Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 46
Þetta kom mér algerlega áóvart, ég átti alls ekki von á
þessu,“ segir Guðbjörn Guð-
björnsson óperusöngvari, sem ný-
lega var settur deildarstjóri í toll-
gæslunni við Keflavíkurflugvöll.
„En það er ekki búið að skipa
mig. Ég var bara settur deildar-
stjóri til áramóta. Svo verður starf-
ið auglýst og auðvitað vonast ég til
að eiga þá einhverja möguleika.“
Guðbjörn hóf störf hjá tollinum
á Keflavíkurflugvelli árið 1998,
þegar hann kom heim eftir að hafa
sungið við þýsk óperuhús í ein tíu
ár. Ósköp hversdagslegur ofnæm-
iskvilli kippti fótunum algerlega
undan glæsilegum óperuferli og
hann átti ekki annars úrkosta en að
koma heim að leita sér að vinnu.
„Þetta var bara þetta venjulega
frjókornaofnæmi sem svo margir
eru með. Þó maður geti sinnt allri
venjulegri vinnu þá hefur það gíf-
urleg áhrif á sönginn,“ segir Guð-
björn, en tekur fram að þótt rödd-
in standi ekki undir því álagi sem
fylgir föstu starfi í óperunni láti
hann sig ekkert muna um að
syngja einsöng á tónleikum við og
við. Síðast kom hann fram með
Samkór Kópavogs á tónleikum nú
í byrjun vikunnar.
„Ég er að syngja einhvers stað-
ar opinberlega einu sinni eða
tvisvar í mánuði, þannig að ég er
hreint ekkert hættur.“
Í tollinum er Guðbjörn nú yfir-
maður í fraktdeildinni, þar sem
fylgst er grannt með öllum inn-
flutningi sem kemur um Keflavík-
urflugvöll.
„Þetta er allt grænmetið sem
kemur til ykkar og svo er fólk far-
ið að flytja allar tölvur og aðra
tækni með flugi. Fólk áttar sig oft
ekki á því hvað það hefur verið
gífurlega hröð þróun í flugfragt
undanfarið. Aukningin hefur ver-
ið 15-20 prósent á hverju ári.
Þetta eru fleiri fleiri vélar á dag
sem eru að koma.“
Guðbjörn hefur mörg járn í
eldinum. Fyrir utan tollinn er
hann að kenna söng í Nýja söng-
skólanum „Hjartans mál“, sem
hefur aðstöðu í tónlistarhúsinu
Ými við Skógarhlíð.
„Ég fékk leyfi til þess hjá sýslu-
manninum að kenna með vinnu, en
er samt bara með örfáa nemendur.
En það gefur mér óskaplega mikið
og ég get ekki hugsað mér að
sleppa hendinni af því.“
Þar að auki hefur hann verið í
Háskóla Íslands þar sem hann er
langt kominn með BA-nám í
þýsku.
„Ég á bara eftir BA-ritgerðina.
Ég ætlaði að skila henni inn í vor
en þessi stöðuhækkun setti strik í
reikninginn. En ég ætla að klára
ritgerðina í sumarfríinu og út-
skrifast svo fyrir næstu jól með
BA-próf.“ ■
34 16. maí 2004 SUNNUDAGUR
■ FRÉTTIR AF FÓLKI
Þrátt fyrir að gríðarleg spennasé í kringum Ólaf Ragnar
Grímsson forseta þessa dagana
tengist hún í engu væntanlegum
forsetakosningum. Þrír hafa þó
lýst því yfir að þeir hyggist ná fun-
heitum forsetastólnum af Ólafi í
kosningunum en allir virðast þeir
eiga býsna langt í land. Það sem
hefur vakið einna mesta eftirtekt
við mótframbjóðendurna er að
þeir virðast ekki neitt sérstaklega
spenntir fyrir íslenskum konum
og því eru hverfandi líkur á að ís-
lensk kona taki við húsfreyjuhlut-
verkinu á Bessastöðum. Snorri Ás-
mundsson hefur að vísu ekki
flaggað neinni konu í sinni baráttu
en Baldur Ágústsson á enska eig-
inkonu, Jean, og Ástþór Magnús-
son hefur, sem kunnugt er, bundið
trúss sitt við hina rússnesku
Natalíu Wium. Þessum heiðurs-
konum bíður svo það erfiða verk-
efni að sækja að Dorrit frá Ísrael á
meðan íslenskar valkyrjur fylgj-
ast með af hliðarlínunni.
SÖNGELSKUR TOLLVÖRÐUR
GUÐBJÖRN GUÐBJÖRNSSON
■ tenórsöngvari hlaut nýlega
stöðuhækkun í tollinum á Keflavíkur-
flugvelli, þar sem hann er nú
yfirmaður í fraktdeildinni.
Minn fyrirmyndarfrídagur erfyrir framan sjónvarpið að
horfa á knattspyrnuleik. Maður
er kröfuharður og vill helst horfa
á úrslitaleiki með KR,“ segir -
Elísabet Jökulsdóttir rithöf-
undur. „Ég hlakka mikið til þegar
EM byrjar. Þá verða allir dagar
frídagar. Áhorfi eins og því
fylgir djúp slökun.
Það getur líka verið mjög gam-
an að fara með barnabörnin út í
Gróttu og heyra snjallyrði af
þeirra munni og verða vitni að
því hvernig þau upplifa heiminn.
Á frídögum vil ég líka gjarnan
vera uppi á öræfum. Þá er eins og
maður sé lítill guð á stjákli. Mað-
ur er síundrandi og glaður. Þar
mætir maður sjálfum sér. Síðast
þegar ég fór í öræfaferð hugsaði
ég stöðugt um mann sem ég var
skotin í og það var ekki fyrr en ég
fór yfir Vatnajökul að mér tókst
að hætta að hugsa um hann, svo
hættulegt var það ferðalag.
Elísabet segir að sér hafi alltaf
þótt erfitt að fara í frí. „Mér
finnst mjög gaman að vinna og
þurfti að læra að fara í frí og vera
ekki að gera eitthvað óskaplega
mikið. Það er helst að knatt-
spyrna, barnabörnin og hálendis-
ferðir geti dregið mig í frí.“ ■
FRÍDAGURINN
ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR
■ vill helst eyða frídeginum fyrir
framan sjónvarpið þegar góður
fótboltaleikur er á dagskrá.
Knattspyrnudagar
eru frídagar
Söngelskur tollari skoðar grænmeti
HREINT EKKI HÆTTUR AÐ SYNGJA
Guðbjörn Guðbjörnsson, deildarstjóri í tollinum á Keflavíkurflugvelli.
-lang heitastir
Háteigsvegi 7
105 Reykjavík
Sími: 511 1100
Fax: 511 1110
www.ofn.is
ofnasmidjan@ofn.is
Heitir
fallegir
og
Ofnar
Ofnlokar
Handklæðaofnar
Sérpantanir
■ HRÓSIÐ
... fær Friðrik krónprins fyrir að
sýna tilfinningar, eins og sannur
karlmaður, og fella tár þegar
hann stóð andspænis glæsilegri
brúði sinni.
ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR
Það er helst að knattspyrna,
barnabörnin og hálendisferð-
ir geti dregið mig í frí.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Elín Ebba Ásmundsdóttir fékká dögunum aðalviðurkenningu
Brautargengis, námskeiðs á veg-
um Impru fyrir konur sem luma á
viðskiptahugmyndum. Hún var
með áætlun sem lýsir stofnun fyr-
irtækis sem hún nefnir Hlut-
verkasetrið. Hugmyndin lýsir
vinnustað geðsjúkra á batavegi og
fagfólks þar sem ákvarðanir eru
teknar í sameiningu með það að
markmiði að auka virkni einstak-
linga með geðsjúkdóma og að
fleiri taki virkan þátt í samfélag-
inu og snúi frá sjúklingshlutverk-
inu.
„Það sem kom mér út í þetta er
að ég er í samstarfi við Auði Ax-
elsdóttur iðjuþjálfa hjá Heilsu-
gæslunni og Hugarafli, sem er
hópur geðsjúkra í bata sem vilja
hafa áhrif á geðheilbrigðisþjón-
ustuna. Í fyrrasumar vantaði okk-
ur verkefni þegar ég sá að í tilefni
Evrópuárs fatlaðra var verið að
leita eftir hugmyndum til að
styrkja. Þá kviknaði hugmyndin
um Hlutverkasetur sem byggist á
notendarannsóknum á reynslu
geðsjúkra sem virka í bata. Fyrir
þessa hugmynd fengum við hálfa
milljón.“
Í framhaldi af því segir Ebba
að hún hafi farið á námskeið
Impru til að læra að gera við-
skiptaáætlun til að koma hug-
myndinni í framkvæmd. „Það að
viðskiptaáætlunin fékk svona
góðan grunn gefur okkur brautar-
gengi til áframhaldandi sigra.
Þetta er fyrst og fremst sigur fyr-
ir geðsjúka, því áætlunin byggir á
því að virkja þá og með því að við-
urkenna áætlunina er verið að
segja að þeir hafi líka trú á geð-
sjúkum.“
Viðskiptaáætlunin á ekki að
enda ofan í skúffu, heldur eru Ebba
og félagar í viðræðum við ýmsa að-
ila um að hrinda henni í fram-
kvæmd. „Nú er spurningin hver
hoppar fyrst á hugmyndina.“ ■
Sigur fyrir geðsjúka
VERÐLAUN
ELÍN EBBA ÁSMUNDSDÓTTIR
■ Hlaut aðalviðurkenningu Brautargengis. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR, SIGRÚN RAFNSDÓTTIR OG ELÍN EBBA ÁSMUNDSDÓTTIR
Verðlaunahafar Brautargengis ásamt viðskipta- og iðnaðarráðherra.