Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 49
Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 4.18 13.24 22.32 Akureyri 3.45 13.09 22.36 Heimild: Almanak Háskólans laaaiiaaEiwiM Góðan dag! f dag er fimmtudagur 13. maí, 134. dagur ársins 2004. Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 137 stk. Keypt & selt 22 stk. Þjónusta 47 stk. Heilsa 7 stk. Heimilið 16 stk. Tómstundir & ferðir 9 stk. Húsnæði 22 stk. Atvinna 19 stk. Tilkynningar 2 stk._ Honda Shadow 1100 érg. 2001 ek. 6.300 mílur. Lítur mjög vel út. Uppl. I s. 897 6040. Ýmsar tegundir fótstiginna dráttarvéla, einnig ún/al af alls konar búleikföngum. Vélar og þjónusta. Reykjavfk, slmi 5 800 200. Akureyri, sími 461 4040. Vantar sannan kattarvin á MJÖC rólegu heimili til að taka hana Bogu að sér. S. 864 8298. Þú færð líka allt sem þig vantar á jr m m visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BlLAR ATVINNA FJÁRMÁL TfSKA NEYTENDUR o.fl. ferðir o.p. London er mörg þorp BLS. 2 SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Linda Hreggviðsdóttir tónlistarkennari hefur ferðast víða og á sér marga uppáhaldsstaði í útlöndum. En Reykjavlk er uppáhaldsborgin hennar, af því að þar þekkir hún sig svo vel. Hún lætur heldur ekki snjókomu og norðanvind í maí trufla sig hið minnsta. Reykjavík er uppáhaldsborg Lindu: Þar sem ég rata og þekki fólk Linda Hreggviðsdóttir tónlistarkennari segir að uppáhaldsborgin sín í heiminum sé Reykjavík. „Það er meðal annars af því að ég rata,“ segir Linda og hlær, „Það er líka svo gaman þegar maður er í fríi í Reykjavík að geta rölt um bæinn og sest inn á kaffihús og verið nokkuð viss um að hitta einhvern sem maður þekkir." Linda segist elska bókabúðirnar í mið- bænum, sem hún líka nauðaþekkir, og finnst ekki verra að geta sest niður með kaffibolla milli þess að hún blaðar í bókum og tímaritum. „Hjóla- og göngustígarnir eru líka frábær- ir í borginni og ef ég ætti mér óvæntan frídag myndi ég hjóla að heiman frá mér í Voga- hverfinu, upp Elliðaárdalinn og í Árbæjar- laugina. Svo færi í ég í miðbæinn og hitti vin- konur mínar á kaffihúsi eða fengi mér snarl með þeim á notalegum veitingastað." Linda hefur búið í Danmörku og ferðast víða og segist vissulega hafa sterkar taugar til Kaupmannahafnar. „Þar líður mér alltaf ofboðslega vel, en hún skiptir mig svo miklu máli þessi tilfinning að hér heima þekki ég mannfólkið, í þeirri merkingu að þetta er mitt fólk og hluti af mér.“ Linda er farin að hlakka til Listahátíðar og ætlar að vera mikið á ferðinni og taka þátt eins og hún lifandi getur. „Það er að segja ef ég verð ekki búin að eyða öllum peningunum mínum í bleikan varalit," seg- ir hún, í glimrandi sumarskapi þrátt fyrir norðannepjuna. ■ tigfi HF f l9fÍ)RH Hillur í bílskúrinn og geymsluna eru á tilboði I versluninni ísold ehf. í Nethyl. Það jaðrar við dyggð að hafa gott skipulag í geymsl- unni og státa af bílskúrnum sem snyrtilegri bílageymslu. En til þess að hafa tækifæri á góðu skipulagi þarf réttu híllurnar og nú er al- deilis tækifæri til að gera geymsl- una sæta fyrir sumarið. I boði eru dekkja- og geymsluhillur fyrir heimilið, brettahíllur fyrir fyrirtæki og hillukerfi með mílligólfum, en hillurnar eru afar einfaldar í upp- setningu. Þá er einnig tilboð á læstum fataskápum fyrir vinnu- staði og skóla í mörgum stærð- um og gerðum. Útimálning og viðarvörn er vara sem mikið er notuð á þessum árstíma. Því kemur það sér vel fyrir marga að hún er á tilboðs- verði um þessar mundir hjá Hörpu Sjöfn. 10 lítra dós af Úti- texi kostar þar 5.990 og brúsi með 2,5 lítrum af pallaolíu 1.038. Útítexið er vatnsþynnanleg akrýl- málning sem hentar á múrhúð og steinsteypu og pallaolían er góð vörn gegn veðrun og fúa. Kaffivél á spott- prís hjá Einari Farestveit í Borg- artúni 28. Þetta eru tólf bolla kaffivélar af gerð- inni Caprice nou- velle sem eru á hvorki meira né minna en 50% af- slætti í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins. Vél- arnar eru f svörtu og stáli og sjóða vatnið fyrir uppáhellingu. Þær kosta nú aðeins 5.900 en voru áður á 11.900. Caprice nou- velle er nýjasta gerðin af kaffivél- um sem margir þekkja undir merkinu KA 5700 og til er í mörg- um eldhúsum þessa lands. Þess- ar nýju eru bæði til með glærri könnu og reyklitaðri. Brimborg býður nú svokallaðan vorafslátt á nokkrum Ford bílum, til 22. maí. Afslátturinn er allt að 105 þúsund krónum, á Ford Focus Wagon, en sá afsláttur er að visu I formi aukahluta, það er álfelgna og upphitaðrar framrúðu. Galaxy Trend er sjö manna fjöl- skyldubíll og honum fylg- ja núna aukahlutir að andvirði 75 þúsund króna. Á sömu bílum er nú einnig afsláttur á kaupleigu. Þannig er fullt kaupleiguverð á Ford Calaxy 49.534 krónur á mánuði en hefur nú lækkað niður í 47.630 á mán- uði. tilbod@frettabladid.is Braste-klúbburinn: Afsláttur af dönsku handverki og hönnun Það er eitthvað wmmm. wmm Æ § bjartsýnislegt við Br0ste-vör- urnar sem víða er hægt að fá í blómabúðum. Þær eru íðil- fagrar, glað- legar, töff og umfram allt með mikið notagildi. Það var reyndar Daninn Peter Brpste, sem kenndur er við bjartsýnis- verðlaun Brpste, sem er maðurinn á bak við Broste Copenhagen-línuna. Það er heildsalan Bergís ehf. sem flytur inn hina heillandi muni en fyrir tveimur árum var settur á laggirnar Brpste-klúbburinn, en í honum eru nú hátt á annað þúsund manns. Það er til mikils að vinna að vera meðlimur því tíu prósent afsláttur er veittur af Broste-vörum í blómaverslunum, auk tíðra aukaafslátta. Þá fá klúbbfélagar fréttabréf og er boðið á kynningar þar sem allt hið nýjasta er sýnt, og þá úr- valið í heild sinni, en Broste Copenhagen kemur með nýjar vörur fyrir hverja árstíð þótt styrkur fyrirtæk- isins felist í því að koma líka með nýjungar sem passa vel við það sem áður hefur verið keypt á heimilið. Til að gerast meðlimur í Broste-klúbbnum þarf ekki ann- að en að skrá sig á www.bergis.is. ■ Tvisvar á dag til London og Kaupmannahafnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.