Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 27
Það verður andlit Sigrúnar Ósk-ar Kristjánsdóttur sem kunn- gerir kosningu íslensku þjóðar- innar fyrir kynnum Eurovision nú á laugardagskvöld. „Mér fannst gaman að vera beðin um að tala til Tyrklands fyrir hönd þjóðarinnar. Úrslitum réðu vinir og vanda- menn, sem hótuðu mér öllu illu ef ég tæki ekki verkið að mér,“ segir Sigrún Ósk, sem viðurkennir að hafa sofið á svarinu. „Það er ekki auðvelt að feta í fótspor Evu Maríu, sem tók karatespark frammi fyrir allri Evrópu í beinni. Djókið er orðið heilög skylda fyrir Íslands hönd.“ Sigrún talar frammi fyrir Evrópu frá hljóðveri Ríkissjónvarpins í Efstaleiti, en æfingar standa yfir í tvo daga fyrir stóru stundina og verður generalprufa rétt fyrir beinu útsendinguna. Og Sigrún Ósk heiðrar íslenska hönnun á úr- slitastundu. „Ég verð íklædd fötum frá Fjólu Ósland, sem er íslenskur fatahönn- uður. Fatnaðinn sjálfan fæ ég ekki að sjá fyrr en kvöldið áður, en ég geng talsvert í fötum frá Fjólu og er afar hrifin af hennar hönnun.“ Sigrún hefur ekki enn kynnt sér lög allra þjóða og ætlar ekki að leggja eyrun við fyrr en lögin verða flutt á keppniskvöld. „Þetta verður undarlegt Eurovision- kvöld, þar sem ég eyði kvöldinu í hljóðveri Sjónvarpsins ásamt Helga Jóhannessyni pródúsenti. Sá mæti maður var reyndar minn pródúsent í ein þrjú ár, svo það ætti ekki að væsa um okkur,“ seg- ir Sigrún og bætir við að annað sé ekki við hæfi en að kjósa. „Auðvit- að verð ég að gera það. En hvað ég vel kemur ekki í ljós fyrr en á sjálfri úrslitastundu og verður ekki kunngert í beinni.“ ■ ■ ÞETTA GERÐIST 1779 John Hart, sem skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkj- anna, deyr. 1947 Slöngulaust bíldekk er framleitt í fyrsta sinn af B.F. Goodrich-fyrir- tækinu. 1949 Ísrael er veittur aðgangur að Sameinuðu þjóðunum og Siam breytir nafni sínu í Taíland. 1956 Gana verður fyrsta svarta Afríku- landið sem fær sjálfstæði frá Bretlandi. 1971 The Daily Sketch, elsta blað Bret- lands, stofnað 1909, er prentað í síðasta sinn. 1985 50 aðdáendur láta lífið þegar eldur kviknar á áhorfendabekkj- um á fótbolta- leik í Bradford á Englandi. 2003 Noel Redding, bassaleikari Jimi Hendrix, deyr á heimili sínu í Írlandi 57 ára gamall. 19ÞRIÐJUDAGUR 11. maí 2004 KJUREGEJ ALEXANDRA ARGUNOVA Fékk fyrstu til þriðju verðlaun í hugmynda- samkeppni Landsbankans fyrir tillögu sína um ævintýragarð í Hljómskálagarðinum. Í þeim garði yrðu Jóhann risi og Keikó stjörnurnar. Hver? Ég er listamaður, menntuð leikkona en er núna ansi mikið í myndlist og er líka myndhöggvari. Hvar? Ég er á Snorrabraut í Reykjavík. Hvaðan? Ég er Jakúti, frá Norðaustur-Síberíu en þetta er 38. árið mitt á Íslandi. Ég giftist Íslendingi, Magnúsi Jónssyni kvikmynda- gerðarmanni, í Moskvu þar sem við vor- um bæði að læra en hann dó snemma. Hvað? Myndlistin er skemmtileg. Ég er að vinna í alls konar tækni; mósaík, app- lication, blandaðri tækni og vinn með leir. Í myndlistinni hef ég unnið mikið í kennslu og í listþjálfun. Hvernig? Ég fór í myndlistina af því að ég er fyrst og fremst leikkona. Þegar ég kom hing- að til lands fattaði ég að ég á ekki tungumál til að vinna í leikhúsi hér og ekki útlit heldur, af því að uppruni minn er asískur. Fyrir slíka leikara er ekki mik- ið um hlutverk á Íslandi. Því fór ég að leita að öðrum leiðum og endaði í myndlistinni, sem ég hef voðalega gam- an af. Hvers vegna? Árið 1994 veiktist ég alvarlega og það tók mig átta til níu ár að jafna mig. Síð- an þá hef ég verið öryrki og get ekki unnið við annað en myndlist núna. Ég færði mig ósjálfrátt í myndlistina en það er líka gaman og gefur mér mikið. Hvenær? Ég byrjaði í byrjun níunda áratugarins í myndlistinni og þegar ég var í Dan- mörku 1982 smitaðist ég af application, að búa til myndir úr efni, og hef mikið verið í því síðan. ■ PERSÓNAN EUROVISION SIGRÚN ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR ■ Kemur fersk úr Atinu og mun lesa upp íslensku atkvæðatölurnar í Eurovision í beinni útsendingu á laugardaginn. Hún ætlar að halda þeirri stefnu sem Eva María Jónsdóttir markaði og slá á létta strengi. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir kynnir niðurstöðu íslensku Eurovision-atkvæðagreiðslunnar en ætlar ekki að kunngera eigið atkvæði í beinni útsendingu. Ekki auðvelt að feta í fótspor Evu Maríu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.