Fréttablaðið - 28.02.2004, Qupperneq 6
6 28. febrúar 2004 LAUGARDAGUR
■ Asía
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 69.85 -0.04%
Sterlingspund 129.19 -0.79%
Dönsk króna 11.62 -0.41%
Evra 86.57 -0.41%
Gengisvísitala krónu 120,12 -0,28%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 561
Velta 4.563 milljónir
ICEX-15 2.629 2,85%
Mestu viðskiptin
Pharmaco hf. 775.449
Landsbanki Íslands hf. 415.572
Íslandsbanki hf. 362.886
Mesta hækkun
Líf hf 12,24%
Tryggingamiðstöðin hf. 7,98%
Eimskipafélag Íslands Hf. 7,53%
Mesta lækkun
Tangi hf. -22,73%
MP BIO -3,85%
Flugleiðir hf. -1,38%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 10.616,1 0,3%
Nasdaq* 2.029,5 -0,1%
FTSE 4.492,2 -0,5%
DAX 4.018,2 0,3%
NK50 1.400,0 0,2%
S&P* 1.145,5 0,1%
* Bandarískar vísitölur kl. 17.
Veistusvarið?
1Hver er upplýsingafulltrúi Lands-bjargar?
2Hrókurinn blæs til fjölskylduhátíðar ídag. Hver er forseti Hróksins?
3Hvaða knattspyrnumaður er á förumfrá KR til Stabæk?
Svörin eru á bls. 46
Bruninn í Hraunbergi:
Söfnun hafin fyrir
allslausa fjölskyldu
FJÁRSÖFNUN „Þau eiga ekkert nema
fötin sem þau voru í þegar ógæfan
dundi yfir,“ segir Rósa Björnsdóttir,
sem hefur opnað söfnunarreikning í
Íslandsbanka á Eiðistorgi vegna son-
ar síns og fjölskyldu sem misstu allt
sitt í bruna og innbrotum 14. febrúar
þegar bruni varð í íbúð þeirra Her-
móðs Sigurðssonar og Önnu Maríu
Sigtryggsdóttur.
Lögreglurannsókn stendur yfir
vegna brunans að Hraunbergi 9 þar
sem Hermóður og Anna María
bjuggu ásamt 11 ára syni hans, Ant-
oni Helga. Bruninn er annað stórá-
fallið sem drengurinn verður fyrir,
því aðeins tveimur vikum fyrr mis-
stu hann og systir hans, Kristín
Harpa, móður sína með voveiflegum
hætti. Anton Helgi býr hjá föður sín-
um en Kristín Harpa hjá móður-
ömmu sinni.
Rósa segir að sonur hennar og
fjölskylda hafi fengið leiguíbúð sem
þau flytji væntanlega í um helgina.
Hún segir að fjölskyldan sé þó í mik-
illi fjárhagslegri neyð eftir brunann
og þess vegna hafi hún gripið til þess
að opna söfnunarreikning.
„Ég hef safnað hjá vinum og ætt-
ingjum og það hefur gengið vel. Til
dæmis gaf einn frændi okkar 200
þúsund krónur,“ segir Rósa.
Söfnunarreikningur vegna fjöl-
skyldunnar er í Íslandsbanka á Eiðis-
torgi, 0512-14-606000.
Frásögn Fréttablaðsins í gær
vakti mikil viðbrögð. Fólk hringdi
til að spyrja um söfnunarreikning og
dæmi voru um að einhverjir vildu
gefa fjölskyldunni húsgögn. ■
Húskarlinn lýsir
eftir húsbónda
Ráðherrakreppa Framsóknarflokks blómstrar á vefsíðum. Varaþingmaðurinn Guðjón Ólafur
Jónsson vill að Siv Friðleifsdóttir hverfi úr ríkisstjórn í haust. Siv talar um „húskarla“ og segir
Guðjón Ólaf vega að ráðherra eigin flokks. Guðjón Ólafur segir málfrelsi ríkja.
RÁÐHERRASKIPTI Mikill titringur er
innan Framsóknarflokksins eft-
ir að Guðjón Ólafur Jónsson,
varaþingmaður í Reykjavíkur-
kjördæmi suður, lýsti þeirri
skoðun sinni afdráttarlaust í tví-
gang að eðlilegt sé að Siv Frið-
leifsdóttir umhverfisráðherra
láti af ráðherradómi um leið og
ráðuneyti hennar fellur í hlut
Sjálfstæðisflokksins. Guðjón
Ólafur lýsti þessu í grein á hri-
flu.is og í sjónvarpsviðtölum.
„Ekki verður séð af hverju
einhver annar ætti að láta af
embætti í stað hennar. Í þriðja
lagi mætti svo auðvitað hugsa
sér að stokkað yrði upp í ráð-
herraliði flokksins og til að
mynda þrír ráðherrar létu af
störfum og tveir nýir kæmu
í staðinn. Þetta myndi hley-
pa nýju lífi í ríkisstjórnina
í upphafi forsætisráð-
herratíðar Halldórs Ás-
grímssonar. Hinir nýju
ráðherrar gætu til dæmis
verið Hjálmar Árnason og
Jónína Bjartmarz þó auð-
vitað séu allir þingmenn
flokksins vel til þess hæfir
að gegna ráðherraembætti,“
segir Guðjón Ólafur á Hriflu.
Siv brást ókvæða við eins
og sjá má á heimasíðu henn-
ar.
„Með þessari yfirlýsingu
hefur Guðjón Ólafur nú tvívegis
vegið opinberlega að ráðherra
síns eigins flokks á skömmum
tíma, en hið fyrra skipti var í
sjónvarpsþætti RÚV „Í
brennidepli“ síðastliðinn
sunnudag. Það er því
greinilegt að húskarlar
eru komnir á kreik,“
segir ráðherrann í dag-
bók sinni.
Siv vildi í engu tjá sig
um málið við Frétta-
blaðið þegar eftir því var
leitað en vísaði á heima-
síðuna. Guðjón Ólafur
þvertók fyrir að vega að
Siv með skoðun sinni og
segist oft hafa hælt
henni fyrir störf sem
ráðherra.
„Þetta er nú
bara veruleik-
inn eins og
hann blasir við.
Ég hef í mörg
ár skrifað pist-
la á Hrifluna
og hef oft talað
vel um Siv og
það sem hún
hefur gert,“
segir Guðjón
Ólafur sem
reyndar hefur
oft valdið óró-
leika með
skrifum sínum
og kveðst
ánægður með
það.
Hann segist
ekki átta sig á
því hvað Siv sé að fara með um-
mælum sínum um húskarla.
Guðjón Ólafur er talinn vera í
innsta hring Halldórs ásamt
Árna Magnússyni félagsmála-
ráðherra og Birni Inga Hrafns-
syni aðstoðarmanni Halldórs.
Margir hafa túlkað það sem Siv
sé að ýja að því að hugsanlega
tali Guðjón Ólafur í nafni for-
manns flokksins.
„Ég geng ekki erinda eins eða
neins og hef ekki leitað eftir
leyfi formanns til að tjá mig um
menn og málefni. Ég veit ekki
hvers húskarl ég er og lýsi eftir
húsbónda mínum,“ segir Guðjón
Ólafur.
rt@frettabladid.is
Launakönnun Kjara-
rannsóknarnefndar:
Kaupmáttur
jókst um 2,5%
KAUPMÁTTUR Regluleg laun hækkuðu
um 5,1% milli 4. ársfjórðungs 2002
og 4. ársfjórðungs 2003 samkvæmt
launakönnun Kjararannsóknarnefnd-
ar. Á sama tímabili hækkaði vísitala
neysluverðs um 2,6%. Samkvæmt
því jókst kaupmáttur launa að meðal-
tali um 2,5%. Launahækkun starfs-
stétta var á bilinu 4,1% til 7,4%. Laun
þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks
hækkuðu mest en iðnaðarmanna
minnst. Laun kvenna hækkuðu um
6,1% á tímabilinu en laun karla um
4,7%. Laun á höfuðborgarsvæðinu
hækkuðu um 5,3% en utan höfuð-
borgarsvæðis um 4,9%. ■
Á KOSNINGAFERÐALAGI
Vladimír Pútín er á kosningaferðalagi í
Síberíu.
Vladimír Pútín:
Innrásin
mistök
MOSKVA, AP Það voru mistök hjá
Bandaríkjamönnum og Bretum að
gera innrás í Írak og þau hafa leitt
til þess að hryðjuverkamenn hafa
sig frekar í frammi í landinu en ella
sagði Vladimír Pútín Rússlandsfor-
seti í gær.
„Við trúðum, og ég trúi enn, að
þetta hafi verið mistök, og það sem
hefur gerst síðan hefur staðfest það
álit,“ sagði Pútín. „Sífellt fleiri láta
lífið og hryðjuverkamenn láta fátt
stöðva sig,“ sagði Pútín og bætti við
að stjórn sín myndi leggja sitt af
mörkum til að tryggja hlutverk
Sameinuðu þjóðanna í Írak. ■
LAGERÚTSALA/ BARNAVARA
Lagerútsala á barnavöru og barnafatnaði.
Í boði verður m.a vagnar, rúm og bílstólar.
Fatnaður og skór frá NIKE og OSHKOSH.
Einnig mikið úrval af leikföngum.
Opið laugardaginn 28/2 og sunnudaginn 29/2 Frá kl: 11-17 báða daga.
Tökum við debet og kredit kortum
LAGERÚTSALA
Smiðsbúð 8 Garðabæ. (Inngangur inn í porti)
ÖREIGAR
Hermóður Sigurðsson og Anna María Sig-
tryggsdóttir misstu allt sitt í innbrotum og
bruna.
SKORINORÐUR
Guðjón Ólafur Jóns-
son er hvergi bang-
inn að lýsa því hvaða
ráðherra eigi að
hverfa úr ríkisstjórn.
FÖST FYRIR
Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráðherra
er föst fyrir á ráð-
herrastóli. Hún er
ævareið vegna
ummæla vara-
þingmannsins
sem hún kallar
húskarl.
HERFERÐ GEGN VÆNDI Á BJÓR-
KRÁM Lögreglan í Bombay á Ind-
landi gerði áhlaup á yfir fimmtíu
bjórkrár og handtók að minnsta
kosti 1.500 dansmeyjar, starfsmenn
og viðskiptavini. Krárnar eru ekki
ólöglegar en grunur leikur á að á
mörgum þeirra sé stundað vændi
og boðið upp á nektardans.