Tíminn - 01.09.1972, Blaðsíða 23
Föstudagur 1. september 1972
TÍMINN
23
JÓN GUNNARSSON
arodda, þó nær suðurlandinu. Við
sjóinn innan við Mýrafell er svo-
nefnt Hrólfsnaust, raunar fjár-
hús, og þar lágu við sjómenn.
Þangaö hélt sýslumaður, og mun
hafa komið þangað um klukkan
fjögur, er bátar komu úr róðri.
bar var bátur, sem Kristján i
Meira-Garði átti, og á honum var
faðir minn formaður. Til hans
sneri Hannes Hafstein sér og baö
hann að ferja sig út i togarann.
Faðir minn var tregur til þess,
þvi að liklega hefur þá Dýrfirð-
ingana grunað, að Bretinn myndi
sýna tennurnar, en lét þó til leið-
ast vegna brýnnar nauðsynjar,
enda sótti sýslumaður málið fast.
Einn bátverja, Guðni frá Kambi,
miðaldra barnamaður, neitaði þó
með öllu að gefa sig i þetta, og bar
það til, að hann hefði dreymt illa
— þóttist af þvi mega ráða, aö
eitthvað illt vofði yfir. Þeir urðu
þess vegna sex, sem á bátinn
fóru, Hannes sýslumaður og
Guðjón, sendimaður Matthiasar,
faðir minn, Jón Þórðarson i
Meira-Garði, móðurbróðir minn
miðaldra, Jón Gunnarsson,
vinnumaður á Mýrum, og Guð-
mundur Jónsson, átján ára piltur
frá Lækjarósi.
Kvis var á um það, að skip-
stjórinn hefði fengið visbendingu
um það úr landi, hvað i vændum
væri, en ekki ætlað Hannes Haf-
stein jafnskjótan i förum og hann
var og viljað nota lognið þarna
innfjarðar fram á kvöldið. Þeir
komu þvi að skipinu með vörpuna
i togi og renndu að þvi. Hannes
Hafstein var i þykkri kápu, og
stóð hann nú upp, ásamt Guð-
jóni, og fletti frá sér kápunni, svo
að einkennisbúningurinn kæmi i
ljós. Hinir lágu á árum. Krafðist
Hannes þess, að sér yrði leyfð
uppganga á skipið, en skipverjar
höfðu uppi barefli og vatnsslöng-
ur við borðstokkinn og létu ófriö-
lega. Meðan þessu fór fram dróst
báturinn aftur með hlið skipsins,
er seig hægt áfram, og höfðu ein-
hverjir bátverjar hönd á streng
þeim, sem botnvarpan var dregin
með, þegar kom aftur fyrir skut-
inn.
— Og þá var höggið látið riða?
— Þessu er svo lýst i Þjóðólfi,
og það staðfestir Matthias ólafs-
son raunar i frásögn sinni, að allt
i einu hafi verið slakað á strengn-
um. Við það stakk báturinn niður
stefni. 1 næstu andrá var rykkt i
strenginn, sem slóst þá yfir hnýf-
ilinn og færði bátinn i kaf. En rétt
áður en hann sökk, var stórri ár
skutlað frá skipinu. Henni var
miðað á sýslumann, en hæfði
hann ekki, þv.i að hann vék sér
undan — þannig segist Þjóðólfi
frá.
— Og skipshöfnin hafðist ekkert
að, þó að svona færi?
— Nei. Guðjón og Jón Gunnars-
son urðu ekki viðskila við bátinn
— þeim skaut upp með honum og
gátu hamið sig á honum marandi
i sjólokunum. Jón Þórðarson náði
taki á ár og flaut á henni, en faðir
minn, Hannes Hafstein og Guð-
mundur frá'Lækjarósi náðu ekki i
neitt sér til bjargar. En það gerði
gæfumuninn, að Hannes var
syndur og náði taki á bátssigl-
unni, er hánn haföi velkzt iengi i
sjónum i vaðstigvélum og þung-
um yfirfrakkanum, en hinir
drukknuðu, faðir minn og Guð-
mundur. Og árin nægði Jóni,
móðurbróður minum ekki heldur
til lifs — hann drukknaði þarna
lika. Og þeir á togaranum hljóta
að hafa horft á þá brjótast um i
JÓN ÞÓRÐARSON
— einn meöal þeirra, sem
drukknuðu.
GUÐJÓN FRIÐRIKSSON
sjólokunum, hangandi á árinni,
þarna rétt aftan við skipið.
— Sást þetta úr landi?
— 1 Haukadal var maður, sem
hét Guðmundur Eggertsson,
gamall maður og virðulegur.
Hann haföi fylgzt með þessu i
sjónauka. Ólafur Ólafsson, sem
seinna var skólastjóri á Þingeyri,
var þar, þá drengur, og hann
sagði mér einhvern tima, að hann
hefði séð, þegar Guðmundur var
að virða togarann fyrir sér i sjón-
auka sinum. Allt i einu kastaði
hann honum frá sér og hljóp i átt
til sjávar, og þetta varð Ólafi svo
minnisstætt af þvi, að hann hefði
aldrei fyrr séð Guðmund hlaupa.
Það voru vist tveir bátar, sem
mannaðir voru I Haukadal, þótt
ekki færi nema annar alla leið að
togaranum, og þegar þeir voru
komnir langleiðina vörpuðu skip-
verjar loks bjarghring i sjóinn.
Fram að þvi höfðu þeir bara horft
ingur hafi líka gert, að minnsta
kosti vestra. Og ekki bætti úr
skák, að á þessum togara var is-
lenzkur maður. En hann mun
hafa grunað, að hann ætti ekki sjö
dagana sæla hérlendis eftir þetta.
Togarinn hélt beina leið til Kefla-
vikur. Þar syðra vissi þá enginn,
hvað gerzt hafði, þvi að ekki var
siminn. Ég las einmitt i haust i
endurminningum Mörtu Jóns-
dóttur, hve krökkunum i Keflavik
varð starsýnt á þennan islénzka
mann, þegar hann kom á land:
Hann dreif konu sina og börn út i
togarann og hafði svo hraðan á,
að undrum sætti. Eitthvað hefur
rekið á eftir honum. Hann kom
aldrei aftur hingaö til landsins, en
seinna spurðist, hvað olli asan-
um, sem á honum var.
— Var skipstjóranum aldrei
refsað?
— Þaö var heitið á stjórnvöld
landsins að knýja á dönsku
Sólveig Þóröardóttir og synir hennar: Siguröur, sem lengi
var jarðræktarmaöur i Húnavatnssýslu og seinast húsvörö-
ur igagnfræöaskólanumviö Vonarsfræti, og til hægri Ingi-
mar kennari, sem segir þá sögu, er rakin er á síðunni á und-
an.
á, og skipsbáturinn var aldrei los-
aður. Það er sagt, að þeir Guðjón
og Jón Gunnarsson hafi verið
búnir að marghrópa upp á togar-
ann og spyrja, hvort ekki ætti að
reyna björgun, en fengið þau svör
ein, að menn væru að búa sig til
þess.
Nú, til sýslumannsins vörpuðu
þeir kaðli, svo að hann hefur að
minnsta kosti verið þarna rétt við
skipshliðina, og innbyrtu hann
siðan með þeim hætti, að þeir
festu i honum krókstjaka. Hann
var þá rænulitill orðinn, en missti
samt aldrei meðvitund. Og sem
hann lá þarna magnþrota uppi á
tunnum á þilfarinu — þar lögðu
þeir hann — þá seildist einn skip-
verjanna, er hann ætlaði vera
matsvein , eftir tygilhnifi, er
hann var með i slíðrum, og otaði
að honum, likt og til ögrunar.
Guðjón og Jón kðmust einnig upp
á skipið, og þá vildu þeir fá niður i
vélarrúmið. En þeir bjuggust
ekki við neinu góðu og þágu ekki
boðið.
Haukdælir réðust þegar til upp-
göngu, er þeir komu að togaran-
um, og tóku mennina, án þess
reynt væri að tálma gerðum
þeirra. Liki Jóns Þórðarsonar,
sem sennilega hefur flotið á sjón-
um, náðu þeir lika. En Eng-
lendingar innbyrtu vörpu sina hið
skjótasta og sigldu siðan út fjörð-
inn.
— Sætti þessi verknaður ekki
hörðum dómum?
— Það má nú nærri geta — það
verður ekki annað séð en þetta
hafi verið viljaverk, manndráp.
Blöðin töluðu lika hiklaust um
morð, og það ætla ég, aö almenn-
stjórnina að sækja málið i Eng-
landi. Þó mun aldrei hafa verið
blakað við skipstjóranum þar. En
skömmu siðar en slysið varð, var
hann tekinn við Jótlandsskaga i
landhelgi. Svo hittist á, að
Tryggvi Gunnarsson hafði tekið
sér far til Hafnar með Láru, og
sáu farþegar, þegar togarinn var
tekinn. t Höfn frétti hann, að
togarinn hefði heitið Royalist.
SÓLVEIG ÞÓRÐARDÓTTIR
— meö henni er Guðbjörg, dóttir
hennar — litla stúlkan, sem
dó i faömi hennar á jólanóttina
1906.
Hjónin á Kessastööum i Dýrafiröi, Sólveig Þóröardóttir og
Jóhannes Guömundsson, smiöur og stýrimaöur.
Hann gerði yfirvöldum þegar við-
vart um atburðinn á Dýrafirði, og
vist er það, að hæstiréttur Dana
dæmdi Nilson að lokum i tveggja
ára fangelsi, og enn fremur skyldi
hann greiða ekkjunum bætur,
móður minni 3600 krónur og ekkju
Jóns Þórðarsonar 1100 krónur.
Vafasamara er, hvort hann var
að ráði i fangelsi. 1 janúarmánuöi
1902 fórst hann svo við kletta ná-
lægt Grindavik, ásamt allri áhöfn
sinni, ellefu mönnum. Hann var
þá á togara, sem hét Anlaby, og
mun þetta hafa verið fyrsta ferð
hans á tslandsmið á þvi skipi. Það
var lokauppgjör tilverunnar við
hann.
En geta verður þess, að einu
sinni hitti ég mann i Hafnarfirði,
Þórð Einarsson, sem taldi sig
vita, að Nilson hefði ekki verið
jafnvondur og hann var almennt
talinn. Stýrimaður hefði verið á
vakt, er mennirnir drukknuðu, og
skipstjóri neðan þilja. Ég get eng-
an dóm lagt á það, hvað hæft kann
að vera i þessu.
— Manst þú sjálfur þessa at-
buröi?
— Það er auðvitað margt óljóst
fyrir mér. Ég hef þetta náttúrlega
mest eftir frásögn annarra. En
eitt stendur mér 1 jóslifandi fyrir
hugskotssjónum. Móðir min hafði
farið út að Mýrum, og þá voru
systurnar þar, Ingibjörg og
Guðný, að tala um það sin á milli,
hvor þeirra ættu að segja henni
tiðindin. t sama bili kom móðir
min þar að, sem þær voru, syst-
urnar, og sagöist vita, hvernig
komið væri. Jóhannes heföi ætlað
að vera kominn heim um þetta
leyti. En fyrst svo var ekki, hlyti
eitthvað að vera að. Hún hefði
alltaf mátt treysta orðum hans,
hann hefði aldrei brugðizt sér á
nokkurn hátt.
Svo var sent eftir mér, og ég
man það alla ævi, að hún lá grát-
andi uppi i rúmi, þegar ég kom
inn. Svo fast hefur þetta grópazt i
hug minn, að ég man, að hún lá á
vinstri hliðinni. Ég man lika orð
hennar: Nú ætti ég engan föður,
nema guð á himninum. Þá kast-
aði ég mér á hnén við rúmstokk-
inn og sagöi, að hún mætti ekki
deyja lika.
— Hvað tók svo við fyrir ykkur?
Fenguð þið einhverjar bætur?
— Ég hef nú aldrei heyrt neitt
um þessar bætur, sem Nilson átti
aö greiða og þykist vita, að þær
hafi aldrei komið til skila. Við
heföum veriö rik, ef við heföum
fengið þær — þrjú þúsund og sex
hundruð krónur En á alþingi árið
1901 var þetta mál tekið fyrir, og
samþykkt að greiða móður minni
tvö hundruö krónur á ári.
Fimmtiu krónur átti hún sjálf að
fá og hvert barn fimmtiu krónur.
Þessi barnalifeyrir skyldi þó falla
niður fermingaráriö, og greiðslan
til móður minnar, þegar siðasta
barnið hefði verið fermt. Við
þetta var staðið. Aðrir, sem
misstu sina, munu ekki hafa feng-
ið neitt. Þetta byggðist á þvi, að
faðir minn var kvæntur og átti
börn. Þannig var þeim hygglað,
sem höfðu svo að segja horft á
ástvini sina drepna i þjónustu
landsins. En heima i héraði var
skotið saman eins og oft tiðkaðist
og skipt á milli allra.
— Hvað tók móðir þin til
bragðs?
— Hjónin á Mýrum buöust til
þess að taka eitt barnanna i fóst-
ur, og auðvitað var ekki i kot vis-
að að alast upp á þvi heimili. En
hún hafði mikið misst, mann sinn
og eina albróöur sinn, sem henni
var harla kær. Hún get ekki hugs-
að til þess að sleppa hendinni af
neinu okkar. Þetta leystist svo, að
Kristján og Sigriður i MeiraGaröi
buðu henni að vera hjá sér með
börnin öll. Við fengum þar inni
fyrst i stað i litlum bæ, sem Jón,
frændi minn, hafði átt, og þar var
móðir min sjálfrar sin, sem kall-
að var. Yngsta barnið, bróður
minn, tóku Meira-Garðshjónin i
fæði, en móðir min hjálpaði til i
staðinn hvað hún gat, mjólkaði i
kvium og vann i heyi. Svo vorum
við krakkarnir notaöir til snún-
inga eins og gengur. Móðir min
átti lika alltaf fáeinar kindur, og
ég gat ekki annaö sagt en okkur
liöi bærilega. Þaö var þröngt um
vik og varð aö halda vel á öllu, en
við bjuggum ekki við skort.
Hjónin i Meira-Garði voru af-
bragðsmanneskjur, og þau hlupu
undir bagga með fleiri en okkur.
Sama haustiö og þau tóku
mömmu og okkur öll, tóku þau i
fóstur nýfætt barn, tvibura — það
var Finnbogi Sigurðsson banka-
ritari faðir Hannesar læknis.Og
þegar kona i sveitinni dó af
barnsförum árið 1901, tóku þau
það barn lika. Það er Rannveig,
húsfreyja i Stóru Sandvik i Flóa,
ekkja Ara Páls-Við vorum þarna
átta börn á bænum, og nú erum
við þrjú eftir — ég, Rannveig og
Guðmundur Guðni Kristjánsson,
sem var skrifstofustjóri rafveit-
unnar á ísafirði, faðir séra Lárus-
ar i Holti.
— Höfðust þið við i litla bænum
til frambúðar?
— Nei. Þar vorum við ekki lengi
— þetta var raunar ekki annað en
pallur i innanverðu húsi og
moldargólf fyrir framan, þar sem
kaminan var. Einn morguninn,
þegar mamma opnaði bæinn var
fennt fyrir dyrnar. Hurðin opnað-
ist inn, og það hafði verið stórhrið
um nóttina. Nei — við vorum ekki
nema einn vetur i litla bænum.
svo bjuggum viö fjögur ár á svo-
kölluðu búrlofti. Þaö var tvær
rúmlengdir, breiddin svipuö og i
venjulegri baðstofu, en risið anzi
lágt, svo að fullorðinn maður gat
ekki staðið uppréttur nema undir
mæninum. En það var hlýtt
þarna. Svo var byggður nýr bær i
Meira-Garði, og þá fékk mamma
að byggja sér skúr við endann á
húsinu, og þar fengum við þokka-
legasta húsnæöi, þóttt litið væri.
— Komust öll systkinin upp?
— Nei, systir min dó á barns-
aldri. Hún fékk berkla og var veik
i fjögur ár. I tvo vetur varð
mamma aö kosta sjúkralegu
hennar á Þingeyri, og það hefur
auðvitað verið henni þungur
baggi. Seinast var hún heima
hálft annað ár. Hún dó á jólanótt-
ina 1906. Döpur jólanótt, það. En
það er önnur sagú.
Þrátt fyrir skuggana á ég góðar
minningar að heiman. Heimilið
var mannmargt, sextán til átján
manns, og heimilislifiö ánægju-
legt. Þar voru lesnar sögur á
kvöldvökum, og þar voru lesnir
húslestrar allan veturinn. Sigrið-
ur húsfreyja, við kölluðum hana
Framhald á 27. siðu.