Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 50
Sovéski geimfarinn Júrí Gagar-ín varð alheimshetja þegar hann fór fyrstur manna út í geim- inn árið 1961. Hann lést sjö árum síðar í flugslysi þegar hann var á æfingaflugi ásamt hermanni. Op- inber skýring á dauða hans var sú að vél hans hefði lent í árekstri við loftbelg. Í endurminningabók sinni seg- ist besti vinur Gagaríns, geimfar- inn Alexei Leonov, hafa komist að sannleikanum um dauða Gagar- íns. Leonov var að æfa geimfara í slæmu veðri í Moskvu í marsmán- uði árið 1968 þegar félagarnir heyrðu mikinn hávaða. Þeir ræddu sín á milli hvers eðlis hann væri. Niðurstaða Leonovs var að þota hefði rofið hljóðmúrinn og að örskömmu síðar hefði orðið sprenging. Leonov áætlaði hvar sprengingin hefði orðið og þar fannst flak flugvélar Gagaríns og líkamsleifar. Ekki hafði fyrr verið tilkynnt um lát þessarar miklu þjóðarhetju Sovétríkjanna en alls kyns sögur fóru á kreik. Ein var þess efnis að Gagarín hefði verið drukkinn þeg- ar hann lagði af stað í flugferðina. Önnur hávær saga var á þá leið að hann væri ekki látinn heldur hefði honum verið varpað í fangelsi eft- ir að hafa skvett úr koníaksglasi sínu framan í Leoníd Brésnev. Enn önnur útgáfa var sú að hann hefði verið vistaður á geðveikra- hæli. Leonov segist hafa tekið þessar sögur nærri sér. Gagarín hafi ekki verið drykkjumaður heldur vinnufíkill. Í 25 ár reyndi Leonov að fá aðgang að skýrslum um slys- ið en tókst ekki. Þegar hann fékk loks aðgang að gögnunum sá hann að vitnisburði hans hafði verið breytt. Leonov hafði sagt að seinni sprengingin hefði orðið einni til tveimur sekúndum á eftir þeirri fyrri en í skýrslu yfirvalda hafði verið skrifað með ókunnri rithönd að 20 sekúndur hefðu liðið á milli sprenginga. Þessi tíma- mismunur skipti gríðarlega miklu máli því ný herþota hafði verið á sömu slóðum á sama tíma og vél Gagaríns. Herþotunni var bannað að fljúga lægra en í 10.000 metra hæð. Leonov telur öruggt að flug- menn herþotunnar hafi óhlýðnast þeirri fyrirskipun, lækkað flugið skyndilega á miklum hraða og verið þá einungis nokkra metra frá flugvél Gagaríns, sem hafi sporðreist vegna mikils þrýsting og fallið stjórnlaus til jarðar. Leonov segir að sovésk yfirvöld hafi haldið ástæðum slyssins vandlega leyndum þar sem ekki mátti opinberast að flugumferð- arstjórar hefðu ekki haft fulla stjórn á aðstæðum. Bók Leonovs heitir Two Sides of the Moon og hann skrifar hana ásamt vini sínum David Scott, sem er fyrrverandi geimfari. ■ 30 8. maí 2004 LAUGARDAGUR BÓK VIKUNNAR Saga orðanna eftir Sölva Sveinsson. Ný, fróðleg og aðgengileg bók þar sem er rakin saga fjölmargra íslenskra orða og merking þeirra skýrð. Þarna er ekki einungis að finna skýringar á gömlum og grónum íslenskum orðum heldur einnig fjallað um skyld orð í er- lendum málum, tökuorð og slett- ur. Útskýringar eru skemmtilegar og auðskildar. Þeir sem vita til dæmis ekki muninn á því að skrökva og því að ljúga fá muninn skýrðan í þessari bók. ■ Bækur Metsölulisti Máls og menningar, Eymundssonar og Pennans ALLAR BÆKUR 1. Stóra garðabók- in. Forlagið 2. Da Vinci lykillinn. Dan Brown 3. Ótuktin. Anna Pálína Árnadóttir 4.Skyndibitar fyrir sálina. Barbara Berger 5. Uppeldisbókin. Susan Mortweet / Edward E. Christophersen 6. Garnaflækjur. Pia Mitens / Karine Mitens 7. Náðhúsið 2004. Gústav S. Berg 8. Öxin og jörðin. Ólafur Gunnarsson 9. Ég er ekki hræddur. Nicolo Ammaniti 10. 39 þrep til glötunar. Eiríkur Guðmundsson SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1. Alkemistinn. Paulo Coelho 2. Náðarkraftur. Guðmundur Andri Thorsson 3. Stormur. Einar Kárason 4. Herra Alheimur. Hallgrímur Helgason 5. Glæpur og refsing. Fjodor Dostojevski 6. Svartir englar. Ævar Örn Jósepsson 7. Skítadjobb. Ævar Örn Jósepsson 8. Þórbergur Þórðarson - stórbók. Þórbergur Þórðarson 9. Hobbitinn. J.R.R. Tolkien 10. Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar. Tómas Guðmundsson SKÁLDVERK - KILJUR 1. Da Vinci lykillinn. Dan Brown 2. Öxin og jörðin. Ólafur Gunnarsson 3. Ég er ekki hræddur. Nicolo Ammaniti 4. 39 þrep til glötunar. Eiríkur Guðmundsson 5. Svo fögur bein. Alice Sebold 6. Mýrin. Arnaldur Indriðason 7. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 8. Mynd af ósýnilegum manni. Paul Auster 9. Opnun kryppunnar. Oddný Eir Ævarsdóttir 10. Villibirta. Liza Marklund Listinn er gerður út frá sölu dagana 28.04.- 04.05. 2004 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundssyni og Pennanum. Ævisaga Johns Fowles er ný-komin út og hefur vakið nokkra athygli. Fowles er meðal annars höfundur skáldsagnanna The Collector, The Magus og The French Lieutenant’s Woman, en sú síðastnefnda er vinsælasta verk hans. Eileen Warburton er höfund- ur ævisögunnar og Fowles veitti henni frjálsan aðgang að dagbók- um sem hann hefur haldið í um sextíu ár. Hún fékk aðgang að bréfum hans og skjölum og ræddi við fjölskyldu hans, vini og sam- starfsmenn. Hún leitaði einnig fanga í bréfum fyrri eiginkonu hans, Elísabetar. Bókin er afar persónuleg og þar er ekki dregin upp sérlega geðfelld mynd af rithöfundinum. „Sjálfselskur, feiminn, ískaldur, dómharður,“ er hluti af þeim lýs- ingarorðum sem Warburton notar þegar hún lýs- ir rithöfundin- um sem ung- um manni. Í bókinni kemur fram að eftirlætis- kynórar Fowles sem ungs manns snerust um að ræna konu og geyma hana neðanjarðar. Þessir hugarórar urðu efni fyrstu skáld- sögu hans, The Collector, en þar rænir maður ungri konu sem deyr sem fangi hans. Harðasti gagnrýnandinn „Einangraður og fjarlægur, eins og prestur,“ sagði ein ást- kona Fowles um hann. Drifkraft- urinn í lífi Fowles var eiginkona hans Elizabeth Christy, sem hann kvæntist árið 1957. Hugsanlega hefði hann aldrei getað virkjað skáldgáfu sína nema vegna kynna sinna af henni. Þegar þau hittust var hún gift kona og átti unga dóttur, Önnu. Fowles vildi fá Elizabeth en að hans mati var ekki pláss fyrir Önnu í lífi þeirra. Það væri ekki hægt að leggja óþarfa skyldur á rithöfunda, út- skýrði hann fyrir Elizabeth. Tveggja og hálfs árs var Anna send í klaustur þar sem nunnur ólu hana upp. Vissulega miskunn- arlaust, viðurkenndi Fowles seinna, en hann taldi að lista- menn yrðu stundum að sýna grimmd. „Engin grimmd, engin list,“ sagði hann. Anna eignaðist seinna fósturforeldra og þegar faðir hennar kvæntist að nýju bjó hún hjá honum. Hún umgekkst móður sína ekki fyrr en hún var orðin sextán ára gömul. Elizabeth, eiginkona Fowles, var svo að segja ómenntuð en hún hætti í skóla 13 ára gömul. Fowles hæddist stundum að menntunar- skorti hennar svo aðrir heyrðu til. Elizabeth bjó hins vegar yfir ákaf- lega glöggu og næmu bókmennta- mati. Hún las yfir handritið að skáldsögu hans The Magus og fékk hann til að taka út allt sem var teprulegt, fjálglegt og predik- unarkennt og lét hann einnig draga úr ofurnákvæmum lýsing- um á kynlífi. Það var hún sem fékk hann til að henda tilfinninga- sömum endi á The French Lieu- tenant’s Woman og setja í staðinn hinn rómaða tvöfalda endi. Gagnrýni hennar var oft harkaleg en varð sennilega að vera það til að hreyfa við Fowles, sem var yfirleitt afar ánægður með verk sín. Þegar hann hóf að skrifa leikrit á miðjum sjötta ára- tugnum afgreiddi hún þau sem „einskis virði“. Árið 1970 skrifaði hann spennuleikritið The Device, sem útgefandi hans sagði að væri ekki viðbjargandi. Elizabeth var enn harðari í dómi sínum og Fowles fyrirgaf henni aldrei. Hann hætti að sýna henni verk sín og þau voru ekki sambærileg við fyrri verk vegna skorts á yfir- lestri hennar. Gáfumaður innan um heimskingja Fowles einangraðist með árun- um. Hann sagði að örlög fólks eins og hans væru að vera „gáfumenn fastir í veröld þeirra heimsku“. Hann varð fyrir vonbrigðum með nútímalíf og nútímamanninn og fann ekki lengur ánægju í þeirri velgengni sem bækur hans höfðu notið. „Þú skilur ekkert. Þú hefur engar tilfinningar. Þú ert bara kenningar og ekkert líf,“ krassaði Elizabeth á spássíu dagbókar hans, sem hann var vanur að skilja eftir hér og þar í húsinu til að gera henni gramt í geði. Ævi- saga Warburton endar á dauða Elizabeth árið 1990. Hún hafði staðið við hlið Fowles í 37 ár og hafði á þeim tíma orðið fyrirmynd að nokkrum kvenpersónum í verkum hans. Fowles kvæntist á ný árið 1998. „Ég skil ekki hvernig hægt er að skilja á milli „lyganna“ sem við skrifum og „lyganna“ sem við lif- um,“ sagði Fowles eitt sinn. Engar fréttar hafa borist af viðbrögðum hans við ævisögunni. kolla@frettabladid.is Sannleikurinn um dauða Gagaríns Í nýrri ævisögu Johns Fowles kemur fram ríkur þáttur eiginkonu hans í ritstörfum hans: Án grimmdar er engin list JÚRÍ GAGARÍN Vinur hans upplýsir í nýrri bók hvernig dauða hans bar að höndum. JOHN FOWLES „Ég skil ekki hvernig hægt er að skilja á milli „lyganna“ sem við skrifum og „lyganna“ sem við lif- um,“ sagði hann eitt sinn. MERYL STREEP Í THE FRENCH LIEUTENANT’S WOMAN Eiginkona Fowles fékk hann til að breyta endinum og það skipti sköpum fyrir verkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.