Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 6
6 16. maí 2004 SUNNUDAGURVEISTU SVARIÐ? 1Lögregla hvaða lands ekur nú um áLamborghini-lögreglubíl? 2Hvaða þingmaður líkti forsætisráð-herra við gungu og druslu á Alþingi í fyrradag? 3Ritstjóri hvaða breska dagblaðs sagðiaf sér eftir að í ljós kom að blaðið hafði birt falsaðar myndir af pyntingum breskra hermanna í Írak? Svörin eru á bls. 35 Héraðslögregla á bakvakt komi upp neyðartilfelli: Íbúar Vopnafjarðar vilja lögreglu LÖGREGLUMÁL Engin lögregla hefur verið sýnileg á Vopnafirði um fjögurra vikna skeið. Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri bæjar- félagsins, segir þetta ekki í fyrsta sinn sem ástand sé með þessum hætti. „Ástandið nær ekki nokkurri einustu átt,“ segir hann. Björn Sveinsson, einn af þrem- ur héraðslögreglumönnum, segir að tveir héraðslögreglumenn hafi verið á bakvakt til að sinna bráða- tilfellum, þar á meðal hann sjálf- ur. Þeir kalla til lögreglu frá Eg- ilsstöðum ef nauðsyn krefur. Björn er í fullri vinnu sem raf- virki á staðnum og er óánægður með stöðu mála. „Lögreglan á Egilsstöðum á að sinna vakt hérna, en þeir hafa ekkert sést,“ segir Björn. Milli staðanna eru 135 kílómetrar nú þegar Hellisheiði eystri er ófær, en um 750 manns búa á Vopna- firði. Þorsteinn segir ástandið valda bæjarbúum áhyggjum. „Við teljum okkur eiga rétt á jafn góðri þjónustu hvað þetta varðar eins og aðrir íbúar þessa lands. Ég hef alloft kvartað yfir þessu við sýslumann.“ Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, segir sýslumanns- embættið hafa yfir sjö lögreglu- mönnum og níu héraðslögreglu- mönnum að ráða. Komi eitthvað upp á sé lögregla send á staðinn. Málum hafi verið sinnt en þetta er vissulega vandamál í sambandi við forvarnir. „Ég hef ítrekað sett fram óskir hjá dómsmálaráðuneytinu og fjár- laganefnd um að bætt verði við einni stöðu lögreglumanns á Vopnafirði.“ ■ Bananalýðveldi auðhringa Forsætisráðherra segir lönd verða bananalýðveldi séu auðhringar búnir að ná öllum völdum. Fjölmiðlafrumvarpinu var vísað til þriðju umræðu á Alþingi í gær. Jónína Bjartmarz vill sjá frekari breytingar. Óvíst er hvenær þriðja umræða hefst. ALÞINGI Annarri umræðu um fjöl- miðlafrumvarp forsætisráðherra lauk á Alþingi í gær, en tillaga stjórnarandstöðunnar um að vísa málinu frá var felld. Meirihluti stjórnarflokkanna samþykkti með 30 atkvæðum gegn 27 atkvæðum stjórnarandstöðunnar og Kristins H. Gunnarssonar, Framsóknar- flokki, að málið gengi til þriðju umræðu. Óvissa ríkir um það hvenær þriðja umræða hefst. For- seti Alþingis hefur ekki gefið neitt út um framhald málsins. Orð Jónínu Bjartmarz, Fram- sóknarflokki, vöktu athygli þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Ég samþykki frumvarpið, en geng út frá því að málið verði skoðað fyrir þriðju umræðu,“ sagði hún. Össur Skarphéðinsson, Sam- fylkingunni, sagði þetta þýða að Jónína vildi sjá frekari breytingar á frumvarpinu og að flótti væri að bresta á hjá Framsóknflokknum. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði að þingmenn stjórnar- andstöðunnar hefðu misboðið þingmönnum og þjóð með mál- þófi, og án þess að kynna sér mál- ið til hlítar. Hann sagði margt hafa skýrst á undan- förnum dögum, jafnvel mörg dularfull mál og sagðist lengi hafa átt erfitt með að skilja hvert tilefni hinnar frægu Borgarnesræðu var, en það mál hefði skýrst í umræðum um fjölmiðlafrum- varpið. „Ég hef átt erfitt með að skilja hvers vegna Samfylk- ingin hefur al- gerlega farið í för og föt Norð- urljósa í allri þessari um- ræðu. Þar skilur hvergi á milli, ekki bókstaf. Öll rök sem þaðan koma eru ekki bara tekin gild, heldur étin upp hvert á fætur öðru af talsmönnum Samfylkingarinn- ar. Kannski koma einhverjar skýringar á þessu einn góðan veð- urdag, rétt eins og á því hvers vegna Samfylkingin ákvað fyrir síðustu kosningar að gera þrjú fyrirtæki; Jón Ólafsson, Baug og Kaupþing sérstaklega að sínum fyrirtækjum,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagði það furðulegt að einn stjórnmála- flokkur skyldi kokgleypa og gera að sínum, rök eins fyrirtækis eða eins auðhrings í landinu. „Lönd verða fyrst banana- lýðveldi þegar auðhringar eru búnir að ná öllum völdum og ná undir sig fjölmiðlum og stjórn- málaflokkum. Þetta hefur maður aldrei séð,“ sagði hann og nefndi dæmi. „Þegar fulltrúar Norður- ljósa héldu því fyrst fram að skað- inn af þessu máli gæti verið 300 milljónir, sem mér finnst kunnug- leg tala, þá varð sú fullyrðing étin upp strax,“ sagði Davíð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Samfylkingunni, svaraði: „Hinn pólitíski ófriður hefur gengið of langt í þessu máli. Það urðu skil í málinu í sjónvarpsviðtalinu við forsætisráðherra og það var inn- siglað í þeim dylgjum og þeim óhróðri sem forsætisráðherra hefur hellt yfir okkur.“ bryndis@frettabladid.is STYTTIST Í ÁKÆRU Ríkissaksóknari Noregs segir að ákvörðun verði tekin í næsta mánuði um hvort múslimaklerk- urinn Krekar verði kærður fyrir tengsl við íslömsku samtökin Ansar al-Islam. Krekar hefur nokkrum sinnum verið hand- tekinn við rannsókn málsins en ávallt sleppt aftur. FÆKKA FRIÐARGÆSLULIÐUM Sænska ríkisstjórnin ætlar að kalla heim rúmlega þriðjung þess liðs sem Svíar sendu til friðar- gæslu í Kosovo. 190 friðargæslu- liðar verða kallaðir heim í næsta mánuði og verða þá 330 áfram til staðar í héraðinu róstusama. ■ NORÐURLÖND ENDURKOMU FAGNAÐ Stuðningsmaður Roh fagnar því að forset- inn skuli settur í embætti á ný. Roh Moo-hyun: Tekur aftur við embætti SEÚL, AP Tveimur mánuðum eftir að suður-kóreska þingið vék Roh Moo-hyun forseta úr embætti hefur stjórnlagadómstóll landsins sett hann aftur í embætti. Þingheimur samþykkti 12. mars að víkja Roh úr embætti þar sem hann hefði brotið gegn kosn- ingalögum. Stjórnlagadómstóllinn staðfesti að hann hefði framið lagabrot en ekki nógu alvarlegt til að réttlæta að honum yrði vikið úr embætti. Roh má eiga von á friðsamlegri sambúð við þingið en áður því stuðningsmenn hans unnu mikinn sigur í kosningum eftir að þingið vék honum frá. ■ ÞORSTEINN STEINSSON Sveitarstjóri Vopnafjarðahrepps segir Vopn- firðinga eiga rétt á sömu þjónustu og aðrir íbúar þessa lands. Hann hefur ítrekað ósk- að eftir bót á málum hjá sýslumanni sem hefur komið boðunum áleiðis til dómsmálaráðuneytis. DAVÍÐ ODDSSON Forsætisráðherra sagði það furðulegt að einn stjórnmálaflokkur skyldi kokgleypa og gera að sínum, rök eins fyrirtækis eða eins auðhrings í landinu. JÓNÍNA BJARTMARZ Jónína sagðist ganga út frá því að málið yrði skoðað fyrir þriðju umræðu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T „Hinn póli- tíski ófriður hefur gengið of langt í þessu máli. Það urðu skil í málinu í sjón- varpsviðtalinu við forsætis- ráðherra og það var inn- siglað í þeim dylgjum og þeim óhróðri sem forsætis- ráðherra hef- ur hellt yfir okkur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.