Fréttablaðið - 06.03.2004, Síða 34

Fréttablaðið - 06.03.2004, Síða 34
bílar o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Sæll Jón Heiðar! Ég heiti Kristín og á í vandræð- um með bílinn minn. Hitamælir- inn rís stundum óvenju mikið í bílnum, sérstaklega þegar ég er búin að keyra langar vegalengdir. Hvað heldur þú að sé að bílnum mínum? Blessuð og sæl Kristín! Bílar sem eiga það til að of- hitna við mikið álag eða á lang- keyrslu en virðast vera í góðu lagi þess á milli eru lýsandi dæmi um bíla með tærða vatnskassa. Það sem gerist er að kæliblöðin á milli vatnsganga í vatnskassan- um tærast og detta úr og þegar kæliblöðin eru farin verður lítil sem engin kæling á vatninu sem rennur um vatnskassann. Þegar svona er komið er nauðsynlegt að skipta um vatnskassa eða fara með hann í viðgerð á vatnskassa- verkstæði og fá þá til að skipta um kælihluta vatnskassans (ele- mentið). Það kostar langoftast minna en að fá nýjan vatnskassa. Eitt gleymist stundum að skoða þegar vandamál koma upp í kæli- kerfum bíla. Það er að skoða tapp- ann á vatnskassanum. Tappinn er í lykilhlutverki þegar bíllinn fer að hitna, því hann er eins konar þrýstiventill og sér um að þrýst- ingurinn á vatnskerfinu sé réttur. Ef tappinn stendur á sér getur myndast of mikill þrýstingur í kerfinu, sem aftur veldur leka á óheppilegum stöðum. Vantar þig góð ráð? Sendu Jóni Heiðari póst á bilar@fretta- bladid.is Góð ráð JÓN HEIÐAR ÓLAFSSON ■ segir hitamæli sem hátt rís lík- lega eiga sér or- sakir í tærðum vatnskassa. Allt sem bíllinn þarf fyrir veturinn Michelin • Cooper • Loftbóludekk • Ódýr jeppadekk • Bremsuklossar • Bremsuviðgerðir Smur, bón og dekkjaþjónustan Sætúni 4, sími 562 6066 Opið virka daga frá kl. 8-18 UMFELGUN OG BALANSERING VETRARDEKK Þvottur og bón • Olís smurstöð • Rúðuþurrkur • Allar perur • Rafgeymar Vinnuvélanámskeið Kvöldnámskeið. Námskeiðsstaður, Þarabakki 3. 109 Reykjavík (Mjódd). Verð 39.900.- Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737 Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður Hvenær á að skipta um tímareim? Handbók bílsins hefur svörin Það fréttist aðeins of oft af bif-reiðaeigendum sem lenda í því að bíllinn gefist upp án sýni- legrar ástæðu. Eftirköst eru þá oftar en ekki hressileg fyrir pyngjuna þegar bíllinn þarf á spítala í flókna viðgerð með til- heyrandi kostnaði. Eina helstu ástæðu þessa er oft að finna í út- runnum líftíma tímareimarinnar, en því miður átta sig ekki allir á því hvað tímanum líður eða þá kílómetrafjöldanum, sem annars er strangt til tekinn í fyrirmæl- um handbókar bílsins. Í handbók- inni er uppgefinn endurnýjunar- tími tímareimar viðkomandi bíla- tegundar og þá annað hvort í ára- fjölda eða kílómetrafjölda. Al- geng fyrirmæli eru 60 þúsund kílómetrar eða þrjú ár. „Þó verða bíleigendur alltaf að hafa í huga hversu mikið bíllinn er keyrður miðað við aldur,“ segir bifvéla- virkinn Jón Pétursson í Bílaverk- stæðinu Knastási í Kópavogi. „Sé bíll lítið keyrður en kannski orð- inn fimm, sex ára og handbókin uppgefur kílómetrafjölda vegna tímareimarskipta, er nauðsyn- legt að skoða ástand tímareimar- innar. Hún eldist og slitnar af elli þótt bílinn sé ekki mikið keyrð- ur.“ Tímareimar eru tenntar og flatar, gerðar úr trefjastyrktu gúmmíi, og knýja kampás bílsins frá sveifarásnum. Þegar tíma- reim er komin á tíma má búast við að hún slitni, sem nær undantekn- ingarlaust veldur alvarlegum skemmdum á vélinni þegar stimplarnir rekast upp undir opna ventlana og brjóta þá eða beygja. Slíkum skemmdum fylgir hár við- gerðarkostnaður, sem auðveld- lega má forðast með reglulegu viðhaldi. „Það kostar reyndar alltaf skildinginn að skipta um tímareim því í sumum bílum þarf á sama tíma að skipta um legur og vatnsdælu, en mjög mikilvægt er að brýna fyrir fólki að hugsa vel um bílinn sinn og fylgjast með fyrirmælum um sína tegund í handbókinni,“ segir Jón, sem leggur áherslu á að bílategundir séu einnig mjög mismunandi þeg- ar kemur að tímanum til að skipta um tímareim. „Sumir bílar þola reyndar að fara aðeins fram yfir, en aðrir geta skemmst mikið og jafnvel sungið sitt síðasta ef tímareimin fer.“ ■ Tærður vatnskassi JÓN PÉTURSSON BIFVÉLAVIRKI Algengt er að tímareimina þurfi að endurnýja eftir 60 þúsund kílómetra eða þrjú ár. SÉÐ OFAN Í SKIPTINGU TÍMAREIMAR Best að skipta í tíma til að forðast óheyri- legan viðgerðarkostnað. BÚIN AÐ VERA Slitin tímareim þar sem tennurnar eru farnar af. VOLVO CONCEPT CAR-YCC Fyrir rúmu ári efndu Volvo-verksmiðjurnar til samstarfs milli hundruða kvenna sem starfa hjá verksmiðjunum. Verkefni kvennanna var að hanna bíl sem þjónaði þörfum þeirra. Afraksturinn er Volvo Concept Car-YCC (YCC stendur fyrir Your Concept Car), sem er 215 hestafla bíll sem er auðvelt að leggja, halda hreinum og eiga við á allan hátt. Bíllinn var frumsýndur á alþjóðlegri bílasýningu í Genf fyrr í vikunni. Nýju Evrópusambandslöndin íAustur-Evrópu heyja nú harða baráttu um að ná til sín fram- leiðslufyrirtækjum. Til dæmis kepptu Pólland og Slóvakía um risabílaverksmiðju Hyundai. Í fyrra töpuðu Pólverjar baráttu við Tékka um bílaverksmiðju. Bæði löndin höfðu meðal annars boðið skattafríðindi og ókeypis land und- ir verksmiðjuna en Slóvakía vann á lægri launa- k o s t n a ð i . Raunar eru launin þar lægst í nýju Evrópusambandslöndunum. Hyundai fylgir hér fordæmi fjöl- margra bílaframleiðenda sem hafa reist verksmiðjur í Austur-Evrópu. Tilgangurinn er að vera nálægt vesturevrópska markaðssvæðinu en um leið langt frá launatöxtum þess. Í verksmiðjunni í Slóvakíu verða framleiddir meira en 200.000 bílar á ári frá árinu 2006. Hyundai er meðal stærstu bíla- framleiðenda heims og í örum vexti. Í fyrra seldust meira en milljón Hyundai-bílar og í ár stefna þeir að því að verða með- al fimm s t æ r s t u b í l a f r a m - l e i ð e n d a heims. ■ HYUNDAI TERRACAN Hyundai reisir verksmiðju í Slóvakíu á næstu árum. Hyundai-verksmiðja til Slóvakíu: Mun framleiða 200.000 bíla á ári

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.