Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 10
Hafa fjölmiðlar áhrif? Ef svo er, hver eru þau? Hafa þeir t.d. áhrif á það hvað fólk kýs í stjórn- málum? Geta þeir umturnað rót- grónum viðhorfum? Geta þeir fengið fólk til að skipta um skoðun á nánast hverju sem er? Eða eru þeim takmörk sett? Hvar liggja þá slík mörk? Rétt er að hafa í huga að spurn- ingin um áhrif fjölmiðla snýst ekki um það hvort þeir eigi að hafa áhrif eða eingöngu að vera nokk- urs konar þjóðfélagslegar sím- stöðvar. Spurningin snýst um hver veruleikinn sé. Og hún er ekki ný af nálinni en sækir eðlilega á hug margra þessa dagana þegar fjöl- miðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar er í brennidepli þjóðfélagsumræð- unnar. Ég veit ekki til þess að gerð hafi verið rannsókn á pólitískum áhrif- um fjölmiðla hér á landi. Það hefur hins vegar verið reynt að kanna slíkt í Bretlandi, sérstaklega áhrif dagblaða, eins og hér verður stutt- lega rakið. Fyrst er þess að geta að þótt bresku dagblöðin, sem eru mörg, séu ekki flokksblöð eða pólitísk málgögn eins og hér þekktist til skamms tíma taka þau jafnan af- stöðu með eða á móti tilteknum stjórnmálaflokknum þegar kosn- ingar fara fram. Sum blaðanna einskorða hinn pólitíska stuðning við leiðara sína eða aðrar áberandi ritstjórnargreinar. Önnur, ekki síst götublöðin svokölluðu, afmarka ekki alltaf skýrt skoðanir frá fréttahlutanum. Hin pólitíska af- staða birtist þá stundum í áróðurs- kenndum staðhæfingum (með „stríðsletri“) á forsíðu. Þessu hafa Bretar vanist og þykir ekki til- tökumál. Smám saman hefur þró- ast hálfgerð atvinnugrein innan breskra stjórnmála (nefnd „spinn- ing“) sem miðar að því að hafa áhrif á það hvaða tökum fjölmiðlar taka einstök mál og hvernig þeir fjalla um einstaka menn. Bresku blöðin taka ekki afstöðu til stjórnmálamanna og flokka í eitt skipti fyrir öll. Þau skipta stundum um skoðun. Formlega er það ritstjórinn sem ræður stefnu- breytingunni en stefnuna markar hann jafnan í samráði við eigendur blaðanna. Breska götublaðið Sun studdi Íhaldsflokkinn í þingkosningunum 1992, en Nýja verkamannaflokk- inn í kosningum fimm árum sein- na. Hældi blaðið sér af því að hafa ráðið úrslitum um sigur Tony Bla- ir. Er fræg fyrirsögn yfir þvera forsíðuna daginn eftir kjördag The Sun wot won it. Samkvæmt rannsókn breskra stjórnmálafræðinga kusu 39% les- enda Sun Íhaldsflokkinn í kosning- unum 1992. Í kosningunum 1997 fækkaði þeim; kusu þá 23% Íhalds- flokkinn. Í fljótu bragði virðist þetta augljóst dæmi um áhrif dag- blaðs á kosningahegðun. Ekki er þó allt sem sýnist. Í fyrsta lagi er fylgni atburða- og orsakatengsl tvennt ólíkt. Vitað er líka að skoð- anir fólks í stjórnmálum mótast yfir langan tíma og af ýmsu öðru en dagblaðalestri. Og þegar gögnin eru skoðuð kemur í ljós að flestir lesendur Sun, sem ekki kusu Íhaldsflokkinn á ný, fóru ekki að ráðum blaðsins og kusu Nýja verkamannaflokkinn. Þeir sátu einfaldlega flestir heima eða skiluðu auðu. Hafi blaðið haft áhrif, sem vel má vera, voru þau ekki nákvæmlega þau sem ætlunin var að yrðu. Og ekki má gleyma því að á þessum tíma höfðu orðið þau umskipti að Nýi verkamanna- flokkurinn hafði tekið mörg mikil- vægustu stefnumál íhaldsmanna upp á sína arma á sama tíma og sundurlyndi og forystukreppa ein- kenndi Íhaldsflokkinn. En þá til Íslands. Erfitt er að ræða pólitísk áhrif fjölmiðla hér á landi vegna þess hve miklar breyt- ingar hafa orðið á vettvangi þeirra á undanförnum árum. Rannsóknir skortir einnig. Hins vegar eru áhrif þeirra greinilega hitamál meðal stjórnmálamanna sem oft eru ótrúlega viðkvæmir og upp- stökkir þegar fjölmiðlar eiga í hlut. Sumir gera mjög miklar kröf- ur til fjölmiðla um vandvirkni (sem er eðlilegt) en því miður ekki alltaf sömu kröfur til sjálfs síns, hvorki í embættisathöfnum né um- mælum. Þeim virðist sumum finn- ast að þeir geti slegið fram hverju sem er þegar fjölmiðlar eiga í hlut, jafnvel aðdróttunum og órök- studdum gífuryrðum, en rjúka svo upp ef blásið er á þá sjálfa eða staðreyndir um þá rifjaðar upp. En stjórnmálamenn eins og aðrir eru til allrar hamingju misjafnir og sumir virðast geta umgengist blöð og blaðamenn í jafnvægi og af stillingu. Meira mark er tekið á gagnrýni slíkra manna á fjölmiðla en hinna sem gapa stöðugt. Á sama hátt og stjórnmálamenn eru viðkvæmir fyrir umfjöllun í fjölmiðlum gætir þess nokkuð að ýmsir fjölmiðlamenn taki óstinnt upp þegar stjórnmálamenn finna á málefnalegan hátt að vinnubrögð- um þeirra. Það er óviðeigandi því starfsmenn fjölmiðla eiga ekki að vera undanþegnir gagnrýni, og það jafnvel harðri, þegar tilefni er til og þau eru því miður alltof oft. Fjölmiðlar miðla fréttum og skoðunum og hafa þannig augljós- lega áhrif á þjóðfélagsmálin með ýmsum hætti. En hver þau eru og hvernig þau birtast vitum við næsta lítið um og þess vegna skyn- samlegt að stilla staðhæfingum um það efni í hóf. Hitt er grund- vallaratriði að átta sig á að við búum við tjáningarfrelsi og þótt stjórnmálamenn kunni með réttu eða röngu að hafa sitthvað að at- huga við fjölmiðla líðandi stundar, blöð sem ljósvakamiðla, verður ekki unað við það að þeir beiti valdi sínu til að þagga niður í þeim með einhverjum hætti. Þá eru þeir að ganga gegn mikilvægustu mannréttindareglum stjórn- skipunar okkar. ■ Hversu aum er pólitísk staða þeirra sem telja það til bóta aðráðast á forsetann – ekki aðeins embættið heldur forsetannpersónulega og skyldmenni hans einnig? Ef Davíð Oddsson telur sig þurfa að magna upp moldviðri í kringum fjölmiðlafrum- varp sitt með ásökunum um óheiðarleika og óhæfi forsetans, er augljóst að þessi óskadraumur hans er orðinn að martröð. Davíð hefur ekki tekist að sannfæra nokkurn mann um nauð- syn þess að gera þetta frumvarp að lögum. Eftir því sem frum- varpið er skoðað betur og meira um það rætt minnkar stuðning- urinn við það. Þrátt fyrir ýmsar tilraunir til að réttlæta frum- varpið stendur eftir sú almenna skoðun í samfélaginu að þetta frumvarp snúist aðeins um þrá Davíðs til að ná fram einhvers konar hefndum á óskafjanda sínum; Baugi – hvers hann vill hefna skilja hins vegar fáir. Flestir sem skoðað hafa frumvarp- ið telja það vinna gegn yfirlýstu markmiði sínu um fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum. Það er hins vegar enginn ágreiningur um að það nái ágætlega hálfleyndum og fremur augljósum markmiðum Davíðs; að skaða Norðurljós eins mikið og framast er unnt með löggjöf. Reyndar er það mat yfirgnæfandi meiri- hluta þeirra sem gefið hafa álit á frumvarpinu að þessi ein- dregni vilji að baki frumvarpinu eyðileggi það jafnframt. Þessi vilji – og þar með lögin – rúmast ekki innan stjórnarskrár, mannréttindasáttmála eða alþjóðlegra skuldbindinga. Það er ekkert skrítið við það; þessar grunnreglur samfélagsins eru settar svo stjórnvöld geti ekki sveigt lög að duttlungum sínum eða óvild í garð tiltekinna borgara. Þegar það kemur síðan til umræðu að forseti Íslands geti neitað að staðfesta lögin og skotið þeim til þjóðaratkvæða- greiðslu vill Davíð hafna því að forsetinn hafi þetta vald – en ef hann hafi það þá sé sá forseti sem þjóðin kaus vanhæfur til slíks. Röksemdir Davíðs fyrir vanhæfi forsetans eru barnaleg- ar; þær eru einkar grunnar og vitlausar, þær lýsa barnslegri frekju og opinbera barnalegan skilning á tilvist annars fólks. Davíð virðist fastur í einhvers konar við/hinir-veröld og upplifa afstöðu alls fólks ýmist sem persónulega höfnun eða algjört samþykki við persónu hans; ekki aðeins skoðunum hans heldur staðföstum vilja hans og rokgjörnum tilfinningum. Það má sem sagt ekkert standa í vegi fyrir vilja Davíðs til að koma höggi á óskafjendur sína; ekki stjórnarskráin, ekki sam- viska stjórnarþingmanna, ekki stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, ekki ráðleggingar vísra manna, ekki vilji meirihluta þjóðarinn- ar, ekki forsetinn. Ef þetta allt lagar sig ekki að vilja Davíðs lít- ur hann á það sem persónulega höfnun og jafnframt sem upp- hafningu óskafjanda hans. Þess vegna fær ekkert Davíð til að beygja sig. Fyrr má samfélagið allt brotna – það er hvort sem er glatað ef það lagar sig ekki að vilja Davíðs. Auðvitað mun Davíð ekki ná fram vilja sínum. Það er með öllu ómögulegt að þjóðin öll gangi inn í þennan martraðarheim Davíðs Oddssonar. Það hlýtur einhver góður maður að taka það að sér að segja Davíð að þótt þjóðin kunni honum ýmsar þakk- ir, þá fari best á því að hann brjóti odd af oflæti sínu sem allra fyrst, beygi sig fyrir augljósum staðreyndum og reyni að endurreisa frið í samfélaginu. ■ 16. maí 2004 SUNNUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Ófriðurinn kringum fjölmiðlafrumvarpið hefur breiðst of víða. Fyrr skal allt brotna Stjórnmál og áhrif fjölmiðla FRÁ DEGI TIL DAGS Flokkslínan skýr Spurst hefur út að eitthvað hafi það farið illa í forystu Sjálfstæðisflokksins þegar Félag sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holta- hverfi sendi frá sér ályktun um að bíða ætti með afgreiðslu á fjölmiðlafrumvarpinu og ræða það frekar á næsta landsfundi flokks- ins. Segir sagan að eftir að ályktunin var send út hafi kom- ið skipun úr Val- höll til allra sjálf- stæðisfélaganna um að svona l a g a ð y r ð i e k k i liðið. Flokkslínan væri skýr frumvarpið yrði að lögum hvað sem tautar og raular. Fjöl- margir félagsmenn Sjálfstæðisflokksins munu hins vegar ekki vera á sama máli og flokksforystan. Þykir ýmsum sem tillagan úr Hlíða- og Holtahverfi sé alls ekki svo slæm, brýn þörf sé á að salta málið í bili og ræða það málefnalega meðal flokks- manna. Hárfínt yfir strikið Fátt var meira rætt í þjóðfélaginu í fyrradag en ummæli hins skelegga og yfirleitt yfir- vegaða Steingríms J. Sigfússonar í ræðu- stól Alþingis í gær. Steingrímur sem þekkt- ur er fyrir vera orðhvass en samt alltaf réttu megin við línuna í gagnrýni sinni fór að minnsta kosti hárfínt út fyrir hana þegar hann kallaði Davíð Oddsson „gungu og druslu“. Hann hefði sloppið með því að láta „gunguna“ duga en gat greinilega ekki setið á sér og því fylgdi „druslan“ í kjölfarið. Steingrímur læddist með veggjum á Al- þingi eftir ræðu sína eins og lítill strákur sem skammaðist sín fyrir prakkarastrik. Vísast hefur hann þó tekið gleði sína á ný eftir kvöldfréttir Sjónvarps því þar kom Davíð eins og stormsveipur og hirti alla at- hyglina og rúmlega það með persónuleg- um árásum sínum á forseta lýðveldisins. degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SUNNUDAGSBRÉF GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Hitt er grundvallar- atriði að ... við búum við tjáningarfrelsi og þótt stjórnmálamenn kunni með réttu eða röngu að hafa sitt- hvað að athuga við fjölmiðla líðandi stundar, blöð sem ljósvakamiðla, verður ekki unað við það að þeir beiti valdi sínu til að þagga niður í þeim með einhverjum hætti. ,, BLÖÐIN LESIN Krakkar í Ölduselsskóla við dagblaðalestur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.