Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 2
2 8. maí 2004 LAUGARDAGUR „Af og frá. Veikindi hamla og lítið við því að gera. Ég er nú þekkt fyrir annað en að gefast upp.“ Samfylkingarkonan Guðrún Ögmundsdóttir hefur vikið af þingi vegna veikinda. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir situr í sæti Guðrúnar þar til hún hefur jafnað sig. Spurningdagsins Guðrún, ertu búin að gefast upp á endasprettinum? ■ Lögreglufréttir ■ Fréttablaðið ■ Evrópa ALÞINGI Verslunarráð Íslands leggst alfarið gegn frumvarpi for- sætisráðherra um eignarhald á fjölmiðlum, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins, og telur að það brjóti gegn ákvæðum um atvinnu- frelsi. Á annan tug umsagna hefur borist allsherjarnefnd Alþingis vegna frumvarpsins, meðal ann- ars frá ASÍ, Rafiðnaðarsamband- inu og Blaðamannafélaginu, auk Verslunarráðs. Í flestum umsagnanna kemur fram að meiri tíma þurfi til að ræða um málið því ekki sé hægt að gefa ítarlega umsögn á þeim skamma tíma sem sé til stefnu. Formlegur frestur til að skila alls- herjarnefnd um- sögn um frumvarp- ið rann út í gær, en samkvæmt heim- ildum blaðsins var ákveðið að fram- lengja hann fram yfir helgi. „Menn hafa að minnsta kosti ekki verið lattir frá því að skila umsögnum á mánudag eða þriðjudag,“ sagði Jónína Bjartmarz, varaformaður allsherjarnefndar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Tugir aðila fengu send gögn til að veita umsögn og voru þau dag- sett frá Alþingi 4. maí. Þau bárust hins vegar ekki mörgum fyrr en tveimur dögum síðar og rann fresturinn út daginn eftir, eða 7. maí. Þessi skammi frestur hefur verið harðlega gagnrýndur og hafa forsvarsmenn Norðurljósa sagt að hann dugi engan veginn. Allsherjarnefnd fundaði um frumvarpið fram á kvöld í gær og var annar fundur boðaður í morg- un, en á fundinn í gær komu full- trúar útvarpsréttarnefndar, út- varpsstjóri og sérfræðingar Evr- ópustofnunar Háskólans í Reykja- vík. „Það var hlustað á ýmis sjónar- mið,“ sagði Jónína. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fulltrúi Samfylkingar í minni- hluta allsherjarnefndar, segir að breytingar hljóti að verða gerðar á fjölmiðlafrumvarpinu. „Það hafa komið fram alvarleg- ar athugasemdir og því vart hjá því komist að gera breytingar á frumvarpinu. Sérfræðingar Evr- ópustofnunar Háskólans í Reykja- vík töldu það orka mjög tvímælis að frumvarpið stæðist Evrópu- rétt. Eins og málið er núna þá er þetta bara lagasmíð sem ekki stenst,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún gagnrýnir að ekki skuli hafa verið veittur lengri frestur til að skila umsögnum. „Það er meirihlutans að ákveða hverju sinni hvaða fresti hann gefur. Það á greinilega að hraða frágangi málsins eins og kostur er,“ segir hún. bryndis@frettabladid.is Rannsóknin á Madrídarárásunum nær til þriggja heimsálfa: Bandaríkjamaður handtekinn BANDARÍKIN, SPÁNN, AP Bandarískur lögmaður, sem er fyrrverandi herforingi í Bandaríkjaher, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina á hryðjuverkaárás- unum í Madríd 11. mars. Fingraför mannsins fundust á poka sem innihélt sams konar hvellhettur og sprengiefni og var notað í árásinni. Honum er haldið sem lykilvitni en hann hefur ekki verið ákærður fyrir glæp. Fingraför mannsins voru til í gagnabanka Bandaríkjahers og þannig höfðu lögreglumenn uppi á honum. Lögmaðurinn Brandon May- field snerist til íslamstrúar í lok níunda áratugarins. Hann hefur engin afbrot framið og fór lítið fyrir honum þar til hann bauðst til að verja Jeffrey Battle í for- sjármáli árið 2002. Battle var í fyrra fundinn sekur um samsæri gegn Bandaríkjunum með því að styðja við bakið á al-Kaída og talibanastjórninni í Afganistan. Alls fórust um 200 manns í árásunum í Madríd þegar tvær sprengjur sprungu á lestar- stöðvum. ■ Landsbankinn: Vextir hækka aftur í sumar SEÐLABANKINN Sterk viðbrögð urðu á fjármálamörkuðum í kjölfar 0,2 prósenta vaxtahækkunar Seðla- bankans. Markaðsaðilar búast við að næsta vaxtahækkun verði inn- an tveggja mánaða. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans kemur fram að vextir á millibankamarkaði með krónur hækkuðu í gær um 0,16 til 0,30 prósent í tímalengdunum frá einni viku til tólf mánaða. Mark- aðsaðilar vænta þess nú að að vextir verði 0,3 prósentum hærri eftir tólf mánuði en þeir töldu fyrir hækkunina. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri námu 3,2 milljörð- um króna og lækkaði gengisvísi- talan um 0,34 prósent. Krónan styrktist í kjölfar hækkunar á stýrivöxtum og fór gengisvísital- an úr 124,46 í 123,80 stig. ■ BLAÐ FRÁ LÝSINGU Með Frétta- blaðinu í dag fylgir átta síðna auglýsingablað frá fjármögnun- arfyrirtækinu Lýsingu. JOHN KERRY Nýtur minna fylgis en Bush. Forsetakosningar: Bush með forskot BANDARÍKIN, AP Nær tveir af hverj- um þremur Bandaríkjamönnum telja Bandaríkin vera á rangri leið samkvæmt nýrri skoðanakönnun Ipsos fyrir AP-fréttastofuna. George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur þó forskot á John Kerry, frambjóðanda demókrata, með 46 prósenta fylgi gegn 43 prósentum Kerrys. Óhafði frambjóðandinn Ralph Nader fengi samkvæmt þessu sjö prósent atkvæða. Samkvæmt könnuninni skiptast Bandaríkjamenn nánast jafnt til helminga í afstöðu til þess hvernig Bush veldur starfi sínu. Helming- ur er ósáttur við frammistöðu hans en 48 prósent sátt. ■ KENNARAR ÚT Í GEIM Þrír kenn- arar eru í hópi ellefu nýrra geim- fara sem bandaríska geimferða- stofnunin NASA hefur kynnt. Kennararnir voru valdir úr hópi rúmlega þúsund umsækjenda. Geimfararnir fara væntanlega ekki út í geiminn fyrr en árið 2009. BUSH GAGNRÝNDUR Réttinda- hópar kvenna hafa gagnrýnt George W. Bush Bandaríkjafor- seta eftir að því var hafnað að svokölluð „daginn eftir pilla“ yrði leyfð til sölu í apótekum án lyf- seðils. Vísindamenn lyfja- og matvælaeftirlitsins höfðu áður mælt með því að aðgangur að pillunni yrði auðveldaður. FÁTÆKRASKÝRSLA „Sveitarfélögin og ríkið þurfa að ræða saman og fara yfir það hvort reka eigi leikskól- ana með sama hætti og grunn- skóla. Ég skil hins vegar ekki þá hugsun að sveitarfélögin eigi bara að draga saman um nokkra millj- arða á einhverjum öðrum ótil- greindum sviðum, eins og lagt er til í skýrslunni, og finnst það nokk- uð marklaust tal, enda hafa þau ekki fjármuni til þess. Ef eitthvað er þá vantar sveitarfélögin fjár- muni og það þarf að styrkja þau,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, um skýrslu forsæt- isráðherra um fátækt á Íslandi. Hann segir sveitarfélögin hafa gegnt þýðingarmiklu hlutverki í þessum málum almennt. Í skýrsl- unni er lagt til að sveitarfélögin geti gert ýmislegt til að létta undir með fátækum, sérstaklega efnalitlum barnafjölskyldum. Rætt er um að tekjutengja leik- skólagjöld og létta þannig undir með fátæku barnafólki. „Það er tómt mál að tala um að sveitarfélögin beri þennan kostn- að. Þessi fjármunir verða ekki fengnir nema óskað sé eftir því að þau auki skuldir sínar,“ segir Vil- hjálmur. ■ ■ Bandaríkin Sveitarfélögin um fátækraskýrslu: Mark- laust tal VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir tillögur í skýrslu forsætisráðherra um fátækt á Íslandi geta þýtt milljarða skuldaaukningu fyrir sveitarfélögin. „Ríkið og sveitar- félögin þurfa að ræða þessi mál,“ segir hann. Verslunarráð alfarið á móti frumvarpinu Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við fjölmiðlafrumvarpið í umsögnum sem borist hafa allsherjarnefnd. Frestur til að skila umsögn- um hefur verið framlengdur fram yfir helgi. EKKI AFTUR TIL ÍRAKS Spánverj- ar munu ekki senda herlið aftur til Íraks og þá skiptir engu þó Sameinuðu þjóðirnar veiti alþjóð- legu herliði þar lögmæti. Aðstoð- armaður Zapatero forsætis- ráðherra greindi frá þessu í gær. AFSKRIFA SKULDIR Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- lands, segir Rússa reiðubúna að afskrifa stóran hluta þeirra 650 miljarða króna sem Afganar skulda þeim frá því Sovétríkin voru við lýði. LÍTIL KJÖRSÓKN Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Evrópu- sambandsins mun aðeins annar hver kjósandi taka þátt í kosning- um til Evrópuþingsins sem verður í næsta mánuði. ALLSHERJARNEFND Á FUNDI Nefndin heldur áfram að funda um fjölmiðlafrumvarp forsætisráðherra í dag. Frestur til að skila umsögn um frumvarpið hefur verið framlengdur fram yfir helgi, en gagnrýnt hefur verið hversu skamman tíma menn ætla sér til að keyra frumvarpið í gegn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BRANDON MAYFIELD Handtekinn vegna hryðju- verkanna í Madríd. ■ Í flestum um- sagnanna kem- ur fram að meiri tíma þurfi til að ræða um málið því ekki sé hægt að gefa ítarlega umsögn á þeim skamma tíma sem sé til stefnu. BÍLSLYS Á SUÐURNESJUM Öku- maður slasaðist töluvert þegar bíll hans fór út af Grindavíkur- vegi um sjöleytið í gærkvöld. Hann var einn í bílnum. Hinn slasaði var fluttur á Landspítal- ann til frekari aðhlynningar. Að sögn lögreglu er talið að maður- inn hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn endaði úti í hrauni. MILLILENDING MEÐ SJÚKLING Flugvél frá American Airlines þurfti að millilenda á Keflavíkur- flugvelli um áttaleytið í gærkveldi vegna farþega með geðræn vanda- mál sem var um borð. Vélin var á leið frá London til New York. Far- þeginn var fluttur á geðdeild Landspítala til skoðunar. Unnusta hans fór frá borði með honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.