Fréttablaðið - 06.03.2004, Page 8

Fréttablaðið - 06.03.2004, Page 8
6. mars 2004 LAUGARDAGUR Mörkinni 6. Sími 588 5518. • Opið laugardaga frá 10 til 16. Góðar yfirhafnir Enn meiri lækkun Síðustu dagar Útsala! BELGRAD, AP Ráðherra í serbnesku ríkisstjórninni segir að ekki komi til greina að framselja fleiri Serba til stríðsglæpadóm- stóls Sameinuðu þjóðanna í Haag, þrátt fyrir hótanir Banda- ríkjanna og Evrópusambandsins um að hætta pólitískum og efna- hagslegum stuðningi við Serbíu. Dragan Marsicanin, nýskip- aður viðskiptaráðherra og náinn samstarfsmaður forsætisráð- herrans Vojislavs Kostunica, sagði í samtali við ríkissjón- varpið að ríkisstjórnin kysi að rétta yfir eftirlýstum stríðs- glæpamönnum í Serbíu. Kostun- ica hefur sjálfur lýst því yfir að það verði ekki forgangsverkefni að handtaka og framselja grun- aða stríðsglæpamenn til dóm- stólsins. ■ EFTIRLÝSTUR Serbneski lögregluforinginn Sreten Lukic er einn þeirra sem ákærðir hafa verið af dómstólnum í Haag fyrir stríðsglæpi. Viðskiptaráðherra Serbíu: Engir stríðsglæpamenn framseldir til Haag KVIKMYNDAGERÐ Lokið hefur verið við tökur á kvikmyndinni „Batman Begins“, sem staðið hafa yfir við rætur Svínafellsjökuls undanfarna viku. Leikarar og tökulið myndar- innar mun fara úr landi í dag, en áframhaldandi tökur munu eiga sér stað í London og Chicago. Samkvæmt upplýsingum frá talsmanni Warner Bros, framleið- endum kvikmyndarinnar, fóru tök- urnar á Íslandi fram úr björtustu vonum og gengu snuðrulaust fyrir sig. Aðstandendur myndarinnar sögðust einkar hrifnir af íslensku landslagi og tókst jafnvel að nýta sér óveðursdaga síðastliðinnar viku sér í hag. Þrátt fyrir að hand- rit myndarinnar hafi ekki gert ráð fyrir slagviðrinu sem yfir stóð þrjá fyrstu dagana á tökustað voru menn hæstánægðir með úrkom- una sem einfaldlega magnaði upp það andrúmsloft sem leitast var við að ná fram í tökunum. Staðfest var að um 200 manna tökulið hefði dvalist á tökustað und- anfarna viku, en um helmingur þess voru Íslendingar sem sinntu hinum ýmsu störfum, allt frá því að sjá um akstur þeirra fjölmörgu jeppa sem notaðir voru til verkefnisins og upp í stjórnun framleiðslunnar hér á landi. Sagafilm sá um allan undir- búning og framkvæmd verkefnis- ins hér á landi og lagði meðal ann- ars mikla vinnu í að halda leyndri nákvæmri staðsetningu tökustaðar. Mikil leynd hvílir yfir söguþræði myndarinnar sem taka á til sýninga sumarið 2005 en heiti myndarinnar, „Batman Begins“, eða Upphaf Leð- urblökumannsins, gefur til kynna að fjallað verði um sköpunarsögu ofurhetjunnar. Tökurnar hér á landi voru á upphafsatriðum myndarinn- ar. Kvikmyndin verður stjörnum prýdd, en með aðalhlutverk fara Christian Bale sem Bruce Wayne og Leðurblökumaðurinn Liam Neeson leikur lærimeistara hans, Michael Caine fer með hlutverk bryta Wayne, auk Morgans Freeman, Katiear Holmes og Kens Watanabe. Ekki er algjörlega útilokað að ein- hverjum Íslendingum bregði fyrir í myndinni, þó sýnt sé að þeir munu ekki fara með veigamestu hlutverk- in. ■ Innhringingar vegna forsíðumyndar Fréttablaðsins: Alþingi átaldi iðnaðarmenn ÖRYGGISMÁL „Ég hafði samband við verktakann, sagði honum að þarna væri ekki rétt að farið og jafnframt að hingað hefði verið hringt vegna skorts á öryggis- búnaði mannanna á þakinu,“ sagði Ólafur Thoroddsen, hús- vörður í Alþingi, vegna myndar sem birtist á forsíðu Fréttablaðs- ins í gær. Þar gaf að líta tvo iðn- aðarmenn uppi á þaki alþingis- hússins við Austurvöll. Þeir voru að gera við leka, en öryggis- útbúnaði þeirra var greinilega ábótavant, þar sem þeir voru meðal annars hjálmlausir. Þrír lesendur hringdu í Fréttablaðið og vildu vekja athygli á að fólk væri án öryggisútbúnaðar á þakinu yfir löggjafarsamkundu þjóðarinnar. „Hingað koma ótal iðnaðar- menn og maður getur ekki höf- uðsetið þá alla,“ sagði Ólafur. „En ábendingin er réttmæt.“ Ólafur sagði málið þó ekki al- veg eins hættulegt og virtist á myndinni. Annar mannanna væri hálfur út um glugga á þak- inu, en ekki úti á því. Hinn stæði á sléttum fleti á þakinu. En auð- vitað væri það verktakinn fyrst og fremst sem bæri ábyrgð á út- búnaði manna sina. ■ VIÐ RÆTUR SVÍNAFELLSJÖKULS Töluverður viðbúnaður var á tökustað Batman-myndarinnar á Íslandi til þess að varna almenningi aðgang. Um 100 Íslendingar komu að verkefninu. Mikil ánægja með útkomuna. ÖRYGGISÚTBÚNAÐUR Mynd sem segir meira en mörg orð. Öryg- gisbúnaður mannanna var ekki upp á marga fiska. Batman-tökum lokið Hollywood-stjörnurnar og kvikmyndagerðarmennirnir sem starfað hafa hér á landi undanfarna viku hafa nú yfirgefið landið. Alls störfuðu um 200 manns á tökustað, þar af helmingurinn Íslendingar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.