Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 45
SUNNUDAGUR 16. maí 2004 33 [ MÁL ] MICHAELS JACKSON Nú gerum við enn betur - fyrir þig og þína Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Erum í 170 löndum og á 5000 stöðum - fyrir þig. Hringdu í AVIS í síma 591-4000 www.avis.is Við gerum betur Munið Visa afsláttinn Verð erlendis háð breytingu á gengi. A vi s DANMÖRK Frír tankur af bensíni. Ekkert skilagjald Miðað við 7 daga leigu A vi s ÞÝSKALAND Frítt GPS - Þú týnist ekki í Þýskalandi (ef þú bókar flokk H Opel Astra eða sambærilegan). Miðað við 7 daga leigu Frír tankur af bensíni í Danmörku og USA í öllum flokkum ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004 Opel Corsa kr. 2.140, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald.Spánn Opel Corsa kr. 2.400, - á dag m.v. B flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald.Ítalía Opel Corsa kr. 2.700, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald. H flokkur Opel Astra fylgir frítt GPS ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004.Þýskaland Opel Corsa kr. 3.600, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald. Frír tankur bensín ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004 á öllum flokkum.Danmörk AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is 1. júní Yfirmenn Miramax hafa keypteinkaréttinn á nýrri heim- ildarmynd Michael Moore, Fahrenheit 911, og ætla að dreifa henni í kvikmyndahús um allan heim. Harvey og Bob Weinstein voru ekki sammála ákvörðun Michaels Eisner, yfirmanns Disn- ey, sem sagðist ekki vilja dreifa jafn pólitískri mynd svona stuttu fyrir kosningar. Í myndinni gagnrýnir Michael Moore ríkisstjórnina og George W. Bush Bandaríkjaforseta fyrir það hversu illa þeir hafa unnið úr utanríkisflækjum eftir hryðju- verkaárásirnar 11. september 2001. Í myndinni sýnir Moore einnig fram á tengsl á milli fjöl- skyldu Osama bin Laden og George W. Bush. Myndin verður frumsýnd á Cannes-hátíðinni sem stendur nú yfir í Frakklandi og er ein af þeim 18 myndum sem keppa um Gullpálmann í ár. Moore fékk Óskarinn fyrir heimildarmynd sína Bowling for Columbine í fyrra. ■ Moore fær dreifingu MICHAEL MOORE Er þegar byrjaður að valda usla með nýrri heimildarmynd sinni, þrátt fyrir að enginn hafi séð hana. ■ KVIKMYNDIR Rapparinn 50 Cent, eða CurtisJackson eins hann heitir réttu nafni, á kæru yfir höfði sér eftir að hafa lent í slagsmálum á dögunum. Rapparinn var að syngja uppi á sviði þegar einn af áhorfendum hans sprautaði vatni á hann. Á þá rapparinn að hafa hoppað út í hóp- inn og slagsmál brotist út. Mála- lok urðu þau að þrjár konur meiddust og tveir menn voru handteknir. Nú á að kæra Curtis fyrir athæfið en þó er ekki alveg komið á hreint hvernig kæran mun hljóða. Talsmenn 50 Cents hafa neitað að tjá sig um málið. ■ Hatebreed rassskellt ■ TÓNLIST Næsta plata tónlistarmanns-ins Elton John kallast Peachtree Road og er væntanleg í búðir í nóvember. Á plötunni verður meðal annars að finna lögin Freaks in Love og Turn the Lights Out When You Leave. Peachtree Road er fyrsta plata Elton í þrjú ár, eða síðan Songs From the West Coast kom út. Hún seldist ágætlega og hafa 587 þúsund eintök af henni selst í Bandaríkjunum. Elton hyggur á tónleikaferðir á Ítalíu, í Bret- landi og í Bandaríkjunum í sum- ar til að fylgja gripnum eftir. Þess má geta að Elton verður á meðal gesta á næstu plötu Brian Wilson úr Beach Boys, Gettin’ in Over My Head, sem kemur út 22. júní. ■ ■ TÓNLIST ELTON JOHN Mætir til leiks með nýtt efni í nóvember eftir þriggja ára hlé. Ný plata í nóvember [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Most Precious Blood erhardcoresveit sem reis úr rústum hljómsveitarinnar Indecision fyrir ríflega þremur árum síðan. Hljómsveitin er undir töluverðum áhrifum frá Íslands- vinunum í Sick Of It All þó að tón- listin sé meira metalskotin. Our Lady Of Annihilation er önnur plata sveitarinnar og sem fyrr gefin út af Trustkill, útgáfu sem hefur vart stigið feilspor hingað til. Frammistaða MPB er römm af afli, framvinda laganna skemmtileg og textagerðin beitt. Hafði sérstaklega gaman af It Runs In The Blood, þar sem söngvarinn, Rob Fusco, sendir ánetjuðum skýr skilaboð; að eymd þeirra hafi ekki eingöngu áhrif á þá sjálfa og að þeim beri að líta í kringum sig í stað þess að hanga í eigin volæði. Á köflum virðist textagerðin þó steyta á skeri, dýptina skortir hér og þar. Í Funeral Photography var að mínu mati fullmikið fengið að láni úr Scratch The Surface með Sick Of It All þó svo að lagið hafi verið ágætt. Quiet Pattern hitti beint mark, áhugaverður hljóð- færaleikur og melódískur milli- kafli kom nokkuð á óvart. Annars var erfitt að týna til einstaka lög, platan er frekar jöfn. Annars býður Most Precious Blood upp á ansi margt þegar upp er staðið. Kraft, hraða og melódísk niðurföll. Var sérstak- lega ánægður með hversu ólík lögin eru innbyrðis en það vill oft verða góðum böndum að falli, að fjölbreytnina skorti. Það virðist ekki vera upp á teningnum hér, hvert lag hefur sinn karakter. Þau gefa Hatebreed allavega rækilegan rassskell með Our Lady Of Annihilation. Most Preci- ous Blood á bara eftir að verða betri. Mjög góð plata. Smári Jósepsson MOST PRECIOUS BLOOD: OUR LADY OF ANNIHILATION 50 CENT Á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. 50 Cent kærður Saksóknarar í máli MichaelsJackson berjast nú fyrir því að viðhalda fjölmiðlabanni á þeim sem hefur verið stefnt til þess að vitna í málinu. Þeir lögðu áherslu á þetta við dómara málsins af ótta við að fjölmiðlafárið sem myndast hefur í kringum málið muni hafa áhrif á kviðdómendur. Þeir segja að það sem rati í blöðin sem „stað- reyndir“ endi alltaf sem „ákafar vangaveltur“ vegna hitans sem er í kringum málið. Fjölmiðlar hafa beðið um að fjölmiðlabanninu verði lyft af málinu og því sækja saksóknarar nú hart að dómara málsins um að framlengja því. Samkvæmt bann- inu má enginn sem tengist því á einhvern hátt, tjá sig um það í fjölmiðlum. Bannið var sett á af ósk fyrrum verjanda Jacksons sem var rekinn á dögunum. ■ MICHAEL JACKSON Hálft ár er í það að réttarhöldin yfir Michael Jackson hefjist. Fjölmiðlafárið í kringum þau er þegar orðið gífurlegt. Barist um fjölmiðlabann

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.