Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 35
bjarga nema um hundrað manns,
sem að öðrum kosti færu á bætur,
geðlyf, þunglyndislyf og svo fram-
vegis, myndum við spara þjóðfélag-
inu mikla peninga.“
Júlíus vinnur nú af fullum
krafti við að koma Samtökum
áhugafólks um spilafíkn á fót.
Samtökin hafa þegar komið sér
fyrir í húsnæði við Dugguvog
17–19 en þau bjóða einnig upp á
sálfræðiaðstoð og fjárhagsráðgjöf
fyrir spilafíkla og aðstandendur
þeirra. Samtökin hafa einnig opn-
að heimasíðu þar sem hægt er að
fá nánari upplýsingar um þau en
slóðin er: spilavandi.is
kristjan@frettabladid.is
SUNNUDAGUR 16. maí 2004
Tapasveislur
og tertur
við öll tækifæri
Útskriftarveislan þín er í öruggum höndum
hjá Kökumeistaranum
Miðvangi 41
Sími 555 6655
Um 50–60 ný tilfelli spilafíklaleita eftir meðferð á Vogi á ári
hverju og eru spilafíklar um
8–10% af þeim sem leita eftir
meðferð þar.
Samkvæmt skilgreiningu SÁÁ
eru spilafíklar þeir sem hafa
misst stjórn á hegðun sinni þegar
spil eru annars vegar.
„Það er leitast eftir ákveðnum
einkennum í fari fólks og ef þau
eru nógu mörg er greiningin feng-
in,“ segir Þórarinn Tyrfingsson,
yfirlæknir á Vogi, um skilgrein-
inguna á spilafíkli. „Ef slíku fólki
er fylgt eftir kemur í ljós að vand-
inn er þrálátur og það þarf að
koma til meiriháttar inngrips svo
hægt sé að stoppa það.“
Að sögn Þórarins er það alls
konar fólk sem leitar eftir með-
ferð við spilafíkn – allt frá tekju-
miklu fjölskyldufólki til tekju-
lítilla einstaklinga.
Betur má ef duga skal
Á Vogi hefur verið unnið að
uppbyggingu meðferðarúrræða
fyrir spilafíkla í ein fimmtán ár.
Margt hefur áunnist á þeim tíma
en betur má ef duga skal.
„Við erum alls ekki ánægð
með hvaða úrræði við bjóðum
sjúklingunum upp á. Það eru
margar ástæður fyrir því til
dæmis tímaskortur, fyrirhöfnin
við að þróa meðferðarúrræði og
svo að fá fólk til að leita eftir
meðferð,“ segir Þórarinn en
fyrstu árin sem boðið var upp á
meðferð við spilafíkn var eftir-
spurnin lítil sem engin. „Samt
hefur breiddin orðið miklu meiri
frá því að við byrjuðum. Við höf-
um einnig verið að læra hvernig
sjúklingar spilafíklar eru og nú
höfum við hóp starfsmanna sem
hefur þekkingu á þessu máli. Við
höfum einnig náð okkur í þekk-
ingu erlendis frá og þróað ákveð-
in úrræði.“
Alsherjarmeðferð
nauðsynleg
Að sögn Þórarins þurfa
spilafíklar á allsherjarmeðferð að
halda líkt og fíkniefnaneytendur.
„Það er ekki nóg að tala bara við
einn mann á stofu út í bæ. Það
þarf fjölbreyttara inngrip og hóp
starfsmanna sem kemur að mál-
inu. Hópurinn verður að búa yfir
ákveðinni þekkingu og það þarf að
vera til aðstaða þar sem hægt er
að veita fólki aðstoð á ýmsum
stigum vandans,“ segir Þórarinn.
„Það þarf talsverð mikil inngrip,
breytingar á hegðun, hugsunar-
hætti og viðhorfum. Síðan þarf að
halda því við eins lengi og menn
eru lifandi.“
Þórarinn segir að ýmis samtök
spilafíkla séu til sem veiti ágætt
aðhald í meðferðinni. Sumir kjósa
þó aðrar aðferðir til dæmis viðtöl.
„En við ráðleggjum öllum sem
leita á Vog að njóta þeirrar með-
ferðar sem við bjóðum upp á. Það
er ákveðið inngrip með fræðslu,
viðtalsmeðferð og hópmeðferð
sem miðar að því að kenna fólki að
fást við sína fíkn, hvað geti komið
fíkninni af stað og hvernig fólk
eigi að ráða við hana. Síðan er
fólki kennt að styrkja sjálft sig og
breyta sínu lífsmynstri eins og
það óskar eftir til að fá varanlegan
og góðan bata. Við ráðleggjum
fólki líka að stunda hliðarsamtök-
in af miklu kappi,“ segir Þórarinn
Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. ■
ÞÓRARINN TYRFINGSSON
Yfirlæknirinn á Vogi segir að meðferðar-
úrræði sem boðið er upp á fyrir spilafíkla
séu ekki nægilega góð.
Sextíu ný tilfelli á hverju ári
NÁMSKEIÐ UM SPILAFÍKN
Á þriðjudag hefst námskeið hjá Sam-
tökum áhugafólks um spilafíkn fyrir að-
standendur spilafíkla. Námskeiðið verð-
ur haldið í húsnæði samtakanna að
Dugguvogi 17–19. Samtökin bjóða ein-
nig upp á sálfræði- og fjármálaþjón-
ustu. Skrifstofa félagsins er opin frá
10–12 og 13–17.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
JÚLÍUS VIÐ SPILAKASSANN
Júlíus var spilafíkill í ein fimmtán ár. Hann eyddi heilu og hálfu dögunum við kassana og
glataði umtalsverðum fjárhæðum. Í desember í fyrra vatt hann kvæði sínu í kross.