Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 24
skoðun 24 13. maí 2004 FIMMTUDAGUR FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ BANN VIÐ STYRKJUM LÁGMARKSVERÐ Á KJÖTI FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ GUNNLAUGSJÓNSSONAR STJÓRNARMANNS í FRJÁLSHYGGJUFÉ LAG1N U Auðvitað er fjölmiðlafrumvarpið efst í huga, og er búið að vera síðan það kom fram. Frumvarpið brýtur gegn frelsi fólks og mun ekki virka. Nú eru komnar fram tillögur frá meirihluta allsherjarnefndar að breytingum á frumvarpinu, til þess að taka tillit til athugasemda. Þessar tillögur ganga allt of skammt Frumvarpið er í grunn- inn hið sama. Það bannar ennþá markaðsráðandi fyrirtækjum að eiga hlut sem einhverju máli skiptir í Ijós- vakamiðlum. Það bannar enn öllum fyrirtækjum að eiga meira en 25% og hömlur eru enn á eign dagblaða í slík- um miðlum. Hugmyndir eru uppi um að banna fyrir- tækjum að styrkja stjórnmálaflokka. Það eru vondar hugmyndir. Fyrirtæki eiga að njóta þeirra réttinda að styrkja flokka. Það er einfaldlega hluti af skoð- ana- og tjáningarfrelsi. Svona bann mun gera nýjum flokkum erfitt fyrir. Mér finnst athyglisvert hvað stjórnmálamenn hafa mikinn áhuga á að auka sam- keppni í viðskiptalífinu en vinna gegn henni í stjórnmálum. Ég er á móti hugmyndum um að ríkið ákveði lágmarksverð á kjöti. Um er að ræða nokkurs konar verðsamráð - munurinn er bara sá að allir eru skyld- ugir til að taka þátt í því! Þannig er þetta verra en nokkurt ólöglegt verð- samráð á frjálsum markaði. Þess má geta að ríkið tekur á slíku af hörku. Samkeppnisstofnun gerir húsleit, sektir eru háar og stjórnendur fyrirtækja sem eru sökuð um slíkt eru hálfpartinn stimplaðir glæpamenn. Stjórnmálamenn hafa greinilega rýmri heimildir. Umsóknum um inngöngu í Frjálshyggju- félagið hefur greinilega fjölgað að und- anförnu og enn fleiri en umsækjendurn- ir sýna félaginu áhuga. Félagið er t.d. eina stjórnmálaaflið sem stendur sam- einað gegn fjölmiðlafrumvarpinu - á réttum forsendum. Bjartsýni mín vegna framboðs á vegum okkar í þingkosníng- unum 2007 hefur aukist. Áður en að þvi kemur verður flokkurinn formlega stofnaður. Við veljum nafn sem fólk ruglar ekki saman við Frjálslynda flokk- inn! Þrjú ár eru til stefnu. Frelsisunn- endur allra þjóðfélagshópa verða að geta kosið í næstu kosningum með góðri samvisku. Við mótmælum allir í Asgarði Kjarnakonur SAÁ selja álfinn í Kringlunni GUNNAR GUNNARSSON STARFSMAÐUR I ÁSGARÐI Mér finnst vaðið yfir okkur á skítugum skónum. Pólitík er ógeðsleg varúlfatík. Við erum mörg- um sinnum búin að benda pólitíkusum á að við viljum búa til rafmagn úr veðrinu. Við mótmælum allir í Ásgarði, ásamt foreldrum okkar. Þetta er yfirgangur í Kópavogsbæ. Kópa- vogsbær veit hvað ég er að tala um. Ég hef oft farið til félags- málaráðherra að tala um þessi mál. Málið snýst um að Ásgarður brann upp í Lækjarbotnum og Björn Bjarnason tekur upp hanskann fyrir Gunnar Birgis- son. Gamli félagsmálaráðherr- ann vissi um málið en ég veit ekki hvort nýi félagsmálaráð- herrann þekkir það líka. Mér finnst að félagsmálaráðherra ætti að taka landið af Kópavogs- bæ. Norðurljós eru búin að tala um málið fyrir okkur. Kópavogs- bær segir nei að eilífu. Við ætluðum að byggja upp vinnustofuna í Kópavogi en Kópavogsbær segir nei takk. Núna erum við komin í fast hús- næði í Mosfellsbæ. Mér finnst vaðið yfir okkur á skítugum skónum. Pólitík er ógeðsleg varúlfatík. Við erum mörgum sinnum búin að benda pólitíkusum á að við viljum búa til rafmagn úr veðrinu. Kaupauki er okur. Fyrirtæki fara á hausinn. Bubbi kóngur er að brúka munn. KB banki gerði kaupaukasamning við yfirmenn sína. Bankastjórar KB banka hættu við kaupaukasamninginn af því að Bubbi kóngur ybbaði gogg. Þeir keyra kaupaukamálið á Alþingi á mjög miklum hraða handa sjálfum sér. Þá koma ólög, ljót og dónaleg .Þeir láta ríkið borga sér stórfé fyrir stjórn- málaflokkinn. Embættismenn- irnir kunna ekki að sýna mann- kærleik og pólítíkusarnir kunna það ekki heldur Og það getur breyst í mikinn harmleik. Þeir fara ekki upp að Gullna hliðinu. Þegar þeir endurfæðast þá standa þeir misjafnlega mikið höllum fæti. Fólk er agalaust í umferðinni. Það er alltaf að tefja fyrir stræt- isvögnunum. Bíllinn er alltaf að zikzakka á akreinunum. Öku- menn þurfa endurhæfingu reglulega.Við reglubundna endurhæfingu myndu menn læra að aka eins og menn og tjón vegna umferðaróhappa minnk- aði verulega. Það myndi vonandi lækka tryggingargjöld. Allir ökumenn með tölu þurfa að æfa ökuleikni. Ég sé ökumenn brjóta umferðarlög. Sumir kunna að fara með hraðann aðrir ekki. Það þarf þjóðarátak í umferðarmál- um. Það þarf að hækka bílprófs- aldur um eitt ár. Það þarf einnig að takmarka almenna bíla- umferð en auka strætisvagna- umferð. Það þarf að taka ljósin á Sæbraut og setja hringtorg í staðinn. Það e_r mjög mikill æði- bunugangur. Ég verð oft var við að bílar beygi fyrir strætó á stoppistöðvum. Ég er að tala um alvörumál. Það væri sniðugt að nota aðstöðuna í Húsdýragarð- inum til þess að undirbúa börn fyrir umferðina. Það er t.d. gott að nota rallý-, kvartmílu- og bíla- brautir til þess þjálfa umferðar- menningu. Þar geta foreldrar hjálpað börnum sínum að verða góðjr ökumenn. Útlendingar eru með nefið ofan í málum sem þeim koma ekki við. Þeir vilja steypa allan heiminn í sama mót. Við lands- menn öpum allt eftir erlendum þjóðum. Sumt er gott mál og sumt er vont mál. Dýrasamtökin eru búin að missa sjónar á upp- haflegu markmiðum mannsins. Samtökin láta okkur hætta að veiða í matinn. Efnahagsbanda- lagið hefur mikil völd. Ef við myndum ganga í EB þá myndum við drukkna í pappíshafi. Það er eins og að taka frelsið í burtu. Við eigum ekkert erindi í EB. Dans er ekki íþrótt. Dans á ekki heima í sporti. Dans á heima í menningu og listum. Aðrar þjóðir hafa áhrif í þessu eins og mörgu öðru hér. í sumum löndum er dansinn flokkaður undir íþróttir. Sumir eru fjöl- hæfir til þess að gefa lífinu lit. Það á að stofna menningarsam- band innan Ólympíusambands- ins og ÍSÍ. Lögreglan brýtur lög með því að loka saklausan mann inni á meðan málið er í rannsókn. Það á ekki að dæma saklausan mann. Lögreglan brýtur mannréttindi og dómarar brjóta mannréttindi líka með því að dæma saklausan mann. Fullorðið fólk vill ekki að börn og unglingar tjái sig við aðra. Agaleysi birtist í svo mörg- um myndum svo og afbrýðis- semi og feimni. Fjölmiðlalögin eru barns síns tíma eins og mörg önnur lög. Sumir veggir eru barns síns tíma. Ríkisstjórnin brýtur á okkur. Ríkisstjórnin fær að ræna og rupla. Hún er að ræna frelsi mannsins. Svona er það í mörgum málaflokkum. Sumir kunna ekki að fara vel með himnasendingu. Amen og hallelúja. Höfundur er starfsmaður í Ásgarði sem er vemdaður vinnustaður. UMRÆÐAN FJÁRÖFLUN SÁÁ á,£ ÞÓRA BJÖRNSDÓTTIR HJÚKRUNARFORSTJÓRI Á VOGI Markmið SÁÁ er að selja a.m.k. einn álf fyrir hvert ungmenni í land- inu. Stöndum saman um að ná því markmiói með því að kaupa álfinn, af því að meðferð hjá SÁÁ skilar raunverulegum árangri, af því að sjúkdómurinn fer ekki í manngreinarálit og af því að hvert og eitt okkar skiptir mál. Kjarnakonur SÁÁ hafa tvö undanfarin ár tekið virkan þátt í að selja verndartákn samtak- anna, álfinn, og gefið allan ágóðann af sölunni til tækja- kaupa fyrir sjúkrahúsið Vog. Kjarnakonur SÁÁ er fjölmenn- ur hópur kvenna sem hittast vikulega til að fræðast um sjúk- dóminn alkóhólisma og styðja við konur sem vilja fá bata við alkóhólisma eða meðvirkni. Kjarnakonur samanstanda af óvirkum alkóhólistum, dætrum, mæðrum eða mökum alkó- hólista og konum sem áhuga hafa á málefninu. SÁÁ hefur boðið upp á áfeng- is- og vímuefnameðferð sl. 27 ár með góðum árangri. Kjarnakon- ur hafa flestar notið þjónustu SÁÁ og vita að þúsundir ein- staklinga hafa náð árangri og gengur vel að viðhalda bata sín- um. í dag er enn brýnna en nokkru sinni fyrr að geta boðið áfengis- og vímuefnafíklum áfram upp á meðferð sem rekin er af fagfólki. Því þrátt fyrir öflugt forvarnarstarf í skólum og félagsmiðstöðvum og herta dóma í fíkniefnamálum eykst þörfin fyrir meðferð ár frá ári. Þegar einstaklingar leita sér aðstoðar hjá SÁÁ er hægt að bregðast fljótt og vel við þeirri beiðni. Einstaklingar geta sjálf- ir hringt og óskað eftir aðstoð. Unglingar og þau sem ekki hafa verið í meðferð áður komast mjög fljótt inn á Vog. Áfengisráðgjafar eru að störfum á göngudeild Vogs og geta Jtekið fólk í viðtöl samdæg- urs. í auknum mæli er gripið til bráðainnlagna m.a. vegna slæms líkamlegs ástands. Þá þarf að hefja lyfjameðferð til að slá á fráhvarfseinkenni. Það er nú einu sinni þannig að fólk hættir ekki bara neyslunni þeg- ar nóg er komið. Áfengis- og vímuefnafíkn er langvinnur sjálfstæður sjúkdómur sem þarfnast sérhæfðar meðferðar, sem tekur langan tíma. Þegar á Vog er komið taka sjúkraliðar á móti öllum sjúk- lingum sem leggjast inn, en oft eru það 8-10 einstaklingar á hverjum degi. Sjúkraliðar á Vogi hafa margir hverjir ára- langa reynslu af móttöku fíkla. Þeir leggja sig fram um að haga móttökunni þannig að einstak- lingurinn upplifi að hann sé vel- kominn og þessi ákvörðun hans að koma sé honum til góðs. Sjúkraliðar taka komuviðtal og fá uppgefið hvaða neyslu ein- staklingurinn er að koma úr og hversu lengi hún hefur staðið yfir. Eins og gefur að skilja er allur gangur á því en flestir unglingarnir eru að koma úr blandaðri neyslu. Bæði áfengi og ólöglegum vímuefnum, og hass reykja þau flest daglega ásamt því að nota örvandi efni um helgar. Sumir sprauta sig í æð. Einnig hefur færst í aukana að unglingar noti róandi lyf, verkjalyf eða örvandi lyf. Ástand unglinga við komu er mjög misjafnt en mörg þurfa að fá lyf til að slá á fráhvarfsein- kenni, flest glíma við svefn- raskanir, kvíða og almenna van- líðan. En þrátt fyrir það er gam- an að sjá hvað þau eru oft fljót að jafna sig og ná lágmarksjafn- vægi til að halda áfram í með- ferð. Hin sem kjósa að fara heim geta alltaf leitað aftur á Vog og fengið að koma aftur ef illa gengur. Það skiptir máli að unglingar þekki hvert þeir geta leitað þegar þau eru tilbúin að taka á sínum málum. Á Vogi vinna heilbrigðis- starfsfólk, sjúkraliðar, hjúkrun- arfræðingar, læknar og áfengis- ráðgjafar saman við að fræða og styðja við sjúklinga þannig að lágmarksjafnvægi náist áður en haldið er áfram í áframhald- andi meðferð. Sú meðferð fer annað hvort fram í göngudeild SÁÁ í Síðumúla í 1-2 ár eða 28 daga á Vík eða Staðarfelli, sem eru eftirmeðferðarstaðir SÁÁ. 'Á næstu dögum mun sölufólk SÁÁ biðja um stuðning okkar í skiptum fyrir lítið verndartákn, SÁÁ álfinn. Kjarnakonur SÁÁ munu takan virkan þátt og vera á ferli í Kringlunni og hjá þeim er hægt að fá frekari upplýsing- ar um starf Kjarnakvenna SÁÁ. Markmið SÁÁ er að selja a.m.k. einn álf fyrir hvert ungmenni í landinu. Stöndum saman um að ná því markmiði með því að kaupa álfinn, af því að meðferð hjá SÁÁ skilar raunverulegum árangri, af því að sjúkdómurinn fer ekki í manngreinarálit og af því að hvert og eitt okkar skipt- ir máli. ■ Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. mai 2004 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 54. útdráttur 1. flokki 1990 - 51. útdráttur 2. flokki 1990 - 50. útdráttur 2. flokki 1991 - 48. útdráttur 3. flokki 1992 - 43. útdráttur 2. flokki 1993 - 39. útdráttur 2. flokki 1994 - 36. útdráttur 3. flokki 1994 - 35. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu fimmtudaginn 13. mai. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. / Ibúðalánasjóður j Borgartúni 21 | 105 Reykjavík j Sími 569 6900 | Fax 569 6800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.