Fréttablaðið - 06.03.2004, Side 20

Fréttablaðið - 06.03.2004, Side 20
20 6. mars 2004 LAUGARDAGUR ■ Nafnið mitt ÓLAFUR F. MAGNÚSSON „Æskuvinir mínir kölluðu mig hins vegar Óla Magg,“ segir Ólafur F. borgarfulltrúi og læknir. Ólafur F. – kallaður Óli Magg Ég heiti fullu nafni Ólafur Frið-rik Magnússon. Ég er alnafni afa míns í föðurætt, Ólafs Magn- ússonar, sem fæddist og ólst upp á heimili afa síns, Ólafs Pétursson- ar, útvegsbónda á Landamótum í Seyðisfirði. Nafnið mitt er þannig að austan en ýmsum hefur þótt gaman að tengja það við baráttu mína gegn stórvirkjanafram- kvæmdum þar,“ segir Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi. „Ólafur afi minn dó ungur en hafði áður lagt stund á læknis- fræði og stofnað blaðið Víði, sem var í aldarfjórðung málgagn sjálf- stæðismanna í Vestmannaeyjum,“ segir Ólafur. Þar sem Ólafur Magnússon er algengt nafn ákváðu foreldrar hans að gefa honum millinafn. „Friðriksnafnið varð fyrir valinu og var sótt í móðurættina til lang- afa míns úr Eyjafirðinum, Frið- riks Daníels Guðmundssonar. Öll mín móðurætt kemur úr Eyja- firðinum. Synir mínir þrír bera millinafnið Friðrik eins og ég, en það er að frumkvæði eiginkonu minnar.“ Nafnið Ólafur er víxlmynd við fornnorræna nafnið „Áleifur“ sem er samsett af forliðnum „Anu“ sem merkir forfaðir og við- liðnum „laibar“ sem merkir af- komandi – erfingi. Friðrik er töku- nafn úr þýsku og er sett saman af forliðnum „Friede“ sem merkir friður og fornháþýska lýsingar- orðinu „rikki“ sem merkir ríkur – voldugur. Ólafur er vinsælt nafn á Ís- landi og bera 2.906 það sem fyrsta nafn. Um 340 manns bera nafnið Friðrik sem annað eiginnafn. Ólafur var oft kallaður Ólafur Friðrik af kennurum til aðgrein- ingar frá bekkjarbræðrum hans. „Æskuvinir mínir kölluðu mig hins vegar Óla Magg. Ég hef alltaf notað millinafn mitt í rituðu máli en skammstafað það. Það hefur orðið æ algengara að ég sé kallað- ur Ólafur F. í fjölmiðlum og finnst mér bara gaman að því, sem odd- viti F-listans í borgarstjórn Reykjavíkur,“ segir Ólafur F. að lokum. ■ Það vakti athygli þegar Lands-bankinn gerði dágóðum hópi listamanna fært að hreiðra um sig í gamla Hampiðjuhúsinu með samstarfssamningi við galleríið Kling og Bang og til varð vinnu- staðurinn Klink og Bank. Rúmur mánuður er liðinn síðan samning- ar voru undirritaðir og nú er kom- ið að því að listamennirnir opni vinnustofur sínar og bjóði fólki inn. Hampiðjuhúsið við Brautar- holt er engin smásmíði, það er um 5.000 fermetrar og hýsir sköpun 126 listamanna sem starfa á flest- um sviðum listarinnar. Markmið- in eru háleit, aðstandendur segja sjálfir að um tímamót sé að ræða sem geti boðað nýtt upphaf og ný sóknarfæri fyrir listina í landinu. Og í dag gefst fólki færi á að kynna sér hvað þetta stórhuga fólk aðhefst, sjá hvað það hefur fram að færa. Hugmyndaþjófnaður úrelt fyrirbæri Nína Magnúsdóttir er listakona og gegnir að auki óformlegu emb- ætti hússtýru í Klink og Bank. Hún er á þönum hæða og her- bergja á milli þegar Fréttablaðið ber að garði enda í mörg horn að líta þegar dyr að 5.000 fermetrum eru opnaðar. Húsnæðið er hrátt að innan, sums staðar blasir grá steinsteypan við augum, hurðir hanga á hjörum og gamlar inn- réttingar láta á sjá. Það er ekkert verið að lappa sérstaklega upp á þetta fyrir opna húsið í dag. „Við erum ekki í einhverjum þykjustu- leik heldur sýnum okkur eins og við erum í dag,“ segir Nína. Þó að stutt sé síðan listamenn- irnir fengu húsið til umráða hafa þeir flestir komið sér ágætlega fyrir, þó ekki hver í sínu horni. „Þetta á að vera fljótandi hús,“ segir Nína, „allir taka þátt, enginn lokar sig af“. En er ekki hætt við að stórfelldur hugmyndaþjófnað- ur sé stundaður þegar svona margir listamenn eru með nefið í hvers annars koppi? „Nei, nei, nei. Þegar fólk deilir hugmyndum stækka þær bara. Hugmynda- þjófnaður er líka löngu úrelt fyr- irbrigði. Það eru allir í því að lána og fá lánað. Við lifum jú á póst- módernískum tíma.“ Fjörlegast er í Klink og Bank á kvöldin því listamennirnir þurfa flestir að vinna almenna launavinnu á dag- inn til að geta sinnt list sinni. Æðislegt hús Nína segir gott að vinna í gamla Hampiðjuhúsinu: „Þetta er æðislegt. Ég hef verið hér ein á nóttunni og aldrei orðið vör við drauga. Og ef þeir eru hérna þá eru þeir ofsalega vinveittir. Það er gott að fá hugmyndir hérna, sem er bæði húsinu og öllu þessu skapandi fólki að þakka.“ Þar sem húsreksturinn er á hennar herð- um hefur Nína ekki sinnt eigin list eins og hún helst vildi en vonast til að það breytist brátt. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum 1995 og lærði meira í London eftir það. Og þó að hún hafi útskrifast úr mál- aradeild eru efnin og efnistökin af ýmsu tagi: „Ég hef fengist við inn- setningar, vídeólist og ljósmynd- un svo eitthvað sé nefnt. Ég geri bara það sem hentar hugmynd- inni,“ segir hún hlæjandi. Samstarfssamningurinn um starfsemi Klink og Bank var und- irritaður með mikilli viðhöfn og Landsbankinn tefldi fram sínum helstu mönnum. Bankaráðsfor- maðurinn Björgólfur skrifaði undir og báðir bankastjórarnir horfðu á. En kemur Björgólfur í dag? „Jájá, hann kemur og er spenntur,“ segir Nína, sem sjálf er spennt eins og vonlegt er. „Að sjálfsögðu er ég spennt. Við vitum ekkert almennilega hvernig þetta verður, hversu margir koma og svona en við viljum sjá sem flesta. Það væri mjög gaman ef margir kæmu og verðu deginum með okkur.“ Margt að sjá og heyra Dyrnar að Hampiðjuhúsinu verða opnaðar klukkan tvö í dag og auk fjölmennrar sýningar í „Græna salnum“ verður boðið upp á Barnaleikritið Baulaðu nú, gjörninginn Goethe og Puddle, leiklistargjörning, kynningu á Sjónlistastofnuninni og rokktón- leika þar sem meðal annars leika Apparat, Trabant, Singapore Sling og Ghostigital. bjorn@frettabladid.is HÚSSTÝRAN Nína Magnúsdóttir myndlistarmaður er óformleg hússtýra í Klink og Bank. Á efstu hæð hússins sést yfir sundin blá. MANIFESTÓ KLINK OG BANK ❂ Klink og Bank skapar lifandi vett- vang fyrir framsækna liststarfsemi yngri kynslóða. ❂ Klink og Bank brúar bil á milli listgreina sem opnar möguleika á frjóu samstarfi. ❂ Klink og Bank ætlar að stuðla að veglegri útgáfu og öðru kynningar- efni sem nauðsynlegt er til skrá- setningar heimilda. ❂ Klink og Bank sinnir vaxandi áhuga á samtímalist á Íslandi og nýtir vettvang sinn til kynningar á henni og sækir um þá styrki sem eru í boði. ❂ Klink og Bank er einnig vettvang- ur til samskipta og samstarfs við er- lenda listamenn og listastofnanir sem geta opnað gáttir inn í landið og út í heim. ❂ Ef starfsgrundvöllur er hér á landi mun Klink og Bank sækja um nor- ræna og evrópska samstarfsstyrki. ❂ Vinnuumhverfi listamannanna sem starfa innan Klink og Bank verður reglulega opnað fyrir al- menning. Þannig skapast samskipti með hugsanlegri fræðslu og skiln- ingi á nútíma listsköpun. ❂ Klink og Bank vill efla miðborg- ina með sérverkefnum og regluleg- um uppákomum með iðandi lífi og opinni umræðu. ❂ Þeir listamenn sem starfa í Klink og Bank eru virkir í mótun og fram- gangi starfseminnar. Fyrir tilstuðlan Landsbankans varð dágóðum hópi listamanna fært að hreiðra um sig með vinnustofur í gamla Hampiðjuhúsinu. Þar hefur núna myndast iðandi líf og húsið verður opið almenningi í dag. Ýmislegt skemmtilegt verður á boðstólum. Klink og Bank býður heim ÞINGIÐ Þessi mynd eftir Þorgeir Frímann er meðal þess sem verður til sýnis á opnum degi í Klink og Bank í dag. FÖTUR OG BRÚSAR Huginn Þór Arason á þetta listaverk, en hann er einn af þeim sem hafa vinnuað- stöðu hjá Klink og Bank í Hampiðjuhúsinu. RÚSSLAND Í þessu rými verður rokkað í dag. Meðal þeirra sem koma munu fram eru Trabant, Apparat, Singapore Sling og Ghostigital. FR ÉT TA B LA Ð IÐ V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.