Tíminn - 01.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.09.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 1. september 1972 TÍMINN 7 Karlmenn i fvrra lifi Tvær kynbombur og leik- konur i Hollywood trúa því statt og stöðugt, að þær hafi lifað áður fyrir nokkrum hundruðum ára, og að þær hafi þá verið karlmenn. Þær, sem þessu trúa, eru Faye Dunaway og Elke Sommer. Elke Sommer segir: ,,Ég veit fyrir vist, að ég var uppi á fimmtu eða sjöttu öld, og þá var ég karlmaður. Þess vegna er ég svona l'ær i að teikna býzaitiskar myndir. Þá var ég málari”. Faye Dunnaway segist hafa verið rit- höfundur, og hafa verið uppi á 17. öld, og hafi þá búið i Eng- landi. Og enn fyrr segist hún einnig hafa lifað, en þá i Aþenu. Ég hef nokkrum sinnum rætt við stjarnfræðing um endur- fæðingu. Þá hel'ur komið fram það eitt, sem ég hef taliö mig vita áöur. Einnig er ég vissum, að maðurinn, sem ég hitti fyrir einu ári, og bý nú með, Harris Yulin, hai'i verið mér samtiða á fyrra tilverustigi. Þess vegna var það, að við féllum hvort fyrir öðru um leið og við hittumst. Dunaway Jógúrt er heilsubætandi Jógúrt hefur marga góða eig- inleika, segir APN frétt og hún hefur verið notuð til lækninga. Hún var unnin úr sauðamjólk og notuð til lækninga við sólbruna, máttleysi og svefnleysi og einn- ig var hún notuð við bitum eitur- slangna. Rannsóknafólk Mikró- bakteriustofnunarinnar við Vis- indaakademiu Armeniu gátu betrumbætt þessa vöru með þvi að breyta mikróflóru bakteri- anna i henni. Visindamenn margra landa hafa fengið áhuga á jógúrt og lækningamátti henn- ar. Japanir hafa komið fram með það, að hún hefur ekki að- eins góð áhrif á liffæri manns- ins. heldur eykur hún að mikl- um mun starf blóðmyndunarlif- a? Smávegis tölfræði Mannfjölgunarsérfræðingar SÞ hafa reiknað það út, að árið 2000 muni mannfjöldi þróunar- landanna hafa tvöfaldazt frá þvi, sem nú er, en 45 prósent aukning orðið frá þvi, sem nú er i þróuðum kapitaliskum og sósi- aliskum löndum. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum og spá- dómum sérfræðinga, mun ibúa- tala Sovétrikjanna verða 303 milljónir árið 1990, i Búlgariu 9.5 milljónir, i Ungverjalandi 11 milljónir, i Austur-Þýzkalandi 17.8 milljónir, Póllandi 37.3 milljónir og i Tékkóslóvakiu 15.9 milljónir. Sommer Tekinn fyrir ósnyrtimennsku Griskur læknir var að aka um götur Aþenu nú nýverið, og kastaði þá hálfbrunninni siga- rettu út um bilglugga sinn. Hann átti þó sannarlega eftir að sjá eftir þessu kæruleysi sinu, þviibilnum, sem var næst á eftir honum sat varaforsætisráð- herra iandsins Stylianos Pattakos, sem er mjög áhuga- samur um snyrtimennsku. Lét hann þegar i stað stöðva bifreið læknisins, og skipaði honum að bakka, og taka upp aftur siga- rettustubbinn. Fangarnir i appelsinurauöum samfestingum Akveðið hefur verið, að allir fangar i Redwood City fangels- inu i Kaliforniu verði framvegis klæddir appelsinulitum fanga- fötum. Þetta er gert til þess að auðveldara verði að koma auga á fangana og finna þá, ef þeir sleppa út, segir Donald Harnett fangelsisstjóri. Akvörðunin var tekin eftir að niu fangar gerðu sér litið fyrir og gengu út úr fangelsinu i marz i vetur. Þeir voru allir klæddir ljósbláum búningum, og héldu dyraverð- irnir, að þarna væru á ferð hreinsunarmenn úr fangelsinu. Fjórir þessara niu fanga eru enn ófundnir, og lögreglustjór- í Kaupmannahöfn eru þeir lika söluvara Flemming er laglegur og myndalegur ungur maður. Hann er söluvara i Kaup- mannahöfn, þvi þar eru það ekki aðeins stúlkurnar sem selja sig. Ef Flemming eyðir þremur dögum á lúxushóteli með fimmtugri bandariskri konu, fær hann fyrir það 500 dollara, eða um 45 þúsund krónur. Dálagleg laun það. Annars hefur Felmming akstur að atvinnu sinni. Hann ekur áætlunarbilum, sem flytja ferðamenn milli staða i Kaup- mannahöfn. Hann er i þröng- sniðinni skyrtu, með dökkblátt hálsbindi og i þröngum buxum. Konurnar i bilnúm virða hann fyrir sér með áhuga, og kannski snýr einhver þeirra sér að fararstjóranum, sem er kven- maður, og biður hana að koma þvi svo fyrir, að hún fái að hitta Flemming. Konan er stundum komin hátt á fimmtugs aldur, eða þar yfir. Hún býður Flemming á Sheraton- hótelið i Kaupmannahöfn, ^og eftir þrjá daga heldur hún áfram ferð sinni i Vikingá, ferðinni um Skandinaviu. inn i borginni, Earl Whitmore hefur heitið þvi, að láta ekki skera hár sitt fyrr en þeir finn- ast. — Ég bað þig svo vel að hafa hanzka. en þú viidir ekki hlusta á mömmu gömlu * Jónmundur fékk nafnlaust bréf, i hverju stóð: Setjið hálfa milljón króna i umslagi undir fyrsta tré til vinstri i Hljómskálagarðinum, annars rænum við konu yðar. Jónmundur fór i garðinn, setti umslag undir tréð, en i þvi var að- eins miði og á honum stóð: — Ég á enga peninga, en ég reikna með, að þið standið við loforðið. Ungi leikarinn kom ljómandi af gleði heim til foreldra sinna og sagði: — Ég fékk hlutverk! Ég á að leika mann, sem hefur verið kvæntur sömu konunni i 18 ár. — Já svaraði faðir hans rólega. — Þetta er þó alltaf byrjun. Ein- hvern tima færðu kannske hlut- verk. þar sem þú getur fengið að segja eitthvað. Úr rukkunarbréfi: Auk þess getum við frætt yður á þvi, að við höfum gert meira fyrir yður, en sjálf móðir yðar. Við höfum beðið yðar með eftirvæntingu i 12 mán- uði ... — Hann er að reyna aö hætta að reykja. . Hjónin vöknuðu um miðja nótt og frúin æpti i skelfingu: — Al- freð, það iskrar i mús niðri i stofu! — Nú, og hvaö með það, svar- aði hinn úrilli eiginmaður. — Á ég að fara og smyrja hana kannski? — Ég fæ krónu i hvert sinn, sem ég tek lýsið mitt. — Hvað gerirðu við pening- ana? — Set þá i sparibaukinn og svo kaupir mamma lýsi fyrir þá. DENNI DÆMALAUSI Maður gctur heyrt það á þvi, hvað liann kann að segja, að fyrri eig- andi hans hefur annaöhvort verið ræningi, vörubilstjóri eöa golf- maður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.