Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 36
Það fara ekki allir í fötin hansElvis, í það minnsta ekki svo vel sé. Elvis Presley var og er Kóngurinn, vinsældir hans og áhrif voru með miklum ólíkind- um, rétt eins og maðurinn sjálfur. Elvis skýtur upp kollinum á laugardagskvöldum í Loftkastal- anum í vesturbæ Reykjavíkur. Hann er hryggjarsúlan í leikritinu Eldað með Elvis sem annars má segja að fjalli um leitina að til- gangi lífsins. Steinn Ármann Magnússon leikur Elvis af sannfæringu. Hann kemur fram í Elvis-búningum, syngur af mikilli innlifun með til- heyrandi mjaðmahnykkjum og talar til fjöldans. Rétt eins og Kóngurinn sjálfur væri á ferð. Byrjaði sem grín Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem Steinn Ármann er Elvis Presley, hann hefur marg- sinnis brugðið sér í gervi hans og við ýmis tilefni. Steinn þekkir hann orðið nokkuð vel enda hafa þeir verið samferða annað veif- ið í rúman áratug. „Þetta byrjaði sem grín,“ seg- ir Steinn. „Við Davíð Þór Jónsson vorum saman með útvarpsþáttinn Radíus á Aðalstöðinni og sóttum Elvis- grínið í smiðju Úlfs Grönvolds vinar okkar en hann hafði lengi verið með mikinn Elvishúmor. Við ákváðum sumsé að vera eini út- varpsþátturinn á Íslandi sem spil- aði bara Elvis og það vakti strax mikla athygli.“ Um svipað leyti fæddust synir Steins og konu hans Jennýar Berglindar og hann segir það hafa komið til tals, í gríni þó, að skíra þá Elvis. „Þetta væri flott nafn, Elvis Steinsson.“ Magnaður gæi Útvarpsþátturinn Radíus naut nokkurra vinsælda og þar sem Elvis-aðdáendur áttu sér ekki sér- stakan samastað flykktu þeir sér í kringum þá Stein Ármann og Davíð Þór. „Það voru margir skrítnir gaurar þarna man ég sem vissu allt um karlinn, hvað amma hans hét og svona,“ segir Steinn, sem sjálfur leggur ekki slíkt á minnið þó hann viti orðið eitt og annað um hann eftir öll þessi ár. „Þetta var afar magnaður gæi og það var bara einn Elvis,“ segir Steinn og bendir á að bara nafnið geri sitt, jafn tilkomumikið og það nú er: „Elvis Presley, þetta nafn selur.“ Hann bendir líka á að fáir menn í mannkynssögunni hafa viðlíka stöðu og Elvis. „Einhver sagði að með tvo aðra væri hægt að gera nánast hvað sem er og það vekti athygli. Sjáðu nú til: Eldað með El- vis, Eldað með Hitler og Eldað með Jesú. Fleiri eru það ekki.“ Og Steinn rifjar upp sögu sem segir sitt um stöðu Elvis. „Leik- konan Cybill Shepherd sagði ein- hvern tíma frá því í sjónvarpsvið- tali að hún hefði sængað hjá Elvis. Þáttastjórnandinn fór að reikna og sagði svo; en þá varstu gift, hvað sagði maðurinn þinn? Og hún svaraði um hæl; auðvitað varð hann fúll en hvað gat hann sagt, þetta var Elvis.“ Gríðarlegur matmaður Steinn Ármann fór í gegnum talsverða Elvisþerapíu við undir- búning leikritsins og kynntist þá Kónginum betur en fyrr. „Við töl- uðum um hann, lásum um hann, hlustuðum á lögin hans og borðuð- um matinn hans,“ en með Steini í verkinu leika Álfrún Örnólfsdótt- ir, Friðrik Friðriksson og Halldóra Björnsdóttir. Einhverjum kann að koma á óvart að þau hafi borðað matinn hans Elvis en það á sér sína skýringu. „Hann var gríðar- legur matmaður og gaf út mat- reiðslubók sem heitir Are You Hungry Tonight.“ Og beðinn um nánari útlistun á matnum segir Steinn Ármann: „Þetta er staðgóð- ur matur, ekkert of krefjandi bragð en ákaflega saðsamur.“ Elvis var allt annað en hófsamur þegar kom að mat og át oftar en ekki yfir sig. „Því er reyndar haldið fram að lyfjaneysla hans hafi gert það að v e r k u m að honum h a f i a l l t a f f u n d i s t hann vera s v a n g u r. Þess vegna át hann og át en í stað- inn eyddi hann löngum stundum á kló- settinu og það var einmitt þar sem hann dó.“ Elvis var ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum og þrátt fyrir áralangt hjóna- band hans og Priscillu girndist hann aðrar konur og naut þeirra. „Hann gerði gaura út af örkinni til að finna réttu píurnar. Þær þurftu að vera á ákveðnum aldri, af ákveðinni hæð og með ákveð- inn vöxt. Hann vildi hafa þær krakkalegar. Maðurinn var nátt- úrlega afskaplega spes. Hann var fátækur vörubílstjóri sem allt í einu verður ofurstjarna. Þess eru vart dæmi í tónlistar- sögunni að menn verði svona of- boðslega frægir.“ Og Steinn segir að þessar gríðarlegu vinsældir séu auðvit- að afskaplega sérstakar því Elvis samdi hvorki lög né texta. „Hann varð frægur vegna raddarinnar, útlitsins og útgeislunarinnar. Og svo hafði hann náttúrlega þetta svakalega nafn; Elvis Presley.“ Þyrfti að vera í búningnum allan daginn Í kjölfar útvarpsþáttanna voru Steinn Ármann og Davíð Þór fengnir til að troða upp á ým- iss konar skemmtunum, auk þess sem þeir héldu sín eigin Radíus- kvöld og önnuðust kynningar á sérstökum Elvis-karaokekeppn- um. „Við sum þessara tækifæra komum við fram í Elvis-göllun- um okkar sem voru sérstaklega keyptir í Los Angeles. Ég á gall- ann minn ennþá og hann er meira að segja notaður í sýning- unni.“ Steinn Ármann lét gallann duga á sínum tíma til að verða Elvislegur en það er ekki nóg fyrir leikritið. „Nú geng ég alla leið,“ segir hann, „Ég lét lita á mér hárið og safnaði börtum. Og ég get alveg viðurkennt að mér líður eiginlega hálf illa svona til höfuðsins nema þegar ég er í búningum. Ég þyrfti eiginlega að vera í honum allan daginn, alla daga, en það er því miður ekki hægt,“ segir Steinn og hlær. Honum líður sumsé vel í bún- ingnum og að sama skapi líður honum vel á sviðinu. „Já, mér líð- ur mjög vel í þessu hlutverki. Ég kveið því í upphafi að þurfa að syngja en menn stöppuðu í mig stálinu og ég æfði mig talsvert. Og eftir því sem ég er orðinn ör- uggari nýt ég þess æ meira að syngja og vera Elvis.“ Stúderaði Elvis Það er allur gangur á því hvort leikarar séu spenntir og fullir til- hlökkunar eftir að fara á svið og sýna. Steinn Ármann iðar í skinn- inu fyrir hverja sýningu af Eldað með Elvis. „Ég hlakka til hverrar sýningar, þetta er svo ferlega skemmtilegt,“ segir hann en til að hita upp fyrir sýningar hlustar hann á Elvis og syngur með. Leikarar eru oftast í þeim sporum að þurfa að skapa þær persónur sem þeir leika en öðru máli gegnir um þetta tilvik. Allir vita hvernig Elvis var og allir hafa skoðanir á honum. Steinn býr að því að hafa daðrað við Kónginn í gegnum árin: „Ég hef stúderað hann talsvert og eins aðra sem hafa leikið hann eða gert grín að honum.“ Margslungið verk Eldað með Elvis er marg- slungið verk og Elvis sjálfur ekki í hópi persóna heldur brýtur hann upp sýninguna nokkrum sinnum með söng og spjalli. Steinn Ármann leikur í raun lamaðan mann sem hermdi eftir Elvis áður en hann lenti í alvar- legu bílslysi. „Þann heim þekki ég því ég átti fatlaðan bróður sem einmitt lenti í bílslysi og var bundinn við hjólastól í 16 ár,“ segir Steinn en fer ekki nánar út í þá sálma. Hann tekur hins veg- ar upp léttara hjal og bendir á að reynsla hans af uppistandi komi honum líka til góða í einræðum Elvis sem eru nokkrar en þar segir hann frá mannkostum sín- um og afrekum. Elvisáhuginn eykst með tímanum Þó að mörgum finnist Steinn Ármann smellpassa í hlutverkið og hann hafi hlotið afar góðar umsagnir um frammistöðu sína kom hann ekki fyrstur til greina til að leika það. „Upphaflega átti Örn Árnason að gera þetta og síðan komu upp hugmyndir um að fá sjálfan Björgvin Halldórs- son.“ Hvað sem því líður er það Steinn sem er Elvis og bara æði góður Elvis. Hann hefur enda af- skaplega gaman af þessu og gæti hugsað sér að gera meira með Kónginn í framhaldinu: „Ég gæti alveg hugsað mér að koma víðar fram og syngja þessi lög. Fjölga aðeins lögunum á prógramminu og spjalla svo á milli,“ segir hann og viðurkennir að Elvisáhuginn aukist með tímanum. „Ég er eig- inlega alltaf að verða meiri og meiri aðdáandi.“ bjorn@frettabladid.is 36 13. mars 2004 LAUGARDAGUR Steinn Ármann Magnússon leikari virðist eiga í nánu sambandi við Elvis Presley, en hann hefur oftsinnis á undanförnum árum komið fram í gervi Kóngsins. Nú leikur hann Kónginn sjálfan í Eldað með Elvis. En hvað er það sem laðar leikarann að stjörnunni? Steinn Ármann og Elvis STEINN ÁRMANN „Þetta byrjaði sem grín,“ segir Steinn. „Við Davíð Þór Jónsson vorum saman með útvarpsþátt- inn Radíus á Aðalstöðinni og sóttum Elvisgrínið í smiðju Úlfs Grönvolds vinar okkarr.“ Í GERVI KÓNGSINS Steini Ármanni líður vel í Elvisbúningnum og segist helst vilja vera í honum allan daginn. Það sé nefnilega svo einkennilegt að vera bara með bartana og hárgreiðsluna, en vera ekki í búningnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.