Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 44
■ Nafnið mitt 24 8. maí 2004 LAUGARDAGUR ■ Maður að mínu skapi Guðjón fylgir boxinu eftir Guðjón Vilhelm, hnefaleikaþjálf-ari hjá BAG í Reykjanesbæ, er maður að mínu skapi,“ segir Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekkt- ur sem Kalli Bjarni úr Idolinu. „Guðjón sýndi einstaka þrautseigju við lögleiðingu á boxinu og hann hefur fylgt því eftir með miklum sóma.“ Þau eru ófá hnefaleikamótin sem Guðjón hefur staðið að og í gegnum eitt slíkt kynntust þeir Kalli Bjarni. „Guðjón er að vinna frábært starf og það er svo sannarlega til e f t i r b r e y t n i . Hann hefur verið duglegur við að finna efnilega drengi til að æfa upp og á heiður skilið fyrir mikla þrautseigju og vel unnin störf. Það skemmir ekki fyrir að meirihlutinn af boxliðinu hans er úr Grindavík,“ segir hinn stolti Grindvíkingur Kalli Bjarni. ■ GUÐJÓN VILHELM Hann hefur unnið einstakt starf að mati Kalla Bjarna. KALLI BJARNI Kynntist Guðjóni Vilhelm í gegnum boxmót. KARL TH. BIRGISSON Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar er yfirleitt kallaður Kalli Th. Carolus upp á latínu Fyrra nafnið er í höfuðið á mannisem ég veit allt of lítið um. Sá Karl var frá Borgarfirði eystra og var vinur föður míns, en mun hafa látist skömmu áður en ég fæddist fyrir fjörutíu árum. Hann var um tíma lögreglumaður í Hafnarfirði, en mig sárvantar frekari upplýsing- ar um þennan nafna minn,“ segir Karl Th. Birgisson, framkvæmda- stjóri Samfylkingarinnar, sem ber millinafnið Thorberg. „Thorbergsnafnið er skírnar- nafn sem faðir minn bar líka og mun vera að vestan. Hvorugt var til þess fallið að mér væri sérstaklega strítt í æsku, nema með hinu sígilda Kalli kúla.“ Karl hefur verið kallaður ýms- um nöfnum, þar á meðal Kalli Thor- berg þegar hann var í menntaskóla. „Guðni rektor kallaði mig Carolus upp á latínu, en nú held ég Kalli Th. sé algengast,“ segir framkvæmda- stjórinn. „Ég krefst þess að vera kallaður Kalli – Karl er allt of virðu- legt og karlalegt. Þó hafa tveir menn fengið undanþágu frá þessu, fyrrverandi vinnufélagi minn sem stamar og gengur betur að segja Karl, og Mörður Árnason, en ég fæ þá í staðinn að kalla hann Mödda.“ ■ Landsmenn verða á faralds-fæti næstu mánuði enda sum- arleyfum jafnan varið til ferða- laga, innanlands og utan. Sam- kvæmt lauslegri athugun Frétta- blaðsins má ætla að hálf þjóðin, eða þar um bil, fari til útlanda í sumar og sleiki sólina. Strendur Portúgals og Spánar eru vinsæl- ustu áfangastaðirnir, flestir dvel- ja í tvær vikur og verð og gæði vega hvað þyngst þegar sumar- leyfisstaðurinn er ákveðinn. Breytt ferðamynstur Fréttablaðið sendi fyrirspurn- ir til sex ferðaskrifstofa og flug- félaga þar sem spurt var um breytingar á ferðavenjum Íslend- inga og einnig hvert þessir aðilar teldu að leiðin lægi í sumar. Tals- menn þeirra ferðaskrifstofa og flugfélaga sem rætt var við voru sammála um að miklar breyting- ar hefðu orðið á ferðavenjum. Sú var tíðin að fólk fór á sólar- strönd, jafnvel þá sömu ár eftir ár, og dvaldi þar í þrjár vikur. Þetta hefur breyst. Margir hafa nú þann háttinn á að ferðast til útlanda tvisvar til þrisvar á ári, einu sinni að sumri, og þá til tveggja vikna dvalar, og svo í helgarferðir, ýmist að hausti eða vori, nema hvort tveggja sé. Þær breytingar sem fylgt hafa netinu og lægri flugfar- gjöldum gera það líka að verk- um að fólk er orðið mun sjálf- stæðara í sínum ferðalögum. Það finnur t.d. gististaði upp á sitt eindæmi og skipuleggur ferðir sínar eftir eigin löngun- um og hentisemi. Öryggi og ævintýri Ljóst er að margir höfðu vað- ið fyrir neðan sig og gengu frá sínum orlofsferðum fljótlega eftir að ferðaskrifstofurnar hófu sölu á sumarferðunum, eða strax í febrúar. Í sumum tilvik- um var hagkvæmara að bóka sem fyrst og eins vildu margir tryggja sér sæti. Raunin varð líka sú að snemma seldist upp í margar ferðir. Byrjun júní og fyrri hluti ágústmánaðar eru vinsælustu tímabilin til sólarlandadvalar, en svo virðist sem fólk vilji heldur vera heima á Íslandi í júlí þegar vonin er hvað mest um sól og yl. Allur gangur er á hvort fólk er að heimsækja sumarleyfis- dvalarstaðinn í fyrsta sinn eða ekki. Margir fara aftur og aftur á sama stað, kjósa sumsé örygg- ið. Fólk þekkir þá staðhætti, verslanir og veitingastaði og gengur að öllu vísu. Aðrir eru meiri ævintýramenn og vilja prófa eitthvað nýtt; nýja strönd, ný hótel, nýja veitingastaði. Breitt verðbil Þó að margir hafi fyrir löngu gengið frá sumarleyfinu og upp- selt sé í fjölda ferða er enn hægt að komast í sólina í sumar. Laus- leg athugun leiðir í ljós að tveggja vikna ferð til Benidorm, keypt nú um stundir en farin um miðjan júní, kostar u.þ.b 220 þúsund krónur. Er þá miðað við hjón með tvö börn undir 12 ára aldri. Raunar er verðbilið tals- vert, allt eftir gististað, lúxus og þægindum og hægt að kaupa ferð á sama stað á sama tíma fyrir allt að 400 þúsund krónur og raunar hægt að finna ferðir undir 200 þúsund krónum. Minna drukkið Viðmælendum blaðsins bar saman um að hegðan Íslendinga í sólarlandaferðum hefði snöggtum skánað á undanförn- um árum. Sú var tíðin að barirn- ir voru meira sóttir en sund- laugarnar og sjórinn, og litu raunar sumir á ferðirnar sem ærlegt fyllirí enda gott að djamma og djúsa á Spáni eins og segir í laginu. Nú er börnunum betur sinnt og mikið lagt upp úr að dvalarstaðirnir bjóði upp á sem mesta og besta leik- og skemmtiaðstöðu fyrir ungviðið. Þá er talsvert um að fólk leigi sér bíla og ferðist um í stað þess að liggja eins og þari á steini í heilar tvær vikur. Margir ferðast innanlands Ekki fara þó allir til útlanda. Fleira er matur en feitt kjöt og sem vanalegt er ferðast fjöl- margir innanlands. Sumarbú- stöðum í einkaeigu fjölgar ár frá ári og margir kjósa að dvelja í sínum eigin sælureit í fríinu. Þá eiga flest stéttarfélög þjóðar- innar sumarhús sem auðvitað verða notuð hvern einasta dag sumarsins. Tjöld eru líka til í öllum betri geymslum og víst að margur hyggur á útilegur. bjorn@frettabladid.is Á VEITINGAHÚSI Svo virðist sem Íslendingar djammi og djúsi minna en áður í sólarlandaferðunum. NOKKRIR VINSÆLIR ÁFANGASTAÐIR ÍSLENDINGA PORTÚGAL Faro Albufeira SPÁNN Mallorca Benidorm Albir Calpe Costa del Sol Salou Barcelona Madríd ÍTALÍA Mílanó Lignano Rimini ÖNNUR LÖND Danmörk Króatía Krít Kýpur Sólríkar strendur eru vinsælustu sumarleyfisstaðirnir í ár, líkt og endranær. Ferðamynstur Íslendinga hefur breyst. Meðal annars hefur dregið hefur úr stífri drykkju á ströndunum. Hálf þjóðin í sólina í sumar Sú var tíðin að barirnir voru meira sóttir en sundlaugarnar og sjórinn, og litu raunar sumir á ferðirnar sem ærlegt fyllirí enda gott að djamma og djúsa á Spáni eins og segir í laginu. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.