Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 22
13. mal 2004 FIMMTUDAGUR skoðiin MÍN SKOÐUN GUNNAR SMARI EGILSSON Þegar íslenskt samfélagt er að eflast nötrar það af ósætti. Oveðursský að vori Það er vor á íslandi. Ekki aðeins í eiginlegum skilningi heldur er samfélagið að springa út eftir langvarandi drunga. Það hefur aldrei fyrr verið viðlíka þróttur í ís- lensku samfélagi; viðskiptalífið kraumar af atorku og getu, mennta- og menningarlífið hefur aldrei fyrr verið jafn fjölskrúð- ugt, lífshættir almennings eru ekki lengur einhæfir - aldrei fyrr hafa íslendingar haft jafn góða möguleika á að móta lífi sínu far- veg og form eftir áhuga sínum, getu, smekk og atorku. í sam- félaginu er víðtækur vilji til að byggja hér upp númtímalegt, opið og lýðræðislegt samfélag líkt því sem best hefur verið gert í ná- grannalöndum okkar. Og þessi þjóð á það bæði skilið og hefur allar forsendur til að láta það rætast. íslendingar hafa allt of lengi búið við þröngt og fábreytt samfélag - hálfgert sovétkerfi; miðstýrt, kostnaðarsamt og þrúgandi. Við höfum horft á eftir of miklum hæfileikum sem hafa ekki fengið að njóta sín, of miklu af atorku sem hefur ekki fundið sér farveg og of miklu af draum- um sem strandað hafa á tilgangslausum hindrunum skráðra og óskráðra laga og reglna, sem ekki er ætlað að þjóna almenningi heldur stjórnunaráráttu fámenns hóps valdamanna. Þjóðin hefur ekki aðeins misst af tækifærum til að byggja upp eins öflugt samfélag og framast var kostur, heldur hefur fjöldi einstaklinga verið sviptur tækifæri til að gera það úr lífi sínu sem þeir helst hefðu viljað og getað. Það er vor og eðlilegast væri að flestir íslendinga væru fullir bjartsýni og gleði. En eins undarlegt og það er, þá hefur ekki fyrr verið jafn mikill drungi yfir sam- félaginu og í dag. En það er komið vor. Undanfarna áratugi hefur mátt merkja að íslendingar séu að hafna gamla kerfinu og á undanförnum árum hafa þeir endurnært samfélagið af miklum þrótti. Það er nánast óhugsandi að íslendingar muni kjósa að snúa af þessari braut og endurbyggja gamla kerfið, miðstýringu þess og fá- breytileika. Hvar sem litið er má sjá hvernig samfélagið er að springa út. Það sem áður var talið ómögulegt og óviðráðanlegt er nú talið mögulegt og æskilegt. Viðmiðanir hafa breyst og sjálfs- mynd þjóðarinnar einnig. Kjarni hennar er ekki lengur sá að við séum fá og veikburða heldur að okkur séu flestir vegir færir. Það er vor og eðlilegast væri að flestir íslendinga væru fullir bjartsýni og gleði. En eins undarlegt og það er, þá hefur ekki fyrr verið jafn mikill drungi yfir samfélaginu og í dag. Það er ekki hægt að rekja hann til þess að hér sé allt í kalda koli heldur virðist þessi drungi vera heimatilbúinn vandi ráðherranna. Þeir eru lagstir í stríð við allt og alla í samfélaginu. Þeir stríða við for- setann og fjölmiðla, fyrirtæki og kirkjuna, öryrkja og aldraða, Hæstarétt og umboðsmann Alþingis. Á þessum vormánuðum ís- lands láta ráðherrarnir eins og þeir séu umkringdir óvinaher, úr- slitaorrustan sé yfirvofandi og mikið mannfall óumflýjanlegt. Þetta er undarleg kórvilla - eins og ríkisstjórninni hafi leiðst góðir tímar og ákveðið að skella sér í stjórnarandstöðu. Og þar sem þetta var stjórnin lagðist hún í andstöðu við alla aðra. ■ FERSKT í BÚÐIR Á HVERJUM DEGI FRÁ DEGI TIL DAGS Skaði fyrir Útvarp Sðgu ein ástaeðan fyrir því að Árvakursmenn lögð- sins sjálfs í tvísýnu. Stuðningsmenn telja Þó að fjölmiðlafrumvarpið virðist klæðskera- sniðið á Norðurljós, félagið sem rekur Stöð 2, Bylgjuna, Fréttablaðið og DV, er það ekki eini fjölmiðillinn sem verður fyrir óþægind- um verði það að lögum. Á hinni vinsælu al- þýðustöð, Útvarpi Sögu, munu hafa verið uppi áform um að fá Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, til að gerast einn af lykilfjár- festum stöðvarinnar og treysta þannig rekst- ur hennar til frambúðar. Sagt er að Árvakur hafi tekið vel í erindið. Hermt er að þetta sé ust eindregið gegn því ákvæði frumvarpsins sem bannar eigendum dagblaða að eignast hlut (Ijósvakamiðti. Að vonum eru þau Am- þrúður, HaHgrímur, Ingvi Hrafn og Sigurður G. Tómasson súr yfir þessum úrslitum. Ólga og úlfúð Skiptar skoðanir eru um það hvort Ólafur Ragnar Grimsson forseti Islands hyggst í al- vöru synja væntanlegum fjölmiðlalögum staðfestingar og leggja þau þannig í dóm þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu sem farið gæti fram samhliða forseta- kosningunum. Þeir sem eru andvígir því að forseti grípi þannig fordæmalaust inn í hitamál í þjóðfélaginu segja að það mundi skapa alltof mika ólgu og úlfúð meðal þjóðarinnar, hugs- anlega leiða til stjórnarkreppu og jafnvel tefla framtíð forsetaembætt- málstaðinn aftur á móti þess virði og lýð- ræðið verði að fá að hafa sinn gang. Vanhæfur? Svo er líka bent á að Ólafur Ragnar eigi af ýmsum ástæðum erfitt með að beita sér gegn fjölmiðlalögunum. ( fyrsta lagi hafi hann sem alþingismaður hvatt til þess 1995 að sett yrðu lög sem kæmu í veg fyrir sam- þjöppun eignarhalds á fjölmiðlum. f öðru lagi hafi hann lýst þvf yfir að hann telji að forseti eigi ekki að beina til þjóðarinnar lög- um sem dómstólar verði beðnir um að úr- skurða um hvort brjóti í bága við stjórnar- skrána. Þá er bent á að vináttutengsl forset- ans við Sigurð G. Guðjónsson, forstjóra Norðurtjósa, og sú staðreynd að önnur dætra forsetans er í stjórnunarstarfi hjá Baugi skapi forsetanum jafnvel vanhæfi í málmu. degitildags@frettabladid.is Hvað gera auðmenn? Það hefur verið fróðlegt að fylgj- ast með þróun mála í Rússlandi, síðan Sovétríkin hrundu með braki og brestum fyrir röskum áratug. Þar gerðist í stuttu máli þetta: Bor- is Jeltsín var kjörinn forseti 1991 og innleiddi síðan ýmsar brýnar umbætur, en þær þóttu vera svo sársaukafullar í bráð, einkum til sveita, að lítil von virtist vera til þess, að hann gæti náð endurkjöri. Fylgið hrundi af Jeltsín, og flest benti til þess, að kommúnistar kæmust aftur til valda í forseta- kosningunum 1996. Nú voru góð ráð dýr. Jeltsín og, „fjölskyldan" eins og sagt var í eldhúsum Rúss- lands - takið eftir sikileysku orða- laginu - reiddi fram silfurfat og færði fáeinum útvöldum þjóðar- eignir, bæði náttúruauðæfi og rík- isfyrirtæki, og bjó með því móti til fámenna stétt auðmanna. Þeim var síðan ætlað að mynda einhvers konar kjölfestu í markaðsbú- skapnum, sem var að rísa upp úr rústum útbrunnins miðstjórnar- fyrirkomulags gömlu einræðis- stjórnarinnar, og - auðvitað! - tryggja endurkjör Jeltsíns (það tókst). Hugmyndin var þessi: auð- menn gegna mikilvægu hlutverki í markaðsbúskap, okkur vantar slíka menn, og við skulum vinna tíma með því að búa þá til í hvelli. Þessir menn, fávaldarnir, urðu helztu bandamenn Jeltsíns: frjáls- lyndir menn á rússneska vísu og eftir því vel séðir á Vesturlöndum, en þeir nutu lítillar hylli heima fyrir. Vandinn var, að auðmenn Vesturlanda í tímans rás hafa yfir- leitt auðgazt fyrir eigið ágæti, ekki í gegnum gripdeildir. Og hvað gera auðmenn? Þeir færa út kvíarnar. Sumir fávald- arnir í kringum Jeltsín byrjuðu að teygja sig út fyrir þann verkahring, sem þeim var ætlað- ur í upphafi. Sumir þeirra byrj- uðu að vasast í stjórnmálum og bjuggust jafnvel til að fara í for- setaframboð, aðrir stofnuðu fjölmiðla. Það gat Vladímir Pútín, eftirmaður Jeltsíns, ekki sætt sig við, voldugir stjórn- málamenn sætta sig yfirleitt ekki við slíkt, svo að fávaldar Rússlands hafa í reynd átt þriggja kosta völ síðustu miss- eri: halda sér saman, fara í fang- elsi eða flýja land. Skoðanakann- anir sýna, að innan við tíundi hver Rússi kærir sig um aðild að Evrópusambandinu: yfirgnæf- andi meiri hluti þjóðarinnar, einkum til sveita, virðist láta sig dreyma um, að Rússland endur- heimti stöðu sína sem stórveldi. Ég er ekki að skipta um um- ræðuefni: hvers vegna fékk í DAG ENN UM BAUG OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN PORVALDUR GYLFASON Og hvað gera auð- menn? Þeir færa út kvíarnar. Pálmi Jónsson í Hagkaupum að vera í friði á sínum tíma? Hvers vegna jusu flokksblöðin ekki óbótaskömmum yfir hann? Ætli svarið sé ekki það, að Pálmi hélt sig að verzlunarstörfum og ógn- aði því ekki valdajafnvæginu í landinu, enda þótt hann gerði þjóðinni ómælt gagn. Þetta voru þau ár, þegar fyrirtæki þurftu ekki að vera mjög stór til að standa sig og hefja útrás til ann- arra landa: blómlegur rekstur á heimavelli hentaði Pálma vel. En tímarnir hafa breytzt: nú gerir markaðurinn miskunnar- lausa kröfu um stórrekstur. Við sjáum þetta alls staðar í kring- um okkur. Þjóðir deila í auknum mæli fullveldi sínu hver með annarri, af því að þannig verða rekstrareiningarnar hagkvæm- ari um heiminn. Fyrirtæki renna með líku lagi saman til hagræðis eða rugla reytum sín- um. Stórrekstur borgar sig. Þess vegna hafa orðið til á ís- landi stór fyrirtæki síðustu ár í skjóli aukins frjálsræðis í rekstrarumhverfi viðskiptalífs- ins hér heima og erlendis. Og sum þessara fyrirtækja hafa fært út kvíarnar, nema hvað, sbr. t.d. eignaraðild Baugs að Stöð 2, Bylgjunni, Fréttablaðinu og DV. Innkoma Baugs í rekst- urinn bjargaði öllum þessum fjölmiðlum frá bráðum dauða og tryggði fjölbreytni. Það hefur varla farið fram hjá neinum, að umsvif þessara nýju stórfyrirtækja hafa farið fyrir brjóstið á ríkisvaldinu, einkum þó forsætisráðherra. Morgunblaðið lýsti forsætisráðherra á sínum tíma sem beinum þátttakanda í hörðum átökum um íslandsbanka fyrir fáeinum misserum, eins og það væri sjálfsagður hlutur, að forsætisráðherra lands stæði í slíku. Það var þó bara byrjunin: ráðherrann stendur blóðugur upp að öxlum í baráttu við einkafyrir- tæki um ítök í atvinnulífi lands- ins, að því er virðist í einhvers konar bandalagi við nýríka kaup- sýslumenn frá Rússlandi. ítrekað- ar árásir forsætisráðherra á KB banka verða naumast skildar öðruvísi en svo, að ráðherrann hafi tekið sér stöðu við hlið Landsbankans. Landsbankans? Menn eru varla búnir að gleyma því, að Skandinaviska Enskilda Banken, sænskur banki með 4 milljónir viðskiptavina í yfir 20 löndum, sendi fyrir nokkrum misserum fjölmenna samninga- nefnd til Islands í boði við- skiptaráðherra til að ræða hugsanleg kaup Svíanna á Landsbankanum, sem hafði þá loksins verið boðinn til sölu. Nema það skipti engum togum, að Svíarnir voru sendir heim, og forsætisráðherra birtist nokkru síðar með Björgólf Guðmunds- son og seldi honum bankann við lágu verði og syni hans og ein- um manni öðrum. Einn munur- inn á Björgólfi og Svíunum er sá, að Björgólfur leyfði fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins, einkavini forsætis- ráðherrans, að sitja áfram í bankaráðinu að öllum þeim gagnlegu upplýsingum, sem þar liggja fyrir. Annar munur er sá, að Björgólfur og þeir höfðu aldrei fyrr komið nálægt banka- rekstri. Meðal fyrstu verka Björgólfs í bankanum var að undirbúa stofnun útibús í Sankti Pétursborg í Rússlandi, svo sem ríkisútvarpið greindi frá í frétt- um 26. september sl. ■ ORÐRÉTT Ógnin mesta Ekki aðeins lýðrœðinu heldur öllu mannlífi á íslandi stendur ógn af Baugsveldinu. Það stefnir óðfluga í þá átt að hlutskipti okkar verði svipað og margra bænda á árum áður sem voru nánast í ánauð hjá kaupfélaginu sínu. Jakob F. Ásgeirsson segir að lands- menn geti ekki um frjálst höfuð strokið vegna þess að þeir „Baug yfir höfði sér“. Viðskiptablaðð 12. maí. Foringi Samfylkingarinnar? „Davíð, svona talaforingjar ekki,“ sagði Rannveig [Guð- mundsdóttir þingmaður Sam- fylkingarinnar] við forsœtisráð- herra. Sjónarvottar segja að Davíð hafi þá gripið um hend- urnar á henni og sagt á móti: „Þú átt bara einnforingja og það er Jón Ásgeir." Umf jöllun í DV um „bræðisköst" Davíðs Oddssonar. En virðist samt hægt... Það á ekki að vera hægt hér fremur en í Bandaríkjunum að setja lög á fölskum forsendum, sem beinast að því að knésetja einhver fyrirtæki bara afþví að stjórnvöld telja þau sér fjand- samleg. Ólafur Hannibalsson blaðamaður um fjölmiðlafrumvarpið. Morgunblaðið 12. maí. FRETTABLAÐIÐ ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabIadid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er drerft ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.