Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 18
18 16. maí 2004 SUNNUDAGUR ■ Leitin að Reykjavík HULDAR BREIÐFJÖRÐ spáir í Ísland í augum Sarajevobúa. Sagt er að fólk gangi hraðar íSarajevo en annarstaðar. Sagt er að þetta sé gamall vani síðan leyniskytturnar lágu í hlíðunum sem umkringja borgina og mið- uðu á mannlífið. Og Sead gengur hratt. Á innan við tuttugu mínút- um hef ég elt hann á milli mosku, kaþólskrar kirkju, sam- kunduhúss gyðinga og kirkju rétttrúnaðarsöfnuðarins. Þótt yfirleitt séu þúsundir kílómetra á milli allra þessara sjónarhorna er höfuðborg Bosníu-Herzeg- ovínu lítill staður með ekki nema um 400 þúsund íbúa. Og Sead gengur hratt. Við göngum framhjá útskorn- um skákborðum, svarthvítu plakati af knattspyrnulandsliði Júgóslavíu, persneskum teppum og joggingpeysum merktum vetrarólympíuleikunum 1984. Á móti okkur koma sígaunakrakk- ar og rétta ákveðnir út lófana. Eftir götunum fara friðargæslu- sveitir á grænum trukkum. Á meðal ungs fólks virðist í tísku að hafa gemsann hangandi um hálsinn. Að ganga um Sarajevo er eins og að vera staddur í mörgum löndum í einu. Og Sead gengur ekki bara hratt. Heldur líka þannig að erfitt er að átta sig á hvort hon- um liggur svona á að komast burt eða áfram. Kannski er eng- inn munur á því tvennu. Kannski er þetta bara tyrkneska kaffið sem við drukkum áðan á kaffi- húsinu. Þetta rótsterka kaffi sem fólk í Sarajevo hefur haft í blóðinu í nokkurhundruð ár. En kannski er ástæðan fyrir hröð- um fótatökunum þetta sem Sead sagði mér á kaffihúsinu. Saga Sead „Ég heiti Sead Vrana, er 28 ára og að læra slavneskar bók- menntir. Líklegast er Sarajevo mun áhugaverðari staður fyrir útlendinga en okkur heima- menn. Þótt saga borgarinnar sé nánast meiri en einn staður þolir er hún eftir sem áður lítil og því ekki margt merkilegt um að vera. Atvinnuleysi er mikið, glæpatíðni há og byssueign al- geng svo það er hættulegt að vera einn á ferð á kvöldin. Eins er fíkniefnavandinn orðinn það slæmur að í hverjum mánuði eru 13-14 ára krakkar að drepa sig á heróíni. Lífið í Sarajevo hefur einfaldlega ekki náð sér á strik eftir stríðið. Þann 30. janúar 1993 fórst kærastan mín í sprengjuárás Serba og morguninn eftir gekk ég í múslimska sjálfboðaliðaher- inn. Ég var 18 ára. Fljótlega var ég skipaður í sérsveit og eyddi næstu fjórum árum í felum fyrir innan óvinalínuna. Þar fylgdist ég með hvernig serbnesku her- flokkarnir skipulögðu sig og sendi frá mér viðvaranir vegna yfirvofandi árása. Ég var aldrei hræddur við að deyja í stríðinu. Ég var hræddur við að missa handlegg, fótlegg eða lamast. Það er erfitt að lýsa hvernig er að lifa við umsátur. En kannski segir það eitthvað að þegar við vinirnir urðum hvað þreyttastir á öllu saman, áttum við til að ganga inn á svæði sem vitað var að leyniskyttur miðuðu á og byrja að veðja um hvort við kæmumst til baka. Ég veit að það hljómar undarlega en stund- um finnst mér að lífið hafi verið einfaldara í stríðinu. Þá snérust dagarnir aðeins um líf og dauða. Eftir að friður komst á bauðst mér vinna við að aftengja jarð- sprengjur. Það var vel borgað og ég gat hafið háskólanám hér í Sarajevo. Ég starfaði við þetta í fimm ár en í fyrra var mér skip- að að hætta. Eftir ákveðinn tíma í þessu starfi byrja menn að dofna og fara þá að koma við eitthvað sem ekki má snerta. Núna einbeiti ég mér að því að klára skólann og er byrjaður að skrifa ljóð og smásögur. Ég veit lítið um Ísland annað en að það er NATO-ríki. Landið er eyja og sjórinn í kring er of kaldur til að hægt sé að synda í honum. Hitinn í höfuðborginni er ódýr vegna þess hversu mikill jarðhiti er á landinu. Fyrir ekki svo löngu vann Zeljeznicar báða leikina sína á móti íslensku liði sem heitir Akranes í Evrópu- keppninni. Ég held ég eigi disk með Björk. Og í skólanum var okkur kennt að á Íslandi væru jöklar og norðurljós. Ég býst við að búa áfram í Sarajevo. Það er erfitt fyrir okk- ur hérna að fá vegabréfsáritanir inn í önnur lönd. Þótt það tækist byði mín sennilega ekkert annað en verkamannavinna. Og auðvit- að er lífið í borginni ekki alvont. Hér er til dæmis haldin mjög góð kvikmyndahátíð árlega og líka ágæt leiklistarhátíð. Og þrátt fyrir reglulegan taugatitr- ing í Sarajevo geri ég ráð fyrir að friðurinn haldist svo lengi sem friðargæslusveitirnar eru hérna.“ Daglegt brauð Ég elti Sead. Framhjá holótt- um veggjum, sprengjulöskuðum byggingum og nýjum húsum sem framan á eru gylltir skildir. Í þá eru grafin nöfn, fæðingar- og dánardagar þeirra sem létust í árás á viðkomandi stað. Falleg- ar hlíðarnar í kring rifja upp óhuggulegar fréttamyndir. Sömuleiðis brýrnar yfir ánna sem skiptir borginni í tvennt. Tvöhundruð þúsund mannslífum síðar er stríðið enn í öllu og Sarajevo einn harmagrautur. Við göngum fyrir horn og fram á lík sem liggur á stéttinni framan við bakarí. Yfir efri hluta þess hefur verið breitt blátt plast. Á svörtum skónum sést að líkið er af karlmanni. Við hliðina á því standa þrjár hlæjandi lögg- ur og reykja saman. Í fjarska hljómar „Love is only a feeling“ með Darkness. Þótt vegfarendur hraði sér hjá virðist enginn þeirra kippa sér upp við líkið á stéttinni. En sjálfur get ég ekki hætt að stara. Þegar Sead sér það segir hann: „Örugglega bara hjartaáfall.“ Ypptir svo öxlum og heldur hratt áfram. ■ Sárajevo Grænmetisætum fer ört fjölg-andi á Íslandi og um næstu helgi ætla þær að taka höndum saman þegar stofnfundur Sam- taka grænmetisætna á Íslandi verður haldinn. „Hugmyndin með samtökunum er að vekja athygli á því að það eru til grænmetisætur á Íslandi og að við borðum ekki sama mat og kjötætur,“ segir Sigvaldi Jóns- son, einn af stofnmeðlimum sam- takanna. „Við viljum líka reyna að koma af stað umræðu um að það eru til grænmetisætur og að það sé allt í lagi að vera græn- metisæta.“ Fordómar í garð grænmetisætna Markmið samtaka græn- metisætna er meðal annars að uppfræða almenning um kosti jurtaneyslu og hvetja til aukinnar neyslu á jurtafæði. Samtökin ætla einnig að standa vörð um hags- muni grænmetisætna, efla kynni og styrkja samheldni þeirra og rækta tengsl við sambærileg sam- tök erlendis. „Síðan viljum við kynna fyrir fólki hvernig það getur orðið grænmetisætur. Sumir eru hræddir við að stíga fyrstu skref- in því þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera,“ segir Sigvaldi. Sigvaldi segir að ákveðnir for- dómar hafi ríkt í garð græn- metisætna og að þær hafi oft á tíð- um orðið skotspónn grínista. „Upp á síðkastið hefur þetta viðhorf breyst mikið og það má meðal annars sjá að fjölbreyttara úrvali í matvöruverslunum og svo fram- vegis,“ segir Sigvaldi. „Við ætlum líka að vekja athygli á umtali um grænmetisætur sem er oft frekar niðrandi í blöðum og öðrum fjöl- miðlum.“ Gamall draumur Sigvaldi gerðist grænmetisæta ásamt kærustu sinni fyrir um fjórum árum. „Okkur fannst kjöt orðið vont og of dýrt. Við höfðum ekki efni á því að kaupa okkur steikur. Það hafði líka alltaf verið draumur minn að gerast græn- metisæta. Ég hef þekkt græn- metisætur í gegnum tíðina og hef alltaf dáðst að þeim fyrir að halda sig við sitt, sama hversu miklar freistingar eru í boði. Svo er ég mikill dýravinur og komu þau sjónarmið heim og saman við mína ákvörðun við að hætta öllu kjötáti.“ Sigvaldi segir að það hafi reynst auðveldara að gerast grænmetisæta en hann hafði hald- ið. Hann segist þó ekki vera orðin hin fullkomna grænmetisæta, svokölluð „vegan“, sem neytir engra dýraafurða þar á meðal mjólkurvara og eggja. „Ég hefði ekkert á móti því að gerast vegan. Það er hins vegar rosalega erfitt á Íslandi þar sem vörumerkingar eru hræðilegar fyrir okkur grænmetisæturnar. Í Bretlandi er maturinn til dæmis merktur með grænu V-i og þá veit maður að það eru engar dýra- afurðir í henni og getur keypt hana með góðri samvisku,“ segir Sigvaldi, en betri vörumerkingar verður einnig eitt af baráttu- málum samtakanna. Fjölbreytt fæði Sigvaldi léttist fyrst eftir að hann lét af kjötátinu en var fljótur að ná fyrri þyngd. „Ég hef aldrei litið á þetta sem einhverja megrun. Ég hef aldrei borðað eins mikinn og fjölbreyttan mat eftir að ég gerði grænmetisæta. Ég hætti öllu hamborgararusláti og fór að borða alvöru mat og varð duglegri við að elda. Ég veit loks- ins hvað ég er að setja ofan í mig.“ Sigvaldi heldur einnig úti vef- síðunni dordingull.com. Þar er hægt að finna hinar ýmsu upplýs- ingar um harðkjarnarokksveitir en margir úr þeim kjarna hafa hætt að borða kjöt og kenna sig jafnvel við „straight edge“, það er þeir sem neyta engra vímuefna. „Það er mikill misskilningur að þeir sem aðhyllist „straight edge“ borði ekki kjöt. Það hefur hins vegar orðið mikil vakning hjá rokkurum um að hætta að borða kjöt,“ segir Sigvaldi. Jurtablót Samtök grænmetisætna hafa einng haldið svokölluð Jurtablót í stað Þorrablóta. „Það var haldið svona blót fyrir um tíu árum og við ákváðum að endurvekja þessa hefð og héldum heljarinn- ar veislu og dansleik. Þar var heljarinnar matseðill – um tíu til tuttugu réttir – eiginlega of mik- ið til að minnast á það en matur- inn var rosalega góður,“ segir Sigvaldi. Stofnfundur Samtaka græn- metisætna verður haldinn á laug- ardaginn kemur en nánari upplýs- ingar um hann má finna á vef samtakanna, dordingull.com/veg eða vegatarianiceland.tk. kristjan@frettabladid.is GRÆNMETISÆTUR Sigvaldi Jónsson og kærasta hans hafa verið grænmetisætur í ein fjögur ár. Þeim fannst kjötið á Íslandi vont og dýrt. Fyrirhugaður er stofnfundur grænmetisætna á Íslandi. Markmiðið að vekja athygli á lífsstíl grænmetisætna og draga úr fordómum í garð þeirra. Grænmetisætur taka höndum saman Það hefur orðið mikil vakning hjá rokkurum um að hætta að borða kjöt. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SEAD VRANA „Ég heiti Sead Vrana, er 28 ára og að læra slavneskar bókmenntir. Líklegast er Sarajevo mun áhugaverðari staður fyrir útlendinga en okkur heimamenn.“ GRÆNMETISBAKA Sigvaldi segist aldrei hafa borðað jafn fjölbreyttan mat og nú.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.