Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 20
20 8. maí 2004 LAUGARDAGUR Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, hefur hvað eftir annað vakið athygli fyrir gagnrýninn málflutning, nú síðast út af stríðsrekstri í Írak og stuðningi Íslendinga við hann. Örn hefur áður látið í sér heyra en mörgum er í fersku minni þegar hann var settur af sem ritari Kristnihátíðarnefndar vegna smásögu sem hann skrifaði. Þegi ekki yfir órétti Örn Bárður Jónsson, sóknar-prestur í Neskirkju, má vel kallast baráttuklerkur. Það var fyrir hans tilstilli sem nýleg prestastefna sendi frá sér ályktun þar sem hún harmaði stuðning stjórnvalda við Íraksstríðið, en í predikunum sínum hefur Örn Bárður gagnrýnt stríðsreksturinn í Írak og sömuleiðis deilt á Ísra- elsstjórn vegna ofsókna hennar gegn Palestínumönnum. Málflutn- ingur hans hefur hvað eftir annað vakið athygli. „Taki maður ekki afstöðu gegn órétti þá er maður hluti af órétt- lætinu,“ segir Örn Bárður. „Köll- un presta felst í því að boða fagn- aðarerindið sem varðar mannlífið allt. Hlutverk mitt hlýtur að felast í því að tengja kristinn boðskap við veruleikann. Það er ábyrgð að segja og ekki síður að þegja um ákveðin mál. Ef ég stend við veg- inn og hrópa hvatningarorð að manni sem er að berja annan mann þá er ég samsekur. Ef ég styð það að hafið sé ólöglegt inn- rásarstríð þá verð ég um leið að taka ábyrgð á öllu stríðinu. Ég get ekki sagt eftir á: „Ég meinti þetta ekki svona. Ég studdi að vísu stríðið en ég vildi ekki að það gengi svona langt“. Samkvæmt því orsakasamhengi sem ég var að lýsa þá eru þeir Íslendingar sem ekki hafa andmælt Íraks- stríðinu í vissum skilningi ábyrgir á pyntingum sem íraskir fangar hafa verið beittir. Íslendingar eru miklar tilfinn- ingaverur. Stundum er sagt að þeir kunni ekki að rökræða, geti einungis rifist og slegið um sig með skáldatöktum. Í Íraksmálinu er eins og þjóðin hugsi ekki í or- sakasamhengi. Um 90 prósent þjóðarinnar lýstu sig andvíg Íraksstríðinu rétt áður en þing- kosningar voru í landinu. Stærsti hluti þeirra sem voru á móti stríð- inu kaus síðan stjórnvöld sem studdu stríðið. Ég hef gagnrýnt Íraksstríðið. Að baki mér hef ég ekki ómerkari kirkjuleiðtoga en Jóhannes Pál páfa, erkibiskupinn af Kantara- borg og samtök eins og Lútherska heimssambandið og Alkirkjuráð- ið. Hinn breiði kirkjuheimur segir nei við þessu stríði. Lútherska kirkjan í Bandaríkjunum er and- víg stríðinu en þar í landi er auð- vitað líka að finna aðrar kirkju- deildir með aðra guðfræði og til- tekinn skilning á orði Guðs. Þær líta svo á að þær séu í herför og réttlæta stríðið þannig. George Bush segist fara í þennan leiðang- ur fyrir tilstilli Guðs. Það er erfitt, og satt að segja ómögulegt, að rökræða við menn sem segja: „Guð segir mér að gera þetta“. Í samskiptum sínum við Palestínu- menn segja Ísraelsmenn: „Guð gaf okkur þetta land“. Hverju á maður að svara slíku? Ef ég segði við þig: „Guð sagði mér að ég ætti íbúðina þína,“ þá geturðu ekki rökrætt það við mig, þú stendur berskjölduð frammi fyrir fullyrð- ingunni, sem er einhvers konar boðskapur að handan. Og hver getur tekið sér slíkt vald að vita hvað handanveran segir?“ Offors Ísraelsstjórnar Örn Bárður segir að sér hafi fundist samúðin sem Bandaríkin fengu 11. september mjög mikil- væg. „Ég hefði viljað sjá alþjóða- samfélagið virkja þessa miklu samúð til samræðu um ástandið í heiminum. Í vissum tilfellum erum við að glíma við viti firrta öfgamenn, þar sem sumir múslimar eru. Enginn heilvita maður er að verja þá. En það býr eitthvað að baki þegar palestínsk móðir bindur á sig sprengibelti, fer á markað og sprengir sig í loft upp. Eitthvað mikið er að þar sem slíkt gerist. Ætli það sé alveg að ástæðulausu að arabaheimurinn gagnrýnir Vesturlönd? Ég held ekki. Hins vegar er íslam í vissum skilningi hættulegur hugmynda- heimur, öfgafullur á köflum og lönd íslams öldum á eftir Vestur- löndum hvað varðar lýðræði og þróun þjóðfélags og mennta. Sag- an geymir hins vegar dæmi um mikilsvert framlag arabaheims- ins til heimsmenningarinnar. Ég tel að efla þurfi samtal á milli menningarheima og að við þurf- um að setja múslimum sem vilja setjast að á Vesturlöndum ákveð- in skilyrði um að laga sig að gild- ismati sem þar er við lýði. Við þurfum að veita þeim ákveðið að- hald, hafna öllu ofbeldi, en hefja samræðuna til vegs og virðingar í samskiptum einstaklinga, hópa og þjóða.“ Í nýlegri grein í Fréttablaðinu sakar formaður félagsins Zíon Örn Bárð um að sá gyðingahatri meðal íslensku þjóðarinnar. Til- efnið er predikun en þar sagði Örn Bárður á einum stað um stuðning George Bush við Ísraels- stjórn: „Voldugasti maður verald- ar er líka hræddur og í óttanum velur hann að selja sálu sína og þjóðar sinnar „af ótta við Gyð- inga“. Er það ekki hlálegt að hugsa til þess að heiminum skuli stjórnað með peningum, 30 silfur- peningum, eins og sannast hefur í makki forystumanna Bandaríkj- anna og Ísraels?“ „Umrædd ummæli Zíonistans, Ólafs Jóhannssonar, sem er með fasta þætti á Omega, eru ekki svara verð. Þau dæma sig sjálf,“ segir Örn Bárður. „Söfnuðurinn sem hlustar á prédikanir mínar veit betur og ræður mínar eru birtar á vefsíðu kirkjunnar, nes- kirkja.is. Tilvísunin í óttann við Gyðinga kom úr guðspjallinu. Lærisveinarnir lokuðu sig inni eftir krossfestinguna „af ótta við Gyðinga“ og ég tók þetta orðalag upp sem stílbragð því frétta- skýrendur, meðal annars Mogg- inn, höfðu tekið þann pól í hæðina að Bush hefði samið við Sharon og gefið honum lausan tauminn, til þess að tryggja sér fylgi gyðinga fyrir næstu kosningar. Hann er með öðrum orðum hræddur við að fá gyðinga upp á móti sér. Þetta kallaði Morgunblaðið í forystu- grein „ógeðfellt bandalag“. Mér finnst ríkisstjórnin í Ísrael fara fram með miklu of- forsi og á þann hátt sem ég get ekki samþykkt sem kristinn mað- ur,“ segir Örn Bárður. „Ég get heldur ekki samþykkt hryðjuverk Palestínumanna og ég get ekki samþykkt framgöngu Bandaríkja- manna í Íraksstríðinu og ekki þátttöku Íslendinga í því.“ Alinn upp sem sjálfstæðis- maður Ert þú mjög pólitískur maður? „Ég vona að í mér búi rík rétt- lætiskennd. Ég er alinn upp sem sjálfstæðismaður. Amma mín og afi í föðurætt voru gallharðir sjálf- stæðismenn og faðir minn var það einnig, svo og lunginn úr fjölskyld- unni. En sjálfstæðisstefnan sem þau aðhylltust var allt önnur en sú sem nú ríkir. Mér finnst sú stefna komin út í aðra sálma og segja má að kvótakerfið hafi til dæmis opn- að augu mín fyrir því. Ég á hins vegar alls ekkert sökótt við Sjálf- stæðisflokkinn, Framsóknarflokk- inn eða aðra flokka. Ég tel mig taka afstöðu á hverjum tíma til mála en ekki til manna eða flokka. Einhverjir virðast halda að gagn- rýni mín á tiltekin mál stjórnvalda FERILL ARNAR BÁRÐAR ÚR VIÐSKIPTUM Í GUÐFRÆÐI Örn Bárður er fæddur á Ísafirði 23. nóv- ember 1949. Sonur Salóme Margrétar Guðmundsdóttur húsmóður og verslun- armanns og Jóns Örnólfs Bárðarsonar kaupmanns og iðnrekanda. Hann tók verslunarpróf frá VÍ árið 1969 og fór þá beint í starfsnám í endurskoð- un, til ársins 1972, er hann varð fram- kvæmdastjóri Silfurtúns hf. til ársins 1978. Þá fór hugur Arnar að snúast í átt til guðfræði. Árið 1977 stundaði hann nám í eitt ár í guðfræði hjá Youth with a Mission í Englandi, og eftir að hafa verið fulltrúi við Útvegsbanka í eitt ár varð Örn Bárður djákni í Grensássókn árið 1979. Guðfræðipróf tók Örn Bárður frá HÍ árið 1984, 34 ára að aldri. Í kjölfarið varð hann aðstoðarprestur í Garðasókn 1984-1985 og síðan sóknarprestur í Grindavíkurprestakalli. Hann varð verk- efnisstjóri á Biskupsstofu árið 1990 og fræðslustjóri kirkjunnar árið 1995. Frá 1999 hefur Örn Bárður verið prestur í Neskirkju með hléum. Annað: Örn Bárður var ritari stjórnar Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs 1995-1999. Einnig var hann ritari Kristni- hátíðarnefndar frá 1993-1999. GAGNRÝNINN PRESTUR „Einhverjir virðast halda að gagnrýni mín á tiltekin mál stjórnvalda beinist gegn stjórnarflokkunum tveimur, en svo er ekki. Hins vegar beinist hún gegn tilteknum ákvörðunum þeirra. Og ég geri ráð fyrir að ég muni ekki þegja yfir órétti sem verða kann þótt stjórnarskipti verði.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Ég hef gagnrýnt Íraksstríðið. Að baki mér hef ég ekki ómerkari kirkjuleiðtoga en Jóhannes Pál páfa, erkibiskupinn af Kantaraborg og samtök eins og Lútherska heims- sambandið og Alkirkjuráð- ið. Hinn breiði kirkjuheimur segir nei við þessu stríði. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.