Fréttablaðið - 26.02.2004, Page 17

Fréttablaðið - 26.02.2004, Page 17
FIMMTUDAGUR 26. febrúar 2004 KRISTJÁN ÞORVALDSSON Er ritstjóri Séð og heyrt. Hann var á sínum tíma dæmdur til að greiða bætur vegna umfjöllunar um málverkafalsanir í viku- blaðinu Pressunni. Hæstiréttur hefur hafnað endurupptöku málsins. Hver? 41 árs karlmaður í leit að sjálfum sér. Hvar? Á kontórnum með Sorpu og Skagann í augsýn. Hvaðan? Frá Fáskrúðsfirði, þar sem fjöllin eru feg- urst og mannlífið skrautlegt. Hvað? Ritstjóri gleði- og menningarritsins Séð og heyrt. Hvernig? Það þurfti einhver að taka það að sér. Hvers vegna? Vegna þess að það gerir lífið skemmti- legra. Hvenær? Það var fyrir átta árum, löngu fyrir daga Fréttablaðsins. ■ Persónan Aðalfundur Íslandsbanka hf. árið 2004 verður haldinn í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, mánudaginn 8. mars 2004 og hefst kl. 14:00. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningar félagsins fyrir árið 2003 verða hluthöfum til sýnis í höfuðstöðvum bankans að Kirkjusandi, Reykjavík, frá og með mánudeginum 1. mars nk. Þessi gögn verða einnig aðgengileg á isb.is. Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út þriðjudaginn 2. mars nk. kl. 14.00. Framboðum skal skila til skrifstofu forstjóra Íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík. Atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað, Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, frá kl. 12:00 á fundardegi, mánudaginn 8. mars nk. 24. febrúar 2004, bankaráð Íslandsbanka hf. DAGSKRÁ: Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta félagsins. Tillaga bankaráðs til breytinga á samþykktum félagsins: – Að framlengja hækkunarheimild bankaráðs á hlutafé til ársloka 2006. Tillaga um sameiningu menningarsjóða Íslandsbanka og Sjóvá-Almennra. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á hlutabréfum í Íslandsbanka hf. Önnur mál, löglega upp borin. 1. 2. 3. 4. 5. Aðalfundur Íslandsbanka hf. F í t o n F I 0 0 8 8 9 7 OFURHETJUR OG FURÐUFYRIRBÆRI Létu að sér kveða á leikskólanum Regnboganum við Bleikjukvísl 10 á öskudaginn. Krakkarnir klæddu sig auðvitað upp og dönsuðu og trölluðu af innlifun. Dónalegar sýningar slá í gegn á Austurlandi Fólkið hér fyrir austan er enn-þá brosandi út að eyrum,“ segir Karl Heimir Búason fram- kvæmdastjóri félagsheimilisins Valhallar á Eskifirði um sýningu Helgu Brögu Jónsdóttur 100% Hitt. Húsfyllir var á sýningunni sem haldin var á laugardags- kvöld. Karl segir karlpeninginn á Austurlandi trúlega hafa lært eitthvað af verkinu en það er unnið úr rannsóknum á kynlífi og er sambland af uppistandi, fyrirlestri og hópþerapíu. 100% Hitt er ekki fyrsta verkið sem sýnt er í Valhöll sem fjallar um samskipti kynjanna og það sem gerist bak við luktar dyr. „Við sýndum Sellófon og Píkusögur og húsfyllir var á báðum sýningum. Það liggur ljóst fyrir að eitthvað hlýtur að vera að hérna fyrir austan fyrst húsfyllir er á þrjár dónalegar sýningar,“ segir Karl og hlær. „Ég get nú samt ekki ímyndað mér að austfirskir karlmenn séu frábrugðnir karlmönnum í öðr- um landshlutum. Karl segir greinilegan mark- að fyrir leikhópa að setja upp sýningar fyrir austan. Fólk komi hvaðanæva að. „Það eru dæmi um að menn keyri 50 kílómetra alla leið frá Fáskrúðsfirði og fjarlægari stöðum til þess eins að fara á leiksýningar.“ ■ Leiklist HELGA BRAGA JÓNSDÓTTIR ■ Húsfyllir var í Valhöll á Eskifirði þegar hún lagði land undir fót og sýndi verkið 100% Hitt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.