Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTABLAÐIÐ SPURNING DAGSINS Hugi, á fólk ekki bara að fá sér rafmagnsbila? „Þeir sem eiga rafmagnsbila una áreiðanlega glaðir við sitt í dag en ég hvet hina til að versla hjá okkur." Bensínverð fer ört hækkandi og hefur ekki verið hærra um langt skeið. Hugi Hreiðarsson er tals- maður Atlantsolíu, sem er nýjasti samkeppnisaðil- inn í bensínsölu. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Formaður Samfylkingarinnar segir umræð- una um fjölmiðlafrumvarpið rétt að byrja í þinginu og þvi sé algerlega ótímabært að segja nokkuð um það hvort eðlilegt sé að forseti l’slands íhugi að skrifa ekki undir lögin. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar: Samviska forseta ráði alþingi „Nánast allir virtustu lög- menn landsins sem hafa þekkingu á álitamálum sem tengjast stjórn- skipun virðast vera á einu máli um að sterkar líkur séu á að fjölmiðla- frumvarpið brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Tveir prófess- orar telja málið þess eðlis að for- sendur séu fyrir því að forseti ís- lands íhugi að beita synjunarvaldi," segir Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, um það hvort hann telji eðlilegt að forseti íslands íhugi að skrifa ekki undir lögin. Össur leggur áherslu á að um- ræðan um málið í þinginu sé rétt að byrja og því algerlega ótímabært að segja nokkuð um þetta. „Sjálfum finnst mér að ekki eigi að þrýsta á forseta lýðveldisins í þessum efnum. Þetta verður hann að gera upp við sína eigin samvisku og sannfæringu,“ segir hann. ■ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna: Forsetinn íhugi að skrifa ekki undir lögin almngi Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, taldi viðeig- andi í umræðum um fjölmiðlafrum- varpið að fletta upp á orðinu vald- níðslu í orðabók og lesa upp fyrir þingheim, en þar segir að valdníðsla sé misnotkun valds, eða það að ólög- mæt sjónarmið, einkahagsmunir, óvild eða flokkshagsmunir ráði ákvörðun stjórnvalds. „Mér finnst þessi ágæta útskýring á orðinu valdníðslu í Orðabók Menn- ingarsjóðs eiga ónotalega vel við við þessar aðstæður. Mér er sömuleiðis hugsað til orðsins hrossalækning því það er umdeilt hvort mikil lækning sé fólgin í frumvarpinu,“ sagði Stein- grímur á þinginu í gær. Hann sagði hörmung að sjá hvem- ig fjölmiðlafrumvarpið væri leikið af ríkisstjóminni, sem hafnaði allri sam- stöðu og keyrði málið fram í logandi ágreiningi. „Þetta er meingallað og ótækt fmmvarp," sagði hann. Formaður Vinstri grænna benti á að komin væra fram rökstudd sjónar- mið um að málið væri svo tæpt gagn- vart stjómskipuninni að forsendur væra tÚ staðar fyrir forseta íslands að taka málið til skoðunar. STEINGRfMUR J. SIGFÚSSON Formaður Vinstri grænna segir málsmeð- ferð stjómarflokkanna við fjölmiðlafrum- varpið merki um valdníðslu. Málið sé svo tæpt gagnvart stjómskipuninni að forsend- ur séu til staðar fyrir forseta fslands að taka málið til skoðunar. „Ég geri ráð fyrir að forseti ís- lands muni íhuga að skrifa ekki undir lögin. Þetta er ákvörðun sem einung- is hann einn getur tekið,“ segir Stein- grímur. ■ Málþóf í annarri umræðu frumvarpsins Stjórnarandstaðan sakar stjórnarflokkana um handvömm og sýndar- mennsku við meðferð fjölmiðlafrumvarpsins. Eg vil ekki Berlusconi- ástand á Islandi segir Hjálmar Arnason, Framsóknarflokki. YY Það er ólíð- andi að hér á Alþingi verður framið stórslys innan fárra daga. alþingi Framhald annarrar um- ræðu um fjölmiðlafrumvarpið fór fram á Alþingi í gær. Á þriðja tug þingmanna voru á mælendaskrá og var ræðutími ótakmarkaður. Mál- þóf einkenndi umræðuna og til marks um það fóru einungis tveir þingmenn í ræðustól frá því klukkan hálfell- efu í gærmorgun og fram til klukkan fjögur síðdegis. Björgvin G. Sigurðsson, Sam- ---------<**■**» fyikingimiii, hafði meðferðis í ræðustól bókina Frelsið eftir John Stuart Mill og las upp úr henni fyrir þingheim. „Ég er að íhuga að lesa alla bókina við þriðju umræðu fjölmiðlafrum- varpsins því ég tel brýnt að texti hennar komist í Alþingistíðindi,“ sagði Björgvin. Mörður Árnason, Samfylking- unni, las upp úr grein í Fréttablað- inu frá í gær og undirstrikaði það sem haft var eftir talsmanni Freedom House í blaðinu, að frum- varpið kynni að leiða til verulegrar fábreytni á fjölmiðlamarkaði. Hjálmar Árnason, Framsóknar- flokki, sagði þessi mál hafa verið mikið rædd og gerði meðal annars grein fyrir því meginmarkmiði frumvarpsins að draga úr sam- þjöppun á neytendamarkaði. „Ég vil ekki að Berlusconi- ástand sé við lýði hér á íslandi. Ég spyr sjálfan mig að því af hverju Samfylkingin hefur tekið 180 gráða beygju, sama Samfylkingin og var FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ Framhald annarrar umræðu um frumvarpið fór fram á Alþingi í gær. Rúmlega tuttugu þingmenn voru á mælendaskrá og var ræðutími ótakmarkaður. Málþóf einkenndi umræð- una og einungis tveir þingmenn fóru í ræðustól frá því klukkan hálfellefu í gærmorgun og fram til klukkan fjögur síðdegis. að skamma ríkisstjórnina fyrir ör- fáum misserum að grípa ekki til aðgerða vegna samþjöppunar á markaðnum," sagði hann. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, lagði áherslu á mikilvægi þess að skoða þessi mál, en sagði brýnt að skilgreina þau fyrst sem einn af hornsteinum lýðræðisins. Hann sagði farið út í lagasetningu án þess að vita nákvæmlega hvað standa ætti vörð um. „Ríkisstjórnin velur þá leið að fara út í þetta algerlega upp á eigin spýtur og hafnar öllu samstarfi við aðra flokka. Það eru gríðarleg áhöld um það hvort markmið frum- varpsins um fjölbreytni í fjölmiðl- um náist og meðalhófsreglan er hunsuð. Það var algerlega út í blá- inn að miða gildistöku laganna fyrst við 1. júní 2004 og stjórnin þykist núna vera að gefa eftir í málinu með því að breyta gildistök- unni yfir í 2006. Þetta er bara sýndarmennska," segir Jón. Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, sagði máls- meðferðina einnkennast af hand- vömm og fautaskap sem sennilega leiddi til skaðabótaskyldu ríkisins, sem gæti hlaupið á hundruðum milljóna. „Það er ólíðandi að hér á Alþingi verður framið stórslys inn- an fárra daga,“ sagði Magnús Þór. bryndis@frettabladid.is Meinhluti efnahags- og viðskiptanefndar í hnút: Harðvítugar deilur um afgreiðslu frumvarps alþinci Nefndarstarf efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis var í uppnámi í gær vegna harðvítugra deilna um hvort afgreiða ætti álit um fjölmiðlafrumvarpið út úr nefndinni. Tillaga Péturs Blöndal formanns um að afgreiða álitið var felld og einungis studd af tveimur atkvæðum Sjálfstæðis- flokksins. Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokki, sat hjá við at- kvæðagreiðsluna og Kristinn H. Gunnarsson, flokksfélagi hennar og varaformaður nefndarinnar, fylgdi stjórnarandstöðunni að máli og greiddi atkvæði gegn til- lögunni. „Ég lagði til að málið yrði tekið út þar sem lítill tilgangur væri í að ræða það áfram, enda allsherj- arnefnd búin að afgreiða frum- varpið og það komið í aðra um- ræðu þingsins," sagði Pétur. Kristján Möller, Samfylking- unni, sagði stöðuna sýna að flótt- inn hjá Framsóknarflokknum í málinu væri að byrja. „Þetta bendir til þess að Framsókn sé að koma af fjöllum," sagði hann. Þegar fundi nefndarinnar var slitið í gærmorgun hafði fulltrúi Samkeppnisstofnunar, sem var meðal gesta, ekki enn lokið máli sínu. Ekki var orðið við þeirri ósk að þingfundi yrði frestað til að hægt væri að ljúka málinu. „Fulltrúi Samkeppnisstofnun- ar var rekinn á dyr í miðri setn- ingu. Hann er með eindæmum þessi dónaskapur,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir, Samfylk- ingunni. ■ 13. maí 2004 FIMMTUDAGUR Saddam Hussein: A dauðadóm yfir höfði sér írak. ap Saddam Hussein á yfir höfði sér dauðadóm en bráða- birgðastjórn íraks mun afhenda hann yfir til íraskra stjórnvalda þegar bráðabirgðastjórnin fer frá þann 30. júní. Talið er líklegt að réttarhöld yfir þessum fyrr- um einræðisherra landsins hefj- ist í byrjun næsta árs og er talið víst að fari Saddam fyrir rétt landa sinna séu dagar hans tald- ir. Hann er enn í haldi Banda- ríkjamanna á leynilegum stað og lítið er vitað um ástand hans en sex mánuðir eru síðan hann var handtekinn. ■ EINAR KARL HARALDSSON Varaþingmaður Samfylkingarinnar telur ekki tilhlýðilegt að vera sjálfur með vanga- veltur um það hvort forseti islands eigi að íhuga að skrifa ekki undir lögin um eignar- hald á fjölmiðlum. Einar Karl Haraldsson um forseta Islands og fjölmiðlafrumvarpið: Hann hlýtur að vita af áhyggjum alpingi „Ég hef hlýtt á rök lög- fræðinga sem telja að það sé hent- ugt fyrir forseta íslands að íhuga málið, en mér finnst ekki tilhlýði- legt að vera sjálfur með vanga- veltur um þetta. Þetta er alfarið mál forsetans og ekki hlutverk þingmanna að hlutast til um það,“ segir Einar Karl Haraldsson, varaþingmaður Samfylkingarinn- ar, aðspurður hvort hann telji eðli- legt að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, íhugi að skrifa ekki undir fjöímiðlalögin vegna álitamála um grundvallarréttindi. Einar Karl segir að forsetinn fylgist með umræðu í landinu á hverjum tíma. „Hann hlýtur að sjálfsögðu að vita af þeim áhyggj- um sem ýmsir hafa af því að frumvarpið kunni að brjóta gegn frelsisákvæðum stjórnarskrár- innar. Um afstöðu hans til málsins verður hann einn að véla,“ segir Einar Karl. ■ DEILT UM STÖRF ÞINGSINS Stjórnarandstaðan gagnrýndi formann efnahags- og viðskiptanefndar harðlega I gær fyrir að reyna að afgreiða fjölmiðla- frumvarpið út úr nefnd áður en umfjöllun væri lokið. Tíllaga um afgreiðsluna var felld og er stjómarmeirihlutinn i nefndinni klofinn í málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.