Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 12
Eftirminnilegasti afmælisdag-urinn minn var þegar ég varð
28 ára,“ segir Ragnheiður Elín
Clausen. „Þá var ég flugfreyja og
áhöfnin lenti í Hamborg í leið-
indaveðri. Einn flugmaðurinn var
svo elskulegur að kíkja með mér
út á lífið vegna þess að ég átti af-
mæli. Mig langaði svo að sjá Her-
bert Strasse, vændisgötuna frægu
á Reperbahn, því þangað hafði ég
aldrei komið. En það er víst
þannig að konur mega ekki ganga
niður götuna því þjónustan er
einungis ætluð karlmönnum. Og
ef konur hætta sér í hverfið þá
mega þær eiga von á því að hlandi
sé skvett yfir þær. Það var mjög
kalt í veðri og vændiskonurnar
héngu því allar inni og voru í raun
eins og gínur í sýningargluggum.
Þetta var svolítið mögnuð sjón og
ég ríghélt í flugmanninn til að
forðast hlandskvetturnar sem ég
slapp sem betur fór við á afmælis-
daginn. Eftir á fundum við okkur
svo huggulegan bar og skemmt-
um okkur vel.“
Þó Ragnheiður hafi sloppið við
öll vandkvæði í þetta skiptið þá
átti hún síðar eftir að fara verr út
úr vændiskonunum. „Það var
nokkurs konar eldskírn fyrir flug-
freyjurnar að fara í þetta hverfi
og því fórum við nokkrum sinnum
þangað. Í eitt skiptið þá kom ein
vændiskona askvaðandi út úr
húsinu og skvetti yfir mig heilu
glasi af því sem ég held og vona
að hafi bara verið vatn. Ég hlýt að
hafa litið ógurlega vel út þetta
kvöld því það var ekkert skvett á
hinar flugfreyjurnar en ég veit
ekki hvort það er kompliment
fyrir mig að hafa veitt vændis-
konunum samkeppni.“
Þó Ragnheiður Elín hafi átt
eftirminnilegan afmælisdag í
vændishverfinu í Hamborg segir
hún afmælin oftast vera róleg. „Í
seinni tíð hef ég oftast farið út að
borða en pabbi heitinn, var líka
vanur að búa til uppáhaldsmatinn
minn, humar með sérstakri
hvítvínssósu á afmælisdaginn
minn.
Í dag ætla ég hins vegar á
kaffihús með góðum vinum og
fara út að ganga með hundana
mína tvo,“ segir Ragnheiður að
lokum, en hundarnir hennar heita
Krumma og Hríma. ■
Fyrir 36 árum ríkti neyðar-ástand í Frakklandi þegar
verkafólk fór í almennt verkfall
með þeim afleiðingum að dagblöð
komu ekki út, flugvélar hófust
ekki á loft og vagnar tveggja
stærstu lestarfélagana stóðu
kyrrir á teinum sínum. Í lok mán-
aðar voru milljónir verkamanna í
verkfalli og útlit var fyrir að
Frakkland væri á barmi rót-
tækrar vinstri byltingar.
Óregluleg nemendamótmæli
hófust 1968 og 3. maí voru stór
mótmæli við Sorbonne-háskólann
brotin á bak aftur af lögreglu.
Nokkur hundruð nemar voru
teknir höndum og tugir slösuðust.
Eftir þennan atburð var
kennsla lögð niður í Sorbonne og
nemendur þyrptust út á götur Lat-
ínuhverfisins til að halda mót-
mælunum áfram. Árekstrar lög-
reglu og nemenda 6. maí leiddu til
þess að hundruðir slösuðust og
eftir enn harðari átök 10. maí end-
uðu um fjögur hundruð manns á
sjúkrahúsi. Meirihluti þeirra voru
lögreglumenn.
30. maí sagði de Gaulle, forseti
Frakklands, í útvarpstilkynningu
að þingið yrði leyst upp og kallað
til þingkosninga. ■
MÓTMÆLI NEMENDA Í PARÍS
Sjöundi áratugurinn hafði verið nokkuð
rólegur í Frakklandi. Ungt fólk, sérstaklega
háskólanemendur voru þó óánægðir,
sérstaklega með, að þeim fannst, úrelt
fyrirkomulag háskólanna og fá
atvinnutækifæri eftir útskrift.
Frakkland á barmi byltingar
12 16. maí 2004 SUNNUDAGUR
■ AFMÆLI
Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður er
58 ára.
■ ANDLÁT
Bernódus Halldórsson lést fimmtu-
daginn 13. maí.
Inga Helma Þorgrímsdóttir lést laugar-
daginn 8. maí. Jarðarförin fór fram í kyrr-
þey.
Ingibjörg M. Þórhallsdóttir, Garðsenda
12, Reykjavík, lést fimmtudaginn 13.
maí.
Stefanía Una Pétursdóttir, Austurbrún
6, Reykjavík, lést fimmtudaginn 6. maí.
Sveinborg J. Kristjánsdóttir, Hringbraut
50, Reykjavík, lést miðvikudaginn 12.
maí.
■ ÞETTA GERÐIST
1717 Voltaire er tekin höndum og
sendur í Bastilluna.
1770 Maria Anoinette, 14 ára, giftist
verðandi konungi Frakklands,
Lúðvík VI, 15 ára.
1920 Jóhanna af Örk er tekin í helgra
manna tölu í Róm.
1929 Fyrstu Óskarsverðlaunin eru veitt
á Hollywood Roosevelt-hótelinu.
Emil Jannings var valinn besti leik-
arinn og Janet Gaynor besta leik-
konan.
1943 Gettóuppreisninni í Varsjá lýkur.
1989 Mikhail Gorbachev og Deng Xia-
oping hittast í Bejing. Með þessu
voraði í samskiptum Rússa og
Kínverja, eftir 30 ára kuldakast.
1990 Prúðuleikarahöfundurinn Jim
Henson deyr.
1991 Elísabet II er fyrsti breski þjóð-
höfðinginn sem heldur ræðu á
bandaríska þinginu.
2002 Star Wars Episode II: Attack of the
Clones er frumsýnd víða um lönd.
16. MAÍ 1968
FRÖNSK MÓTMÆLI
■ Nemendamótmæli breytast
í verkfall milljóna.
JANET JACKSON
Söngkonan sem hætt er að bera á sér
brjóstið í bili er 38 ára í dag.
16. MAÍ
Vikan hjá Elísu Sigurðardótturhandboltakonu verður nokkuð
viðburðarík. Í dag ætlar hún að
horfa á stöllur sínar í íslenska
landsliðinu kljást við Evrópu-
meistara Dani sem hingað eru
komnir til að leika tvo vináttuleiki
gegn stelpunum okkar. Framundan
eru svo lokahóf HSÍ og skírn í fjöl-
skyldunni.
„Þrátt fyrir allt hefur maður
ekki fengið alveg nóg af handbolta
þó ég nenni kannski að spila hann
sjálf,“ segir Elísa en mikið hefur
mætt á henni að undanförnu þar
sem Eyjaliðið lék marga leiki á
fáum dögum og æfði þess á milli.
„Svo þarf ég að koma mér aftur
í gang í vinnunni og ganga líka frá
skóladótinu mínu en ég var að
ljúka prófum.“ Hún er kennari við
Barnaskóla Vestmannaeyja og
stundar, samhliða vinnunni, fjar-
nám við Kennaraháskóla Íslands.
Elísa er borin og barnfædd í
Vestmannaeyjum og líður best þar
í bæ. Kvöldunum ver hún vanalega
heima fyrir, við sjónvarpsgláp eða
lestur. Hún segir lítið um kaffi-
húsaferðir í Eyjum en bregður sér
stundum í molasopa þegar hún er í
Reykjavík.
„Þetta verða að mestu róleg-
heit, ef undan er skilið lokahóf HSÍ
sem verður á Broadway á miðviku-
dagskvöldið. Við Eyjastúlkur
ætlum auðvitað að fjölmenna
þangað,“ segir hún. Þar þarf hún
samt að ganga hægt um gleðinnar
dyr því daginn eftir verður hún
viðstödd skírn bróðurdóttur sinnar
í Vestmannaeyjum. Þeirri stuttu
verður gefið nafnið Bertha og
gegnir Elísa ákveðnum skyldum
við athöfnina því hún er skírnar-
vottur. ■
Vikan sem verður
ELÍSA SIGURÐARDÓTTIR
■ fyrirliði Íslandsmeistara
ÍBV í handbolta.
Landsleikur, lokahóf og skírn
ELÍSA SIGURÐARDÓTTIR
Varð Íslandsmeistari í handbolta í síðustu
viku. Fer á völlinn, Broadway og í skírn í
þessari viku.
Hélt í flugmann til að forðast vændiskonur
RAGNHEIÐUR ELÍN CLAUSEN
Ætlar meðal annars að viðra hundana
Krummu og Hrímu á afmælisdaginn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN JÓHANNESSON
Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áður til heimilis að Laugavegi 85, Reykjavík
Guðbjörg Björnsdóttir
Arndís H. Björnsdóttir
Jóhanna G. Björnsdóttir Tryggvi Eyvindsson
Hildur Björnsdóttir
Ólöf S. Björnsdóttir Magnús Kristmannsson
Arinbjörn Björnsson
afabörn og langafabörn
sem lést fimmtudaginn 6. maí, sl. verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju, mánudaginn 17. maí kl. 15:00.
Þeir sem vildu minnast hans er bent á að láta Dvalar- og
hjúkrunarheimilið Grund, Reykjavík, njóta þess.
AFMÆLI
RAGNHEIÐUR ELÍN CLAUSEN
■ er 36 ára í dag en hún segir eftir-
minnilegasta afmælisdaginn hafa verið í
Herbert Strasse í Hamborg.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T