Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2004, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 06.03.2004, Qupperneq 10
10 6. mars 2004 LAUGARDAGUR ■ Evrópa UPPREISNARMENN JARÐSETTIR Íbúar þorpsins Kawbani í indverska hluta Kasmír báru lík fjögurra grunaðra upp- reisnarmanna til grafar í gær. Indverskir hermenn felldu fimm uppreisnarmenn í skotbardögum sama dag. FRUMVARP Mikill meirihluti félags- manna í Landeigendafélagi Laxár og Mývatns samþykkti á fundi á Narfastöðum í Reykjadal í fyrra- kvöld að hafna viðræðum við Landsvirkjun um hækkun stíflu Laxárvirkjunar, nema bráða- birgðaákvæði í frumvarpi um- hverfisráðherra um verndun Lax- ár og Mývatns yrði fellt út. Um 80 manns sátu fundinn og voru um- ræður heitar. Í ályktun stjórnar félagsins var lýst vonbrigðum með viðleitni stjórnvalda til brota á samkomulagi sem undirritað var árið 1973 og batt enda á hina svokölluðu Laxárdeilu. „Við viljum að bráðabirgða- ákvæðið verði tekið út úr frum- varpinu vegna þess að með því er Umhverfisstofnun veitt heimild til að láta fara fram umhverfis- mat, án samráðs við Landeigenda- félagið um það hvaða kostir verði skoðaðir. Þetta þýðir að félagið verður eingöngu áheyrnarfulltrúi og fær ekkert um málið að segja,“ segir Kári Þorgrímsson í Garði, stjórnarmaður í Landeigenda- félaginu, og bætir við: „Við lítum svo á að það sem fer í umhverfis- mat verði að öllum líkindum framkvæmt.“ Landeigendur höfnuðu hug- myndum Landsvirkjunar um að hækka Laxárstíflu um allt að 12 metra þar sem þær brytu í bága við samningana frá 1973 og sam- þykkt var að skipa tvo fulltrúa í viðræðunefnd til að skoða rekstr- arvanda virkjunarinnar. ■ Kaupa björgunarvesti: Ísraelar búa sig undir árás JERÚSALEM, AP Ísraelski herinn hefur keypt ný björgunarvesti til að bjarga fólki úr háum byggingum. Ástæðan er ótti við árásir eins og þær sem voru gerðar á World Trade Center í New York 11. september 2001. Vestunum fylgir 200 metra lang- ur kapall sem er festur við húsið og dregst hægt og rólega út þegar fólk stekkur fram af þökum eða út um glugga. Björgunarsveit á vegum ísraelska flughersins, sem koma á fólki til hjálpar ef það kemst ekki niður, verður úthlutað vestunum og verður sveitin flutt á hústoppa þar sem neyðarástand kann að ríkja. ■ FORSETINN JARÐSETTUR Boris Trajkovski, forseti Makedóníu sem fórst í flugslysi fyrir viku, var jarðsettur í Skopje í gær. Fulltrúar um sextíu erlendra ríkja voru viðstaddir útför for- setans og lögðu blómsveiga að kistu forsetans þar sem hún var stóð uppi í þinghúsinu. HÆTTUR VIÐ FRAMBOÐ Ivan Rybkin hefur dregið framboð sitt í rússnesku forsetakosningunum til baka. „Ég tek ekki þátt í þess- um farsa,“ sagði Rybkin þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Rybkin, sem er harður gagnrýn- andi Vladimírs Pútín forseta, hvarf í nokkra daga fyrr í kosn- ingabaráttunni en hefur lítið vilj- að segja um það atvik. MANNRÉTTINDI Þriðja hver kona í heiminum hefur verið beitt of- beldi, samkvæmt niðurstöðum úr rannsókn sem Amnesty Inter- national birti í gær er samtökin hleyptu af stað alheimsherferð gegn ofbeldi gagnvart konum. Fram kemur einnig að í langflest- um tilvikum á verknaðurinn sér stað innan fjölskyldunnar. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty, sagði að markmið her- ferðarinnar væri að berjast gegn tvenns kyns ofbeldi á konum, ann- ars vegar ofbeldi sem á sér stað í stríði og vopnuðum átökum, en hins vegar ofbeldi innan fjöl- skyldna, sem er jafn útbreitt á Vesturlöndum og í þróunarríkjun- um. Hún segir að herferðin hér- lendis muni fyrst og fremst beinast að því að breyta hugsun- arhætti almennings gagnvart of- beldi gegn konum. „Ofbeldi gegn konum hefur þegar verið viður- kennt sem mannréttindabrot í al- þjóðasamningum,“ segir hún. „Þessi skilgreining hefur hins vegar ekki náð að síast niður í samfélagið þar sem ennþá er litið á ofbeldi gegn konum sem einka- mál. Við viljum breyta því og gera fólki grein fyrir því að þetta er skelfilegt alþjóðlegt mannrétt- indabrot sem fer fram bak við luktar dyr. Vandamálið er víðtækt og hefur áhrif á börn auk þess að leiða af sér aukið vinnutap kvenna og hamlar þátttöku þeirra í sam- félaginu.“ ■ ANNA MARÍA OG HERMÓÐUR Anna María, Hermóður og Anton Helgi eru afskaplega þakklát fyrir alla hjálpina sem þau hafa fengið. Misstu aleiguna í bruna: Þakklát fyrir stuðninginn STUÐNINGUR „Ég er nánast orðlaus yfir viðbrögðunum sem við höfum fengið. Við erum mjög þakklát fyrir þennan góða stuðning,“ seg- ir Anna María Sigtryggsdóttir, en hún, Hermóður Sigurðsson sam- býlismaður hennar og Anton Helgi, sonur Hermóðs, misstu al- eiguna eftir bruna í leiguíbúð í Hraunbergi. Anna María segir fjölda fólks hafa stutt þau, þar á meðal fimm fyrirtæki; Tekkhúsið, Rúm- fatalagerinn, Svefn og heilsu, Henson og Skífuna, sem gaf Ant- oni Helga nýja Playstation-leikja- tölvu og leiki. Anton Helgi missti móður sína í byrjun þessa árs og býr nú hjá föður sínum. Anna María segir að mæður þeirra Her- móðs eigi hrósið skilið, en þær hafi haft samband við fyrirtækin og verið drífandi í söfnuninni. Nú er fjölskyldan nánast komið með fullbúið heimili en hún flutti inn í aðra íbúð fyrir viku síðan. ■ KÁRI ÞORGRÍMSSON Í GARÐI Kári segist vilja að bráðabirgðaákvæðið verði tekið út úr frumvarpinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H IL LI Landeigendur mótmæla bráðabirgðaákvæði Laxárfrumvarps: Fá ekkert um málið að segja FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T AP M YN D OFBELDI GEGN KONUM Alþjóðleg herferð Amnesty International berst gegn því að konur séu beittar ofbeldi. Amnesty International: Þriðja hver kona orðið fyrir ofbeldi

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.