Fréttablaðið - 28.02.2004, Page 4

Fréttablaðið - 28.02.2004, Page 4
4 28. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Hvaða ráðherra Framsóknar- flokksins mun missa embætti sitt í haust? Spurning dagsins í dag: Á að raflýsa Gullfoss? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 40,6% 18,5% Siv Friðleifsdóttir 12,6%Valgerður Sverrisdóttir Jón Kristjánsson 9,5% 18,8% Guðni Ágústsson Árni Magnússon Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Írak Þremenningarnir í líkfundarmálinu: Grunaðir strax í upphafi RANNSÓKN Hluti af sýnum sem tekin voru við húsleitir og við rannsóknir á bílum í kjölfar handtöku þeirra Grétars Sigurð- arsonar, Jónasar Inga Ragnars- sonar og Tomas Malakauskas í tengslum við líkfundinn í Nes- kaupstað var sendur í DNA rannsókn í Noregi. Heimildir Fréttablaðsins herma að skömmu eftir að líkið fannst í höfninni hafi lögregla athugað ferðir Grétars. Hann kom til Neskaupstaðar þar sem hann sagðist hafa fengið raflost þegar hann var að vinna í íbúð- inni sinni og kaus hann því að fara til móður sinnar til að jafna sig um tíma. Skýringar sem hann gaf á heimsókninni þóttu undarlegar. Við nánari athugun kom í ljós að tveir ungir menn á Pajero-jeppa hefðu heimsótt Grétar. Þetta voru Jónas og Thomas. Athygli vakti að þeir voru á dýrum bílaleigubíl sem kostar allt að átján þúsund krón- um á sólarhring. Fréttablaðið greindi frá því fáum dögum eftir líkfundinn að þrír menn væru grunaðir um að tengjast málinu og að einn þeir- ra væri frá Neskaupstað. Sam- kvæmt þeim heimildum beindist grunur lögreglunnar fyrir aust- an að þremenningunum, sem nú eru í gæsluvarðahaldi, strax á frumstigi rannsóknarinnar. ■ Gates enn ríkastur Bill Gates, stofnandi Microsoft, er ríkasti maður heims, samkvæmt lista tímaritsins Forbes. J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna, og stofnendur bandaríska netfyrirtækisins Google eru ný á listanum. NEW YORK, AP J.K Rowling, höfund- ur bókanna um Harry Potter, og stofnendur bandaríska netfyrir- tækisins Google, eru orðin millj- arðamæringar, samkvæmt árleg- um lista viðskiptatímaritsins For- bes. Bill Gates, stofnandi Microsoft trónir í efsta sæti list- ans tíunda árið í röð og heldur því titlinum „ríkasti maður heims“. 587 nöfn eru á listanum að þessu sinni og eru eignir millj- arðamæringanna samanlagt metnar á sem svarar um 133.000 milljörðum íslenskra króna. 22 ný nöfn eru á listanum, þar á meðal Rowling og Sergey Brin og Larry Page, forsvarsmenn Google. Öll eru þau talin eiga um einn millj- arð Bandaríkjadala eða sem svar- ar um 70 milljörðum króna. Evr- ópubúum fjölgaði á listanum og er það rakið til sterkrar stöðu evr- unnar gagnvart Bandaríkjadal. Eignir Bill Gates eru að þessu sinni metnar á hátt í 3.300 millj- arða króna en til samanburðar má geta þess að árið 1998 átti hann hátt í 7.000 milljarða. Fjárfestir- inn Warren Buffett fylgir fast á hæla Gates en eignir hans jukust úr um 2.100 milljörðum árið 2003 í rúmlega 3.000 milljarða árið 2004. Karl Albrecht, eigandi þýskrar verslunarkeðju, sádí- arabíski prinsinn Alwaleed Bin Talal Alsaud, Paul Allen, einn stofnenda Microsoft, og fjórir erf- ingjar Wal-Mart verslunarkeðj- unnar eru í hópi tíu ríkustu ein- staklinga í heimi. Bandaríkin eiga flesta fulltrúa á lista Forbes, í öðru sæti er Þýskaland og Rússland í því þriðja. Mikill meirihluti millj- arðamæringanna eru giftir karl- menn yfir miðjum aldri. Aðeins 53 konur eru á listanum en þeirra á meðal er spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey. Meðalaldurinn er 64 ár en aðeins 27 eru undir fer- tugu. Þrír milljarðamæringar eru á bak við lás og slá, þar á meðal Mikhail Khodorkovsy, ríkasti maður Rússlands. ■ Hass í fragtsendingu: Laus úr haldi FÍKNIEFNI Gæsluvarðhald, yfir manni um tvítugt sem handtekinn var í tengslum við 10,2 kíló af hassi sem tollgæslan á Keflavík- urflugvelli fann í fragtsendingu fyrir rúmri viku, rann út í gær. Málið er enn í rannsókn en ekki var talin ástæða til að halda mann- inum lengur. Haft var eftir Jóhanni R. Bene- diktssyni, sýslumanni á Keflavík- urflugvelli, að hasssendingin væri sú stærsta sem tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefði tekið í einu lagi. Hátt í fimmtán kíló af hassi hafa verið tekin af tollgæsl- unni það sem af er þessu ári. ■ UPPLÝSINGAFULLTRÚI OG VODAFONE Pétur Pétursson segir að fyrirtækið fagni samkeppni á símamarkaðnum. Verðskrá og þjónusta fyrirtækisins sé sífellt til end- urskoðunar og kunni að taka breytingum á næstunni. Og Vodafone: Fagnar sam- keppni SÍMAÞJÓNUSTA „Það eru engin sér- stök viðbrögð frá okkur þótt nýtt símafyrirtæki sé komið á markað- inn. Við fögnum auðvitað aukinni samkeppni. Verðskrá og þjónusta fyrirtækisins er sífellt til endur- skoðunar og kann að taka breyt- ingum á næstunni ekki endilega út af þessu. Við viljum síður stan- da í stað, en ég hvet fólk til að gera verðsamanburð,“ segir Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýs- inga- og kynningarmála hjá Og Vodafone. Margmiðlun býður nú upp á hefðbundna símaþjónustu og er þar með í fullri samkeppni við Símann og Og Vodafone sem þriðja aflið á markaðnum, en for- svarsmenn Margmiðlunar ætla að bjóða lægri gjöld en hin símafyr- irtækin. ■ ÞJÓÐARSORG Ung kona minnist Boris Trajkovski forseta. Þjóðarsorg í Makedóníu: Lík forsetans fundið BOSNÍA-HERSEGÓVÍNA, AP Björgunar- menn hafa fundið lík Boris Tra- jkovski, forseta Makedóníu, við flak flugvélar hans sem fórst í slæmu veðri í fjalllendi í Bosníu á fimmtu- dagsmorgun. Sex aðrir makedónsk- ir embættismenn fórust í slysinu auk tveggja flugmanna. Flak vélarinnar fannst rúmum sólahring eftir að hún hrapaði á svæði sem er þakið jarðsprengjum. Sprengjusérfræðingar höfðu verið kallaðir til til að fjarlægja sprengj- urnar áður en björgunarmenn kæmu á staðinn. Þjóðarsorg var lýst yfir í Makedóníu og Bosníu í gær. Samúð- arkveðjur streymdu inn frá erlend- um þjóðarleiðtogum og kveikt var á kertum fyrir framan skrifstofu Tra- jkovskis í Skopje. ■ SÍMINN Forsvarsmenn Símans hafa boðið fyrirtæk- ið Margmiðlun velkomið á símamarkaðinn. Þeir segja að með aukinni samkeppni muni Síminn halda áfram að efla sig og styrkja. Síminn um aukna samkeppni: Líflegri markaður SÍMAÞJÓNUSTA Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir forsvarsmenn fyrirtækisins bjóða nýjan keppinaut velkominn á símamarkaðinn. Hún segir að með tilkomu Margmiðlunar sé fjar- skiptamarkaðurinn á Íslandi orð- inn líflegri og í kjölfarið muni Síminn efla sig og styrkja til þess að verða fyrsta val viðskiptavin- arins. Síminn sé eina fyrirtækið á fjarskiptamarkaði sem hefur á boðstólum alla vöru og þjónustu á sviði fjarskipta. „Síminn ætlar áfram að vera í fararbroddi við að veita viðskipta- vinum góða þjónustu,“ segir upp- lýsingafulltrúi Símans. ■ FILIPPSEYJAR, AP Að minnsta kosti tveir létust og tólf slösuðust þegar eldur braust út um borð í ferju úti fyrir ströndum Filippseyja. Á annað hundrað farþega er enn saknað og er óttast að þeir hafi drukknað eða lokast inni í logandi ferjunni. 744 farþegar voru um borð auk 155 manna áhafnar. Flestir komust í björgunarbáta eða stukku frá borði og var bjargað úr sjónum. Filippeyska strandgæslan segir að eldurinn hafi átt upptök sín í vélar- rými ferjunnar en farþegarnir halda því fram að sprenging hafi orðið í loftræstikerfi. ■ Eldur braust út í ferju: Á annað hundrað saknaðSeldist gjörsamlega upp fyrir jólin. Nú komin aftur, enn ódýrari! Loksins! www.edda.is STJÓRNENDUR RANNSÓKNARINNAR Sýslumaðurinn á Eskifirði boðaði til fyrsta blaðamannafundar um líkfundinn réttri viku eftir líkfundinn í Neskaupstað. SÍMAKERFIÐ Í GANG Tólf nýjar símstöðvar voru teknar í notkun í Bagdad á dögunum í stað þeirra sem voru eyðilagðar í loftárásum Bandaríkjamanna síðasta vor. Með stöðvunum komast 240.000 símalín- ur í gagnið en álíka margar síma- línur hafa annað hvort verið eyði- lagðar eða eru gagnslausar vegna þess að símstöðvar vantar. ELDSVOÐI Á HAFI ÚTI Eldur logaði í ferjunni þegar hún var dregin til hafnar í bænum Mariveles á Bataan-skaga. J.K ROWLING Tímaritið Forbes metur eignir höfundar bókanna um Harry Potter á einn milljarð Banda- ríkjadala. BILL GATES Stofnandi Microsoft trónir efstur á lista Forbes yfir ríkustu menn heims tíunda árið í röð. RÍKUSTU MENN HEIMS 1. Bill Gates 48 ára Bandaríkjamaður 46,6 milljarðar 2. Warren Buffett 73 ára Bandaríkjamaður 42,9 milljarðar 3. Karl Albrecht 83 ára Þjóðverji 23 milljarðar 4. Alwaleed Bin Talal Alsaud 47 ára Sádí-Arabi 21,5 milljarðar 5. Paul Allen 51 árs Bandaríkjamaður 21 milljarður tölur í Bandaríkjadölum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.