Fréttablaðið - 02.03.2004, Side 16
Þorsteinn J. Vilhjálmsson, sjón-varpsmaðurinn kunni, er fer-
tugur í dag og segist hann ætla að
halda upp á afmælisdaginn sjálfan
með fjölskyldunni. „Síðar í vik-
unni verður svo sameiginleg af-
mælisveisla okkar hjóna en María
konan mín átti líka afmæli fyrir
nokkru. Það hefur verið nokkuð í
tísku að halda bara upp á barna-
afmæli og ég var satt best að segja
í nokkrum vafa um hvort ég ætti
að hafa veislu. En því ekki það,
þótt hún verði varla með blöðrum
og kertum sem ekki er hægt að
slökkva á þótt á sé blásið.“
Þegar rifjuð eru upp eftir-
minnileg afmæli kemur strax upp
í huga Þorsteins fjallahjól sem
hann fékk í afmælisgjöf þegar
hann bjó í Los Angeles fyrir tíu
árum.
„Það var ekki með hjálpar-
dekkjum, því er nú ver kannski.
Ég datt tvisvar á hjólinu í afmæl-
ismánuðinum, þurfti að láta
sauma skurð á olboganum og sár-
in á lærinu á mér greru ekki fyrr
en sumarið eftir.“ Í bæði skiptin
var Þorsteinn að hjóla utan vegar
og því ekki hægt að kenna um
klaufaskap á malbikinu. Hann
hefur verið mikill fjallahjólamað-
ur meðfram öðrum áhugamálum,
en hitt áhugamálið segir hann
vera fluguveiði. „Ég held að ég
verði bara sérvitrari með árun-
um. Á afmælisdaginn minn í fyrra
var milt veður, svo ég fór að veiða
í vatni nálægt Reykjavík. Ég fékk
tvo silunga sem ég sleppti, en
þetta var einhver besta veisla sem
ég hef verið í, ég aleinn, í vatni
upp í geirvörtur og spriklandi sil-
ungur á.“
Þorsteinn er í hálfri vinnu og
hálfu fæðingarorlofi. Hann er
að vinna að heimildarmynd um
málverkafölsunarmálið sem
nefnist Án titils, á milli þess
sem hann sinnir ungri dóttur
sinni. „Myndin gengur hægt og
sígandi. Það lítur út fyrir að
hæstaréttardómur falli ekki
fyrr en í sumar, þannig að lík-
lega verður hún sýnd í Sjón-
varpinu í haust.“
Þorsteinn segir þetta með
flóknari verkefnum sem hann
hefur tekið að sér en gríðarlega
spennandi. „Ég er sjálfur að
framleiða þessa mynd og er með
frábæran tökumann, Þorvarð
Björgúlfsson.“ Sjálfur mun Þor-
steinn annast klippingu en ætlar
ekki að semja tónlist við mynd-
ina eins og nú virðist vera í
tísku að höfundar og leikstjórar
geri. „Pétur Grétarsson sér um
tónlistina, guði sé lof. Ég er góð-
ur en get ekki allt.“ ■
16 2. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Villibirta á
toppnum
Sakamálasagan Villibirta, eftirsænska rithöfundinn Liza
Marklund, er komin í efsta sæti
kiljusölulista Pennans-Eymunds-
sonar. Þýðandi bókarinnar, Anna
Ragnhildur Ingólfsdóttir, gefur
bókina út sjálf og dreifði henni í
verslanir. Þrjár fyrstu bækur
Lizu um blaðamanninn Anniku
Bengtzon; Stúdíó sex, Paradís og
Sprengjuvargurinn hafa þegar
verið gefnar út á íslensku af Máli
og Menningu.
Svo fögur bein, eftir Alice Sea-
bold, er í 2. sæti. Hún kom út inn-
bundin fyrir jól en hefur þegar
tekið sölukipp í kilju. Arnaldur
Indriðason drottnar svo yfir list-
anum með fimm bókum: Rödd-
inni, Mýrinni, Grafarþögn, Sonum
duftsins og Dauðarósum. Arnald-
ur hefur verið með fjölda bóka á
listanum mánuðum saman og
þjóðin virðist því seint þreytast á
sakamálasögum hans.
Annað tækifæri, eftir James
Patterson, er í 5. sæti og það eru
því einungis Reisubók Guðríðar
Símonardóttur, eftir Steinunni Jó-
hannesdóttur, og Ár hérans, eftir
Arto Paasilinna, sem teljast ekki
til reyfara. ■
13.30 Guðrún Jóhannesdóttir, Sól-
heimum 16, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu.
13.30 Margrét Þóra Sæmundsdóttir
verður jarðsungin frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík.
13.30 Sigríður Theodóra Árnadóttir
verður jarðsungin frá Seljakirkju í
Reykjavík.
14.00 Júlíus Júlíusson kennari, Skálar-
hlíð, Siglufirði, verður jarðsunginn
frá Siglufjarðarkirkju.
15.00 Þórður Guðmundsson múrari,
Smáraflöt 6, Garðabæ, verður
jarðsunginn frá Vídalínskirkju í
Garðabæ.
Viðar Víkingsson leikstjóri er 53 ára.
Ilmur Stefánsdóttir myndlistakona er
35 ára.
Síðustu friðargæsluliðar Sam-einuðu þjóðanna í Sómalíu
yfirgáfu landið á þessum degi
árið 1995. Landið var með öllu
stjórnlaust og nokkrir sjálfstæð-
ir stríðsherrar tókust innbyrðis á
um völdin þannig að mikil
ringulreið skapaðist þegar
friðargæsluliðarnir hurfu á
braut og hundruð vopnaðra
manna rændu og rupluðu í bæki-
stöðvum pakistönsku friðar-
gæsluliðanna.
Ítalir og Bandaríkjamenn
sendu hermenn til höfuðborgar-
innar Mogadishu til þess að að-
stoða friðargæslusveitirnar við
brottflutninginn og gæta öryggis
þeirra. Djöfulgangurinn fjaraði
síðan hratt út eftir að erlendu
hermennirnir sigldu burt og
stríðsherrann Mohamed Farah
Aideed fagnaði brottförinni
ákaflega og sagði að nú gætu
Sómalir farið að ráða sér sjálfir.
Aðrir óttuðust þó að skálmöldin
myndi halda áfram þó að friðar-
gæsluliðunum hefði í raun ekki
orðið mikið ágengt þau tvö ár
sem þeir reyndu að halda uppi
lögum og reglum í landinu. Á
þeim tíma féllu 132 friðargæslu-
liðar og hundruð Sómala. ■
Við tókum eftir því að tækinvöktu mikla athygli hjá ung-
um börnum og ekki var óalgengt
að sjá börn koma með foreldrum
sínum í sunnudagsbíltúrum til að
skoða tækin,“ segir Árni Sigurðs-
son, markaðsstjóri Kraftvéla ehf.
sem fluttu á dögunum inn tvo
stóra Komatsu trukka og stóra
Komatsu beltagröfu til þess að
kynna fyrir verktökum.
„Við tókum því þá ákvörðun
eftir að tækin höfðu verið kynnt
fyrir verktökum, að bjóða börn-
um á leikskólaaldri í heimsókn til
þess að skoða tækin. Það er jú
ekki á hverjum degi sem börn fá
að setjast undir stýri á stórvirk-
um vinnuvélum, og gleyma því
vafalaust ekki í bráð. Svo er jú
aldrei að vita nema viðskiptavinir
framtíðarinnar leynist í þessum
hópi, að minnsta kosti fannst mér
ég sjá vissa takta hjá nokkrum
drengjanna.“ ■
Afmæli
ÞORSTEINN J. VILHJÁLMSSON
■ er 40 ára og heldur sameiginlega
veislu með eiginkonu sinni síðar í
vikunni.
MIKHAIL GORBATSÉF
Fyrrverandi forseti Sovétríkjanna
er 73 ára í dag.
2. mars
■ Þetta gerðist
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR
■ drógu friðargæslusveitir sínar frá
Sómalíu með aðstoð ítalskra og
bandarískra hermanna.
2. mars
1995
SÓMALÍA
Íbúar landsins hafa fengið sinn skerf af
stríðsátökum og hungursneyð. Friðar-
gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu
landið árið 1995.
Friðargæsluliðar yfirgefa Sómalíu 1836 Texas lýsir yfir sjálfstæði sínu frá
Mexíkó.
1877 Rutherford B. Hayes er úrskurðað-
ur sigurvegari forsetakosninganna
í Bandaríkjunum árið 1876 þrátt
fyrir að hafa fengið færri atkvæði
en andstæðingurinn Samuel J.
Tilden.
1923 Tímaritið Time hefur göngu sína.
1939 Eugenio Pacelli er kosinn páfi og
tekur sér nafnið Pius XII.
1990 Handsprengjuárás á diskótek í
Panama verður bandarískum her-
manni að bana auk þess sem 28
aðrir slasast.
1990 Rúmlega 6.000 rútubílstjórar hjá
Greyhound fara í verkfall.
1992 Armenía, Aserbaídsjan, Kasakstan,
Kirgisistan, Moldavía, San Marínó,
Tadsjikistan, Túrkmenistan og Ús-
bekistan verða aðilar að Samein-
uðu þjóðunum.
1995 NASA sendir geimflaugina En-
deavour í rannsóknarleiðangur
með það fyrir augum að kanna
útgeiminn.
1999 Söngkonan Dusty Springfield deyr
á heimili sínu í London, 59 ára að
aldri.
Risagrafa
KRAFTVÉLAR
■ Starfsfólk fyrirtækisins hafði orðið vart
við mikinn áhuga ungra krakka á stórum
þungavinnuvélum sem fluttar voru til
landsins fyrir hálfum mánuði og buðu
því leikskólakrökkum í heimsókn.
KRAKKARNIR KÍKJA Á KOMATZU
Það var heldur betur handagangur í öskj-
unni hjá Kraftvélum í Kópavogi í gær þeg-
ar leikskólakrökkum bauðst að skoða tröll-
vaxnar þungavinnuvélar í návígi.
Afmælisveisla
en engar blöðrur
ÞORSTEINN J. VILHJÁLMSSON
Fékk fjallahjól í afmælisgjöf fyrir tíu árum. Datt tvisvar í sama mánuði og þurfti ferð á slysavarðstofuna í seinna skiptið.
■ Afmæli
■ Jarðarfarir
Leikskólabörn á beltagröfu
■ Bækur