Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 8
8 8. maí 2004 LAUGARDAGUR NÚ Á ÉG HVERGI HEIMA Íraskur maður stendur við rústir heimilis síns í Kufa, nærri borginni Najaf. Húsið eyðilagðist í bardögum milli bandarískra hermanna og sjíamúslima sem styðja klerkinn Muqtada al-Sadr. Medcare Flaga kaupir í Bandaríkjunum: Kaupir keðju svefnrannsóknastofa VIÐSKIPTI Medcare Flaga hefur undirritað viljayfirlýsingu vegna kaupa á bandarískri svefnrannsókn- arstofukeðju, Sleep Tech. Kaup- verðið nemur allt að tæpum tveim- ur milljörðum króna. Þriðjungur verður greiddur með hlutafé, en af- gangurinn með sölu á nýju hlutafé og lánum. Fyrirtækið hefur boðað til hluthafafundar þar sem lögð verður fram tillaga um aukningu hlutafjár vegna kaupanna. Medcare Flaga hefur birt upp- gjör fyrir fyrsta ársfjórðung. Tap félagsins nam einni milljón dollara eða um 70 milljónum króna. Niður- staða uppgjörsins er að sögn for- svarsmanna þess í samræmi við áætlanir. Samdráttur var á Banda- ríkjamarkaði en góður vöxtur er á öðrum mörkuðum. Samdrátturinn í Bandaríkjunum er tímabundinn að mati Svanbjörns Thoroddsen, for- stjóra Medcare Flögu. „Þessi að- gerð felur í sér breytingu á við- skiptamódelinu í Bandaríkjunum sem á að hraða viðsnúningnum þar.“ Eftir kaupin verður 70 prósent veltu Medcare Flögu í Bandaríkjunum og mun Svanbjörn flytjast þangað, þaðan sem hann mun stjórna rekstri félagsins. ■ Vaxandi óánægju gætir meðalþingmanna Framsóknar- flokksins um fjölmiðlafrumvarp- ið sem nú er í meðferð hjá alls- herjarnefnd Alþingis. Þingmenn flokksins geta ekki sætt sig við lykilatriði í frumvarpinu og vilja sjá á því verulegar breytingar eigi það að verða að lögum. Viðmælandi Fréttablaðsins innan þingflokksins sagði að taka þyrfti þrjú ákvæði út úr frum- varpinu svo það yrði samþykkt á þingi. Í fyrsta lagi er ósátt um ákvæðið um tveggja ára aðlögun- artímann, sem talið er brjóta gegn eignarréttarákvæði stjórn- arskránnar. Í öðru lagi gætir óánægju um ákvæðið sem bannar fyrirtækjum að eiga bæði í ljós- vakamiðli og dagblaði. Þriðja atriðið er ákvæði um að algjört bann verði lagt við því að fyrir- tæki í markaðsráðandi stöðu eigi hlut í fjölmiðlafyrirtæki. Annar þingmaður Framsókn- arflokksins sagði að miklar og al- mennar umræður hefðu átt sér stað um frumvarpið innan þing- flokksins. Almennt væru þing- menn flokksins þeirrar skoðunar að takmarka þyrfti eignarhald á fjölmiðlum en á hinn bóginn sjá til þess að lögin gengju ekki of langt. Tryggja þurfi með lögun- um að yfirlýstu markmiði með þeim verði náð án þess þó að koma á hömlum sem brjóti í bága við stjórnarskrá og alþjóðleg lög, svo sem EES-samninginn. Þriðja viðmælanda blaðsins fannst mikilvægt að sjálfstæði fréttamanna og ritstjórna yrði tryggt í frumvarpinu en ákvæði þess eðlis er ekki að finna í nú- verandi mynd frumvarpsins. Upprunalega frumvarpið stóðst ekki lög Frá því að þingflokkur Fram- sóknarflokksins samþykkti að leggja fram frumvarpið á Alþingi hafa Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, og Hjálmar Árnason þingflokksfor- maður ítrekað að ekki sé útilokað að frumvarpið muni taka breyt- ingum. Flokkurinn hefur því frá upphafi gefið það í skyn að frum- varpið sé ekki komið í það horf sem talið er æskilegt. Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefur staðfest að frum- varpið hafi tekið miklum breyt- ingum frá því að hann lagði það fram í ríkisstjórn. Viðmælandi Fréttablaðsins, sem tengist Sjálf- stæðisflokknum, sagði Frétta- blaðinu að ákvæði í upprunalega frumvarpinu hefðu verið mun strangari og að takmarkanir hefðu náð enn lengra en í núver- andi mynd þess. Sérfræðingar hefðu varað forsætisráðherra við því að leggja frumvarpið fram í upprunalegri mynd, þar sem það gengi of langt og stæðist ekki lög. V i ð m æ l e n d u r Fréttablaðsins innan þingflokks Fram- sóknarf lokksins gáfu það skýrt í skyn að ráðherrar flokksins hefðu beitt sér í því á rík- isstjórnarfundum að koma frumvarp- inu í það horf sem viðunandi þótti fyrir fyrstu umræðu. Þing- flokkurinn hafi sam- þykkt að leggja frum- varpið fram með þeim varnöglum að það myndi taka breytingum í nefnd. Nýjar upplýsingar vega þungt Að sögn tveggja viðmælenda blaðsins hafa undanfarna daga komið fram upplýsingar sem taldar eru vega þungt í ákvarð- anatöku þingmanna. Annars veg- ar þykir samþykkt stjórnar Ár- vakurs, útgáfufélags Morgun- blaðsins, sem fram kom í gær hafa mikil áhrif, ekki síst á þing- menn stjórnarflokkanna. Stjórn Árvakurs segir frumvarpið ganga of langt og fela í sér óþarf- lega röskun á starfsumhverfi fjölmiðlafyrirtækja í ljósvaka- miðlun. Auk þess mótmælir stjórnin því jafnframt harðlega að í frumvarpinu skuli gert ráð fyrir því að útgefendum dag- blaða verði óheimilt að fara með útvarpsleyfi. Hins vegar þykir álit erlendu sérfræðinganna í fjölmiðlalög- um, sem komu til landsins fyrr í vikunni á vegum Norðurljósa og funduðu meðal annars með alls- herjarnefnd, hafa mikið vægi í umræðunni um lagaumhverfi frumvarpsins. Einn viðmælandi blaðsins, sem tengist Sjálfstæðis- flokknum, hafði það á orði að koma sérfræðinganna hingað til lands hefði verið eitt mikilvæg- asta skrefið í framþróun málsins til þessa. Gætu rök þeirra haft af- gerandi áhrif á afstöðu stjórnar- þingmanna til frumvarpsins. Skýrsluhöfundar fjölmiðla- skýrslunnar hafa þegar skýrt frá því opinberlega að nefndinni hafi ekki gefist nægilegur tími til að kanna til hlítar alþjóðlegt lagaumhverfi fjölmiðlalaga. Bentu erlendu sérfræðingarnir á það að frumvarpið stangaðist á við EES-samninginn og mann- réttindasáttmála Evrópu. Að því er heimildir Fréttablaðsins herma hafa höfundar fjölmiðla- skýrslunnar viðurkennt það að fullyrðingar sérfræðinganna eigi við rök að styðjast. Þeir hafa jafnframt gagnrýnt meðferð málsins og telja að öll umræða og undirbúningur frumvarpsins hefði átt að fá lengri tíma. Ekki hefði átt að leggja frumvarpið fram fyrr en í fyrsta lagi á haust- þingi. Getur fellt ríkisstjórnina Frumvarpið er í meðferð hjá allsherjarnefnd fram á mánudag. Nefndin tók á móti umsögnum þangað til seinnipartinn í gær og mun funda um frumvarpið yfir helgina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins innan allsherjar- nefndar er enn verið að fara yfir umsagnir um málið. Að því loknu verði einstök efnisatriði tekin fyrir og fjallað um þau út frá upp- lýsingum sem fram hafa komið. Sú umræða sem fram hefur farið um frumvarpið í allsherjar- nefnd er mjög í anda þess sem fram hefur komið á Alþingi. Meirihluti nefndarinnar vill sjá sem minnstar breytingar en minnihlutinn krefst þess að grundvallaratriðum verði breytt. Ef meirihlutinn kemur því í gegn að frumvarpið verði af- greitt úr nefnd með afar tak- mörkuðum breytingum getur það því gerst að þingmenn Fram- sóknarflokksins samþykki ekki frumvarpið. Ef ríkisstjórnarflokkarnir tveir ná ekki sátt um frumvarpið kemur upp erfið staða innan rík- isstjórnarinnar sem gæti orðið til þess að hún falli. Allsherjarnefnd hefur því mik- ilvægu hlutverki að gegna um þessar mundir. Í nefndinni sitja níu fulltrúar. Sjálfstæðisflokkur hefur fjóra, Framsókn einn, Sam- fylking þrjá og Frjálslyndi flokk- urinn einn. Ekki einungis þarf nefndin að takast á við eitt umdeildasta frumvarp sem fram hefur komið á Al- þingi um langa hríð og mætir verulegri mótstöðu meðal al- mennings, heldur þarf hún líka að gera breytingar á frumvarpinu sem falla báðum stjórnarflokkum í geð til að tryggja það að stjórnin haldi velli. ■ Bandalag háskólamanna: Leikarar fá aðild LEIKARAFÉLAGIÐ Aðalfundur Banda- lags háskólamanna hefur sam- þykkt umsókn Leikarafélags Ís- lands um aðild að bandalaginu. Leikarafélagið verður tuttugasta og fimmta aðildarfélag BHM. Í Leikarafélagi Íslands eru 53 félagsmenn, allt leikarar við Þjóðleikhúsið. Félagið hefur samningsrétt fyrir hönd leikar- anna en á jafnframt aðild að FÍL, regnhlífarsamtökum sviðslista- manna. Öll nýliðun í Leikarafélagi Ís- lands er nú á háskólastigi og upp- fyllir félagið því skilyrði fyrir aðild innan BHM. ■ Sólin kemur upp alla daga [ MEÐAL EFNIS Í BLAÐINU Á MORGUN] JÓN ÓLAFSSON Á HJARA VERALDAR Útgáfutónleikar í Grímsey FREMSTI MÁLFRELSISLÖGMAÐUR BANDARÍKJANNA Fjölmiðlafrumvarpið stenst ekki HVERS VEGNA KEPPIR FÓLK? Blautbolskeppni, jalapeño-kappát og fleiri æsilegar keppnir NÝ RÍKI, NÝ TÆKIFÆRI Sturla Geirsson hjá Lífi hf. er meðal Íslendinga sem ætla að nýta sér stækkun Evrópusambandsins - kemur glóðvolgt inn um lúguna hjá þér alla sunnudagsmorgna ELTIR UMSVIFIN Svanbjörn Thoroddsen, forstjóri Medcare Flögu, mun flytjast til Banda- ríkjanna. Eftir kaup á bandarísku fyrir- tæki munu um 70 prósent tekna félagsins falla til í Bandaríkjunum. Félag bókagerðarmanna: Mótmælir fjölmiðla- frumvarpi FJÖLMIÐLAR Félag bókagerðar- manna krefst þess að fjölmiðla- frumvarpið verði dregið til baka svo svigrúm til eðlilegrar og yfir- vegaðrar umræðu um eignarhald á fjölmiðlum skapist. Í fréttatilkynningu frá trúnað- arráði Félags bókagerðarmanna er frumvarpinu mótmælt. Ráðið telur að rekstur fjölmiðla sé settur í uppnám og atvinnu fjölda manna teflt í tvísýnu. Félag bókagerðarmanna vill vekja athygli á því að þann 9. maí verða 149 ár frá því að prentfrelsi var lögleitt á Íslandi. Þá var lands- mönnum gefið frelsi til að tjá sig á prenti og um leið frelsi til að mót- mæla skoðunum yfirvalda. ■ Ósætti um lykilatriði Þingmenn Framsóknarflokksins eru ekki sáttir við lykilatriði fjölmiðlafrumvarpsins og munu ekki samþykkja það án verulegra breytinga. Allsherjarnefnd þarf að gera breytingar á frum- varpinu sem báðir stjórnarflokkar geta sætt sig við svo að ríkisstjórnin haldi velli. Baksviðs SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR ■ skrifar um fjölmiðlafrum- varpið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.