Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 13. maí 2004 FRÉTTABLAÐIÐ 19 Elliðavatn og Breiðdalsá: Fín veiði síðustu daga veiði Veiðin hefur víða tekið veru- legan kipp eftir að hlýna tók og fiskurinn hefur gefið sig í ríkari mæli. „Veiðin hefur verið allt önnur síðan hlýnaði á svæðinu og veiði- maður sem var hérna í gærdag og stoppaði í einn og hálf tíma veiddi níu fiska. Hann hafði aldrei veitt hérna áður,“ sagði Einar Óskars- son, veiðivörður við Elliðavatn, í gær. „Brynjar Mikaelsson veiddi hérna um 40 fiska á tveimur dögum og annan daginn var híf- andi rok. Veiðimenn eiga eftir að eiga góða veiði næstu daga,“ sagði Einar i lokin. Veiðimaður sem var að veiða stíflumegin við Elliðavatn í vik- unni veiddi fimm fallega fiska og annar stutt frá honum þrjá fallega fiska. Sömu sögu er að segja úr Breið- dalsá. „Við máttum byrja silungsveið- ina í Breiðdalsá 1. maí en vegna slæms veðurs fyrstu dagana var ekkert reynt fyrr en núna fyrir fáum dögum,“ sagði Þröstur Elliðason er við spurðum um stöð- una í Breiðdalnum. „Núna síðustu daga hefur verið veisla og núna þegar veiðin hefur staðið yfir í fjóra daga hafa veiðst yfir 200 bleikjur. Mest hefur veiðst við þjóðvegsbrúna, neðst á vatna- svæði Breiðdalsár. Bleikjan er fal- leg, mikið eitt til þrjú pund en þær stærstu um fimm pund. Stór hluti veiðinnar hefur veiðst á flugu og mikið á fluguna sem heitir Súddi, eftir þeim eina sanna Súdda sem er staðarleiðsögumaður á svæðinu og er flugan eftir dr. Jónas Jónas- son fluguhnýtara. Fjörið hefur verið svo mikið í bleikjunni að ekki hefur gefist tími til að renna fyrir urriðann ofar í ánni, en það verður gert á allra næstu dögurn," sagði Þröstur í lokin. í Minnivallarlæk í Landssveit hafa veiðst 182 fiskar en veiði- menn sem voru þar um helgina YFIR 200 BLEIKJUR A LAND ÚR BREIÐDALSÁ Guðjón Pétur Jónsson og Ólafur Vilhjálms- son frá Höfn í Hornafirði með góðan afla úr Breiðdalsá. síðustu fengu lítið af fiski, en þeim mun meiri æfingu fyrir sumarið í veiðiskapnum. Mikið hefur veiðst í Stöðvarhylnum en fiskur hefur veiðst vítt og breitt um lækinn. ■ ÓEIRÐALÖGREGLA VIÐ ÖLLU BÚIN Hundruð Egypta mótmæltu á götum úti harðri meðferð Bandaríkjamanna á írösk- um föngum og var lögregla kölluð til ef til átaka kæmi. Undiibúningur sölu Símans: Styttist í val á rádgjafa einkavæðing Undirbúningur sölu Símans er í fullum gangi og miðar vel, að sögn Ólafs Davíðssonar, for- manns einkavæðingarnefndar. Unnið er að því að undir- búa val á ráðgjafar- fyrirtæki til samvinnu við einka- væðinguna. „Þessu mið- ar ágæt- lega,“ segir Ólafur, en hann segir engar tíma- setningar hafa verið settar í þessu sambandi. Stefnt var að því að ganga frá vali ráðgjafans um síðustu mán- aðamót. Ölafur segir að eins og svo oft áður hafi hlutirnir tekið lengri tíma en menn gerðu ráð fyrir. ■ Héraðsdómur Reykjaness: Skilorð fyrir líkamsárásir dómsmál Maður á fimmtugsaldri var dæmdur í Héraðsdómi Reykja- ness í þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir tvær líkams- árásir og fíkniefnabrot. Maðurinn réðst á konu og mann á heimili konunnar í lok maí árið 2002. Konuna lamdi hann með staf í höfuðið og hlaut hún nokkurra sentímetra skurð. Þá tók hann manninn kverkataki og barði hann með gormakylfu. Eftir barsmíð- arnar voru þolendurnir fluttir á slysadeild en árásarmaðurinn á lögreglustöðina. Hann reyndist ekki vera ölvaður og sagðist hafa slegið konuna þar sem hún legði hann í einelti. Maðurinn var einnig tekinn í tvígang fyrir að vera með maríjúana í fórum sínum, samtals um 320 grömm. ■ ÓLAFUR DAVÍÐSSON Formaður einkavæðing- arnefndar segir miða vel í undirbúningi að sölu Símans. Verðstýring á kjöti: Afturhvarf til fortíðar landbúnaður „Á sama tíma og hið opinbera vill ýta undir verðsam- keppni á hinum frjálsa markaði eru uppi hugmyndir um að ríkið standi fyrir verðsamráði," segir í frétta- tilkynningu frá Frjálshyggjufélag- inu. Landbúnaðarráðherra lét gera skýrslu á dögunum þar sem fram kemur að engir lagabálkar hindri að tímabundin lög verði sett um lágmarksverð á kjötvörum. Segir Frjálshyggjufélagið hug- myndir um lágmarksverð á kjöt- vörum vera úr fortíðinni komnar. Verðsamráð einkaaðila sé skárra en verðstýring ríkisins þar sem í því sé enginn skyldugur til að taka þátt. ■ EUR0VISI0N GRILLPAKKh FYLGIR ÖLLUM GRILLUM! Léttöl frá Ölgerðinni, kjúklingabitar á grillið, Doritos, Dippas salsa, Prince Polo, Olli og Ásta á ferð um landið og Char-Broil grillsett. CHAR BROIL % CB6000 QS GASGRILL HUÐARHELLU Léttgreidslur VISA og MASTERCARD fré kr. á mánuli Verd ádur 28.900 Sri V CHAR-BROIL CB SEGUIA 7000 6AS6RILL Léttgreiðslur VISA og MASTERCARD frá 4.484 kr. ámánuði Verd ádur 34.900 j Léttgreiðslur VISA og MASTERCARD frá 2.984 kr. á mánudi lard ádur 24.900 . VIÐ SENDUM GRILLIÐ HEIM TIL ÞÍN SAMSETT, KENNUM ÞÉR Á ÞAÐ OG L0SUM ÞIG VIÐ GAMLA GRILLIÐ EF ÞÚ VILT * BJÓÐUM VAXTALAUSAR LETTGREIÐSLUR VISA OG MASTERCARD TIL ALLT AÐ 6 MÁNAÐA Tilboðið gildir á þjónustustöðvum Olís og í verslun Ellingsen til 18. maí. ELLINGSE *Samsetning og heimkeyrsla er aöeins í boði á Stór-Reykjavíkursvæðinu, Reykjanesbæ, Selfossi, Akranesi og Akureyri. Þú finnur muninn MYND/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.