Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 2
2 6. mars 2004 LAUGARDAGUR „Jú, svo sannarlega gerði ég það – en sá tími kemur í lífi hvers manns að hann þarf að verða fullorðinn.“ Helgi Hjörvar þingmaður hefur gagnrýnt Björn Bjarnason dómsmálaráðherra harkalega vegna eflingar sérsveita lögreglunnar. Helgi segir að Björn sé að uppfylla bernskudraum með stækkun sérsveitanna. Spurningdagsins Helgi, lékst þú þér aldrei með tindáta? ■ Lögreglufréttir ■ Evrópa HEILBRIGÐISMÁL „Nú eru þrír sjúk- lingar sem liggja inni á spítalanum sem hefðu getað verið farnir heim ef þeir hefðu fengið heimahjúkr- un,“ sagði Sigríður Guðmundsdótt- ir, innritunarstjóri á Landspítala háskólasjúkrahúsi, um áhrif yfir- standandi heimahjúkrunardeilu á starfsemi spítalans. Hún sagði að umræddir einstaklingar þyrftu heimahjúkrun 2 - 3 sinnum á dag. Sigríður sagði að fjöldi þeirra sem kæmust ekki heim ætti eftir að aukast eftir því sem drægist á langinn að deilan leystist. „Svona raskanir á útskriftum eru fljótar að vinda upp á sig,“ sagði Sigríður enn fremur. „Ef við erum komin með nokkra einstak- linga sem við getum ekki útskrifað verður ekki gegnumstreymi á plássunum. Þá fer að verða æ erfiðara að finna pláss fyrir þá sem verða að koma inn, og gangainn- lagnir og álag á deildum eykst. Þetta getur stundum tekið 2 - 3 daga að breytast. Mánudagar og þriðjudagar eru til dæmis oft erfið- ir hjá okkur. Þá kemur fleira fólk inn. Oft þarf ekki meira en að eitt- hvað sé að ganga, þannig að þurfi að leggja fleiri sjúklinga inn tvo daga í röð heldur en meðaltalið segir til um. Þá þarf oft ekki meira. Við liggjum ekki með laus rúm hér.“ Fulltrúar Sjúkraliðafélags Ís- lands og Félags íslenskra hjúkrun- arfélaga, ásamt fleiri fulltrúum stéttarfélaganna, funduðu tvisvar ásamt stjórnendum Heilsugæsl- unnar í gær. Þar lögðu fulltrúar stéttarfélaganna fram tilboð og gagntilboð. Ögmundur Jónasson formaður BSRB sagði eftir síðari fundinn að ljóst væri að of „langt væri enn á milli aðila.“ „Mér finnst mjög brýnt, að menn gefist ekki upp,heldur leiti allra leiða til þess að leysa þetta mál hið allra fyrsta vegna þess hve alvarlegt ástandið er orðið hjá fjölskyldum og einstaklingum, sem þurfa að reiða sig á þessa þjónustu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins stóð sólarlagsá- kvæðið enn í samningsaðilum, en það snýst um að minnsta kosti 3ja ára aðlögunartíma þeirra starfs- manna, sem aka á eigin bílum, að nýjum aksturssamningi. Nú er verið að skoða hvað gæti hugsan- lega komið í stað þess, að minnsta kosti að einhverju leyti, en sú lausn lá ekki á borðinu í gær. For- stjóri Heilsugæslunnar hefur sagt, að hana vanti fjármuni til að geta komið til móts við kröfur fyrrverandi starfsmanna. jss@frettabladid.is Bush með naumt forskot á Kerry samkvæmt nýrri könnun: Stefnir í spennandi baráttu WASHINGTON, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti mælist með ör- lítið forskot á John Kerry, forseta- frambjóðanda demókrata, í nýrri skoðanakönnun AP-fréttastofunn- ar, þeirrar fyrstu eftir að Kerry varð öruggur um útnefningu demókrata. Bush fengi atkvæði 46% kjósenda en Kerry 45%. At- hygli vekur að Ralph Nader nýtur stuðnings sex prósenta kjósenda samkvæmt könnuninni. Munurinn á Bush og Kerry er innan skekkjumarka, sem eru þrjú prósent. Hann markar þó breytingu frá skoðanakönnunum að undanförnu sem hafa flestar sýnt að Kerry nyti meiri stuðn- ings en Bush. Þá hefur ekki verið spurt um Nader sem frambjóð- anda. Niðurstaða Nader er athyglis- verð og gefur til kynna að hann geti haft áhrif á úrslit kosning- anna. Enn er þó óvíst hvort hann fái nafn sitt skráð á kjörseðlana. Við það naut hann aðstoðar Græn- ingjaflokksins fyrir fjórum árum en nú fer hann fram sem óháður frambjóðandi. Samkvæmt könnuninni eru álíka margir sáttir og ósáttir við störf Bush. Rúmlega helmingur er þó ósáttur við stjórn hans á efnahagsmálum en jafn margir sáttir við utanríkisstefnu hans. ■ KJARAVIÐRÆÐUR Verkalýðsleiðtogar hittu fulltrúa aðildarfélaga í gær- morgun til þess að ræða stöðuna í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Forsvarsmenn samningsaðila hittust svo síðdegis í gær og munu halda fundum áfram í dag og um helgina. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að fundurinn í gær hafi verið góður og nauðsynlegur. Hann segir að menn séu óþreyjufullir að klára samninga en að óróinn sé ekki orðinn mikill enn þótt harðorðar ályktanir um stöðuna hafi borist frá nokkrum verkalýðsfélögum. Hann segir að þau atriði sem eftir eigi að semja um séu fremur einföld og það gæti komið í ljós um helgina hvort samn- ingar takist án átaka. Að sögn Halldórs myndi það hjálpa til við lausn kjaradeilunnar ef svör fengjust frá ríkisstjórninni um lífeyrissjóðsmál og atvinnuleys- isbætur. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist einnig telja að það muni skýrast um helgina hvort samningar takist. Hann segir viðræðurnar hafa þróast þannig að ekki hafi verið lagðar fram formlegar tillögur hvað varðar launalækkanir heldur séu hugmynd- ir beggja aðila ræddar og færð rök fyrir afstöðu hvors fyrir sig. ■ Vopnaþróun Íraka: Fengu hjálp frá Rússum ÍRAK Rússneskir vopnasérfræð- ingar aðstoðuðu Íraka við að koma sér upp langdrægum flugskeytum allt fram á síðustu árin fyrir inn- rás Bandaríkjamanna og Breta að sögn New York Times. Vopnasér- fræðingarnir unnu fyrir rúss- neskt einkafyrirtæki meðan þeir voru í Írak en munu sumir hafa unnið fyrir ríkisfyrirtæki áður. Þetta hefur vakið spurningar um hvort rússnesk stjórnvöld hafi vitað af störfum þeirra í Írak. Írakar máttu aðeins eiga frum- stæð flugskeyti og störf Rússanna því skýrt brot á banni Sameinuðu þjóðanna við vopnaþróun Íraka. ■ METHAGNAÐUR Róbert Wessmann, forstjóri Pharmaco, segir félagið hafa náð markmiðum um mikinn vöxt. Methagnaður hjá Pharmaco: Uppgjör undir væntingum VIÐSKIPTI Hagnaður Pharmaco á síðasta ári var rúmir 3,5 milljarð- ar króna. Hagnaðurinn er 700 milljón krónum meiri en fyrir árið 2002. Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco, segir rekstur félagsins hafa gengið mjög vel á síðasta ári. „Félagið náði metnaðarfullum markmiðum sínum um innri og ytri vöxt.“ Hann segist sannfærð- ur um að félagið sé vel búið undir alþjóðlega samkeppni og verður áhersla lögð á að þróa lyf fyrir Bandaríkjamarkað. Tekjur félagsins jukust um 46 prósent og hagnaður fyrir skatt um rúm 26 prósent. Arðsemi eiginfjár lækkaði úr rúmum 23 prósentum í tæp 18 prósent. Hagnaður var undir vænting- um greiningardeilda Landsbanka og KB banka. Bréf Pharmaco lækkuðu um rúmt eitt prósent í gær. Félagið á í viðræðum um kaup á fyrirtæki og er á athugun- arlista Kauphallar Íslands. ■ Borgarstjórn Reykjavíkur: Fagnar fjölgun lög- reglumanna BORGARMÁL Borgarstjórn Reykja- víkur fagnar nýtekinni ákvörðun um fjölgun almennra lögreglu- manna í Reykjavík um tíu. Á sama hátt lýsir borgarstjórn ánægju með störf hverfalöggæslumanna í borginni og hvetur til þess að hverfalöggæslan verði efld enn frekar. Ályktun um þetta var sam- þykkt eftir tillögu sjálfstæðis- manna á fundi borgarstjórnar á fimmtudag. ■ GRIPINN MEÐ ÞÝFI Ungur maður var handtekinn í Hafnarfirði í gærmorgun. Hann var með þýfi úr innbroti í íbúð sem framið hafði verið deginum áður. Maður- inn var yfirheyrður í gær og sleppt að yfirheyrslum loknum. ARIEL SHARON Meirihluti ísraelsku þjóðarinnar vantreystir forsætisráðherranum. Ný skoðanakönnun: Sharon ekki treystandi JERÚSALEM, AP Trúverðugleiki Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur ekki verið minni í þrjú ár, ef marka má nýja skoð- anakönnun sem birtist í dagblað- inu Yediot Ahronot. 57% ísraelsku þjóðarinnar segjast ekki bera traust til forsætisráðherrans. Þegar Sharon tók við embætti forsætisráðherra árið 2001 töldu aðeins 20% Ísraela að honum væri ekki treystandi. Nú eru 53% þjóð- arinnar á þeirri skoðun að Sharon beri að segja af sér í ljósi ásakan- na um spillingu. ■ PERSSON FER EKKI TIL NORÐUR- KÓREU Göran Persson, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, aflýsti fyrir- hugaðri heimsókn til Norður- Kóreu þegar ljóst varð að hann fengi ekki að hitta leiðtoga lands- ins, Kim Jong Il. Persson hafði óskað eftir fundi með Kim til að ræða kjarnorkuáætlun Norður- Kóreu en þeirri beiðni var hafnað. FINNAR RANNSAKA ÍRASKAR FJÖLDAGRAFIR Finnskir réttar- meinafræðingar munu fara til Írak í næstu viku til að rannsaka hundruð fjöldagrafa í Írak. Finn- unum er ætlað að afla sannanna gegn Saddam Hussein, fyrrum Íraksforseta, en talið er að allt að 500.000 lík sé að finna í þessum gröfum. Finnska ríkið styrkir leiðangurinn. KÖHLER Í FRAMBOÐ Horst Köhler, yfirmaður Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, hefur sagt af sér þar sem hann hyggst bjóða sig fram til forseta í Þýskalandi í maí. Köhler var tilnefndur af íhaldssömum og frjálslyndum þingmönnum stjórnarandstöð- unnar en þeir eru í meirihluta á sambandsþinginu sem velur arf- taka Johannes Rau, núverandi forseta. HANDTEKINN FYRIR AÐ SMYGLA HERÓÍNI Albanska lögreglan handtók Albana sem reyndi að smygla 17,5 kílógrömmum af heróíni til Grikklands. Maðurinn var handtekinn við landamæra- stöðina í Kakavia. Heróínið var falið í bifreið hans sem var með grísk skráningarnúmer. ■ Norðurlönd FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R BARÁTTAN KOMIN Í GANG George W. Bush mælist með eins prósents forskot á John Kerry samkvæmt nýrri skoðanakönnun Deilan hamlar út- skriftum sjúklinga Heimahjúkrunardeilan er nú farin að tefja útskriftir sjúklinga af Land- spítalanum. Of mikið bar á milli deiluaðila á fundum þeirra í gær. Áfram verður reynt að leita lausna um helgina. ENN BEÐIÐ Þeir starfsmenn heimahjúkrunar sem hættir eru störfum bíða enn eftir því að deilan um aksturssamning leysist. Þeir hafa hist í húsnæði stéttarfélaga sinna í vikunni og farið yfir stöðu mála. AF FUNDI Í GÆRMORGUN Samningamenn Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins hittu fulltrúa aðildar- félaga á fundi í gærmorgun til þess að fara yfir stöðu mála í samingaviðræðunum við vinnuveitendur. Verkalýðsleiðtogar og Samtök atvinnulífsins funduðu í gær: Málin skýrast um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.