Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 51
Stormur Einars Kárasonar ermaður sem fólk elskar að láta fara í taugarnar á sér. Stormurinn var ein af metsölubókum jólanna og nú stefnir þessi sérfræðingur í kerfismisnotkun ótrauður á er- lenda bókamarkaði. Innan skamms kemur Stormurinn út í Þýskalandi og Noregi. Fyrir aðeins örfáum dögum gekk Réttindastofa Eddu frá samningum við norsku bókaútgáf- una Cappelen um norska útgáfu Stormsins. Þar með bætist Einar Kárason í fríðan flokk íslenskra höfunda sem Cappelen gefur út, en þar eru fyrir á bekk Arnaldur Indriðason, Einar Már Guð- mundsson og Steinunn Sigurðar- dóttir. Áður hafa bækur Einars komið út hjá Ascheough, hinni fornfrægu norsku útgáfu, en hjá Cappelen-mönnum er geysilegur áhugi á verkum Einars og þar á bæ horfa menn björtum augum til samstarfsins við höfundinn. Skemmst er þess að minnast að Óvinafagnaður kom út í Dan- mörku seint á síðasta ári í þýðingu Kims Lembek og fékk rífandi við- tökur bókmenntagagnrýnenda þar í landi. Rétturinn á þeirri bók hefur einnig verið seldur til Finn- lands og Þýskalands. Noregur er þó ekki fyrsta land- ið þar sem samið er um útgáfu á Storminum erlendis. Fyrr á þessu ári gekk Réttindastofa Eddu frá samkomulagi við forlagið btb í Þýskalandi um þýska útgáfu hans. Btb er eitt stærsta bókaforlag Þýskalands og eitt af burðarásum Bertelsmann-samsteypunnar, eins stærsta bókaútgáfufyrirtækis heims. Margbrotin manngerð Stormsins á því eftir að kynda vel í landlægri gremju Þjóðverja í garð hinnar félagslegu afætu. Að sögn þeirra sem fylgst hafa með þýsku fjölmiðlalandslagi sleppa þarlendir miðlar aldrei tækifæri á því að segja frá þeim sem þeir telja fitna um of af almannafé. Nýlega lauk Einar við að ganga frá nýrri gerð skáldsagnanna Heimskra manna ráð og Kvika- silfur sem Mál og menning gefur út seinna í mánuðinum í kilju und- ir heitinu Killiansfólkið. Einar hefur steypt þessum samtengdu sögum saman í eina heild, enda fjalla þær um örlög hinnar ótrú- legu Killiansfjölskyldu sem hefur sig upp úr partaskrani til æðstu metorða í íslensku þjóðfélagi, að- eins til að falla að nýju í duftið. Við sögu kemur mikill fjöldi skrautlegra persóna sem Einar gaf líf með sínum sagnahætti þeg- ar hann las þessa gerð sögunnar í Ríkisútvarpinu fyrir skemmstu. ■ GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI JEPPADEKK • FÓL KSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK Við erum snöggir að umfelga H ug tö k M aí 0 4 Það verk sem ég er að glugga íþessa dagana er „Úr torfbæj- um inn í tækniöld“, segir Sigurð- ur G. Tómasson, sá ágæti út- varpsmaður á Útvarpi Sögu. „Þetta er mikið verk, byggist að miklu leyti á ljósmyndum, dag- bókum og teikningum þriggja Þjóðverja sem hér voru á ferð á árunum milli stríða, þeirra Hans Kuhn, Reinhard Prinz og Bruno Schweizer. Árni Björnsson ritar um íslenskt mannlíf milli stríða. Verkið er í ritstjórn Magnúsar Kristinssonar og myndaritstjórn í höndum Örlygs Hálfdanarsonar. Þessar bækur þrjár birta ein- stæðar myndir úr íslensku þjóð- lífi, meðal annars innan úr híbýl- um Íslendinga og dagbækurnar eru líka merkileg heimild um landið og þjóðina á þessum árum. Skrif Árna Björnssonar þekkja allir. Ég las þetta fyrst fyrir jólin en hef verið að lesa þetta aftur síðustu dagana. Svona á milli annarra bóka. Ég las mér til mik- illar skemmtunar bók Eiríks Guðmundssonar, 39 þrep og var svo líka að glugga í gamla bók, Bók Markúsar Loftssonar bónda í Hjörleifshöfða um eldgos. Ís- lenskir bændur 19. aldar létu ekki að sér hæða!“ ■ ÆVISAGNARITARAR Í VANDRÆÐUM Það er ekki heiglum hent að skrifa ævisögu skálda, svo ekki sé talað um þeirra sem lifandi eru. Ævisagnahöfundur bresku skáldkonunnar Muriel Spark, Martin Stann- ard, lauk við ævisögu henn- ar fyrir tveim- ur árum. Hann sendi skáldkon- unni handritið til yfirlestrar en hún hefur ekki enn lagt blessun sína yfir það. Sagt er að hún liggi áhyggufull yfir handritinu, sem henni þykir ekki draga upp nógu geðuga mynd af sér. Annar ævisagnahöfundur á einnig í vandræðum vegna bók- ar. Peter Parker tók sér tólf ár til að skrifa ævisögu Christoph- er Isherwood. Það var ástmaður Isherwood til 30 ára, Don Bachardy, sem gaf grænt ljós á bókina en er sagður iðrast þess mjög. Hann fékk handritið til yfirlestrar fyrir einu og hálfu ári en hefur ekki enn sett sig í samband við höfundinn. Kunn- ugir segja að Bachardy hafi brugðið mjög vegna atriða sem höfundurinn hefur grafið upp. Hann mun til dæmis hafa haft uppi á óbirtri klámsögu eftir Isherwood en það sem Bachardy þykir enn verra er að í bókinni mun Parker opinbera ýmis framhjáhöld parsins í þriggja áratuga sambandi. LAUGARDAGUR 8. maí 2004 ■ Sagt og skrifað 31 Einstæðar myndir úr íslensku þjóðlífi Einar Kárason vinnur ný lönd: Stormur yfir Evrópu EINAR KÁRASON Stormur er að koma út í Þýskalandi og Noregi. MURIEL SPARK Er sögð býsna óá- nægð með ævi- sögu um sig. Þegar Michael Ondaatje skrif-aði bók sína The English Pati- ent hafði hann raunverulega fyr- irmynd að aðalpersónu sinni, Laszlo Almazy, sem Ralph Fienn- es lék síðan svo eftirminnilega í kvikmyndinni. Í skáldsögunni er Laszlo greifi sem á í afdrifaríku ástarsambandi við gifta enska konu á árum seinni heimsstyrjald- ar. Hún deyr á harmrænan hátt og hann endar ævi sína á sjúkrabeði, þjáður af alvarlegum brunasár- um. Bók Ondaatje kom út árið 1992 og frá þeim tíma hefur verið vax- andi áhugi á hinum raunverulega Laszlo Almazy. Fyrrum fréttarit- ari BBC, John Bierman, hefur í nokkur ár unnið að bók um Al- mazy, leitað fanga í skjalasöfnum og rætt við fólk sem þekkti hann. Bókin kemur út í þessum mánuði og heitir The Secret Life of Laszlo Almasy. Bierman segir það ein- kennilega við skáldsögu Ondaatje vera að höfundurinn skuli hafa haft raunverulega fyrirmynd að persónu sinni en gert skáldsagna- persónuna svo gjörólíka fyrir- myndinni. Hann segist hafa reynt að ræða þennan sérkennilega mis- mun við höfundinn en ekki fengið nein svör. Hinn raunverulegi Laszlo Al- mazy var samkynhneigður. Stóra ástin í lífi hans var þýskur her- maður í seinni heimsstyrjöldinni sem lést á vígstöðvunum. Laszlo, sem var ekki greifi, vann bæði fyrir Þjóðverja og Breta á styrj- aldarárunum. Hann hafði enga sérstaka pólitíska sannfæringu og var ekki stuðningmaður nasista. Í skáldsögu Ondaatje á Laszlo í ástarævintýri við Katharine Clifton, fagra breska konu, en eig- inmaður hennar fremur sjálfs- morð eftir að hann kemst að sam- bandi þeirra. Þau hjón eiga sér lauslegar fyrirmyndir í raunveru- leikanum en konan sem var fyrir- mynd að Katharine fyrirleit Laszlo vegna samkynhneigðar hans og neitaði alla tíð að heilsa honum með handabandi. Laszlo Almazy lést árið 1951, 55 ára gamall. ■ Hulunni svipt af Enska sjúklingnum ENSKI SJÚKLINGURINN Enski sjúklingurinn varð verðlaunabók sem varð að verðlaunakvikmynd. Nú kemur út bók um hinn raunverulega enska sjúkling. Hér er Juliette Binoche í hlutverki sínu í myndinni. SIGURÐUR G. TÓMASSON Hefur verið að glugga í „Úr torfbæjum inn í tækniöld“. Ég las mér til mikill- ar skemmtunar bók Eiríks Guðmundssonar, 39 þrep. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.