Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 39
27SUNNUDAGUR 16. maí 2004 RALL Finninn Marcus Grönholm, á Peugeot, er fyrstur í Kýpurrallinu fyrir lokadaginn. Grönholm er 22,9 sekúndum á undan Frakkan- um Sebastien Loeb sem ekur á Citroen. Eistlendingurinn Markko Martin, á Ford, er þriðji, 10,5 sek- úndum á eftir Loeb. Grönholm var sáttur en varkár eftir ágætt dagsverk. „Ég ætla bara að einbeita mér að því að keyra af öryggi og passa upp á bíl- inn. Ég er ángæður en morgun- dagurinn er eftir. Heimsmeistarinn Petter Sol- berg sigraði á þremur sérleiðum, Sebastien Loeb á tveimur en ellefta sérleiðin, milli Foini og Koilinia, var felld niður af örygg- isástæðum. Áhorfendur voru of nálægt þeim stað þar sem kepp- endur óku yfir ánna Gellefos. Föstudagurinn reyndist Solberg erfiður svo góður árangur í gær dugði aðeins til að lyfta honum upp í áttunda sætið. Hann er 9.30,5 mínútum á eftir Grönholm. Kýpurrallinu lýkur í dag og þá verða eknar sex sérleiðir sem samtals eru 95,34 kílómetrar. ■ Kýpurrallið: Grönholm fyrstur fyrir lokadaginn MARCUS GRÖNHOLM Fyrstur eftir tveggja daga keppni á Kýpur. Umspil í 1. deild: Ipswich vann FÓTBOLTI Ipswich sigraði West Ham 1-0 í fyrri viðureign þeirra í keppni fjögurra félaga um sæti í úrvalsdeildinni á næsta ári. Darren Bent skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu. Félögin leika að nýju á mánudag en sigur- vegarinn leikur til úrslita við Sunderland eða Crystal Palace laugardaginn 29. maí. Hartlepool United og Bristol City gerðu jafntefli í umspili 2. deildar. Þau mætast að nýju í Bristol á miðvikudag en Brighton og Swindon leika fyrri leik sinn í dag. Í umspili 3. deildar vann Hudd- ersfield Lincoln 2-1 á útivelli. Félögin mætast að nýju á miðvikudag en í dag leika Mans- field og Northampton. ■ HANDBOLTI Danir sigruðu Íslendinga 34-31 í vináttulandsleik í íþrótta- húsi Seltjarnarness í gær. Íslenska liðið lék mjög vel og leiddi mestan hluta leiksins en gaf eftir á lokakaflanum. Þær íslensku skoruðu tvö fyrstu mörkin og héldu forystunni allan fyrri hálfleikinn. Munurinn var jafnan eitt til tvö mörk en þegar dró nær hléi náðu þær nokkrum sinnum fjögurra marka forskoti. Staðan í leikhléi var 16-13 Íslend- ingum í vil. Þær dönsku byrjuðu seinni hálf- leikinn af krafti og eftir tæpar þrjár mínútur var munurinn orðinn eitt mark, 17-16. Þremur mínútum síðar jöfnuðu þær síðan í fyrsta sinn, 19-19, en Íslendingar náðu frumkvæðinu að nýju og höfðu for- ystu fram í miðjan háfleikinn þegar Danir komust yfir í fyrsta sinn. Ís- lendingar leiddu 29-27 þegar tíu mínútur voru til leiksloka þá gerðu Danir fjögur mörk í röð. Kristín Guðmundsdóttir náði að minnka muninn í 31-30 og Berglind Hans- dóttir varði vítakast í næstu sókn. Íslendingum tókst hins vegar ekki að fylgja þessu eftir og Danir bættu við forskotið og sigruðu 34-31. Kristín Guðmundsdóttir átti mjög góðan leik og skoraði tíu mörk úr tólf skotum. Dagný Skúladóttir skoraði fimm, Inga Fríða Tryggva- dóttir fjögur, Hrafnhildur Skúla- dóttir þrjú, Jóna Margrét Ragnars- dóttir, Hanna G. Stefánsdóttir og Rakel Dögg Bragadóttir tvö hver og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Guðrún Hólmgeirsdóttir eitt hvor. Berglind Íris Hansdóttir varði tólf skot, þar af eitt víti, og Helga Torfadóttir varði fjögur skot. Tine Ladefoged skoraði níu mörk fyrir Dani, þar af fjögur úr vítaköstum, og Rikke Nielsen sex og fyrirliðinn Heidi Johansen skoraði fimm mörk. ■ A-landslið kvenna í handbolta: Þriggja marka tap fyrir Dönum KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Skoraði tíu mörk gegn Dönum í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FÓTBOLTI Fyrstu umferð Lands- bankadeildar karla lýkur í dag með fjórum leikjum. Þrír hefjast klukkan 14 en leikur Fram og Vík- ings hefst á Laugardalsvelli klukkan 19.15. Víkingar geta teflt fram sínu sterkasta liði en ólíklegt er að Rík- harður Daðason og Baldur Bjarnason leiki með Frömurum í kvöld. Þorvaldur Makan Sig- björnsson, Andri Steinn Birgisson og Andri Fannar Ottósson hafa einnig átt við meiðsli að stríða en þeir verða líklega leikfærir í kvöld. Grindavík og ÍBV leika í Grindavík. Félögin áttu í fall- baráttu í fyrra og samkvæmt spá fyrirliða, þjálfara og forráða- manna félaganna í Landsbanka- deildinni bíður sama barátta þeirra í sumar. Albert Sævarsson og Grétar Ólafur Hjartarson leika að nýju með Grindvíkingum. Al- bert lék í Færeyjum í fyrra en Grétar missti af leiktíðinn í fyrra vegna meiðsla. Paul McShane er meiddur á rist og missir af leiknum í dag. Óvíst er hvort Þórður Þórðar- son geti leikið með Skagamönnum gegn Fylki í dag. Haraldur Ing- ólfsson leikur hins vegar sinn fyrsta deildarleik með Skaga- mönnum síðan 1997. Guðni Rúnar Helgason og Björgólfur Takefusa leika með Fylki í fyrsta sinn en Ólafur Stígs- son leikur að nýju með Árbæing- unum eftir tveggja ára vist hjá Molde í Noregi. Fylkismenn sakna hins vegar Hauks Inga Guðnason- ar og Hrafnkels Helgasonar sem eru meiddir og missa líklega af allri leiktíðinni. Ólafur Gottskálksson leikur með Keflavíkingum í fyrsta sinn síðan 1997 þegar Keflavík mætir KA á Akureyri. Ólafur verður á kunnuglegum slóðum því hann varði mark KA árið 1987. Sandor Matus, Kristján Elí Örnólfsson og Jóhann Þórhallsson leika með KA í fyrsta sinn en Atli Sveinn Þórar- insson lék síðast með KA árið 1999 þegar KA var í 1. deild. ■ HARALDUR INGÓLFSSON Lék síðast með Skagamönnum árið 1997. Landsbankadeild karla: Fjórir leikir í dag FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.