Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 26
FRÉTTAB LAÐIÐ/H ARI 13- MAÍ 26 FRÉTTABLAÐIÐ 13. maí2004 FIMMTUDACUR STEVIE WONDER Söngvarinn og tónlistarmaðurinn Stevie Wonder er 54 ára í dag. „Ég myndi ekki vilja heita neitt annað í dag en sem krakki hataði ég þetta nafn út af lífinu,“ segir Snæfríður Ingadóttir, ritstjórnar- fulltrúi Mannlífs. „Mér fannst þetta ógeðslega kerlingarlegt nafn og vildi heita einhverju stut- tu eins og Hanna eða Lísa. Eg kyn- nti mig alltaf sem Snæja og var alltaf kölluð það. Nú er ég þakklát foreldrum mínum fyrir nafngift- ina. Ég er skírð í höfuðið á frænku minni og þegar ég var lítil vorum við örfáar með þessu nafni. Undanfarið er ég búin að vera að kíkja í þjóðskrá og Snæfríðunum er að fjölga, það er fullt af fimm ára stelpum með þessu nafni.“ Þó svo að hún vilji ekki annað nafn hafa segir hún að það væri rosalega grand að bæta íslandssól við nafnið sitt. „Það er ekki leið- um að líkjast að bera saman nafn og Snæfríður íslandssól." ■ AFMÆLI Asta B. Gunnlaugsdóttir, fyrrum knatt- spyrnukona, er 43 ára. Hilmar Jónsson leikstjóri er 40 ára. Hilmar Björnsson dagskrárgerðarmaður er 35 ára. ANDLÁT Ásdís E. Carðarsdóttir, Sæbóli 41, Grundarfirði, lést mánudaginn 10. maí. Guðjón Einarsson, Hlíðarhúsum 5, Reykjavík, lést mánudaginn 10. maí. Guðmundur Bragi Jafetsson, Hrafnistu í Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 11. maí. fsafold Cuðmundsdóttir lést mánudag- inn 10. maí. Páll Sigurjónsson, frá Nautabúi í Hjalta- dal, lést mánudaginn 10. maí. Þórður Helgi Einarsson (Tóti i kaupfétag- inu), fsafirði, lést mánudaginn 10. maí. ... JARÐARFARIR 13.30 Gunnvör S. Gísladóttir, Drop- laugarstöðum, áður til heimilis á Dalbraut 18, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Halla Eyjólfsdóttir frá Ólafsvík, Safamýri 56, verður jarðsungin frá Garðakirkju. 13.30 Þórður I. Kristjánsson, húsa- smíðameistari, Miðleiti 5, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju. 15.00 Bella Kristín Óladóttir, Hraunbæ 103, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. VERÐLAUNAHAFAR ÁSAMT FORSVARSMÖNNUM HEIMILIS OG SKÓLA Hlynur Snorrason, verkefnisstjóri Vá Vest og lögreglumaður á ísafirði, hlaut Foreldraverðlaunin í ár. Vegna gildis verkefnisins fyrir samfélagið hefur Vá Vest verið gert að hluta starfslýsingu hans. Arangurinn strax sýnilegur að var þörf á að vekja athygli á því sem vel er gert, þar sem virkilega er verið að leggja sig fram við að efla tengsl heimilis og skóla,“ segir Ingibjörg Ingadóttir, verkefnastjóri hjá samtökunum Heimili og skóli sem veittu For- eldraverðlaun sín í níunda sinn. „Fólk er fljótt að taka eftir því sem miður fer og við teljum þetta vera jákvætt innlegg í umræðuna. Yfirleitt eru um sjö til ellefu til- nefningar, en nú voru þær 37. Við AFMÆLl FORELDRAVERÐLAUN ■ Landssamtök foreldra, Heimili og skóli, hafa aldrei fengið fleiri tilnefningar höfum mikið velt því fyrir okkur af hverju svona margar tilnefningar komu, hvort fólk sé að opna betur augun fyrir því sem vel er gert eða hvort fólk sé að gera meira. Að þessu sinni voru veitt ein aðalverðlaun og fern hvatningar- verðlaun auk tvennra dugnaðar- og drifkraftsverðlauna. „Við tók- um eftir því að það var svo mikið verið að hrósa einstaklingum sem af eigin frumkvæði og dugnaði létu til sín taka.“ Það var Vá Vest hópurinn frá Vestfjörðum sem hlaut Foreldra- verðlaunin í ár, þau Helga Dóra Kristjánsdóttir, Halldóra Krist- jánsdóttir, Vilborg Arnarsdóttir, Ingibjörg María Guðmundsdóttir og Hlynur Snorrason, verkefnis- stjóri, fyrir vímuefnaforvarnir á norðanverðum Vestfjörðum. „Þetta eru foreldrar úr ólíkum áttum sem sameina krafta foreldra til að efla vímuefnaforvarnir og unglinga- menninguna. Þessi hópur hefur starfað í nokkur ár en árangurinn er strax sýnilegur eins og sést á árlegum könnunum Rannsóknar og greiningar. Neysla áfengis, tó- baks og annarra vímuefna hefur minnkað og á sama tíma hefur námsárangur batnað." ■ ELLÝ ARMANNSDÓTTIR Ætlar að fá sér kjúklingaveislu með börnunum sínum tveimur á Tex Mex á afmælisdaginn Gleði, náttúra og góður félagsskapur Eg er fædd undir stjörnu nauts- ins og óheillatölunni 13 en þrátt fyrir það vona ég að dagur- inn verði góður,“ segir sjónvarps- þulan Ellý Ármannsdóttir en hún er 34 ára í dag. „Ég er vanaföst eins og týpískt naut og byrja dag- inn í World Class. Vinkona mín AFMÆLl ELLÝ ARMANNSDÓTTIR ■ Hefur ekki alltaf átt gleðilega afmælis- daga en hefur smám saman lært að skapa sér andlegan auð. Þórdís Þorleifsdóttir var svo búin að biðja mig um að taka frá hádeg- ið og ég á von á því að hún fari með mig á Salatbarinn." Ellý viðurkennir að ólíkt mörg- um öðrum fái hún oft ónotatilfinn- ingu á afmælisdaginn. „Ég held að það sé svolítið þannig að ef að for- eldrum tekst að fullnægja þörfum barna sinna þá líði þeim vel og eigaauðveldara með að stjórna til- finningum sínum síðar meir. En þegar ég var lítil beið ég alltaf eft- ir því að pabbi minn myndi eftir af- mælisdeginum. Á unglingsárunum tók ég upp á því að finna mér sjálf afmælisgjafir sem ég lofaði mér að kaupa ef pabbi myndi ekki hringja. Einu sinni var ég að vinna í Kringl- unni og þá fann ég mér dýrasta sjónvarpið og vídeótækið í versl- unarmiðstöðinni og beið þar til að lokaði klukkan hálf sjö. Þá var pabbi ekki enn búinn að hringja og ég keypti mér þetta til að reyna að fylla upp í eitthvert skarð.“ Ellý segist vita það núna að hlutir geti aldrei fært manni ham- ingju. „Ég trúi því að ef maður lít- ur á lífið sem kraftaverk sé mað- ur fær um að skapa allan þann mikilfenglega auð sem hjartað girnist í lífinu. Ég er líka mjög bjartsýn að eðlisfari og trúi því að ef maður elski þá fái maður ástina endurgoldna," segir Ellý sem ætl- ar að eiga notalega stund í faðmi fjölskyldunnar í kvöld. „Ég ætla að fara með börnunum mínum tveimur á Tex Mex og halda upp á afmælið með kjúklingaveislu." Þegar Ellý er beðin um að rifja upp hvaða afmælisdagur hafi staðið upp úr segir hún. „Það var þegar ég var 25 ára og vinur minn bað mig um að taka daginn frá. Ég var sótt í flugvél og við fórum upp á Snæfellsnes og borðuðum á Hót- el Búðum. Það var góður afmælis- dagur með gleði, náttúru og góð- um félagsskap." ■ Páfa sýnt morðtilræði Mehmet Ali Agca, 23 ára gam- all Týrki, skaut fjórum skot- um í áttina að Jóhannesi Páli Il.páfa stuttu áður en vikulegt ávarp hans á Péturstorginu í Róm átti að hefjast. Eitt skotið hæfði páfa í kviðinn, annað í vinstri hönd. Þriðja kúlan kom í brjóstið á sextugri bandarískri konu, Ann Odre, og fjórða kúlan lenti í hand- legg ungrar konu frá Jamaíka, Rose Hill. Nærstaddir slógu byssuna úr hendi Týrkjans og héldu honum þangað til lögreglan kom og hand- tók hann. Páfinn gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð, og var ekki kominn úr lífshættu þegar henni var lokið. Hann náði sér þó að fullu og er enn að útdeila 15. NÓVEMBER 1981 JÓHANNES PALL II PAFI ■ varð fyrir skotárás á Péturstorginu. visku Guðs til hins kaþólska heims. Ekki er almennilega ljóst hvað hinum unga Mehmet Ali Agca gekk til. Hann var liðsmaður í hægrisinnuðum hryðjuverkasam- tökum í Tyrklandi, sem höfðu það á stefnuskrá sinni að hreinsa Tyrkland af áhrifum vinstrisinna. Páfinn heimsótti hann í fang- elsið árið 1983 og bauð honum fyr- irgefningu sína. Forseti Ítalíu 23 ARUM SfÐAR Páfinn veifar mannfjöldanum úr glugga sínum við Péturstorgið í Róm. Myndin var tekin á sunnudaginn var. náðaði hann árið 2000, en þá var hann fluttur til Týrklands til að af- plána dóm fyrir morð sem hann hafði framið árið 1979. ■ ÞFTTA r.FRfllST 1568 Hersveitir mótmælenda vinna sigur á hinni kaþólsku Maríu Skotlandsdrottningu og liði hennar í bardaga skammt suður af Glasgow. 1607 Jamestown, fyrsta nýlenda Eng- lendinga í Vesturheimi, er stofn- uð. Meðal stofnenda er ævin- týramaðurinn John Smith. 1846 Bandarfkin lýsa yfir strfði gegn Mexíkó. 1907 Breski rithöfundurinn Daphne du Maurier fæðist 1917 Þrjú börn segjast hafa séð Marfu mey skammt frá Fatima í Portú- gaf 1940 „Ég hef ekkert að bjóða nema blóð, erfiði, tár og svita," segir Winston Churchill, forsætisráð- herra Breta, í fyrstu stefnuræðu sinni á breska þinginu. 1958 Reiður mannfjöldi ræðst að bif- reið Richards Nixon Bandaríkjafor- seta þar sem hann er á ferð í Caracas, höfuðborg Venesúela.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.