Fréttablaðið - 28.02.2004, Síða 29

Fréttablaðið - 28.02.2004, Síða 29
29LAUGARDAGUR 28. febrúar 2004 Tyrfingsson ehf. á Selfossi hefurgert samning við þýska umboðs- fyrirtækið Süverkrüp Automobile um sölu á nýjum Mercedes-Benz bifreiðum hér á landi, sendibílum, vörubílum, rútugrindum, fullbún- um rútum og fólksbílum. Tyrfingsson ehf., sem er dóttur- fyrirtæki Guðmundar Tyrfingsson- ar ehf., hefur séð um yfirbyggingar á nýjum hópferðabílum fyrir móð- urfyrirtækið og viðhald á bifreiðum þess, en auk þess starfrækir fyrir- tækið smurstöð og sinnir tjónaskoð- un fyrir einstaklinga og trygginga- félög. Tyrfingsson ehf. hóf fyrir þrem- ur árum innflutning á nýjum Mercedes Benz bifreiðum og rútu- grindum fyrir móðurfyrirtækið. „Við höfum mjög góða reynslu af viðskiptum við þetta umboð og höf- um á síðustu þremur árum flutt inn tólf bíla og rútugrindur. Auk þess höfum við flutt inn fimm M.B.Vario sendibíla, þar af tvo fjórhjóladrifna og höfum innréttað þá sem 20 far- þega hópferðabíla. Eins höfum við flutt inn M.B. Sprintera, og innrétt- að þá bæði sem hjólastólabíla og hópferðabíla,“ segir Benedikt G. Guðmundsson hjá Tyrfingssyni ehf. Aðspurður um stærri rútur sagði Benedikt að í fyrravor hefði fyrirtækið flutt inn eina 50 far- þega M.B. Intouro lúxusrútu með öllum búnaði. „Áður höfðum við flutt inn rútugrind sem byggt var yfir í fyrravetur og þessa dagana er verið að byggja 50 farþega hóp- ferðabíl á grind sem við fluttum inn fyrr í vetur. Bíllinn verður fjöl- nota hópferðabíll með öllum þæg- indum og er hann hugsaður jafnt til hótelferða sem hálendisferða. Þá erum við með tvo nýja bíla til viðbótar í pöntun sem koma til landsins í mars og apríl.“ ■ Toyota Prius: Bensín- og rafmagnsbíll Nýr og mikið breyttur Prius verð-ur kynntur hér á landi í mars. Toyota Prius hefur verið valinn bíll ársins 2004 af fréttamönnum í N-Ameríku. Við hönnun bílsins var mikið lagt upp úr að nýta alla þá orku sem í gegnum hann streymir enda. er Prius hvorttveggja í senn bensínbíll og rafmagnsbíll, með svo- kallað hybrid-kerfi. Hann er knúinn bensínvél sem nýtist bílnum í venju- legum akstri. Þegar ekki er þörf á mikilli orku, svo sem á ljósum, drepur bensínvélin á sér og raf- magnsmótorinn tekur við. Prius er fyrirferðarlítill og hagkvæmur bíll, hljóðlátur og vel útbúinn. ■ Tyrfingsson ehf. á Selfossi: Flytja inn Mercedes Benz Allt sem bíllinn þarf fyrir veturinn Michelin • Cooper • Loftbóludekk • Ódýr jeppadekk • Bremsuklossar • Bremsuviðgerðir Smur, bón og dekkjaþjónustan Sætúni 4, sími 562 6066 Opið virka daga frá kl. 8-18 UMFELGUN OG BALANSERING VETRARDEKK Þvottur og bón • Olís smurstöð • Rúðuþurrkur • Allar perur • Rafgeymar Hekla kynnir Shuttle: Leysir Caravelle af hólmi Volkswagen kynntu í haust nýjalínu Volkswagen-vinnubifreiða, sem hlotið hefur mjög góðar mót- tökur og var ein gerðin, Volkswagen Transporter, meðal annars kjörinn vinnubíll ársins 2004. Í þessari nýju línu eru þrjár megingerðir bíla, Transporter, Shuttle og Multivan, og hefur Tran- sporter fengið það orð á sig að vera kraftmikill vinnuhestur sem henti vel við verktakavinnu, sendibíla- akstur og þess háttar notkun. Multivan er aftur á móti bifreið sem hentar mjög vel stærri fjöl- skyldum og fyrirhafnarakstri – einskonar lúxusbifreið. Shuttle leysir af hólmi Cara- velle-bifreiðarnar og hentar mjög vel til leigubílaaksturs og annarra fólksflutninga. Shuttle-bifreiðin er komin hingað til lands og er fá- anleg bæði níu og 11 manna. Bíll- inn er vel búinn, hljóðeinangraður og fullklæddur í hólf og gólf. Hann er fáanlegur sjálfskiptur og beinskiptur og í haust verður hægt að fá hann fjórhjóladrifinn með beinskiptingu. Í boði eru fjór- ar gerðir véla. Öflugar dísilvélar í 1.9 og 2.5 TDI útfærslum og 2.0 bensínvél. Aðstaða ökumanns er góð og allt rými er hugsað til að vinnurými hans sé sem best. Caravelle-eigendum og öðrum áhugasömum er boðið til kynningar á bílnum í höfuðstöðvum Heklu við Laugaveg í dag kl. 11–16. ■ „SÍÐASTI KRATINN“ Árni segist hafa verið að efna gamalt loforð við vinnufélagana þegar hann fékk sér númerið „KRATI“. Sagan bak við númersplötuna: Vinnufélagarnir eiga heiðurinn Sagan á bak við númerið mitt,„KRATI“ á rætur að rekja til áranna þegar ég vann sem raf- virki í Straumsvík á áttunda ára- tug síðustu aldar,“ segir Árni Hjörleifsson, fyrrverandi bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði, sem nú býr í Genf í Sviss þar sem kona hans, Ingibjörg Davíðsdóttir, starfar á vegum utanríkisþjónustunnar. „Þetta var á þeim árum sem kratar komust næst því að þurrkast út. Það var mikið rifist um pólitík í kaffiskúrunum í Straumsvík og vegna slæmrar stöðu krata var farið að kalla mig „síðasta kratann“. Þetta átti svo eftir að breytast eftir að Vilmund- ir heitinn fór að hrista upp í póli- tíkinni og eftir kosningasigurinn 1978 gat ég farið að bera höfuðið hátt. Einhvern tíma komu einka- númer í útlöndum til tals og þá lýsti ég því yfir að ef þau yrðu leyfð hér á landi þá myndi ég fá mér númerið „KRATI“, en auðvit- að bara í gríni. Þegar einkanúmer voru svo leyfð hér á landi minntu gömlu vinnufélagarnir mig svo á þetta og ég varð auðvitað að efna loforðið,“ segir Árni. Aðspurður um viðtökurnar sagði Árni að númerið hefði auð- vitað vakið mikla athygli. „Það var farið kalla mig „Árna krata“ þó svo að sú nafnbót hefði verið frátekin, alla vega í Hafnarfirði. Ég var ekkert meiri krati en aðrir jafnaðarmenn og það má því segja að gömlu vinnufélagarnir eigi heiðurinn að þessu. En auðvitað passaði þetta vel við því ég var á kafi í pólitíkinni og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði fyrir Alþýðuflokkinn í tvö kjörtímabil á árunum 1990–’98. Einu sinni fékk ég meira að segja hól fyrir númerið á fundi um umferðarmál þegar umferðar- fulltrúinn á Suðurlandi sagði að fleiri mættu taka sér þann sem ætti þennan „KRATA“ þarna fyrir utan til fyrirmyndar því andvirði númersins rynni til umferðar- mála.“ ■ NÝIR OG NOTAÐIR Tyrfingsson ehf. hefur gert samning við þýskt umboðsfyrirtæki um sölu á nýjum og notuð- um Mercedes Benz bifreiðum hér á landi. VOLKSWAGEN SHUTTLE Shuttle er bifreið sem leysir af hólmi Caravelle-bílana og hentar mjög vel til leigubílaaksturs og annarra fólksflutninga.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.