Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 08.05.2004, Blaðsíða 55
35LAUGARDAGUR 8. maí 2004 Kvennalið ÍBV: Tvær banda- rískar á leiðinni FÓTBOLTI Kvennalið ÍBV í knatt- spyrnu hefur fengið liðsauka frá Bandaríkjunum fyrir komandi átök í Landsbankadeild kvenna. Mary McVeigh heitir önnur og mun hún aðeins spila með liðinu fram í júlí. Hin heitir Rachel Kruze og hún mun verða hér á landi til loka leiktíðar. Báðar koma þær frá háskóla í Fíladelfíu. Ekki er enn komið á hreint hvort Bretinn Karen Burke leiki með liðinu í sumar. Þá eru meiðsli Bryndísar Jóhannesdóttur ekki eins alvarleg og í fyrstu var hald- ið og nokkuð ljóst að hún verður með liðinu í sumar og eru það góð- ar fréttir fyrir ÍBV. ■ FÓTBOLTI „Chelsea er stórkostlegt félag og auðvitað vekur það áhuga minn, en enginn samningur eða samkomulag liggur fyrir ennþá,“ sagði José Mourinho, þjálfari Porto. „Ég er enn trúr málstað Porto og allt annað þýddi það að ég væri ekki tilbúinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Við verðum að koma fram eins og fagmenn.“ Mourinho gaf þó sterklega í skyn að breytinga mætti vænta eftir leiktíðina. „Ég er metnaðar- fullur maður og ég hef náð langt með Porto og núna er ég tilbúinn í nýtt viðfangsefni,“ sagði Mour- inho. „Þjálfun í ensku úrvalsdeild- inni hefur alltaf heillað mig.“ ■ KÖRFUBOLTI Ron Artest, varnar- maður ársins í NBA-deildinni, var óstöðvandi bæði í vörn og sókn þegar Indiana Pacers bar sigur- orð af Miami Heat, 94-81, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum aust- urdeildarinnar í fyrrinótt. Artest, sem átti ekki að spila vegna mígrenikasts, skoraði 25 stig og hélt einum aðalskorara Miami Heat, Eddie Jones, í aðeins fjór- um stigum. Indiana var með yfir- höndina allan leikinn og leiddi með tíu stigum í hálfleik. Artest skoraði eins og áður sagði 25 stig og tók 6 fráköst, leikstjórnandinn Jamaal Tinsley skoraði 17 stig, Jermaine O’Neal skoraði 13 og gamla brýnið Reggie Miller skor- aði 12. Nýliðinn Dwayne Wade skoraði 22 stig fyrir Miami, Rafer Alston skoraði 17, Caron Butler skoraði 14 stig og tók 9 fráköst og Lamar Odom skoraði 12 stig. ■ JOSÉ MOURINHO Næsti framkvæmdastjóri Chelsea? KEYRT AÐ KÖRFUNNI Lamar Odom, framherji Miami Heat, skor- ar hér tvö af tólf stigum sínum í leiknum gegn Indiana án þess að Jermaine O’Neal hjá Indiana Pacers komi vörnum við. Indiana Pacers heldur áfram sigurgöngu sinni: Artest óstöðvandi gegn Heat José Mourinho: Daðrar við Chelsea FÓTBOLTI „Félgið sem vinnur verð- ur meistari,“ sagði Ottmar Hitz- feld, þjálfari Bayern München, um leik félagsins við Werder Bremen í dag. Werder er sex stigum á undan Bayern þegar þrjár umferðir eru eftir og sigri Brimaborgarar verða þeir meistarar í fjórða sinn. Markatala Bremen er tólf mörkum hagstæðari en markatala Bæjara svo meistaravonir Bayern felast ekki aðeins í sigri í dag held- ur líka í því að Bremen vinni hvorki Bayer Leverkusen né Hansa Rostock í lokaumferðunum. Thomas Schaaf, þjálfari Werder Bremen, segir þetta verða „ósköp venjulegan leik“. „Ég hlakka til. Allir ætla að hafa gaman af þessu á laugardag. Við göngum til leiks með sama hugar- fari og gegn Hamburger,“ sagði Schaaf og vísaði til 6-0 sigur Brimaborgara á nágrönnum sín- um um síðustu helgi. Werder Bremen hefur gengið vel í München á undanförnum árum. Wedrer vann 1-0 á ólympíu- leikvanginum í fyrra og 3-2 árið 2001 en fyrir tveimur árum skildu félögin jöfn, 2-2. Bayern vann Bremen síðast á heimavelli fyrir fjórum árum. Roy Makaay, markahæsti leik- maður Bayern, getur leikið með í dag og hugsanlega verður Sebast- ian Deisler loksins í leikmanna- hópnum eftir fimm mánaða fjar- veru vegna þunglyndis. Hins veg- ar er óvíst hvort Michael Ballack verði leikfær. Brimaborgarar sakna Ungverj- ans Krisztian Lisztes sem sleit krossbönd um daginn. Hann fer þó með liðinu til München og verður „lukkutröll“ eins og hann orðar það sjálfur á heimasíðu Werder. Franski varnarmaðurinn Valérien Ismaël er leikfær að nýju en Tyrk- inn Ümit Davala er enn í leikbanni og Ludovic Magnin er meiddur. ■ WERDER BREMEN Verður meistari í fjórða sinn með sigri í München í dag. Þýska Búndeslígan: Werder Bremen meistari í dag?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.