Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 13
13ÞRIÐJUDAGUR 11. maí 2004 Þar við hafi bæst að fyrirferð þeirra á markaði og árangur hafi komið í bakið á þeim. Í greininni er fjárfestingasaga þeirra í Bret- landi rakin og skyggnst í bak- grunn fyrirtækisins á Íslands. Raktar eru í stuttu máli ásakanir Jóns Geralds Sullenberger. The Sunday Times segir deilur þeirra hafa snúist að hluta um viðskipta- hagsmuni og að hluta um ásakanir Jóns Geralds um að skemmti- snekkjan The Viking hefði verið greidd af fyrirtækinu, en notuð í einkasamkvæmi, þar sem greitt hefði verið fyrir félagskap kvenna. Blaðið segir Baug ávallt hafa neitað ásökunum og málið hafi verið leyst utan dómstóla. Blaðið segir einnig frá rann- sókn íslenskra yfirvalda á fyrir- tækinu í kjölfar ásakana Jóns Ger- alds sem orðið hafi til þess að Baugur varð af þátttöku í kaupum á Arcadia með Philip Green. Baug- ur hagnaðist um rúma átta millj- arða á Arcadia-viðskiptunum, enda þótt fyrirtækið næði ekki markmiðum um kaupin. Nýjasta dæmið um mótlæti heima fyrir sé nýtt fjölmiðlafrumvarp forsætis- ráðherrans, Davíðs Oddssonar, sem litið sé á sem tilraun til þess að draga úr mætti fyrirtækisins. The Sunday Times segir Baug ennþá ráðgátu í bresku viðskipta- lífi. Enn eigi eftir að koma í ljós hvort hæfni fyrirtækisins í því að kaupa í verslunarfyrirtækjum fylgi hæfni í að reka slík fyrir- tæki með hagnaði. ■ H öf un da rr ét tu r © 2 00 4 N ok ia . A llu r ré tt ur á sk ili nn . N ok ia o g N ok ia C on ne ct in g Pe op le e ru s kr ás et t vö ru m er ki í ei gu N ok ia C or po ra tio n. B lu et oo th e r sk rá se tt v ör um er ki í ei gu B lu et oo th S IG , I nc . Einfaldleiki. Einfalda›u samskiptin. fiú notar handfrjálsan Bluetooth me› Nokia 6230 me›an flú skrifar tölvupóstinn, lítur í dag- bókina e›a drekkur kaffi›. Allt í flægilegum og glæsilegum síma. Njóttu fless. www.nokia.com Njóttu hans. SKÓLAMÁL Allir nemendur í Tjarn- arskóla í Reykjavík eiga GSM- síma, samkvæmnt könnun sem skólayfirvöld gerðu. Alls eru 28 nemendur í skólanum og eru skóla- yfirvöld nú að velta því fyrir sér hvernig þau geti notað símana á já- kvæðan hátt í skólastarfinu. „Fyrst þegar þessir símar komu voru þetta hálfgerðir friðarspill- ar,“ segir María Sólveig Héðins- dóttir skólastjóri. „Fólk var mikið á móti þessari þróun fyrir fáeinum árum. Ef sími hringdi inni í kennslustofu var hann jafnvel tek- inn af nemandanum og foreldri þurfti að sækja hann. Nú hefur þetta gjörbreyst. Í dag er varla hægt að segja að það hringi sími á meðan á kennslustund stendur. Þessir krakkar kunna að fara með þessa nýju tækni enda hafa þeir alist upp með henni og taka símun- um sem sjálfsögðum hlut. GSM- sími er orðinn jafn sjálfsagður og pennaveskið.“ María Sólveig segir að nú sé far- ið að nota GSM-símana til að senda nemendum skilaboð. Sem dæmi sé hópur nemenda að fara í óvissuferð í vikunni og þeir muni fá skilaboð til að minna þá á ferðina. „Við höfum líka velt því fyrir okkur að nýta þessa tækni beinlín- is í kennslunni. Til dæmis erum við að velta því fyrir okkur að láta nemendurna semja örljóð sem þeir senda kennaranum með SMS- skilaboðum. Þetta er mjög knappt form og það væri gaman að sjá hvað þau kæmu miklu til skila með einum skilaboðum.“ ■ Bankarán: Flest rán í Danmörku DANMÖRK Danir eru Evrópu- meistarar í bankaránum. Árið 2002 voru 268 pósthús, bankar og peningafyrirtæki rænd í Dan- mörku. Þetta eru tvöfalt fleiri rán en í nágrannalandinu Svíþjóð þar sem búa helmingi fleiri. „Það er hörmuleg reynsla fyrir starfs- menn fjármálafyrirtækja að verða fyrir ráni,“ segir formað- ur samtaka fjármálafyrirtækja í Danmörku. „Við verðum að viðurkenna að þetta er reynsla sem margir okkar félaga hafa orðið fyrir. Það er ekki hægt að sætta sig við það.“ ■ GSM-símar orðnir jafn sjálfsagðir og pennaveski í Tjarnarskóla: SMS-örljóð send til kennaranna NEMENDUR Í TJARNARSKÓLA Allir nemendur Tjarnarskóla eiga GSM-síma samkvæmt könnun skólayfirvalda. HELSTU EIGNIR BAUGS Í BRETLANDI Heildarkaupverð* Oasis 19,6 milljarðar Julian Graves 1,9 milljarðar Hamleys 7,7 milljarðar Goldsmiths 14,5 milljarðar LHX fasteignafélag 1,2 milljarðar Samtals 44,9 milljarðar Markaðsverðmæti House of Fraser 3,5 milljarðar Somerfield 4 milljarðar Big Food 10,5 milljarðar Samtals 18 milljarðar *Baugur á meirihluta í þessum fyrirtækjum en eignarhluturinn er ekki sá sami í þeim öllum. HAMLEYS OG FORMÚLAN John Watkinson, stjórnarformaður Hamleys, og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, undirrituðu í mars samning við kappak- stursliðið BMW Williams. Leikfanga- verslunin er auglýst á kappakstursbílnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.