Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 56
36 8. maí 2004 LAUGARDAGUR Fyrir hálfri öld, eða þar um bil,tóku tveir franskir bræður, Francois og Bernard Baschet, upp á því að búa til hljóðskúlptúra, það er skúlptúra sem jafnframt er hægt að nota sem hljóðfæri. Nokkur þessara einstæðu hljóðfæra þeirra eru nú komin hingað til lands, og á tónleikum í Salnum í kvöld ætlar breski slag- verksleikarinn Trevor Taylor að leika á þessa skúlptúra. „Það er hægt að spila alla tóna á þessa skúlptúra, og alla tónlist,“ segir Erik Qvick slagverksleikari, sem einnig kemur fram á þessum tónleikum. „Það er mjög sérstakt bæði að horfa á og hlusta á þessi hljóð- færi, sem eru blanda af listaverk- um og hljóðfærum. Það hafa margir listamenn notað þessa skúlptúra, meðal annars John Cage sem notaði þetta í einu verka sinna.“ Sjálfur ætlar Erik að spinna upp trommusóló á gamaldags trommusett, líkt og tíðkast hefur í djass- og dægurtónlist allt frá fyrri hluta síðustu aldar. Á þessum tónleikum kemur einnig fram tónlistar- og listamað- urinn Steve Hubback ásamt hljómsveit sinni, Metal Moves. Hubback hefur sjálfur smíðað alla hljóðskúlptúrana sem sú hljómsveit spilar á. Í nýjasta hefti tónlistartíma- ritsins Wire er viðtal við Steve Hubback, þar sem hann lýsir vinnunni við að smíða hljóðskúlp- túrana. Steve er nýlega fluttur til Ís- lands, þannig að væntanlega verður þetta ekki í síðasta sinn sem Íslendingum gefst kostur á að heyra í hljóðskúlptúrunum hans. Þeir Steve og Erik gáfu nýver- ið út diskinn Wonderful Sounds. „Við köllum þessa tónleika Undraverk, sem er tilraun okkar til þess að þýða Wonderful Sounds,“ segir Erik, sem búið hefur hér á landi í nokkur ár og meðal annars leikið með fjölda djasshljómsveita. Auk þeirra kemur fram á tón- leikunum bandarískur tónlistar- maður sem kallar sig Z’ev. Hann verður með magnaðan slag- verksleik fullan af seiðmögnuð- um töfrum. ■ HARMONIKUTÓNLEIKAR Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur tónleika í Neskirkju á morgun kl. 17.00 Á tónleikaskránni er m.a. létt sígild tónlist eftir tékkana Milan Bláha og Milan Privara, austurríkis- manninn Carl Millöcker, skotann Gustav Kanter, og ítalann Pietro Mascani. Stjórnendur Reynir Jónasson og Guðmundur Samúelsson. Þessum tónleikum má enginn harmonikuunnandi missa af. Miðaverð kr. 1000,- og kr. 500,- fyrir 16 ára og yngri. Allir velkomnir F.H.U.R. Ljósmynda-listsýn LESIÐ Í LANDIÐ HAFNARBORG, MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN HAFNARFJARÐAR, STRANDGÖTU 34 OPIÐ FRÁ KL. 11.00 - 17.00. SÍÐASTA SÝNINGARHELGI LEIKIÐ Á HLJÓÐSKÚLPTÚRA Sérstæðir slagverkstónleikar verða í Salnum í kvöld klukkan átta, þar sem meðal annars verður leikið á hljóðskúlptúra. ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Sibba opnar ljósmyndasýn- ingu á höfninni í Kópavogi. Um er að ræða tólf ljósmyndir teknar á höfninni frá því í september 2003. Myndirnar eru á sérhönnuðum járnstaurum sem eru smíðaðir af Málmsmíði Ella. Jafnframt býður hún öllum sem hafa áhuga á að koma á vinnustofuna sína sem er að Bakkabraut 7b, Bryggjuhús, sjávarmegin, Kópavogi.  14.00 Freyja Önundardóttir mynd- listarmaður verður með opna vinnustof- una sína að Auðbrekku 25 í Kópavogi í dag og á morgun.  15.00 Sigurrós Stefánsdóttir opn- ar málverkasýningu hjá flugfélaginu Erni í tilefni þess að ný flugvél bætist í flugflota Ernis. Á opnuninni verður jafn- framt sýning á nýju flugvélinni.  16.00 Myndlistarkonan Fee opnar sýningu í Gallerí+ í Brekkugötu 35 á Ak- ureyri. Titill sýningarinnar er: Aðvörun!  17.00 Lena Viderö, Hildur Björk Kristjánsdóttir og Linda Dögg Ólafs- dóttir opna ljósmyndasýningu á Thor- valdsen í Hafnarstræti. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Straumar og Stefán verða með ball á NASA við Austurvöll.  Strákarnir í Buff halda uppi fjöri á Gauknum.  Stuðbandalagið frá Borgarnesi verð- ur með dansleik á Kringlukránni.  Einar Ágúst og Gunnar Óla trúbbast á Selfossi á splunkunýju kaffihúsi sem ber nafnið „Kaffibar Selfoss”.  Geirmundur á Klúbbnum við Gullin- brú.  Spilafíklarnir á Celtic Cross.  Sixties á Players í Kópavogi.  Dúettinn Acoustics skemmtir á Ara í Ögri.  Hljómsveitin Tilþrif verður á Ásláki í Mosfellsbæ.  Hinn eini sanni Örvar Kristjánsson heldur uppi Kanaríeyjastemningu á Café Catalina.  Eyjapeyinn Hermann Ingi jr. skemmtir gestum Búálfsins í Breiðholti. ■ ■ ÚTIVIST  13.00 Í Grasagarðinum í Laugardal verður dagskrá um vorverkin í garðin- um og umhverfi okkar. Fagmenntaðir garðyrkjufræðingar kynna rétt hand- brögð við trjáklippingar, hvernig best sé að skipta fjölærum garðblómum og sýna hvað ber að hafa í huga þegar plöntur eru gróðursettar. ■ ■ FUNDIR  14.00 Fræðslufundur um sölu á ljósmyndum verður haldinn í Gerðu- bergi. Fyrirlesari er Pálmi Guðmunds- son ljósmyndari. ■ ■ SAMKOMUR  13.30 Árlegar viðurkenningar IBBY á Íslandi fyrir framúrskarandi störf í þágu barna verða veittar í Norræna húsinu. Allir eru velkomnir. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Burtfarartónleikar Sigurdórs Guðmundssonar rafbassaleikara af jazz- og rokkbraut Tónlistarskóla FÍH verða haldnir í sal skólans að Rauðagerði 27, Reykjavík.  16.00 Árleg vorskemmtun Skáta- kórsins fer fram í Laugarnesskóla. Auk kórsins munu þrjár ungar og efnilegar skátasöngkonur troða upp með hljóm- sveit.  17.00 Kvennakórinn Seljur heldur tónleika í Seljakirkju. Kórstjóri er Vilberg Viggósson og Júlíana Rún Indriðadóttir leikur með á píanó.  20.00 Ensk-írska söngkonan Bird verður með tónleika á Jóni forseta, þar sem hún kynnir nýjan disk. Hljómsveitin Nilfisk hitar upp.  Megas og Súkkat verða með Mega- sukk á Grand Rokk í kvöld.  Sænska stórstjarnan Robert Wells skemmtir á Broadway með sýningu sína Rhapsody in Rock. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Leikfélag Akureyrar sýnir Búkollu í Samkomuhúsinu á Akureyri í nýrri íslenskri leikgerð eftir Hildigunni Þráinsdóttur.  19.00 Sorgin klæðir Elektru eftir Eugene O’Neill í Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins.  20.00 Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason í leikgerð Baltasar Kormáks á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Söngleikurinn Chicago á stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 Helga Braga flytur 100% „hitt” í Logalandi, Borgarfirði. hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 MAÍ Laugardagur Þær Lena Viderö, Hildur BjörkKristjánsdóttir og Linda Dögg Ólafsdóttir opna ljósmyndasýn- ingu á Thorvaldsen í Hafnar- stræti klukkan fimm í dag. „Við erum búnar að vera vin- konur í mörg ár, og höfum allar verið að fikta við ljósmyndun,“ segir Lena. Hildur er útskrifuð úr Listaháskólanum, en þær Lena og Hildur eru að útskrifast af list- námsbraut í Iðnskólanum í Hafn- arfirði. „Myndirnar okkar eru mjög ólíkar og koma hver úr sinni átt- inni. Linda tekur til dæmis mikið af mannamyndum, sem hún setur upp á óvenjulegan hátt. Hildur er svo með draumkenndar myndir og er að pæla mikið í sjálfinu,“ segir Lena, sem sjálf hefur tekið myndir af ljósum sem hún safnar inn á filmuna yfir ákveðinn tíma. „Ég bý til mynstur úr þessum ljósum, sem ég safna inn á film- una. Til dæmis er ein myndin tekin í bíl á ferð lengst úti í sveit. Einu ljósin eru af vegastikunum og bíl sem kemur á móti. Það sést ekkert á myndinni nema bara svart og svo ljós sem mynda mynstur.“ Sýningin stendur yfir til 2. maí. ■ Tekur myndir af ljósi ÞRJÁR VINKONUR Myndin er á sýningu þeirra Lenu, Lindu og Hildar á Thorvaldsen, sem opnuð verður í dag. ■ TÓNLEIKAR ■ LJÓSMYNDASÝNING Dómkirkjan í Reykjavík VORHÁTÍÐ BARNANNA SUNNUDAGINN KL. 11. Barnakórinn og Kristín Valsdóttir, Hans og sr. Jakob, Bangsi litli og María Ellingsen, Jónas Margeir og gítarinn. Trúður kemur í heimsókn. Andlitsmálun, blöðrur og. Sýning á íkonum eftir börn í Vesturbæjarskóla. ÖLL FJÖLSKYLDAN VELKOMIN. Fyrir augað jafnt sem eyrað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.