíllinn sem þriðji maðurinn ók var stolinn og höfðu stolnar númeraplötur verið festar á hann. Síðar sama dag fannst bíllinn við Ásvallagötu í Reykjavík með pen- ingatöskunni í. Reynt hafði verið að kveikja í bílnum án árangurs. Peningarnir voru geymdir í tösku með sérstökum búnaði sem við sérstakar aðstæður ætti að sprauta lituðu dufti yfir innihald töskunnar og gera peningaseðlana ónothæfa. Búnaðurinn fór ekki í gang þegar á reyndi. Vitni sá einkennilegar mannaferðir Frá Ásvallagötu, þaðan sem ræningjarnir héldu í sitt hvora áttina varð vitni á leið til vinnu vart við einkennilegar manna- ferðir. Hann sá mann á reiðhjóli, klæddan í samfesting og með lambhúshettu sem sneri öfugt. Rétt á eftir sá hann mann, í bláum samfestingi með málningarslett- um, merktum Eimskipi, á hlaup- um. Hann hljóp inn og út úr tveimur gönguleiðum á milli Ljós- vallagötu og Blómvallagötu og á endanum hljóp hann inn þriðju göngin. Þegar vitnið var komið yfir Hringbrautina sá það hjól- reiðamanninn á Víðmel þar sem síðar fannst yfirgefið reiðhjól. Hann sagði mér frá ráninu Fyrrverandi kona Stefáns og móðir þriggja barna hans segir hann hafa hringt í sig sama dag eða daginn eftir að ránið var framið og beðið hana að hitta sig í Hafnarfirði, hann myndi greiða leigubílakostnað. Hún segir Stef- án hafa verið spenntan og spurt hana hvort hún hefði fylgst með fréttum. Síðan sagði hann henni frá ráninu og að hann hefði fengið þriðjung fengsins í sinn hlut, um eina milljón króna. Hann bað hana um að geyma sinn hlut, sem hún gerði. Í dómsal í gær sagðist fyrr- verandi kona Stefáns ekki viss um hversu lengi hún hefði geymt pen- ingana. Sjálf hafi hún fengið 200 þúsund krónur, fyrst 100 þúsund fyrir leigu og fæði og síðar 100 þúsund til að kaupa sér bíl. Pen- ingana segist hún aldrei hafa get- að greitt til baka. Stefán sagði fyrir dómi að hann hefði ekki sagt fyrrverandi konu sinni að hann hefði verið einn ræningjanna. Þá segist hann ekki muna hvort hann hafi sagt henni frásögn látins vinar síns, sem hann segir hafa aðstoðað ræningj- ana. Stefán segist hafa beðið fyrr- verandi konu sína að geyma um 800 þúsund krónur. Peningana hafi hann og vinur hans fengið greidda frá því þeir hefðu verið á sjó. Fékk lánaðan bíl systur sinnar Daginn sem ránið var framið sást til tveggja manna við eld í fjörunni í Hvammsvík í Hvalfirði. Út í vegkanti var rauð Daihatsu- bifreið. Sama dag segist systir Stefáns hafa lánað honum bílinn sinn, rauðan Daihatsu. Hún hafi lánað Stefáni bílinn klukkan átta um morguninn og hann hafi skilað honum fyrir utan vinnustað henn- ar einhvern tíma á milli klukkan þrjú og hálf sex sama dag. Hún áætlaði að Stefán hefði eytt tæp- lega hálfum tanki af bensíni, sem henni fannst mikið á sinn mæli- kvarða. Aðspurður um notkun á bílnum þennan dag segir Stefán að hann hafi sjálfur verið lítið á honum. Vinur hans, sem nú er látinn, hafi farið í sendiferðir fyrir sig á bíln- um. Þá hafi vinurinn líka farið til að hirða upp sönnunargögn, tösk- ur og galla, fyrir ræningjana. Stefán segist sjálfur ekkert hafa viljað koma nálægt því. Vinur hans hafi komið með tösku til hans með hluta af dótinu og hann tekið eina húfu úr töskunni og væri hún fyrir löngu týnd. Dóm- arinn spurði systur Stefáns út í fjárhag hans þennan tíma og sagði hún hann hafa verið mjög blankan allan veturinn, hann hafi oft ekki átt fyrir nauðsynjum. Gríðarleg öryggisvarsla við konungleg brúðkaup: Yfir tíu þúsund löggur á vakt ■ Hún segir Stef- án hafa verið spenntan og spurt hana hvort hún hefði fylgst með fréttum. Síðan sagði hann henni frá rán- inu og að hann hefði fengið þriðjung fengs- ins í sinn hlut, um eina milljón króna. STEFÁN Á LEIÐ ÚR DÓMSAL Stefán segist saklaus af Skeljungsráninu og hann hafi einungis játað í skýrslutöku hjá lögreglu þar sem hann var beittur þrýstingi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.