Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 47
SUNNUDAGUR 16. maí 2004 es.xud.www 21:21 XUD Sænsk hágæðarúm The DUX® Bed m a d e i n S w e d e n „Áratuga reynsla á Íslandi“ DUXIANA Háþróðaður svefnbúnaður Ármúla 10 • 108 Reykjavík Sími: 5689950 7007 XUD FJÖRUGRJÓT Listaverk Árna Johnsen eru komin til Stokkseyrar þar sem þau verða til sýnis á Bryggjunni. Da Vinci lykillinn heitir bóksem mörgum áskotnaðist um jólin og hlaut lof gagnrýnenda,“ segir Karl Sigurbjörnsson biskup í áhugaverðum pistli sem hann birtir á vefsíðunni kirkjan.is þar sem hann gerir hina vinsælu spennusögu Da Vinci lykilinn að umtalsefni. Í Da Vinci lyklinum er gengið út frá kenningum um að María Magðalena hafi verið eiginkona Krists og meintir afkomendur þeirra lenda í ýmsum hremming- um þegar óprúttnir aðilar leggja allt í sölurnar til að varðveita leyndarmálið um kvonfang Krists. „Bókin er forvitnileg áhuga- fólki um kristna trú, guðspjöllin og sögu kirkjunnar, vegna þess sem þar er haldið fram um tilurð þessa. Höfundur hennar, Dan Brown, heldur því fram að sagan sé byggð á staðreyndum. Hún stillir okkur þar með upp frammi fyrir grundvallarspurningum um rætur vestrænnar menningar.“ Það er skemmst frá því að segja að biskup hafði gaman af bókinni en hann dregur þó sann- leiksgildi kenninganna sem hún byggir á stórlega í efa. „Góðar spennusögur eru gulls ígildi. Da Vinci lykillinn hefur allt til að bera sem slík,“ segir biskup í lok- in en bætir við að hann hafi aftur á móti ekki mikla trú á sagnfræði skáldsögunnar „... nema þá ef vera mætti til að vekja athygli á hinni sönnu og sígildu spennusögu sem Nýja testamentið segir um Jesú Krist, Drottinn og frelsara heimsins“. ■ Da Vinci slær ekki Nýja testamentið út BÆKUR KARL SIGURBJÖRNSSON ■ segir góðar spennusögur gulls ígildi og hafði gaman af Da Vinci lyklinum og kann vel að meta þá athygli sem bókin vekur á sannri og sígildri spennusögu Nýja testamentisins. KARL SIGURBJÖRNSSON Las Da Vinci lykilinn sér til ánægju en þrátt fyrir mikla spennu telur hann reyfar- ann ekki toppa spennusögur Biblíunnar. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Umræður í heitum setlaugumsundlauga eru ágætis mæli- kvarði á andlegar sveiflur í þjóðlíf- inu og það hlýtur því að valda for- ystu Framsóknarflokksins nokkrum áhyggjum að góðir og gegnir fram- sóknarmenn sem sækja heitu pott- ana í Sundlaug Kópavogs íhuga nú margir að segja skilið við sinn gamla flokk. Þessar hræringar í Kópavogspottinum munu þó vart skipta sköpum fyrir flokkinn þar sem fjöldi góðra og gegnra fram- sóknarmanna í þeim potti mun vart skipta sköpum í kosningum þótt þeim hafi ítrekað tekist að tryggja Sigurði Geirdal bæjarstjórastólinn. Öllu alvarlegra yrði ástandið ef uppreisnarandinn í Kópavoginum bærist yfir í Vesturbæjarlaugina í Reykjavík en í heita pottinum þar er Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra einn af lykilmönnum flokksins auk þess sem sjálfur landbún- aðarráðherra, Guðni Ágústsson, á það til að láta sjá sig til þess að ræða veðr- ið og margbrotið eðli mannskepn- unnar. Það myndi því væntanlega ekki blasa neitt annað en klofningur við gamla bændaflokknum ef pott- verjar í Vesturbænum færu að efast um stefnuna. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Ítalíu Steingrímur J. Sigfússon Daily Mirror

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.