Tíminn - 01.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.09.1972, Blaðsíða 1
K3NIS FRYSTIKISTUR RAFTORti SÍMI: 26660 RAFIflJAN SÉMI: 19294 197. tölublað —Föstudagur 1. sept. —56. árgangur R H, kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 mar 18395 & 86500 „Landhelgin verður varin með öllum tiltækum ráðum Góðir íslendingar. í dag 1. septem ber gengur i gildi reglu- gerðin um útfærslu fisk- veiðimarkanna. Frá og með deginum i dag verður þvi fiskveiðilög- sagan við ísland 50 sjó- milur út frá grunnlinum. Þessi stækkun fiskveiði- lögsögunnar er byggð á einróma ályktun Alþing- is. Að baki hennar stendur þjóðin öll, hver einasti íslendingur. Slik þjóðarsamstaða er fá- tið. í henni felst mikill styrkur. Hún byggist á þeirri sannfæringu hvers íslendings, að þessi ákvörðun sé rétt- mæt, lögleg og óhjá- kvæmileg vegna fram- tiðartilveru þjóðarinnar og raunar einnig til varðveizlu matvæla- forðabúrs fyrir aðrar þjóðir. Hún byggist á Framhald á bls. 6 - ávarp Úlafs Jóhannessonar forsætisráðherra Fánann að húni! Þess er vænzt, að aliir, sem fánastöng eiga, dragi fána að húni i dag, minn- ugir þess, að nú er brotið i blað i sögu þióðarinnar og spor stigið, er jafnan mun verða talið eitt hið merk- asta í baráttu hennar fyrir lifi sinu og framtiðarvon- um. Viðtal við Einar Agústsson utanríkisráðherra er á bls. 10 Viðtal við Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra er á bls. 9 LANDSSÖFNUN HAFIN TIL EFLINGAR LANDHELGISSJÓÐI i Frá stofnfundi Landhelgissamtakanna I gærmorgun. Fyrir enda borðsins er ólafur Jóhannesson for- sætisráöherra. _ A myndinni má sjá m.a. biskupinn yfir tslandi herra Sigurbjörn Einarsson, Jon Sigurösson formann Sjómannasambands Islands, Kristján Thorlacius ráöuneytisstjóra, Hjálmar R. Bárðason siglingamálastjóra, liristján Ragnarsson, formann LIÚ, og fleiri. A fundi sinum þriðjudaginn 29. ágúst samþykkti rfkis- stjórnin svohljóðandi tillögu forsætisráöherra: „Rikisstjórnin samþykkir að beita sér fyrir almennri fjársöfnun um allt land til efl- ingar landhelgisgæzlunni — landssöfnun til Landhelgis- sjóðs — i þeim átökum, sem framundan kunna að vera vi6 þau skip, sem ekki vilja viröa hin nvjii fiskveiðimörk. Skal sett á fót nefnd áhugamanna frá stjórnmálaflokkum, hags- munasamtökum og ýmsum félögum til að hafa forgöngu um þessa fjársöfnun." Til þess að hrinda málinu i framkvæmd boðaði Ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra liðlega 40 manns til fundar i dag og gerði þeim grein fyrir hugmyndinni um landssöfnun til landhelgissjóðs. Sagði hann m.a., aö með þessu yrði þjóð- inni allri, einstaklingum jafnt sem félögum, fyrirtækjum og stofnunum, gefinn kostur á að taka þátt i að efla landhelgis- gæzluna og sýna i verki vilja sinn til þess aö standa vörö um lifshagsmuni þjóðarinnar i landhelgismálinu. Undirtektir fundarmanna voru mjög góðar og skrifuðu allir fundarmeni* undir svo- hljóöandi ávarp: „tslenzka þjóðin hefur lengi gert sér þess fulla grein, að fiskimiðin við laudið eru fjör- egg hennar og liftrygging uni ókomin ár. Bitur reynsla og glögg visindi sanna ótvirætt, að þessi lifsbjargarvegur er í bráðri hættu, og þvi hlýtur þjóðin nú að neyta þess lifs- réttar sins að færa fiskveiði- lögsöguna i fimmtiu sjómilur i þessum áfanga. Um þetta er lit'iri jal'n samhuga og i sjálfri þjóðfrelsisbaráttunni, og margir hafa látið i ljós óskir um, að tækifæri gæfist til þess að sýna þann samhug i áþreifanlegu verki. Landhelgisgæzlan er traust okkar og hald i þeirri baráttu, sem fram undan er, og hlutur hennar mun nú stóraukast að gildi og verkefnum, ekki að- Frh. á bls. 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.