Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 2
2 16. maí 2004 SUNNUDAGUR „Hann stóð sig frábærlega vel.“ Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona fylgdist vel með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. SPURNING DAGSINS Diddú, hvernig var Jónsi? Sértæk löggjöf eftir allt saman Davíð Oddsson er harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um forseta Íslands. Óviðurkvæmilegt, segir Guðjón A. Kristjánsson. Davíð verður að biðja Ólaf Ragnar afsökunar, segir Össur Skarphéðinsson. ALÞINGI „Forsætisráðherra tekur málið upp með þeim hætti að for- seti lýðveldisins sé vanhæfur þar sem hann hafi ákveðin tengsl við tiltekið fyrirtæki. Ég spyr þá, er þetta þá eftir allt saman sértæk löggjöf, sem beinist að tilteknu fyrirtæki,“ sagði Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingar- innar, við upphaf þingfundar á Al- þingi í gær. Tilefnið að umræðunni voru ummæli Davíðs Oddssonar, for- sætisráðherra, í fréttum Sjón- varpsins í fyrrakvöld, um að for- seti Íslands, væri vanhæfur til að neita að staðfesta fjölmiðlalögin og skjóta málinu til þjóðarinnar vegna þess að fyrrverandi kosn- ingastjóri hans væri forstjóri Norðurljósa og af því dóttir hans ynni hjá Baugi. Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, sagð- ist ekki átta sig á því hvers vegna forsætisráðherra væri að fara á þessa braut, enda stjórnarliðar lagt áherslu á almenn lög. „Forsætisráðherra lætur sér detta í hug að fullyrða það að forset- inn sé vanhæfur, en þetta snýst um að skjóta málinu til þjóðarinnar, ákveði forsetinn að synja lögunum staðfestingu. Ég tel að það hafi ver- ið óviðurkvæmilegt af forsætisráð- herra að tala á svona nótum,“ sagði Guðjón, sem bætti því við að hann væri glaður að sjá alla þá ráðherra sem voru mættir í þingsal til að fylgjast með umræðunum. „Ég býð þá alla hjartanlega vel- komna, þeir hafa lítið sést hér und- anfarið. Þetta er ánægjulegur dag- ur, enda fyrsta deildin að hefjast og Júróvisjón í kvöld, en menn verða að gæta hófsemi í því sem þeir segja,“ sagði hann. Formaður Samfylkingarinnar sagði að menn yrðu að gæta sín á því að láta ekki taugakerfið bresta með þeim hætti sem sást í sjón- varpsviðtali við forsætisráðherra. „Þetta var til vansa fyrir þingið. Það getur ekki nokkur alþingis- maður ráðist svona á forseta lýð- veldisins og til að lægja öldur ber forsætisráðherra að biðja þjóð- höfðingjann afsökunar. Við lend- um oft í pólitísku skaki, en fjöl- skyldur okkar eru friðhelgar og menn draga hana ekki í umræð- una, eins og forsætisráðherra gerði,“ sagði Össur. Össur taldi Davíð ekki skilja grundvallarreglur í íslenskri stjórnskipan. Hann minnti þing- menn á orð Ólafs Jóhannessonar um að forsetinn væri aldrei van- hæfur, hann væri hluti af lagasetn- ingarvaldinu. bryndis@frettabladid.is Ísraelsher dregur sig í hlé: Skilur eftir slóð eyðileggingar RAFAH, SHUNEH, AP Ísraelskir her- menn skildu eftir sig slóð eyði- leggingar þegar þeir fóru frá flóttamannabúðunum í Rafah á suðurhluta Gazasvæðisins í gær- morgun. Þeir eyðilögðu tugi húsa, bæði íbúðarhúsa og fyrirtækja, skemmdu vatnslagnir og raflagn- ir og sáu til þess að hundruð Palestínumanna misstu heimili sín. Ísraelski herinn sagðist hafa þurft að tryggja öryggi hermanna á svæðinu þegar þeir fóru til þess að ná í líkamsleifar fimm ísrael- skra hermanna, sem fórust þegar Palestínumenn sprengdu her- bifreið þeirra í loft upp fyrr í vik- unni. Palestínumenn, sem börðust við Ísraelsmenn, leituðu skjóls í íbúðarhúsum og notuðu jafnt moskur, börn og sjúkrabifreiðar til að skýla sér á bak við í átökun- um, að því er ísraelski herinn full- yrðir. Meira en hundrað þúsund Ísraelsmenn söfnuðust saman í Tel Aviv í gær til þess að krefjast brottfarar ísraelska herliðsins frá Gazaströnd, og sýndu þar með fram á að nýtt líf er að færast í friðarhreyfingu Ísraels- manna sjálfra, sem legið hefur hálfpartinn í dvala um langt skeið. ■ Dagblaðið Daily Mirror: Biðst afsökunar LONDON, AP Breska dagblaðið Daily Mirror birti á forsíðu sinni í gær afsökunarbeiðni fyrir að hafa birt falsaðar ljósmyndir sem fullyrt var að væru teknar af breskum hermönnum að pynta íraska fanga. „Fyrirgefið.. við vorum blekkt,“ sagði í risafyrirsögn á forsíðunni. Breska varnarmálaráðuneytið skýrði jafnframt frá því að fjórir breskir hermenn hefðu verið hand- teknir í tengslum við ásakanir um pyntingar. Þeir hefðu hins vegar verið látnir lausir fljótlega, en rannsókn málsins haldi áfram. ■ DRUKKIN UNGMENNI Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti víða að hafa afskipti af ungmennum í fyrrakvöld vegna áfengisneyslu. Nokkrum, sem ekki höfðu náð til- skyldum aldri, var ekið til síns heima. Forseti Íslands: Neitar að tjá sig um Davíð STJÓRNMÁL Ólafur Ragnar Gríms- son forseti tjáir sig ekki um þau ummæli Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra að forseti sé van- hæfur um að synja fjölmiðlalög- um staðfestingar vegna tengsla við Norðurljós. Fréttablaðið leitaði eftir við- brögðum forseta við orðum for- sætisráðherra í gær en fékk þau svör frá forsetaembættisins að forseti myndi ekki tjá sig um um- mælin. Það myndu starfsmenn embættisins heldur ekki gera. ■ STEKKUR YFIR ELD Þessi palestínski drengur stökk yfir eld á mótmælafundi í Gazaborg í gær þar sem Palestínumenn minntust ófara sinna árið 1948 þegar Ísraelsríki var stofnað. AP /D AI LY M IR RO R AFSÖKNARBEIÐNI Á FORSÍÐU Piers Morgan, ritstjóri Daily Mirror, sagði af sér á föstudag. Í gærmorgun birti blaðið síðan afsökunarbeiðni. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Formaður Samfylkingarinnar sagði að menn yrðu að gæta sín á því að láta ekki tauga- kerfið bresta með þeim hætti sem sást í sjónvarpsviðtali við forsætisráðherra GUÐJÓN ARN- AR KRISTJÁNS- SON Formaður Frjáls- lynda flokksins, sagðist ekki átta sig á því hvers vegna forsætis- ráðherra væri að fara á þessa braut. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SLEGIST Á BAR Tveir voru fluttir á slysadeild eftir slagsmál á Kaffi Akureyri í fyrrinótt. Annar skarst nokkuð á eyra eftir að glas var brotið á höfði hans, en hinn kinnbeinsbrotnaði. ÁRÁS Á SKEMMTISTAÐ Maður var sleginn með flösku og skarst nokk- uð í andliti á skemmtistað í Kefla- vík í fyrrinótt. Líkamsárásin var kærð til lögreglu en árásarmaður- inn var horfinn af vettvangi þegar lögregla kom. Ekki er vitað að svo stöddu hver var að verki. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR STJÓRNMÁL Ósmekklegt og ómál- efnalegt og tengist ekki á nokkurn hátt umræðum um fjölmiðlafrum- varpið, sagði þingmaður Fram- sóknar um þau ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að Ólafur Ragnar Grímsson forseti væri vanhæfur um að synja lög- um undirskriftar vegna tengsla sinna við Norðurljós og dóttur sinnar við Baug. Annar úr þingflokknum sagði að í sjónvarpsviðtalinu hefði forsætis- ráðherra í raun viðurkennt að laga- setningin um eignarhald á fjölmiðl- um snerti bara Norðurljós. Það fór ekki á milli mála, sagði þingmaður- inn sem taldi forsætisráðherra hafa farið yfir öll mörk í ummæl- um sínum um forsetann og fjöl- skyldu hans. Þingmaðurinn sagði forsætisráðherra nauðsynlega þurfa að fara að hugsa sinn gang. Enn einn úr þingliði Framsókn- arflokksins sagði að orð forsætis- ráðherra hefðu verið alger óþarfi, en þau hefðu þó ekki áhrif á um- ræðuna um frumvarpið sem slíka. Þingmaðurinn sagði enn fremur að í sínum huga væru lögin al- menn og beindust ekki að einu fyrirtæki, en hann bætti við: Fjórði viðmælandinn úr þing- flokknum sagði mönnum talsvert brugðið vegna orða forsætisráð- herrans, enda væru þau algerlega óviðeigandi og á mjög lágu plani. ■ Þingmenn Framsóknar ósáttir við ummæli forsætisráðherra: Ósmekklegt og ómálefnalegt HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Ráðherrar Framsóknarflokksins tjáðu sig ekki um málið á Alþingi í gær FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FORSETI ÍSLANDS Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekki viljað tjá sig um ummæli Davíðs Oddssonar í Sjónvarpinu á föstudagskvöld. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.