Fréttablaðið - 02.03.2004, Qupperneq 4
4 2. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Á að leyfa hjónabönd samkyn-
hneigðra?
Spurning dagsins í dag:
Á heilbrigðisráðherra að grípa inn í
heimahjúkrunardeiluna?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
50,2%
49,8%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Afríka
HEIMAHJÚKRUN „Ég hefði viljað að
menn reyndu að leysa þetta mál,
en það er greinilega mikil harka
í deilunni,“ sagði Jón Kristjáns-
son heilbrigðisráðherra um
þann hnút sem heimahjúkrunar-
deilan væri komin í. Hann bætti
við að til þess að samkomulag
næðist yrðu menn að láta af ein-
hverju.
Jón Kristjánsson sagði að
staðan í heimahjúkrun yrði
rædd utan dagskrár á Alþingi
eftir hádegi í dag, ef staðan í
deilunni yrði enn óbreytt. Jón
kristjánsson kvaðst myndu gera
grein fyrir málinu þar. Hann
sagðist hins vegar bíða með
ákvarðanatöku þar til að
utandagskrárumræðunum lokn-
um. Jón sagði menn vona í
lengstu lög að deiluaðilar næðu
samkomulagi
„Ég tel ekki tímabært að fjal-
la um þau inngrip, sem til greina
gætu komið til að leysa málið,“
sagði Jón kristjánsson.
„En auðvitað fylgist ég mjög
grannt með þróuninni, því að við
viljum að heimahjúkrunin gangi
snurðulaust fyrir sig.“ ■
HEIMAHJÚKRUN „Við erum undrandi
á vinnubrögðum viðkomandi
stéttarfélaga. Okkur finnst að þau
hafi verið að bregða fyrir okkur
fæti,“ sagði Þórunn Ólafsdóttir,
hjúkrunarforstjóri Heilsugæsl-
unnar, vegna yfirstandandi
aksturssamningsdeilu við starfs-
fólk í heimahjúkrun.
Þórunn sagði að þeir fjórir
starfsmenn, þrír hjúkrunarfræð-
ingar og einn sjúkraliði, sem
Heilsugæslan hafði verið búin að
ráða til heima-
hjúkrunar frá
þjónustufyrir-
tækinu Alhjúkr-
un, hefðu dregið
sig til baka
vegna þrýstings
frá stéttarfélög-
unum. Eftir það
hefði verið leit-
að eftir liðsauka
úr röðum starfs-
fólks Heilsu-
gæslunnar. Þeir starfsmenn sem
störfuðu áfram væru undir mikl-
um þrýstingi.
„Það er sama hvar við berum
niður til að leita eftir fólki,“ sagði
hún. „Það virðist alls staðar hafa
verið beitt ákveðnum þrýstingi til
að koma í veg fyrir að við getum
haldið úti þjónustunni. Þetta er
ekki kjaradeila og þar af leiðandi
ekki verkfallsaðgerðir. Við erum
fyrst og fremst að leita eftir fólki
til að sinna þeim störfum, sem
þessir 37 starfsmenn sem sagt
hafa upp, höfðu með höndum.
Við sáum ekki fyrir neyðar-
ástand með þeim úrræðum sem
við vorum búin að setja niður fyr-
ir okkur, heldur tímabundna rösk-
un,“ sagði Þórunn enn fremur. „Ef
það hefði gengið eftir, og ef það
mun ganga eftir, þá erum við ekki
að sigla inn í neyðarástand. En séu
svona aðgerðir í gangi, þá erum
það ekki við sem erum að koma á
neyðarástandi. Það eru stéttarfé-
lögin sem eru að koma í veg fyrir
að við getum haldið úti þjónustu.
Ef þau ætla ekki að láta af þessu,
sem ég tel vera ólöglegt athæfi í
stöðunni, þá getur þetta ekki
gengið svona mikið lengur.“
Þórunn sagði að kostnaður við
samning um nýtt aksturskerfi,
sem Heilsugæslan hefði boðið,
væri svipaður og verið hefði á því
kerfi sem Heilsugæslan væri nú
að leggja niður. Spurð hver væri
ástæðan fyrir breytingunni, ef
ekki sparnaður, sagði hún að
Heilsugæslan þyrfti að breyta
þjónustustigi sínu til samræmis
við breytta þjónustu spítalanna.
Nú væri farið að útskrifa veikara
fólk heldur en áður, auk þess sem
stefnan væri að gera öldruðum
kleift að dvelja lengur heima.
Landspítali hafi oft gagnrýnt
heimahjúkrun og viljað sjá aðrar
áherslur. Í ákveðnum tilvikum
hafi spítalinn viljað nota sitt
starfsfólk, þ.e. sjúkrahústengda
heimaþjónustu, til að sjá um sjúk-
lingana.
Þórunn sagði að starfsfólk
Heilsugæslunnar hefði í gær sest
enn einu sinni yfir skipulagið til
að geta veitt þá þjónustu sem rætt
hefði verið um. Þegar Fréttablað-
ið ræddi við hana í gær, sagði hún
að búið væri að skipuleggja þjón-
ustuna í gærkvöld og líklega í dag.
jss@frettabladid.is
UMSÁTUR
Egypskur hermaður bíður átekta í þorpinu
Nakhila í suðurhluta Egyptalands.
Umsátri lokið:
Hundrað
gíslar frelsaðir
EGYPTALAND, AP Öryggissveitir eg-
ypsku lögreglunnar gerðu áhlaup
á þorp í suðurhluta Egyptalands
og yfirbugaðu hóp vopnaðra
glæpamanna sem hafði haldið um
100 óbreyttum borgurum í gísl-
ingu í sex daga. Fimmtán manns
voru handteknir og lagt hald á
vopn og mikið magn eiturlyfja en
þorpið er miðstöð ólöglegrar
eiturlyfja- og vopnasölu.
Umsátrið hófst síðastliðinn
miðvikudag þegar um 3.000 her-
og lögreglumenn voru sendir til
Nakhilah til að handtaka eitur-
lyfjasmyglara og aðra eftirlýsta
glæpamenn. Tilraunir til að semja
við glæpamennina báru ekki ár-
angur og í dögun í gærmorgun
ákváðu öryggissveitirnar að gera
áhlaup á þorpið. ■
HVETUR TIL SÁTTA EN EKKI
MORÐA Fyrsta einkarekna út-
varpsstöðin í Rúanda eftir þjóð-
armorðin fyrir áratug hóf starf-
semi á mánudag. Stjórnendur
stöðvarinnar lögðu áherslu á að
þeir ætluðu að skemmta fólki og
hvetja til sátta í Rúanda. Eina
einkarekna stöðin í Rúanda fyrir
áratug hvatti Hútúa óspart til að
myrða Tútsa.
Þjófnaðir:
Miklu stolið
af iðnvörum
LÖGREGLUMÁL Töluvert hefur verið
um þjófnaði á verkfærum og öðru
sem tengist iðnframkvæmdum
upp á síðkastið. Lögreglan í
Reykjavík segir þetta einkum
hafa verið áberandi í Grafarholts-
hverfi.
Í gærmorgun var tilkynnt um
innbrot í nýbyggingu í Grafar-
holti þar sem stolið var miklu
magni af gólfflísum auk ýmis
konar útbúnaðar sem notaður er
við flísalagningar. Einnig var
brotist inn í nýbyggingu í Vestur-
bæ þar sem stolið var verkfærum
sem notuð eru við blikksmíðar. ■
ELSA B. FRIÐFINNSDÓTTIR
„Beiti mér ekki.“
Elsa B. Friðfinnsdóttir:
Mikil stéttvísi
HEIMAHJÚKRUN „Ég hef tekið það
skýrt fram, að ég, sem formaður,
beiti mér ekki fyrir því að fólk
sæki ekki um, það væri siðlaust af
minni hálfu,“ sagði Elsa B. Frið-
finnsdóttir, formaður Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga, um
staðhæfingar þess efnis að stéttar-
félögin beiti óheyrilegum þrýst-
ingi í deilu Heilsugæslunnar og
starfsfólks í heimahjúkrun.
„Þegar mér barst til eyrna að
þau ætluðu að leita til Alhjúkrunar,
þá hringdi ég í forstöðumann fyr-
irtækisins og spurði hvort þetta
væri rétt. Forstöðumaðurinn
kvaðst hafa náð mjög góðum
samningum við Heilsugæsluna. Ég
sagði honum að ég gæti ekki bann-
að henni neitt slíkt og gerði það
ekki.
Hins vegar veit ég að það er
mikil stéttvísi hjá hjúkrunarfræð-
ingum og sjúkraliðum. Ég býst við
að það sé talsvert ríkt hjá þessum
stéttum að virða það, að ef kjara-
deila er í gangi þá gangi menn ekki
inn í þau störf. Enda stendur það
svo sem í siðareglum okkar, að við
eigum að sýna öðrum hjúkrunar-
fræðingum stéttvísi, bæði innan
starfsvettvangs og utan,“ sagði
Elsa. ■
HEIMAHJÚKRUN „Mér finnst barna-
legt að láta svona út úr sér,“ sagði
Kristín Á. Guðmundsdóttir, for-
maður Sjúkraliðafélags Íslands,
um umrædd afskipti félagsins af
aksturssamningsdeilunni.
„Við erum búnar að vara við
því frá upphafi að þetta gæti eng-
an veginn gengið, það er svo ein-
falt mál,“ sagði hún enn fremur.
„Jafnvel þó að Alhjúkrun hefði
sent þarna inn 3-4 hjúkrunarfræð-
inga þá var útilokað að þeir
myndu fylla upp í stöður þeirra 37
starfsmanna sem eru farnir út.“
Kristín kvaðst ekki hafa haft
nein afskipti af samskiptum
Heilsugæslunnar við Alhjúkrun,
né rætt við fyrirtækið. Hins vegar
hefðu hjúkrunarfræðingar og
sjúkraliðar orðið mjög reiðir, ekki
síst þeir sem væru enn starfandi,
vegna þess mikla launamismunar
sem myndi vera á fólki sem ynni
hlið við hlið, eftir að Alhjúkrun
hefði komið inn í dæmið. Sú staða
er nú aftur út úr myndinni.“ ■
KRISTÍN Á. GUÐMUNDSDÓTTIR
Ljóst frá upphafi að þetta gat ekki gengið.
Kristín Á. Guðmundsdóttir:
Barnaleg ummæli
Sauðárkrókur
Nýir menn í
lögregluna
LÖGREGLUMÁL Ríkarður Másson,
sýslumaður á Sauðarkróki, vinnur
nú að endurskipulagningu á störf-
um á vegum embættisins. Átta hér-
aðslögreglumönnum verður sagt
upp og fjórir til fimm nýir ráðnir í
staðinn.
Að sögn Ríkarðs er hugmyndin
ekki sú að heildarvinnumagn minn-
ki við breytinguna heldur er verið
að fá til starfa menn sem geta skil-
að fleiri vinnustundum á ári. Hér-
aðslögreglumenn eru eins konar
íhlaupamenn hjá lögreglunni og
sinna jafnan öðrum störfum sam-
hliða en eru tiltækir til aðstoðar lög-
reglu ef á þarf að halda. ■
JÓN KRISTJÁNSSON
Bíður eftir utandagskrárumræðum sem
eiga að vera í dag, sé staða málsins
óbreytt..
Heilbrigðisráðherra bíður utandagskrárumræðna í dag:
Mikil harka í málinu
„Það eru
stéttarfélögin
sem eru að
koma í veg
fyrir að við
getum haldið
úti þjónustu.
ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR
Stéttarfélögin beita mjög miklum þrýstingi í aksturssamningsdeilu starfsfólks í heima-
hjúkrun og Heilsugæslunnar.
Stéttarfélögin sögð
skapa neyðarástand
Starfsmenn Alhjúkrunar, sem Heilsugæslan var búin að ráða til heima-
hjúkrunar, hafa dregið sig til baka. Hjúkrunarforstjóri segir að stéttarfé-
lögin beiti þrýstingi til að koma í veg fyrir að hægt sé að veita þjónustuna.