Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 13. mai 2004 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Nýtt nafn Pharmaco: Framkvæmd og styrkur í heiti viðskipti Frá og með næsta mánudegi mun lyfjafyrirtækið Pharmaco heita Actavis. Nýja nafnið er samsett úr acta og vis sem útleggjast á máli gullaldar Rómverja framkvæmd og styrkur. Róbert Wessmann forstjóri fyrirtækisins segir nýja nafnið lið í uppbyggingu félagsins á alþjóðlegum samheitalyfjamarkaði, þar sem félagið hefur sett sér metnaðar- full markmið. Pharmaco nafnið sé víða á fyrirtækjaskrá og henti hvorki sem alþjóðlegt yfir- heiti fyrirtækisins né fyrir út- rás þess. Samhliða nafnabreytingunni hefur nýtt vörumerki verið hannað sem og slagorð, hagur í heilsu. Vörur Pharmaco hafa verið seldar undir mörgum mis- munandi heitum. „Nýtt sam- eiginlegt nafn samstæðunnar mun gera markaðsstarf okkar áhrifaríkara," segir Róbert. Hann segir að með nýju nafni og útliti verði markaðs og aug- lýsingastarf samræmt á öllum markaðssvæðum fyrirtækisins. Nafnið var valið úr 800 tillögum. Félagið hefur selt vörur sínar undir ýmsum merkjum, en nýtt merki mun taka við eftir því NAFN MEÐ RÉTTU Róbert Wessmann, forstjóri Actavis og Hall- dór Kristmannsson, forstöðumaður innri og ytri samkipta eru sælir með nýja nafnið á Pharmaco. Nafnið merkir framkvæmd og styrkur og hefur hvorugt skort við upp- byggingu fyrirtækisins undanfarin misseri. sem birgðir klárast. Actavis Group verður yfir- heiti samsteypunnar og Actavis verður heiti flestra dóttur- félaga. Fyrirtæki í Serbíu og Tyrklandi munu hins vegar halda heitum sínum um sinn með yfirheiti móðurfélagsins. Róbert segir að þessi breyting nýtist vel í framtíðarmarkaðsstarfi félagsins. Þá sé ekki síður hugsað til þess að nýta eitt heiti fyrirtækis- ins til að efla sameiginlegan lið- sanda starfsmanna fyrirtækisins og styðja við sameiginlegar kröfur og metnað allra fyrirtækjanna innan samsteypunnar. ■ UÓSASÝNING HIMNAFÖÐURINS Mikið úrhelli og eldingaveður geisaði í Hays í Kanada á dögunum. Úrkoman var allt upp í 5 tommur eða 125 millimetrar á örfáum klukkustundum en Ijósagangurinn sem fylgdí úrhellinu gladdi augað. Œ KB BANKI Fyrsti netbankinn HÆSTIRÉTTUR Ekki eru uppi nein áform í dómsmálaráðu- neytinu að ráðherra skipi forseta réttarins sérstaklega. Forseti Hæstaréttar: Engin áform um ráð- herraskipun HÆSTIRÉTTUR Engar fyrirætlanir eru uppi í dómsmálaráðuneytinu um að lögum verði breytt á þann veg að dómsmálaráðherra skipi forseta Hæstaréttar sérstaklega. Þorsteinn Davíðsson, aðstoðar- maður dómsmálaráðherra, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið og sagði frétta- flutning þess efnis á misskilningi byggðum. Samkvæmt núgildandi lögum um dómstóla kjósa Hæstaréttar- dómarar sér forseta og vara- forseta til tveggja ára í senn úr eigin hópi. ■ Fjarðabyggð: Gamli og nýi tíminn að Sómastöðum austurland Svo virðist sem bær- inn Sómastaðir í Reyðarfirði verði að þola nálægð nútímans sökum þess að RARIK er að byggja spennistöð um 50 metra frá bænum. Húsið, sem er það eina sinnar tegundar á Austurlandi, var byggt árið 1875. Spennistöð- inni er að vísu aðeins ætlað að standa í rúm 3 ár og þjóna byggingarsvæði Álvers, en starf- stöð byggingarsvæðisins verður efst á álverslóðinni beint neðan við Sómastaði. Steinbærinn að Sómastöðum er friðaður en hann var reistur eins og fyrr sagði árið 1875 og tilheyr-. ir húsasafni Þjóðminjasafnsins en bærinn var gerður upp fyrir sex- sjö árum. Margir hafa haft sam- band við Þjóðminjasafnið vegna þessarar framkvæmdar, sérstak- lega vegna þess hversu nálægt Sómastaðahúsinu spennistöðin á að vera. ■ á þremur tungumálum Viðskiptavinum KB banka stendur nú til boöa dönsk útgáfa af KB Netbanka. Þar með er hægt að stunda viðskipti í Netbankanum á þremur tungumálum; íslensku, ensku og dönsku. Meö þessu vill KB þanki gefa sem flestum viðskiptavinum sínum kost á að stunda þankaviðskipti sín á Netinu - á því tungumáli sem þeim er tamast. Aögangur aö KB Netbanka er ókeypis og viö bjóöum þér aö sækja um notandanafn í næsta útibúi. Að því loknu getur þú stundaö bankaviöskipti þín í KB Netbanka en notkun hans er einföld og þægileg - hvar og hvenær sem er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.