Tíminn - 01.09.1972, Blaðsíða 24

Tíminn - 01.09.1972, Blaðsíða 24
24 TtMINN Föstudagur 1. september 1972 Fyrsta gull V-Þýzkalands í frjálsum: Vassilios Papageorpouios. Grikki fékk Rosendahl hlaut fyrstu gullverðlaunin i frjálsum iþróttu um i Munchen, er hún sigraði langstökk kvenna. Hin 25 ára gamla Heide Rosendahl, sem er iþróttakennari að mennt, sigraði i lang- stökki kvenna á OL- leikunum i Miinchen, er hún stökk 6.78. m. Flest- ir spáðu þessari ungu og liflegu stúlku sigri i keppninni, en sá sigur hékk á bláþræði — geysi leg keppni var á milli hennar, Diönnu Yorgova frá Búlgariu og Evu Suranova frá Tékkóslóvakiu, sem var i þriðja sæti með 6.67.m. Ileimsmethafinn (6.87 m.) V-Þýzki Rosendahl, bar sigur úr bitum, á stökki sem var aðeins á OL-leikun- . ,. .. . einum sentimetralengra en stökk Diönnu Yorgova. Þegar úrslitin urðu kunn — urðu gifurleg fagnaðarlæti á áhorfendapöllunum, þvi að með þessum sigri fengu V-Þjóðverjar fyrsta gullpening frjáls- iþróttakeppninnar, sem hófst i gær. Rosendahl er ein allra vinsæl- asta frjálsiþróttastjarna V- Þýzkalands og binda Þjóðverjar miklar vonir við hana á leikun- um. Hún er talin sigurstrangleg- ust f fimmtarþraut kvenna og einnig tekur hún þátt i 4x100 m. boðhlaupssveit kvenna. En vestur-þýzka kvennasveitin hefur náð bezta tima i ár i boðhlaupinu, 43,3 sek. Rosendahl hefur hlaupið 100 m. á frábærum tima, eða 11,3 sek. Annars urðu úrslit þessi i langstökki kvenna: 1. Heide Rosendahl, V»Þýzkal 6.78 2. Dlana Yrgova, Búlgariu 6.77 3. Eva Suranova, Tékkó. 6.67 4. Marcia Garbey, Kúbu 6.52 5. Heidi Schueller, V-Þýzkal. 6.51 Rosendahl sigraði Diönu Yorgova í langstökkinu - fögnuðurinn á áhorfendapöllunum varð gífurlegur ísland í 8 liða úrslit í handknattleik? úr því fæst skorið í kvöld t kvöld fæst úr þvi skorið, hvort Islenzka liöið i handknattl. kemst l K-liða úrslitin á OL-leikunum I Múnchen. tslenzka liðið mætir þá Tékkum, sem sigruðu Túnismenn með yfirburðum á miðvikudags- kvöldið s.l. tslenzku leikmennirn- Danir töpuðu íran kom á óvart Ungverjaland vann Dan- mörk i knattspyrnu 2:0 á OL- leikunumog eru liðin búin að tryggja sér þátttöku i 8-liöa úrslitunum. Iran kom mjög á óvart i knattspyrnukeppn- inni, með þvi að sigra Brasiliumenn 1:0, en eins og menn muna þá var Brasiliu- mönnum spáð sigri i knatt- spyrnukeppninni. ir, sem sáu Tékka ieika þá, telja ekki útilokað, að þeir geti sigrað Tékka i leiknum i kvöld. Til þess að sigra Tékka i kvöld, veröur islenzka liöið aö sýna beittari sóknarleik, heldur en það sýndi gegn A-Þýzkalandi. En gegn A-Þjóðverjum lék liðið ein- ungis upp á að losa um fyrir linu- mönnum liðsins — fá mörk voru skoruð meö langskotum. Er þaö ólikt islenzkum handknattleik, eins og hann hefur verið leikinn undanfarin ár — þá var aðalstolt Islands, hvað landslið okkar átti margar frábærar langskyttur, sem voru heimsfrægar og ógn- vekjandi hvaða landsliöi I heim- inum. Það eru ekki mörg ár sið- an, aöeins 2-3 linumenn voru i is- lenzka landsliðinu, nú er þetta orðiö þveröfugt — aðeins 2-3 lang- skyttur eru nú i islenzka landslið- inu, ef langskyttur skal kalla. Mexikó frá 400 m. Hemery hljóp 400 m grindahlaup á 49,72 sek. Ólympiumeistarinn grindahlaupi David Tekst Hemery að halda OL-meistaratitlinum, sem hann fékk fyrir 400 m. grindahlaup á OL-leikunum i Mexikó 1968? Hemery, náði beztum tima i undanriðlunum i hlaupinu 49.72 sek. Hemery var ekki spáð sigri i greininni á OL-1. i Múnchen, virðist hann vera að sækja i sig veðrið og verður gaman að fylgjast með honum og gá hvort hann haldi OL-titlinum. Hann á örugglega eftir að blanda sér i úrslitabar- áttuna, þó að þar verði við erfiða keppinauta að glima, eins og t.d. Mil- burn, USA, Davenport, USA og A-Þjóðverjann Siebeck, en þessir þrir menn voru taldir sigur- stranglegustu hlaupararnir fyrir OL- leikana. Það má búast við að leikmenn islenzka liðsins, berjist vel i kvöld og selji sig dýrt, þvi að ef liöið tapar gegn Tékkum,þá er draum- urinn um aö komast i 8-liða úrslit- in orðinn að engu. En ef liðiö sigr- ar, þá er það á grænni grein og ásamt þvi aö vinna sér rétt til að leika I 8-liða úrslitunum, er liöið einnig búiö aö vinna sér rétt til aö leika I 16-liða úrslitunum i næstu HM-keppni, þvi að átta efstu liðin i Miinchen, fara i HM-keppnina, án þess að taka þátt i forkeppn- inni. A þessu sést, að leikurinn i kvöld hefur mikla þýöingu. Ef sókn liösins tekst vel i kvöld, er enginn vafi á þvi að liðið getur sigrað Tékka — það má búast við þvi að sóknarmenn Islands, leiki mikiö upp á langskyttuna Axei Axelsson, en hann var hvildur gegn A-Þjóðverjum. Einnig má reikna meö aö Hjalti Einarsson leiki i markinu, og ef hann er upp- lagöur, fyrir aftan hina geysi sterku vörn Islands, þá geta Is- lendingar andað léttar. Við mun- um segja frá leik tslands gegn Tékkóslóvakiu, hér á siðunni á morgun og vonandi getum viö sagt gleðifréttir. Olympíumeistarinn frá Mexikó náði bezta tíma í undanriðlum beztan tíma Grikkinn Vassilios Papa- georpoulos, kom á óvart, með þvi að hlaupa 100 m. á bezta tima i undanriölunum — hann hljóp á 10,24 sek. sem er ekki sérstakur timi i 100 m. hlaupi nú til dags, því að beztu menn i heiminum hlupu 100 m. á 10 sek. siétt- um áður en þeir komu til Miinchen. En þaö má búast við mikilli keppni i úrslita- hiaupinu. Bjarni Stefánsson, hljóp i 7. riöli i 100 m. hlaupinu og varð 6. á 11,99 sek. Þorsteinn Þorsteinsson tók þátt i 800 m. hlaupi og hljóp vegalengdina á 1.50,8 sek, sem er hans bezti timi i ár. Hann var óheppinn með riðil, þvi ef hann hefði keppt i næsta riðli á eftir, hefði hann sigrað riðilinn og komist i milli- riðlana. Nýjustu fréttir: Rússinn V. Borzow hljóp 100 m. á 10,07 m. i milliriðli og er þar með búinn að ná bezta timanum i 100 m. til þessa I Múnchen. Arsenal aftur á toppinn Arsenal er nú komið i efsta sæti i 1. deildinni i Englandi, eftir 6 umferðir, með 9 stig. Liðið sigraði West Ham á þriðjudagskvöldið 1:0, markið skoraði Alan Ball úr vitaspyrnu. Sigur Leichester yfir Liverpool, sem hafði forustuna i deildinni, kom mjög á óvart, þvi að það er langt siöan að Liverpool vörnin hefur fengið þrjú mörk á sig i ieik. úrslitin i 6. umf. urðu annars þessi: Norwich — Stohe 2:0 W.B.A. — Birminrg’ham 2:2 Arsenal — West Ham 1:0 Oo'venöry — WoKnes 0:1 Crystal Pal. — Man. Ciity 1:0 .Everton — Derby 1:0 Sheffield Utd. — Ipswieh 0:0 Deeds — Southampton 1:0 Leicester — LiverpooJ 3:2 Man. Utd. — Chelsea 0:0 rýewcastíe — Tottenham 0:1 Við munum segja nánar frá leikjunum, i enska spjallinu n.k. þriðjudag og þá segjum við einnig frá leikjunum i 7. umf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.