Fréttablaðið - 06.03.2004, Síða 27

Fréttablaðið - 06.03.2004, Síða 27
Fyrir ári var aðalpersónan íbresku þáttunum The Office, yfirmaðurinn David Brent, alls óþekktur í Bandaríkjunum. Það er nú breytt eftir að The Office vann til tvennra Golden Globe-verðlauna. Þátturinn hefur í kjölfarið fengið mikla athygli og það jafnvel úr ólík- legustu áttum. Hamborgarakeðjan Burger King hefur nú framleitt röð auglýsinga sem eru undir greinileg- um áhrifum frá þættinum. Þar eru starfsmenn á skrifstofu sýndir í ýmiss konar neyðarlega fyndnum aðstæðum þar sem Burger King- hamborgarar koma við sögu. Í aug- lýsingunum er einblínt á hvað starfsmenn skrifstofu hafa pantað á hamborgarann sinn en þar reyna menn að ganga æ lengra en vinnu- félaginn í sérvisku. Ýmis orðaskipti fylgja svo í kjölfarið. Hugmyndasmiður The Office, Ricky Gervais, segist ekki hafa séð auglýsingarnar þannig að hann viti ekki hvort um sé að ræða hreina stælingu á þáttunum eða einungis áhrif. „Mér er eiginlega alveg sama,“ segir hann og segist sjálfur verða fyrir áhrifum af einu og öðru. Hann segist hins vegar ekki þola alls kyns drasl sem sé á markaði og minni á The Office, eins og kort með skopmyndum af yfirmanninum Brent sem leikur tónlist þegar það er opnað. Gervais segist ekki eiga nokkurn þátt í slíkri framleiðslu og hún angri hann. Einn af talsmönnum auglýsinga- stofunnar sem hannar auglýsing- arnar fyrir Burger King segir starfsmenn þar vera aðdáendur The Office en þeir hafi ekki meðvitað stælt þættina, ef áhrif finnist séu þau ómeðvituð. Tvenn Golden Globe-verðlaun til The Office vöktu mikla athygli en breski þátturinn sigraði óvænt vin- sæla bandaríska þætti eins og Friends og Sex and the City. Þegar tilkynnt var um sigurvegarana heyrðist Clint Eastwood segja við konu sína: „Hvaða náungar eru þetta eiginlega?“ ■ LAUGARDAGUR 6. mars 2004 27 Burger King stælir The Office SKRIFSTOFUSTJÓRINN Hugmyndasmiðurinn og aðalleikarinn í The Office, Ricky Gervais, segist vera alveg sama þótt Burger King stæli þættina. lywood sem varð víst að fá bankalán til að geta skilið við hjúkrunarkonuna Debbie Rowe árið 1999. Hann fékk umráðarétt yfir apanum þeirra. ■ STOKKIÐ Á BRETTI „Í þeim verslunum sem ég hef verið að vinna í verður maður greinilega var við aldursskiptingu því það er enginn undir 27 ára sem kaupir skíði,“ segir Torfi G. Yngva- son. „Það seljast varla skíði á krakka frá átta til tuttugu ára aldurs.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.