Fréttablaðið - 28.02.2004, Page 41

Fréttablaðið - 28.02.2004, Page 41
41LAUGARDAGUR 28. febrúar 2004 hvað?hvar?hvenær? 25 26 27 28 29 1 2 FEBRÚAR Laugardagur Ísland mætir Skotlandi: A-landsleik- ur í Egilshöll FÓTBOLTI Íslenska A-landsliðið í kvennaflokki leikur vináttulands- leik gegn Skotlandi í Egilshöll 13. mars næstkomandi. Þetta verður fyrsti A-landsleikurinn sem fer fram innanhúss á Íslandi. Áður hafði U-21 árs landslið kvenna leikið í Egilshöll. Ísland og Skotland hafa mæst fjórum sinnum áður. Ísland hefur unnið tvær viðureignir, einn leik- ur endaði með jafntefli og Skotar hafa unnið einu sinni. Skotar voru fyrstu mótherjar Íslendinga í landsleik kvennaliða. Leikurinn fór fram í Kilmarnock árið 1981 og sigruðu Skotar 3-2. ■ HANDBOLTI Grunnskólamóti Reykjavíkur í handbolta lýkur á morgun þegar Fossvogsskóli og Álftamýrarskóli leika til úrslita í strákaflokki og Álftamýrarskóli og Grandaskóli í stelpnaflokki. Áður leika Breiðholtsskóli og Seljaskóli um þriðja sætið í stráka- flokki og Selásskóli og Melaskóli í stelpnaflokki. Leikirnir fara allir fram í Laugardalshöll og hefst sá fyrsti klukkan 9.30. Úrvalslið mótsins voru kynnt í gær. Stelpnaliðið skipa Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir, Melaskóla, Kristín Sverrisdóttir, Álftamýrar- skóla, Malen Björgvinsdóttir, Breiðholtsskóla, Ásrún Birgisdótt- ir, Grandaskóla, Sandra Geirmund- ardóttir, Álftamýrarskóla, Rebekka Guðmundsdóttir, Granda- skóla, og Eva Rós Freysteinsdóttir, Álftamýrarskóla. Í strákaliðinu eru Orri Gunn- arsson, Seljaskóla, Ari Arnaldsson, Álftamýrarskóla, Jón Bjarki Odds- son, Seljaskóla, Andri Ágústsson, Álftamýrarskóla, Sigurður Lárus- son, Fossvogsskóla, Sveinn Aron Sveinsson, Rimaskóla, og Ásgeir Bogi Arngrímsson, Fossvogskóla. Selásskóli átti besta klapplið mótsins, strákalið Ártúnsskóla og stelpnalið Engjaskóla voru prúð- ustu liðin og lið Rimaskóla voru í flottustu búningunum. ■ Grunnskólamót Reykjavíkur: Úrslit á sunnudag ■ ■ LEIKIR  15.00 Fylkir mætir KA í deildabik- arkeppni karla í fótbolta.  17.15 Grindavík tekur á móti ÍR í 1. deild kvenna í körfubolta.  17.00 Eyjastúlkur og Fram eigast við í Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  12.50 Bikarkeppnin í handbolta í Sjónvarpinu. Bein útsending frá úrslita- leik Hauka og ÍBV í kvennaflokki í Laug- ardalshöll.  13.30 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn. Vikulegur fréttaþáttur þar sem fjallað er um bandarísku mótaröð- ina í golfi á nýstárlegan hátt.  14.00 Alltaf í boltanum á Sýn.  14.25 Þýski fótboltinn í beinni út- sendingu á RÚV.  14.30 Trans World Sport á Sýn.  14.45 Enski boltinn í beinni á Stöð 2. Arsenal tekur á móti Charlton.  15.30 Supercross á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi.  16.20 Bikarkeppnin í handbolta í Sjónvarpinu. Bein útsending frá úrslita- leik Fram og KA í karlaflokki í Laugar- dalshöll.  16.30 Motorworld á Sýn.  17.00 Enski boltinn á Sýn.  18.40 Hnefaleikar á Sýn. MA Bar- rera og Pacquiao eigast við.  20.20 Spænski boltinn í beinni út- sendingu á Sýn.  22.25 Hnefaleikar á Sýn. Erik Morales og MA Barrera eigast við.  02.00 Hnefaleikar í beinni útsend- ingu á Sýn. Jesus Chavez og Erik Mora- les eigast við. Intersport-deildin: Góður leikur Lewis KÖRFUBOLTI Grindavík sigraði Hamar 106-97 á heimavelli í loka- leik 20. umferðar Intersport- deildarinnar í körfubolta. Staðan í leikhléi var 49-46 fyrir Grinda- vík. Hamarsmenn leiddu 27-23 eftir fyrsta leikhluta og sóttu að Grindvíkingum undir lokin en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Darrel Lewis átti mjög góðan leik í liði Grindvíkinga. Hann skoraði 27 stig og átti níu stoðsendingar. Jackie Rogers skoraði 25 stig og tók níu fráköst og Páll Axel Vilbergsson skoraði 21 stig. Steinar Arason skoraði fjórtán stig og Jóhann Þór Ólafs- son ellefu en Guðmundur Braga- son skoraði tvö stig, átti tíu stoðsendingar og tók átta fráköst. Lárus Jónsson skoraði 20 stig fyrir Hamar, átti tólf stoðsend- ingar og tók átta fráköst. Marvin Valdimarsson skoraði nítján stig en Faheem Nelson skoraði sextán stig og tók tólf fráköst. Chris Dade skoraði fimmtán stig fyrir Hamar, Adrian Owens þrettán og Svavar Pálsson ellefu. Owens tók einnig ellefu fráköst. Grindavík er enn í öðru sæti, nú tveimur stigum á eftir Snæ- felli, en Hamar er í áttunda sæti og er öruggt með sæti í átta liða úrslitum. ■ Leeds United: Í lausu lofti FÓTBOLTI Framtíð Leeds United er í meiri óvissu en nokkru sinni fyrr eftir að ljóst var að helstu lána- drottnar félagsins vildu ekki veita stjórn þess lengri frest til að finna lausn á fjárhagsvandræðum Leeds. Leeds samdi upphaflega við lánadrottnana í byrjun desember og hefur fresturinn verið fram- lengdur nokkrum sinnum. Í gær tilkynnti stjórn félagsins að ekki hefði náðst samkomulag um lengri frest og í framhaldi af því voru viðskipti með hlutabréf í fé- laginu stöðvuð. Með samkomulaginu hefur Leeds hingað til komist hjá greiðslustöðvun en ekki er ljóst hvort greiðslustöðvun sé óhjá- kvæmileg. Enn er möguleiki á að hópur fjárfesta muni bjarga fé- laginu. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.