Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 1
STJÓRNMÁL Árni Magnússon félags- málaráðherra gagnrýndi harðlega starfsemi íslensku viðskiptabank- anna á iðnþingi í gær. Hann sagði það verulegt umhugsunarefni með hvaða hætti þeir hefðu breyst á undanförnum árum. „Það sem áður voru þjónustu- stofnanir á sviði fjármála við heimilin og atvinnulífið eru nú orðnir virkir gerendur á fyrir- tækjamarkaði. Er það raunveru- lega svo að eðlilegt sé að einstakir viðskiptabankar verji mestum kröftum sínum og fjármunum, jafnvel með stórkostlegum er- lendum lántökum, í að brytja nið- ur fyrirtæki í íslensku viðskipta- lífi, til hagnaðar fyrir sjálfa sig,“ spurði hann í ræðu sinni. ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 58 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 56 Sjónvarp 60 LAUGARDAGUR DAGURINN Í DAG 13. mars 2004 – 72. tölublað – 4. árgangur MILLJÓNIR MÓTMÆLTU Spánverjar sýndu samstöðu með því að fjölmenna út á götur í gærkvöldi. Þjóðlíf er í lamasessi. ETA neitar aðild að árásunum. Talið er að ódæðin geti haft áhrif á þingkosningar á morgun. Sjá síðu 2 ENSKI Á SKJÁ 1 Skjár einn hefur feng- ið einkarétt á útsendingum frá ensku knatt- spyrnunni næstu þrjú árin. Skjárinn skoðar samstarf við RÚV og Símann um útsend- ingar. Sjá síðu 4 JÁTNINGAR Þremenningarnir sem sitja í varðhaldi vegna líkfundarins í Norðfirði gáfu hinum látna sterkt morfínlyf í tvo sól- arhringa áður en hann lést. Tveir sakborn- inga hafa játað aðild að málinu. Sjá síðu 6 GRÓF BROT Jón Steinar Gunnlaugsson telur Hæstarétt hafa brotið gróflega á skjól- stæðingum sínum í máli er varðar lækna- mistök. Hann útilokar ekki málskot til Evrópudómstóls. Sjá síðu 8 Atvinnulaus í Englandi ● í sporum kóngsins í 10 ár Steinn Ármann Magnússon: ▲ SÍÐA 36 Í sambandi við Elvis ● ekki systir jóhönnu Þórey Vilhjálmsdóttir: ▲ SÍÐA 18 Nýtt andlit í Íslandi í dag ● félagið lagt niður BDSM-félagið: ▲ SÍÐA 34 Engin aðsókn í sadómasó Guðjóni Þórðarsyni var fyrir rúmri viku sagt upp störfum hjá enska knattspyrnu- liðinu Barnsley. Hann hefur ekki lagt árar í bát og ætlar að reyna komast aftur að í Englandi. ▲SÍÐA 28 og 29 ● toyota prius ● nudd í bílnum Silfurgrár vin- sælasti liturinn bílar o.fl. Hannes Strange: ▲ SÍÐUR 34 og 35 VEÐRIÐ Í DAG LOKSINS LOKSINS má fara að búast við sæmilega hægum vindi á Reykjavíkur- svæðinu. Úrkomusamt suðaustan og sunn- an til. Þurrt nyrðra. Áfram milt. Sjá síðu 6. Guðjón Þórðarson: Hitnar í kolunum George W. Bush hóf nýja auglýsingaherferð í sjónvarpi í gær gegn mótframbjóðanda sín- um John Kerry. Kerry svaraði af hörku. Hiti færist nú óðum í baráttuna. ÚRVALSDEILDIN Í HANDBOLTA Heil umferð verður í úrvalsdeild RE/MAX í handbolta karla í dag. Fram og KA leika í Framhúsinu klukkan 15. ÍR og Grótta KR mætast í Austurbergi klukkan 16.30 og á sama tíma hefst toppslagur Hauka og Vals að Ásvöllum. Loks eigast botnliðin, Stjarn- an og HK við í Ásgarði og hefst leikur þeir- ra klukkan 17. SÍÐA 24 og 25 ▲ Bandaríkin: STRAND Fjöldi manna vann að björg- un fjölveiðiskipsins Baldvins Þor- steinssonar EA-10 í Skarðsfjöru í gær. Að björguninni komu þyrlur frá Landhelgisgæslunni og varnar- liðinu, auk björgunarsveita úr Vest- ur-Skaftafellssýslu, mönnum frá Samherja og Tryggingamiðstöðinni. Undirbúningur stóð mestallan daginn í gær. Hluti skipverja Bald- vins Þorsteinssonar voru fluttir um borð í skipið með þyrlu Landhelgis- gæslunnar, TF-SIF, um hádegi í gær. Þá voru tóg og fleiri hlutir til björg- unaraðgerða flutt með þyrlunum í gær. Reynt verður að toga skipið á flóði í dag ef veður leyfir. „Það verður bara að fara hverja ferð fyrir sig og sjá hvernig það gengur. Við leigðum flugvél frá Flugleiðum sem fór til Noregs og sótti fyrir okkur tóg og fleiri hluti sem komu til Keflavíkur í gær og var í framhaldinu flutt hingað,“ seg- ir Þorsteinn Már Baldvinsson. „Þessi undirbúningsvinna er tímafrek og tafsöm að ekki gafst tími til að draga skipið í gær. Við verðum að sjá hvort ekki náist að draga skipið á eftir eða í kvöld. Allt fer það eftir hvernig veðrið verður, það er eina aflið sem við ráðum ekki við,“ segir Kristján Vilhelmsson. Sjá bls. 4 VIÐSKIPTI Landsamband íslenskra útvegsmanna seldi allan hlut sinn í Íslandsbanka á fimmtudag. Út- vegsmenn áttu 114 milljónir króna að nafnvirði sem seld voru á genginu 7,6. Verðmæti viðskipt- anna var því vel á níunda hundrað milljónir króna. Góð ávöxtun hef- ur verið af bréfum Íslandsbanka undanfarin ár og útgerðarmenn því hagnast ágætlega á sölunni. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins liggur ástæðan ekki síður í óánægju LÍÚ með brotthvarf Kristjáns Ragnarssonar úr banka- ráði bankans. Fyrir lá vilji Krist- jáns að sitja eitt kjörtímabil enn og studdu útvegsmenn sinn gamla formann. Samkvæmt þessu greiða útvegsmenn atkvæði í Íslands- banka með sölu bréfanna. Bréfin hafa verið í eigu LÍÚ frá stofnun bankans. Hvorki Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, né Björgólfur Jóhannsson, formaður sambandsins, vildu tjá sig um málið. Töluverð barátta var um völdin í Íslandsbanka fyrir aðalfund bankans. Kristján stefndi að því að sitja áfram sem formaður, en Víglundur Þorsteinsson og Helgi Magnússon studdu Einar Sveinsson til formennsku í bankaráðinu. Kristján varð und- ir í baráttunni um sæti í banka- ráðinu og mislíkar útvegsmönn- um niðurstaðan. Kristján Ragnarsson hefur tal- að mjög ákveðið gegn ásókn Landsbankans í Íslandsbanka og sagði í kveðjuræðu sinni á aðal- fundi bankans að í ljósi samskipta við forsvarsmen Landsbankans teldi hann heppilegast að vinna að markmiðum Íslandsbanka án tengsla við þá. Talið er að öfl inn- an bankaráðsins séu á annarri skoðun í þeim efnum. haflidi@frettabladid.is Árni Magnússon félagsmálaráðherra: Eiga bankar að brytja niður fyrirtækin? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ÁRNI MAGNÚSSON Félagsmálaráðherra var hvassyrtur í garð viðskiptabankanna á iðnþingi í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H E LM Allt tilbúið í Skarðsfjöru: Vonast til að ná Baldvini á flot KRISTJÁN VILHELMSSON ÚTGERÐARMAÐUR Tók þátt í undirbúningi björgunar Baldvins Þorsteinssonar í gær. Hér er hann að aðstoða varnarliðsmann við að hengja togvír, sem verður notaður til að draga Baldvin á flot, í þyrlu . Útgerðin úr Íslandsbanka Útvegsmenn eru ósáttir við brotthvarf síns gamla formanns úr bankaráði Íslandsbanka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.